Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 10
Auden heimsækir ísiand (Framhald aí 5. síSu). Hins vegar taldi hann sjálfan sig vera uppreisnarmann gegn þeirri samfélagsstétt, sem hann var úr runninn og alinn upp hjá, hinni ættri miðstétt, eða „the upper middle class” eins og Bretar 'kaUar-'— „stéttarsvikara, njósn- ara- og landráðamann.” Hneigð sína til róttækra skoðana sýndi hann í verki með þátttöku sinni í spænsku borgarastyrjöldinni, sem enn mun sagt verða. Og við- urkennt og alkunnugt er það, að á árunum upp úr 1930, var á hann litið sem einn helzta full- trúa þessa skáldahóps, sem var undir áhrifum 'þjóðfélagsádeilu Karls Marx óg sálfræðingsins Sig- munds Freuds, og sneru þess vegna baki við sinni eigin stétt, skoðunum hennar og erfðavenjum. Auden hafnaði á þessum árum einstaklingshyggju nitjándu ald- arinnar, eigi hvað sízt vegna þess, að hann hafði fyrir augunum eymd og umkomuleysi margra landa sinna á þessum árum heimskreppunnar. Hann leitaðist við að ýta við samvizku þjóðfé- lagsins, sem honum fannst ærið slöpp og dottandi. Sambúð ein- staklingsins og þjóðfélagsins verð- ur þá meginviðfangsefni hans sem rithöfundar, og hann leitast við að tjá, fyrst og fremst, hópkennd og múghugðir. í samræmi við þetta gerðist hann ekki einungis róttækur í Þjóðfélagsskoðunum, heldur líka í skáldskapartækni og málsmeð- ferð. í þessum efnum var hann ÞÓ, vegna háskólamenntunar sinnar, gagnkunnugur sígildum erfðavenjum um stíl og ljóðagerð, en hann hikaði ekki við að kasta þeim fyrir róða, til að verða betur samstiga hinum nýtízku skoðun- um. Hann skapaði sér nýjan, harla persónulegan stíl, furðulega djarfan og frumlegan, sérstakt málfæri, óvenjulegt og hirðu- leysislegt á köflum. Þó þykir hann flókinn og torskilinn stundum eins og Einar Ben. og Stephan G. hafa tiðum þótt. Auden hneigðist á þessum árum nokkuð til nýrri og róttækari stefnu J li*tum, t. d. súrrealism- ans, og kemur það fram í sumum verkum hans rétt eftir 1930. Þá skrifaði hann líka flest ádeilu- rit sín á kapítalisma og þjóðfé- lagsranglæti. Síðar hvarf Auden að mestu frá þjóðfélagsádeiunni og snerist fremur á sveif með einstaklings- hýggju, jafnvel anarkisma og dul- hyggju. Hann boðar frið og kær- Ieika - í samskiptum mannanna. Hann hefur enn fremur lineigzt til trúarbragða, og játar nú há- kirkjulegan kristindóm. Áuden hefur haft geysimikil á- hrif á ljóðlist Breta á síðari ára tugum, og hefur þeim áhrifum meira að segja verið jafnað við sambærilegan skerf T. S. Eliots hjá eldri kynslóð. Hugmyndaauðgi Audens og frömleiki eru geysifjölskrúðug. Hánn er manna fyndnastur, og kemur það eigi hvað sízt fram í Ísjíandsbók hans, eri oft er hann káldhæðinn og bitur. Hann hefur vöúð kallaður — „háðfugl, kröft- xigui:, ferskur og snjall — en á- 10.; 8' apríl 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ • deila hans er sterkust, þegar hún er hvað neikvæðust.” Orðfimi hans og snjöllum stílbrögðum er hvarvetna við brugðið. En víkjum svo aftur að þeim tengslum, sem Auden hefur átt við ísland með ferð sinni hingað 1936 og síðan bók sinni, Letters from Iceland.“ Eg er oft að velta fyrir mér, hvers vegna þetta upp- rennandi skáld með stórþjóðinni ensku valdi einmitt ísland til ferðalags þetta sumar. Hvers var hann að leita hér? Leyfið mér að vitna til hugleið- inga uip þetta, í Andvaragrein minni 1960: „Um þetta leyti grúfðu skugga- legar blikur yfir Evrópu. Upp- gangur og yfirgangur fasista í Suðurlöndum og nazista í Þýzka- landi var að ná hámarki, borgara- styrjöldin á Spáni var að brjót- ast út. Heimsfriðnum var í hættu stofnað og frjálsri menningu og j mannlífi ógpað. Þungar áhyggjur um framtið mannkyns og menn- ! ingar hlutu að stríða á hugsandi menn. Auden unni mjög frjálsri hugsun og hataði einræðisstefnur af öllu hjarta. Hið geigvænlega andrúmsloft í Evrópu fékk mjög á hann — önd hans þráði hvfld. Og það hefur hvarflað að honum, að þá stundarhvild væri ef til vill að finna hér á þessu eylandi, sem virtist svo fjarlægt viðsjám og háreysti samtímans. Staðfestingu á þessu fáum við í hinu mikla kvæði hans, „Ferð til íslands,” sem Magnús Ásgeirs- son þýddi með miklum snilldar- brag. Er þ.yí rétt að hugleiða það nokkuö í þessu sambandi. í fyrri hluta kvæðisins gerir skáldið £ rayn og veru grein fyrir tilgangi ferðarinnar og vonum sínum um haoa og landið: QUu gleggra verður tilgangur höfundarins með íslandsferð- innb og árangur hennar ekki skýaáte^en með þessu ljóði hans sjál|s. Skáldið liverfur aftur von- svikið(til, lístar sinnar; ekkert er hægt að flýja frá sjálfum sér og óghjEulsL—sanitíðarinnar. Þetta er niðurstaðan, ef dýpra er skyggnzt að baki kaldhæðninnar í íslands- lýsingu Audens í bóklnni Letters from Iceland, sem hneykslað hefur ýmsa mæta íslendinga. Vér kunnum því margir afar illa, ef útlendingar tala um oss eins og annað fólk og leggja á oss sama mæliKvarða og aðrar þjóðir. Vér kjósum heldur mærðina, þótt ó- sannari sé. En Auden velur hrein skilnkia og kaldhæðnina. En árið oftir að Auden var! hér á íslandi kynntist hann vo- veiflegum atburðum af eigin raun og varð fyrir enn svæsnari von- brigðum. Hann fór til Spánar og tók þar þátt í borgarastyrjöld- inni við hlið lýðræðissinnanna. Hann ók þar sjúkravagni. Galdra- bylur fasismans var skollinn á — og það sem framsýnir menn höfðu kyiðið, var nú komið fram, og það enn hörmulegra en þeir höfðu búizt við. Og það var ekki séð fyrir endann á þvi gjörninga- veðri. Eftir heimkomu síjia gaf Auden út bók, sem sprottin var upp úr reynslu hans þar syðra. Ekki hefur mér tekizt að kom- ast höndum undir þá bók, en staðreynd er það talln, að eftir þetta verði Auden. beiskari og naprari í ijóðum sínum. En í einu ljóðasafni hans er kvæði, er ort mun á dögum Spánarstyrj- aldarinnar, Spánn, og er freist- andi að bera það saman við kvæði hans um ferðina til ís- landg, Enn koma þar fram yon- brigði um samtímann, uggur um framtíff mannkynsins og menn- ingarinnar. Og nú hefur skáldið ekki reynt að flýja eins og það segist hafa gert í íslandsförinni. Þvert á móti: Það hefur dembt sé;r mitt í norraketil heimsylð- burðanna: sjálfa Spánarstyrjöld- ina. Heimurinn verður aldrei samur: ,,'The trial.of heretics among the eolumns of stone,- Yesterday tlie theological feuds in the taverns And the miraeulous cure at the . fountains; Yesterday the Sabbath of Witch- es. But to-day the struggle. Yesterday the belief in absolute vaiue of Greek; The fall of curtain upon the death, of a horo; Yesterday the prayer to the sun- set, And ihe adoration of madmen. But tOTday the struggle. ^ _ To-morrow, for the young, the poets exploding like bombs,' The walks by the lake .the winter of pertect communion; To-morrow the bicycle races Through the suburbs on summer- evenings: But to-day the j struggie. [ The slars are dead; the animals will not look; We are left alone with our day, arvd the time is short and History to the defeated iýlay say Alas but can not pardon. . Skyldieiki þessarar síðustu vísu og kvæðisins um Ferðina til í&lands leynir sér ekki: Stjörn- urnar eru dánar, dýrin vilja ekki horfa á eymd heimsins; maður- inn er ails staðar einn. Þegar Auden var hér á landi 1936, var hann enn ungur maður, aðeins 29 ára gamall, en þegar orðinn einn af þekktustu ljóð- skáldum Breta. Síðan hefur mik- ið vatn runnið til sjávar, og þeg- ar hann nú kemur til íslands aft- ur, eftír hart nær þrjátíu ár, er hann eítt af frægustu .skáldum heimsins. ■ J Audep er maður hávaxinn, tág- grannur var hann, toginleitur; — hárið íjóst og frekar lýjulegt, augu brúnleit, og gátu orðið hvöss. Hann var sérkennilegur maður, enda særyitur Ðg einkennilegur í ýmsuny báttum sínum. Vonandi verður þessi íslands- dvöl hans, þótt stutt verði, honum kveikur í nýjum snilldarkvæðum. Sú ósk kemur honum ef til vill bezt, ijóffskáldinu mikla. Ragmar Jóhannesson. ,;Og sæfarinn óskar: Æ, sé nú hver læknir mér fjarri, og sjávarnöfn skáldanna flykkjast með honum um borð: Borgleysa, Ótryggur, Svörfuður, Sorgin. Qg Synjun er Norðursins orff. Og ómælisRÍétiJir hins hlóðkalda veiðifisks hlika, og brim er í lofti af vængjum svífandi flokks. Og undir þeim þjótandi, iðandi fána sér eyjavinurinn loks hilla undir von sína: og fannblikið nær honum færist, f jöllin, nakin og seiðsterk, um vornætur dag. Og undir þeim sandflæmi f ósum fljóta, sem árskrímsl með blæyængslag. Svo njegi hinn ágæti borgari furður hér finna, íjöll eins og hófspor, eimgos, sem bergrifa spýr, gljúfur og fossa og hornbjargsins háu höll, þar sem sjófuglinn býr. Og höfundur sá, er vill kynna sér kjör manna og háttu: kirkjustað biskups, sem troðið var niður í sekk, laug mikils sagnfræðings, klettaey kappans, sem kvíða langnættið fékk. Og munið hinn seka, er fákur hans féll og hann mælti: ,;Fögur er hliðin, og aftur um kyrrt ég sezt,” konuna gqmlu, sem vitnaði: „Eg var þeim verst, er ég unni mest.” Því Evrópa er fjarri, og einnig þá raunveruleikinn við ör-æfa- og söguhefð landsins þeir kaupa sér dvöl, sem dreymir sitt líf vera í óþökk, til einskis, og andlitin fölu, sem höl of heitra tálkossa tærði, á þess öræfum laugast. En tekst það ?------------” Hér verða þáttaskil í kvæðinu. í seinni hlutanum gerir skáldið grein fyrir vonbrigðpm sínum: Nútímamaðurinn getur ekkert flú- ið; skuggar samtíðarinnar hafa líka teygt sig yfir sögueyjuna af- skekktu, og stríð mannanna er alls staðar eins: „En tekst það? Því Heimur og Nútími og Lygi eru sterk. Og hín örmjóa brú yfir beljandi ána og bærinn .í f jallsins kverk eru eðlileg virki og herstöðvar héraðarígsins, og hollustu þegnsins bindur við merkjastein. Og í bóndanum þarna, sem berst á hesti út bakkans vallgrónu hlein, sig þumlungar líka hlóðið á bugðóttum ieiðum og biður um svör, eins og þitt: Finnst ei trúnaður neinn? Ó, hvað dvelur réttlætið? Hver er gegn mér? og hví er ég stöðugt eínn? Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga, með oflæti 1 búningi og versnandi fisksölukjör. í afdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð fær alþjóðiegt filmbros á vör. Því hvergi á vor samtími vé þau, er allir unna. Vor æska ekki neina staðhelgi, vemdaðan reit. Og fyrirheitið um ævintýraeyna er eingöngu fyrirheit. Tár falla í allar elfur og ekillinn setur aftur upp glófa og bíl sinn á vegleysur knýr 1 æðandi blindhríð, og emjandi skáldið aftur að list sinni flýr.” UTBOÐ Tilboð óskast £ smfði á innréttingu í póstafgreiðslu að Laugavegi 176. Útboðsgagna má vitja í skrifstpfu mína Pósthússtræti 5, gegn 500 kr. skilatryggingu. — Tilboðin verða opnuð á sama stað laugardaginn 18. apríi n.k. kl. 11. Póstmeistarínn í Reykjavik, Innilega þökkum við öllum þeim sem heiðruðu minningu Guðmundar Bjarnasonar frá Mosvöllum og vottuðu okkur samúð og hlýhug við fráfall hans. Afkomendur og tengdabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.