Alþýðublaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.03.1964, Blaðsíða 15
eftirlæti, kermsla, þvottur og saumastörf væru töfrandi at- vinna fyrir unga stúlku. En hún hafði ekki um neitt að velja. Hún var dóttir uppgjafa læknis og ekkjumanns, og hafði fengið góða, almenna menntun, en samt ekki nógu góða til að byggja upp sjálfstætt stari. Fyr ir ári síðan hafði faðir hennar dáið, og skilið hana eftir því nær peningalausa. Hún liafði haf ið hjúkrunarnám, en ekki haft nógu sterka heilsu til þess. Svo hafði hún tekið þá fyrstu at- vinnu, er henni bauðst, og álitið sig heppna að fá tækifæri til að fara til útlanda sem barnfóstra sonar Bradleys hjónanna, Der- eks. Nú ýtti einhver til hliðar dyra tjaldinu í klefanum og maður í gráum fötum kom inn. Hann var greinilega Englendingur. Á eftir honum kom þjónn með tvær ferðatöskur. Það kom fát á Petu, og hún reyndi að troða niður einhverju af untjirfötunum, sem lágu á rúminu. Svo stóð hún á fætur. — Klefi númer fjórtán, fyrsta farrými — það passar. Þessi klefi er ekki ætlaður fyrir frúna, heldur herrann, sagði þjónninn. — Mér þykir þetta mjög leitt, hér hlýtur að vera um einhvern misskilning að ræða, sagði Eng lendingurinn. — Já, en mér var vísað liing að inn. Eg er viss um, að þetta er minn klefi. Herra Brandley pantaði fyrir mig í Calcutta, sagði Peta. Maðurinn í gráu fötunum tók upp bunka af pappírum, missti vegabréfið sitt á gólfi, tók það upp aftur og leitaði að farseðlin um, sem myndi sanna mál hans. ___ Mér þykir þetta afar leitt, endurtók hann. Peta tók eftir að hann hafði mjög fallega rödd, og fallega lagaðar hendur. Yfir leitt dæmdi hún fólk mikið eftir rödd þess og höndum. — Nafn mitt er Frensham. Doktor Frensham. — Ah, hugsaði Peta. —• Lækn ir. Þess vcgna hefur hann auð- vitað svona fallegar hendur. Hún brosti til hans, brosi sem lýsti upp hið unga andlit hennar, sem annars var svo alvarlegt. — Jæja, annað okkai' hlýtur að hafa rangt fyrir sér, sagði liún. Noel Frensham rannsakið skjöl sín. Hann var alls ekki í skapi til að taka eftir að stúlk an var ung og falleg, og hversu aölaðandi bros hennar var. Til þess var hann alltof þreyttur. Honum var heitt og honum leið illa. — Eg panfcaði fsr á seinustu stundu, >og var sagt að ég gæti ekki fengið eins mannsklefa, en yrði að vera í klefa með ein- liverjum Peter Marley, sagði hann stuttlega. Peta skildi nú skjndilega Iivcrnig í öllu lá, og hún skelli- liló. — Nafn mitt er Peta Marley, en það er P-E-T-A. í því liggur misskilningurinn. Noel Frensham stakk farmið anum í vasann, og leit gremju- lega á stúllcuna. * Ný íramhölds- saga eftir Denise Robins — Eg skil. Mér þykir leitt að hafa ónáðað yður. Þetta eru heimskuleg mistök. Þjónninn sá að þetta var maður, sem myndi gefa ríku lega drykkjupeninga, lagði frá sér töskurnar og sagði: — Ef að herrann vill bíða andartak hérna — þetta þurfa ekki að vera nein vandræði. Eg fer á skrifstofuna og kippi þessu í lag. Eg held aö ég geti fundið eins 2 mannsklefa handa hen'anum. — Jæja, guði sé loft fyrir það, sagði Noel Frensham gremjulega. Þjónninn fór. — Finnst yður hitinn ekki hræðilegur . . . byrjaði Peta. Svo tók hún eftir því að litar háttur læknisins var mjög óeðli legt, og kvaladrættir fóru um andlit hans. — Er eitthvað að yður? Vild- uð þér ekki koma inn fyrir og fá yður sæti? Hann þáði hoðið, því að þröng ur skipsgangurinn með skjanna hvítum ^oggjunum fór allt f einu að hringsnúast fyrir augum hans. Hann lét fallast á annað rúrnið og þerraði andlit sitt Peta horfði áhyggjufull á hann, liellti vatni í gtas og rétti hon um. 'YS — Eg býst við að það sé volgt, sagði hún. —- En það er ekki um annað að ræða. Hann tók við glasinu og þakk aði henni fyrir. Nú tók hann eftir því hvað stúlkan var vin- gjarnleg í framkomu, og að augu hennar voru mjög blíðleg. Gremja hans hjaðnaði. Hann fann bara að hann var veikur og dauðþreyttur. — Eg lield, að það hafi næst um liðið yfir mig, sagði hann. Peta hristi höfuðið brosandi: — Læknir, læknaðu sjálfan þig! Hann brosti dapurlega. — Það er nú hægara sagt en gjört. Eg veit ekki hvað er að mér. Eg lief haft þessa fjand- ans verki í hálfan mánuð. — Hafið þér þá ekki farið til læknis? __Nei, ég hef .ekki haft tíma til þess. Eg hef verið hér í fríi. Eg lief verið á fílaveiðum, langt í burtu frá allri siðmenningu. Eg kom hingað til Bombay rétt mátulega til að ná í skipið. Mér fannst betra að fara bara til London aftur, úr því ég var far inn að finna til veikinda. ___ Eg vona, að þér náið yð- ur fljótt, sagði Peta. — Það er svo þreytandi að vera alltaf hálflasinn. Eg hef oft fengið hitasótt síðan ég kom til Ind- lands, og það tekur á taugam- ar. Hann kinkaði kolli, tók upp vindlingaveski úr gulli og kveikti sér í vindlingi. Peta tók eftir að enni hans var hátt og gáfulegt. Hárið var dökkt og þykkt, hann var móeygður, augnaráðið vingjamlegt, munn- IDÆI svipurinn strangur og ákveðinn. Hún var viss um að hann væri enginn venjulegur maður. Eng- inn venjulegur heimilislæknir. Hún var viss um að hann væri mjög þekktur maður á sínu sviði. Frensham. Hún minntist þess ekki að hafa heyrt það nafn áður. En það voru jú til svo mörg hundruð frægir sérfræðing ar, þó að almenningur þekkti ekki til þeirra. Hann var á mjög óákveðnum aldri. Vöxtur hans var unglegur og sömuleiðis aug un, en andlit hans var aðeins byrjað að vei'ða hrukkótt og hann var farinn að grána í vöng um. Noel Frensham hugsaði: —. vona að guð gefi að þetta sé að eins hitasótt, og ekkert annað. En í rauninni held ég að mér hafi tekizt að verða mér úti um einn af þessum undarlegu liita- heltissjúkdómum í þessari and styggðar veiðiferð. Fjandinn liirði alla indverska fila. Eg vil geta haldið áfram við vinnu mína, þegar ég kem heim. Þjónninn kom nú hlaupandi, og tilkynnti að hann hefði fun<£ ið eins mannsklefa fyrir herr- ann. Noel Frensham reis á fæii ur, og bað Petu enn einu sinriy. afsökunar á ónægðinu. Peta varð eún efth’. Hún lauk við að taka upp farangurinn. Hún hélt áfram að hugsa ura Auburn Lyell, og spurði sjálfa sig örvæntingarfull hvort hanrt mundi lialda loforð sitt og hitta hana í London, eða hvort liarm mundi verða búinn að gleymá henni alveg, þegar hann kærni þangað. 2. kafli. Peta sá Noel Frensham ekkl aftur fyrr en nokkrum dögum á® ur en skipið skyldi leggjast að> bryggju í Aden. Það var hræði- lega heitur dagur. Sjórinn ljóm aði eins og blár gimsteinn £ sterku sólskininu. Flestir fai'þeg arnir lágu í sólskýlunum á þil~ farinu og stundu af liita. Peta var mjög eirðarlaust. HennS hafði verið mjög undarlega ima an brjósts, alveg frá því að húm yfirgaf Bombay — og Auburn, Þrátt fyrir hinn mikla hita gat hún ekki legið kyrr. Annars hafði hún hresstst mikið þessa tvo daga, sem hún hafði verið á sjónum. Matarlyst hennar hafði aukizt og henni leið betur en nokkru sinni fyrr. Hún fór í gönguferð um þilfarið, klæddt hvítum léreftskjól, sem fór vel við brúna húð hennar, og me® 7663 — Það eru bara fjórar mínútur eftir þangað til ábyrgðin er úr gildi pabbi. =4 WELL — TELEPHONE PARIE To\ BUY UP ENOUÓH OF THAT PEE- FUME 5TOCK TO FORCE THAT !DIOT PEESIDENT Ol)T OFTHE FIEM...AND SEND A THKEATEN- lAið WIPE 'ID THAT BOCB WHO WANTS ME TO SUFPORT HIM FOK %- X TBEP CCMIN'G BACK TO THAT' MAN IN TOE PENTAðON/ I DON'T TRUST PEOPLE VVHO FAIL TO STKIKE BACK ... WHICH IS WHy I PONY altosether rgusr you 1 Doris vann. Nú er Stebbi búinn tað losa sig við svarta hárið. — Olson hefur ekkert svar komið frá her málaráðiuioytinu við síðustu árás minni? Nei, fröken Calhoori; — Hringdu tU París- ar og láttu kaupa upp svo mikið af hluta- bréfum í þessu ilmvatnsfyrirtæki að hægt sé að losna við þennan vitlausa framkvæmda stjóra, sendu svo þessum bjána, sem vill láta mig styðja sig á þing harðort skeytl* Það er þessi náungi í hermálaráðuneytinu,. Eg treysti ekki fólki sem svarai' ckki árás* um. Þess vegna treysti ég þér ekki. j ALÞÝÐUBLAÐI0 — 19. marz 1964 1$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.