Alþýðublaðið - 19.03.1964, Page 4

Alþýðublaðið - 19.03.1964, Page 4
'ÍWWWWX'CÍKÍ Reykjavík, 18. niarz - EG Á FUNDI sameinaðs þings í dag voru teknar fyrir þrjár fyrirspurnir. Fyrst fyrirspurn frá Gils Guðmundssyni (K) um lóðamál Sjómannaskólans. Lóðamál Sjó- mannaskólans Gils Guðmundsson (K) fylgdi fyrirspurn sinni sinni úr lilaði með nokkrum orðum. Sagði hann, að lóð Sjómanna- skólans hefði ckki enn verið endanlega ákveðin eða form- lega afhent. Beindi liann fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar um hvað þessu máli liði. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra (A) varð fyrir svörum og sagði, að byggingar- nefnd Sjómannaskólans liefði þetta mál í sínum höndum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefðu lóðamörk ekki fengizt viðurkennd, en ástæða væri þó til að vona að þetta leystist innan tíðar. Um skipulagningu lóðarinnar og umhverfi skól- ans, sagði ráðherra, að í því væri ekkert hægt að gera fyrr en lóðamörkin hefðu verið end anlega ákveðin. Það væri auðvitað alvég ó- viðunandi, eins og fyrirspyrj- andi hefði sagt, að svona lang- ur tími skuli hafa liðið án þess að þetta mál yrði leyst sagði ráðherra. Kvaðst liann mundu beita sér fyrir að þetta mál kæmist í höfn og gengið yrði frá skipulagi lóðarinnar. F j arskiptastöð var í íslenzkum skipum Pétur Sigurðsson (S) bar fram fyrirspurn um hvað liði frkv. þingsályktunar frá 1900 um endurskoðun laga og reglna um fjarskiptastöðvar í íslénzk- um skipum. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra (S) varð fyrir svörum og sagði, að skipaskoð- unarstjóri hefði samið uppkast- að nýjum reglum um þessi mál. Væru reglurnar nýkomnar tii ráðuneytisins, sern sent hefði þær til umsagnar ýmissa aðila. Mundi frekari tíðinda að vænta af þessu áður en langt um liði. Vörukaupalán í B andaríki unum Ragnar Arnalds (K) bar fram fyrirspurn í fjórum liðum um vörukaupaláir, eða svonefnd PL 480 lán í Bandaríkjunum. Gunn ar Thoroddsen, fjármálaráð- lierra (S) varð fyrir svörum af hálfu ríkisstjómarinnar. Fyrsti liður fyrirspurnarinn- ar fjallaði um hve miklu lán- in næmu og hve ónotaðar heim- ildir væru miklar. Fjármálaráð- herra sagði, að heildaruppliæð vörukaupasamninganna frá 1957-1963 næmu rúmlega 15 milljón dölum, en hinn 16. þ.m. hefðu greiðslur fyrir keyptar vörur numið alls 14.5'milljón- um dala, og væri mismunurinn þarna 1.3 milljónir, en af þvi væri rúmlega ein milljón ónot- aðar eftirstöðvar kaupalieim- ilda, sem nú væru úr gildi fallnar, en 225 þúr dalir væru kaupaheimildir skv. samningn- um frá 1963. Um það hverjum lánin hafa verið framlánuð, eins og spurt var um, sagði ráðherrann, að til innlendra framkvæmda liefðu farið 347.7 milljónir króna. Sogsvirkjunin hefði feng ið 92.9 milljónir, Iðnlánasjóður 50.5 milljónir, stofnlánadeild landbúnaðarins 49 milljónir og ýmsir fleiri aðilar, sem ráðherr ann tilgreindi. Óráðstafað væri 2.5 milljónum króna. Um endurgreiðslur til Banda ríkjanna í íslenzkum krónum af Marshall fé og PL 480 lánum sagði ráðherrann, að inn á reikning Bandaríkjastjórnar hér á landi vegna Marshall fjár ins hefðu verið greiddar 27.5 milljónir króna, en vegna PL 480 lána hefði komið í hlut Bandaríkjastjórnar um 113 millj. króna Til þessa hefðu afborganir og vextir af lánun- um numið alls tæplega 17.5 milljónum króna. Um það hvemig Bandaríkja- stjórn hefði ráðstafað fé þessu sagði ráðherrann, að þær 27.5 milljónir, sem fyrr getur um, hefðu farið til bandaríska flug lierslns (14.9 millj.), til banda- ríska sendiráðsins (7 millj.) og til efnahagssamvinnustofnun- ar Bandaríkjanna (5.6 millj) Af 113 milljónum hefði Banda- rikjastjórn gefið fimm millj- ónir til byggingar raunvísinda- stofnunar við Háskóla Islands, en að öðru leyti hefði fénu verið- ráðstafað til greiðslu á kostnaði vegna bandaríska sendiráðsins og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjölgun tannlækna: Benedikt Gröndal (A) mælti fyrir þingsálylctunartillögu um fjölgun tannlækna, sem frú Katrín Smári flutti meðan hún átti sæti á þingi fyrr í vetur. Benti Benedikt á, að skortur á tannlæknum væri nú mikill hér á landi, og illt að fá nauð- synlega tannlæknaþjónustu nema með langri bið. Hér á landi væri nú einn tannlæknir á hverja 3500 íbúa, en liæfilegt væri talið ,að einn tannlæknir væri á hverja 1000 íbúa. Talið væri að því marki mundi náð árið 1980, eða eftir tæpa tvo áratugi. Þetta væri ekki nógu fljótt og bæri því að leita til- tækra leiða til að vinna að því að þessi mál komist fyrr í eðli- legt horf hér á landi. Fiskiðnskóli: Ingvar Gíslason (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt fleirum um að settur verði á stofn Fiskiðn- skóli. Gerir tillagan ráð fyrir að skipuð verði sjö manna nefnd til að undirbúa stofnun slíks skóla. Ábyrgðartrygging- ar atvinnurekenda: Hannibal Valdimarsson (K) mælti fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur um að atvinnurekendur verði skyldað ir til að tryggja starfsfólk sitt ábyrgðartryggingum, er nái til ýmiskonar tjóns, sem nú er ekki gert að skyldu að tryggja gegn. Benti hann á að margir at- vinnurekendur hefðu þegar fengið sér slíkar tryggingar þótt þær væru ekki lögboðnar. Verðlaun fvrir mennin garaf rek: Einar Olgeirsson (K) mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um, að í tilefni tuttugu ára afmælis lýðveldisins verði myndarleg verðlaun veitt fyrir ýmis menningarafrek. Skúli Guðmundsson (F) kvaddi sér hljóðs og sagði, að ef ætti að fara að veita einhver verðlaun af þessu tilefni þá væri ekki hvað minnst ástæða til að verðlauna bændur, verka- menn og iðnaðarmenn, og kvaðst hann vilja biðja þá nefnd, er málið fengi til athug- unar að athuga þctta. Tryggingar gegn uppskerubresti: Jón Þorsteinsson (A) mælti fyrir tillögu, sem allsherjar- nefnd flytur um tryggingar gegn uppskerubresti og afurða- tjóni. Leggur nefndin til að skipuð verði fjögurra manna nefnd til að athuga og endur- skoða lög er málið varða. Þrjár tillögur í þessa átt hafa komið fram á þingi í vetur og sagði Jón að nefndin hefði talið skyn- samlegast að sameina þær í eina og fyrir því flytti allsherj- arnefnd þessa tillögu. Ferjubryggjur við ísafjarðardiúp: Hannibal Valdimarsson (K) mælti fyrir þingsályktunartil- lögu um ferjubryggjur við ísa- fjarðardjúp. Kvað hann mikla nauðsyn samgöngubóta við Djúpið vestanvert, sem ekki væri í sambandi við akvega- kerfi landsins og ekki mundi þurfa að kosta miklu til að byggja -þar ferjubryggjur, er orðið gætu til stórbóta. Viðreisnarsjóður Evrónuróðs: Þorvaldur G. Kristjánsson (S) mælti fyrir þingsályktunar- tillögu þess efnis að athugað verði um aðstoð frá Viðreisnar sjóði Evrópuráðs (European Resettlement Fund). Kvað hann sjóðinn, sem ísland væri aðili að, hafa veitt rúmlega 3 millj- ónir dala til viðreisnarstarfa í ýmsum Evi’ópulöndum, og liefði féð einkum verið notað til að stuðla að jafnvægi í byggð þess ara landa og til lausnar hlið- stæðum vandamálum og þeim sem við hefðum við að glíma. Tillögunni var vísað til 2. um- ræðu og fjárveitinganefndar. INaublending Framhald af síðu 16 við Narssarsuaq, þegar hann varð olíulekans var. Hann kvað þrjá og hálfan tíma hafa liðið frá því að hann lenti og þar til Þorsteinn Jóns- son og félagar komu á Straum- faxa og fundu hann. Hefðu þeir síðan flogið yfir sér í langan tíma. Loks kom svo gufuskip, sem þarna var nærstatt, inn á fjörðinn, sem hann hafði lent við, en hann gekk tvær mílur niður að firðinum. Veður var ágætt, þar sem Conrad lenti og hiti milli fjög- urra og fimm stiga. Hann tók með sér mestallan farangur sinn, fjögur stykki, en þegar hann var kominn þriðjung leið- arinnar varð hann að skilja eft ir tvö þyngstu stykkin, því að færðin var þannig, að hann sökk i hverju skrefi í hné gegn um skarann á snjónum. Þegar við spurðum nánar um flugvélina, sagðist Conrad ein- mitt vera að velta því fyrir sér hvaða ráð væru tiltækilegust íil að ná henni, því að hún væri alveg óskemmd. Hann kvaðst hafa beffið þrjá daga á Keflavíkurfiugvelli cftir góðu fflugveffri. Viff spurðum Max Conrad aff lokum um fjolskyldu hans ag sögðum honum frá skeytinu, sem Flugfélagi íslands hefði borizt frá Christine dóttur lians. Hann sagði, aff Christine væri bezti flugmaðurinn í f jöl- skyldunni og væri aff fá at- vinnuflugréttindi í Kaliforníu. Hún væri 19 ára að aldri. Ann- ars flygi kona sín, tveir af son- um sínum og f jórar dætur, en eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, eiga Conrad- hjónln tíu börn. iiiiititiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii .................................................................................................. .iiiitiiiiMiiimiuiiiiiiiiimm GROMYKO Framhald af bls. 3 kunna að vera á lífi, fái að halda heim til Svíþjóðar. Ferðalag Krústjovs til Danmerk ur, Svíþjóðar og Noregs í sumar var aðalefni umræðna Erlanders og Gromykos í dag. Gromyko léc í ljós ánægju með áætlunina um heimsókn Krúsijovs til Svíþjóðar 22. til 27. júní. Ferð sovézka for- sætisráðlierrans liefst í Danmörku og henni lýkur með fimm daga heimsókn í Noregi. Lesið Alþýðublaðið áskrifíasíminn er 14900 PUNKTAR I SJÓNVARP OG | GERVITUN GLi \ í BANDARÍKJUNUM hefur É verið stofnað fyrirtæki, sem = heitir Comsat. Verður almenn \ ingi þar í landi gefið tæki- \ færi til að kaupa hlutabréf í l því fyrir 200 milljónir doll- = ara, og er búizt við að færri i muni fá en vilja. Comsat ætl- | ar að koma upp gervitungla- 1 kerfi fyrir fjarskipti milli ’’/iiimiimmmtiiiimmmmimiiiiimmtmmniiiiiiiiiimi Pússningarsandur ( Heimkeyrður pússningarsandui i og vikursandur, sigtaður efla = ósigtaður við húsdyrnar eöa i kominn upp á hvaða hæð sem | er, eftir óskum kaypenda. SANDSALAN viff Elliffavog s.f ] Sími 41920. I landa, og eiga gervitunglin að leysa sæsímastrengina af hólmi. Nú eru 350 talrásir milli Bandaríkjanna og Evrópu, en árið 1970 er talið að þörf verði á 1400 rásum og tíu árum síð ar, 1980. megi þær ekki vera færri en 4.300. Á þessu sviði eru því miklir framtíðarmögu leikar næstu áratugi. En mörg vandamál eru þó enn óleyst. Ekki hefur enn verið ákveðið hvers konar gervitungl verða notuð; mörg með mikilli jarðnánd, eða fá með mikilli jarðfirrð. Mundi að áliti sérfræðinga þurfa 12 gervitungl af Relay gerð, en þrjú af Syncom gerð. Þá verð ur og að reisa móttökustöðyar á jörðu niðri, og ekki hefur enn verið skorið úr um, hvern ig eignarrétti á þeim verður liáttað. Stofnun þessa fyrirtækis er merkilegt spor til að gera fjar skipti milli landa greiðari og auðveldari. Vert er að vekja athygli á því í þessu sambandi, að hér er að eins um að ræða talsambönd. Um sendingu sjónvarpsmynda hefur lítið eða ekkert verið rætt í sambandi við stofnun Comsats. Sjónvarpsmyndir hafa að visu verið sendar milli heims álfa um gervitungl, en allt slíkt er enn á algjöru frum- stigi, og sérfræðingar eygja ekki enn þann mögulcika, að til dæmis íbúar Reykjavikur geti á sjónvarpstækjum sínum valið milli dagskráa frá Lon don, New York, París og Moskvu. Að vísu eru framfarir svo örar á þessum sviðum, að ekki er neinum vogandi að gera framtíðarspá, en í dag er þessi möguleiki órafjarlægur. Enn verður um langt árabil að hafa endurvarpsstöðvar til að koma dagskrá inn á heimili, og þær kosta mörg hundruð milljón krónur hver. Það eru því miður aðeins dag draumar, þegar fullyrt er að eftir örfá ár getum við íslend ingar valið úr sjónvarpsdag- skrám allra landa fyrir tilstilli gervitungla. aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiHii> 19. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ nHimiimiiniiiiiiiiiiimiiiimiiiiiHnnnMiiiiiimiiiiiHMHiminnHnHiHiinniiiHmmiiiHMHniniimiiHHiiiiiiiiMmiimniimniimmiiiiiwMiu^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.