Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 15
stórri, hvítri bygginu, er líktist hóteli. Fólk sat og drakk kaffi á svölum, sem sneru út að haf inu. Hún gæti setið þama í friði andartak og spurzt s'íðan fyrir um flugpóst til Englands. Hún gekk inn í ánddyrið, þakk lát fyrir svalann og kyrrðina, sem ríkti þar inni. Hár, ljóshærð ur maður í hvítum léreftsfötum gekk til móts við hana, niður sokkinn í bróf, sem hann hélt á í hendinni. Peta leita andartak á hann, en roðnaði svo og rak upp dálítið óp. — Auburn! Þetta var raunverulega Au- burn Lyell, sem hún hafði liugs að stanzlaust um frá því hún fór frá Calcutta. En hvað var hann að gera í Port Said? Hann hafði sagt henni, að hann ætl- aði að fljúga.til London. Peta féll næstum í öngvit af æsingi. Hún hljóp glaðlega til móts við hann. — Burn, sagði hún, og notaði nú í fyrsta skiþti gælunafn hans. Hann leit upp, og missti eitt af bréfunum á gólfið. — Guð hjálpi mér, sagði hann. — Peta! Hún skalf frá hvirfli til ilja, þar sem hún stóð þarna og horfði á hann. Það var of dá- samlegt til að geta verið satt, iað Auburn Lyell stæði þarna raunverulega fyrir framan hana. ■ Eina manneskjan í veröldinni, sem liún hafði þráð að sjá. Það - yrði svo miklu auðveldara að segja honum allt, í stað þess iað 'skrifa honum það. Skýringar hennar á þessu voru eitthvað svo iijákátlegar á prenti. , — Peta, endurtók hann. ______ Hvað í ósköpunum ertu að gera í Port Said? — Ég gæti spurt þig hins sama. — Ég er hérna í viðskiptaer- indum, auðvitað. Ég ætlaði að fara beint til London, en pabbi sendi mér skeyti um að hitta hérna mann, sem vinnur í okkar þjónustu í Cairo. Eg flaug hing að, en legg aftur af stað á morg un. En þú — hvað í ósköpunum - fékk þig til að stíga hér af skipsfjöl? — Ég get ekki sagt þér það svona í fljótu bragði. Það er alltof . . . alltof ótrúlegt, sagði hún og hló litillega. Hann greip um báðar hendur hennar og þrýsti þær fast. — Þetta kemur mér að minnsta kosti dásamlega á ó- vart, sagði hann. — Það hefúr ekkert jafn yndislegt komið fyr ir mig í langan tíma. Síðan ég fylgdi þér í lestina hef ég vér ið á stanzlausum leiðinda fund um og unnið mikið — alltof mik ið. Mér finnst ég eigi skilið að hvíla mig dálítið núna. Og guð minn góður, Peta, að hitta þig hér . . . þaS er eins og ]njjing ar í eyðmiörk. — Ekki híllingar sagði hún ' samingjusöm. Hún var Svo ó- segjanlega hamingjusöm. Hún stoð þarna þétt upp við hann, hann hélt um hendur hennar og hún teygði að sér aðdáunina, i sem kún sá í augum hans. ______. ■ Hillingar eru bara blekking. En ég er ekki blekking, máttu vita. — Nei, og guði sé lof fyrir það. — Þykir þér í raun og veru gaman að sjá mig, Burn? —- Sagði ég þér ekki í Cal- cutta, að þú værir eina stúlkan í heiminum fyrir mig? Hún skalf. — Þér hefur þá verið alvara. — Elskan mín, mér er ailtaf alvara með það, sem ég segi. Mér var alvara, þegar ég sagði þér að ef.tir að ég sá þig, fann ég að um aðrar konur gat ekki verið að ræða í lífi mínu. Meðan Aubum sagði þetta, leit hann í kringum sig með þessum fögru augun, sem engar konur gátu staðizt. Hann vonaði inni lega að rauðhærða stúlkan, Di- ana eða hvað sem hún hét nú, er hann daðraði svo dyggilega við kvöldið áður, mundi ekki birtast einmitt á þessu augna- bliki. — Komdu inn í setustofuna, þar sem við getum talað saman í ró og næði, bætti hann við. Peta fór með honum, og eins og allar ungar og ástfangnar stúlkur var hún fullviss um það, að maðurinn, sem ,gekk við hlið hennar væri faHegasti og mest töfrandi karlmaðurinn í öllum heiminum. Og hún var stolt af því. Hún dáðist að ljósu hárinu, sólbrenndri liúðinni, bláma augn anna og stórum, fallega löguðum munninum. Reyndari kona en Peta hefði strax séð að munn- svipur hans bar vott um veik- lyndi, og augun, sem voru stór og blá eins og í skógarguði til- heyrðu vissulega manni, sem hafði ekki farið varhluta af nautnum, líkað þær vel og mundi sennilega einskis svífast til að þjóna þeim. Ei> Peta var afar ung og ólífS reynd, og Aubum Lyell var bú inn að veiða hana í net sitt, sem svo margar aðrar konur höfðu fallið í — og iðrazt þegar allt var um seinan. Hún var ofsaglöð yfir að hitta hann þama í Port Said, og það hafði komið honum þægilega á óvart. Honum féll hún sannar- lega vel í geð, þessi litla Peta Marley. Útlit hennar var töfr- andi, og hún var viðlcvæm og trú gjörn. Honum geðjaðist vel að stúlkum, sem voru þannig. Hon um gekk ætíð vel að hafa áhrif á þannig stúlkur og móta þær að eigin geðþótta. Þegar hann liitti hana fyrst í Calcutta, hafði honum strax dottið í hug að þarna væri stúlka fyrir hann. Síðustu ástarævin- týri hans höfðu verið frekar mis heppnuð. Ein af ástkonum hans hafði verið Val Porter, eigin- kona eins af undirmönnum hans í Calcutta. Það ævintýri hafði verið skemmtilegt þar til hann varð að draga sig í hlé vegna áhættu á skilnaðarhneyksli. Hon um hafði heldur aldrei dottið í hug að giftast Val. Svo var það Philippia — einhver sú falleg- asta af öllum þeim Ijóshærðu stúlkum, er hann hafði kynnzt — og stórkostleg dansmær. Þau höfðu átt stórkostlegar samveru sundir í London, en Phil var of heimsvön, og hafði gert sér allt- of Ijósa grein fyrir hvemig hann var í raun og veru. Það var leiö inlegt fyrir karlmann að vita að ástkona hans þekkti veikleika hans út í ystu æsar. Hann hafði verið slíkum ævintýrum fremur afhuga eftir að öllu lauk milli hans og Phil. Þau endalok höfðu kostað heilmikinn harmleik og rifrildi, og hann hataði allt slíkt. Það var það versta við konur. Þær reyndu alltaf að rígbinda karlmenn, jafnvel þó þær væru og sárt við legðu í upphafi, að þetta ætti aðeins að vera smá- ævintýri til að stytta þeim stund ir. Hann hafði lent í fjárans vand ræðum vegna Phil, og þáð var aðeins nýlega að hún var hætt að angra hann með móðursýkis- legum bréfum. Hann ætlaði sér ekki að kvæn ast. Ekki enn þá. Hann lifðí þægilegu lífi sem piparsveinn, •gm/~ hann átti foreldra, sem dýrkuðu hann og uppfylltu allar óskir hans. Garnli maðurinn var aS vísu vinnuharður, og lét Au- burn vinna meira en hann f rauninni kærði sig um, en það borgaði sig samt, og hann hafðt nægan tima til áð njóta lífsins þrátt fyrir kaupsýsluna. Það voru fáir ungir menn á hans aldri, 28 ára gamlir, sem höfðui jafn mikla peninga og frjálsar hendur og gamli maðurinn lét lionum í té. NýkomlS Kjólaefni — Sloppaefni -4- Náttfataefni — Sægurveraefnl o. fl. VerzSunin Snót Vesturgötu 17. Prjónagarn Bæjarins bezta úrval. Margir litir á pamla verð- inu. Var það ekki þetta, sem læknirinn sagði að ég ætti að borða. M155 CALHOOM .ANP eE.MTLEAAE.“J/VVS IN TriE AVILtTARy- ASS COMETAMTLy PLAyiNð MOCK WAR ÖAME&. Iili5F5©Sl ...HOPlNð TO FEEKST OUT 1N APVANCE SOMETPICK OP TECHNISUE WHICU AN AO'/ESSAay A1IC-IÍT USS IN ÁCTUAL WAZ! Kas ASAMPL£*7N£ SEELInN WALL WAS FREPICTEO HESE LONS BEFOEE IT WAS ACTUALLy BUILT —ALTHO WECOULDNOT S1DP IT VVHEN |T HAPPENEP.1 AWBE V01) VVILL AN^ TICIPATE A PSVICE WHIcH COULD SAVS THE COUNTgy—ANP EVEN THE CIVILIZED __Við erum alitaf í gervistríðum. Þannig vonumst við til að geta séð fyrir fram og fúndið ráð gegn þeim brögðum, sem iaiid- stæðingnm okkar mjuidi hugkvæmast að noía ef í harðbakkann slægi. Við vorum til dæmis búnir að segja fyr- ir um að Berlínarmúrinn yi-ði reistur löngu áðiur en af því varð. Samt gátum við ekki stöðvað byggingu múrsins. ___ Kannske getið þið fundið eitthvað til að bjarga iandinu og öllum hiuum siðmennt aða heimi? 1 Starfslið Copper Calhoon hefur nú sett upp skrifstofu á gistihúsinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8- apríl 1964. X5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.