Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 6
MYRTI ÞÆR SEM
HÖFNUÐU HÖNUM
■■■ ■■■■■
KLEOPÖTRUGLERAUGU
■ X
Hvernig lízt mcnnuni á það nýjasta úr gleraugnatízkunni?
I»essi Kleópötrugleraugu voru sýnd á heilmiklu þingi gleraugna
sa-ia í Southport í Englandi. Stúlkan heitir Helen Burnes og
eir sennilega ein um hrifningu yfir þessu uppátæki.
A SUNNUDAGINN framdi 37 ára
gamall maður, Sören Juul Christ-
ensen, morð, hið annað í röðinni.
Morðið framdi hann með hagla-
byssu, sem hann hafði sagað fram
an af hlaup.nu á. Fyrsta morð sitt
framdi Christensen, sem er upp-
runninn í Vorup hjá Randers árið
1956 á námunda við Brevik. Það
framdi hann með sama hætti og
í báðum tilvikum voru fórnarlömb
in konur, sem höfðu hryggbrotið
hann. *
Morðið á sunnudaginn framdi
Christeansen á aðalgötu bæjarins
Hadsund, og voru að minnsta
kosti 10 manns bein vitni að því.
Hin 38 ára gamla hótelþjónustu
stúlka, frú Missy Christensen, var
á gangi með systur sinni og mági
ásamt 14 ára dóitur þeirra, þegar
Christensen dró skyndilega fram
byssuna og hleypti af í höfuð
henni. Hann var afvopnaður þeg-
ar í stað af enn einum ættingja
konunnar.
Frú Christensen hafði fyrir
nokkru slitið trúlofun sinni og
Christensens, meðal annars vegna
forúðar hans.
Árið 1957 var. Juul Christensen
dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir
morð.ð hjá Brevik. 15. apríl 1960
tókst honum að strjúka úr fang-
elsinu og f ýði þá til Danmerkur.
Þar komst lögreglan á slóð hans.
Hann var tekinn höndum og send-
ur afiur til Noregs, en í ágúst
1962 var hann látinn laus af norsk-
um yfirvöldum og um leið vísað
úr landi.
Árið 1956 myrti Juul Christen-
sen 16 ára gamla stúlku. Christen
sen vann á stað, sem heitir Pors-
grunn og er stutt frá Gjerpen, þar
sem stúlkan átti heima. Hann
komst í góðan kunningsskap við
hóp 16 ára unglinga í Gjerpen,
þrátt fyrir mikinn aldursmun, og
hann varð mjög vinsæll í þessum
hópi, ekki sízt vegna færni sinn-
ar í spilamennsku.
Christensen varð mjög hrifinn
af stúlkunni, sem hann síðar
myrti, og vildi liafa fasta fylgd
hennar. Stúlkan var annars sinn-
is, en hann lét sig ekki og svo
fór, að hún fann sig tilneydda að
taka sér vinnu í Brevik til þess
að fá frið, og kom aðeins heim
um heígar.
Snemma mánudagsmorgun einn,
þegar hún var á leið til vinnu
sinnar í Brevik, ók Christensen
hana uppi á mótorhjóli sínu. Eftir
að hafa fengið eina neitun enn,
skaut hann hana í höfuðið með
haglabyssu, sem sagað hafði verið
framan af hlaupinu á. Hún iézt
þegar.
í réttarhöldunum kom fram, að
í rauninni hefði Christensen ekki
haft í hyggju að drepa stúlkuna,
heldur hefði ha^n aðeins viijað
hræða hana. -
Seinna morðið, sem varð nú á
sunnudaginn, eins og áður segir,
franidi hann einnig eftir nýfengið
afsvar. Hann kom til hennar um
morguninn og bauð henni í bíl-
túr. Hún sagði honum, að hún
væri að fara í fjölskylduheimsókn
til Hadsund.
Frú Christensen tók lest til Had
sund ásamt systur sinni, mági og
14 ára dóttur þeirra. Juul Christ-
ensen ók hins vegar í bifreið sinni
á undan og tók á rnóti þeim á
brautarstöðinni í Hadsund. Ekki
varð vart neinnar gremju vegna
þess, að hann skyldi taka upp á
þessu og þau gengu öll fimm um
götur bæjarins. Þau voru því nær
komin á áfangastað, þegar hann
dró upp byssuna og skaut. Hann
var afvopnaður þegar í stað, en í
ringulreiðinni, sem á eftir fylgdi,
tókst honum að iaka fram g'as af
taugatöflum og gleypa töflurnar.
Ilann var umsvifalaust færður á
næsta sjúkrahús, þar sem dælt var
upp úr honum. Ilann bíður nú
þess, að mál hans komi fyrir dóm.
Vonandi sjá norsk yfirvöld til þess
að hann verði ekiú laus á nýjan
leik alveg strax.
□ Um þessar mundir er mikil
lægð í vasaþjófnuðum í heims
borginni New York.
Lögreglan þar í borg hefur gert
sér ákveðnar hugmyndír um hvað
þeim ósköpum valdi. Hún telur, að
vasaþjófarnir séu svo hræddir um
að vera nappaðir einhvern næstu
daga, sem myndi hafa í för með
sér, að þeir yrðu að sitja inni
meðan heimssýningin stendur yfir,
að þeir ha'di að sér höndum að
mestu leyti þar til hún hefst. En
þá verða væntanlega heldur betur
látnar hendur standa fram úr erm
um.
leiða f jarræsa, þannig að þeir,
sem telja sig eiga hagsmuna að
gæta, geta ræst ökutæki sín í
fjarska og setzt síðan upp í, ef
bíllinn er enn ferðafær.
Hér er greinilega um að ræða
stórt skref fram á við, en full-
snemmt að spá því, að þetta þarfa
þing muni verða til þess, að morð-
um fækki að marki í guðs eigin
landi.
☆
□ A1 Capone hefur nú legið í
,gröf sinni i allmörg ár, en
þeir drepa hverir aðra af‘ fullum
krafti í Chicago enn þann dag í
dag.
Ein af þægilegri aðferðunum,
sem notaðar hafa verið til þess
að senda menn á milli heima, hef-
ur verið bílsprengjuaðferðin, þegar
menn ræstu bifreið sína, hleyptu
þeir samtímis straum á sprengju,
sem að því búnu sprakk og varð
þeim gjarna að aldurti’a.
Nú eru menn teknir að fram-
□ Hún horfði djúpt í augu hans
og mælti:
— Þú getur varla trúað hvað
pabbi varð feginn, þegar ég sagði
honufn, að þú værir jóðskáld.
— Mér þykir sannarlega gaman
að heyi’a, að hann skuli kunna að
meta Ijóðlist.
— Það er nú ekki beint það,
lieldur hitt, að síðasti kærastinn
minn var boxari.
Krónprinsessa í
Kuala Lumpur
Margrét krói^irinsessa
Dana hefur veriff á ferffalagi
í Austurlöndum, meffan syst
ir hennar virffist ætla aff
verffa drottning á undan
‘ henni (í Grikklandi). Hér
sést Margrét í Kuala Lump-
ur, höfuffborg Malasíu, og
fær hún ekki óglæsilega mót
töku.
II
g 8- apríl 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIO
l