Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 16
. I ('WWWWWMHmWWW | Mjólkurbúðir jopnar til 10? Reykjavík, 7. apr. KG. Mjólkursamsalan hefur sótt ,mn l>að til borgarráð's, að Jieimilt verSi að hafa mjólk- urbúðir í bænum opnar á sama tíma og aðrar mat- vöruverzlanir og hefur horg- arráó’ orðið við þeirri beiðni. Ekki mun þó bljólkursam- salan liafa ákveðið neinar breytingar á lokunartíman- um frá því sem mú er, held- Jir aðeins talið sjálfsagt, að srekja um heimild til þess að hafa opið eins og aðrar matvöruverzlanir. Mun aðalástæðan til þess að sótt var um þessa heim- íld vera sú, að mjólkurbúðir voru ekki teknar með í reglu gerðinni, sem samþykkt var |J» íyrir skemmstu í borgar- stjórn og nú er að taka giidi. umtw»wwwwwwtwi Afli útilegubáta heldur að glæðast Neskaupstað, 6. apríl, - GS. AFLI útilegubáta á Austf jörðum «r heldur að glæðast. Á föstudag fcom Stefán Ben. með 66 tonn og á laugardag kom Hafþór með 57 íonn og Gullfaxi með 70 tonn. Frá áramótum hafa borizt á f and í Neskaupstað 889 tonn og er Crullfaxi aflahæstur með 402 tonn. Hafþór er með 289 tonn og Stefán Ben með 198, en hann hóf ekki velðar fyrr en síðast í febrúar. Þýzkir ferðamála- menn í heimsókn Reykjavík, 7. apríl. — HP. í gærkvöldí komu hingað til lands frá Luxemborg ellefu for- stjórnar þýzkra ferðaskrifstofa í boði Loftleiða. Munu þeir dvelj- ast hér til föstudags, kynnast landinu og möguleikum þess sem ferðamannalands og kynna sér, hvernig bezt megi stuðla að aukn- um ferðalögum Þjóðverja og ís- lendinga milli landanna. Fimmtán ferðaskrifstofumenn héðan munu síð’an ferðast um Þýzkaland dag- ana 19.-28. þ. m., heimsækja þar ýmsar borgir, kynna sér hótel- og ferðaskrifstofurekstur í því skyni að auka kynni og samskipti Þjóðverja og íslendinga. Fararstjóri þýzku ’ ferðaskrif- stofumannanna er Dr. Rútten frá Rad Neuenahr, en hinir eru D. H. I.andahl frá Hamborg, W. Hoppe frá Berlin, F. Múller frá Frank- furt am Main, A. Luft frá Ham- borg, Dr. H. L. Zankl frá Köln, G. Kollmannsberger frá Múnchen, Dr. U. Seeliger frá Stuttgart am Main, E. Kuttner, forstjóri „Tysk Turist-Central” í Kaupmannahöfn og Hönig, fyrrum forstjóri skrif- stofu Loftleiða í Hamborg. Ferðaskrifstofumennirnir skoð- uðu Reykjavík í dag, en kl. 3,30 bauð Ferðamálafélag Reykjavík- ur þeim til kaffidrykkju í Sigtúni ásamt blaðamönnum og ferða- skrifstofumönnum í Reykjavík. — Formaður Ferðamálafélags Reykja víkur, Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri, flutti ávarp við það tæki- færi og bauð gestina velkomna, en auk þess töluðu fararstjóri Þjóðverjanna, Dr. Rútten, og E. Kuttner, létu þeir allir í Ijós von um aukin samskipti þjóðanna tveggja, bæði í ferðamálum og í öðrum málum og óskuðu þess, að kynni þeirra mættu aukast/ í kaffiboði ferðamálafélagsins Voru einnig sýndar þrjár stuttar landkynningarmyndir frá Þýzka- landi. í kvöld flytur verzlunarfull- trúi’ Þjóðverja hér á landi, Dr. Cassen, erindi um ferðalög á ís- landi í þýzka sendiráðinu, og þar mun hann einnig sýna litskugga- (Framhald á 4. síSu). 45. árg. — MiSvikudagur 8. apríl 1964 — 79. tbl. Nm pipuorgú KÖPAVOGSKIRKJU Sölunelndin seHi rammmmmm————■—ma^mmm—i íyrir 26 millj. Reykjavík, 6. apriil — GG. NÝTT tvegg-ja horða og pedala pipuorg-el með rafmagnskerfi hef- ur verið sett upp í Kópavogs- kirkju. Orgelið er frá fyrirtækinu Alfred B. Davies & Son í Nort- , ham on í Englandi, og hefur fram kvæmdastjóri þess fyrirtækis, D. J. Garner, unnið að uppsetningu ; þess ásamt Bjarna Pálmarssyni, hljóðfærasmið, sem fyrstur íslend- inga hefur sett upp pípuorgel á íslandi, orgel frá sama fyrirtæki í Stokkseyrarkirkju. Hefur Bjarni sótt námskeið hjá fyrrgreiudu fyr irtæki. Fyrirtækið hefur sérstaklega lagt fyrir sig smíði pípuorgela með rafmagnskerfi, og sagði Mr. Garner í viðtali við blaðið í dag, að þeir teldu slík hljóðfæri hafá ýmsa kosti fram yfir venjuleg pípu orgel. í fyrsta lagi væri unnt að hafa sjálft tónborðið og pedelana á öðrum stað en pípumar, í öðru Iagi hefðu rakabreytingar ekki á- hrif á hljóðfærið, í þriðja lagi væri mjög létt að Iéika á það, þyrfti minni líkamlega áreynslu, í fjórða lagi þyrfti minna pláss undir hljóð færið og loks gæfu færri pípur sömu áhrif. i hinu nýja orgeli eru 1000 pípur sem eru frá 15 fetum á hæð ofan í u. þ. b. 5 sentimetra. Stóru píp- (Framhald á 4. síSu). : 'i ESPERANTISTA Á ÍSLANDI 20 ÁRA Dr. Rutten ávarpar fréttamenn og I framámenn ferðamála. wwwwwwwmwww Reykjavík, 7. apríi, GG. SÖLUNEFND varnarliðseigna Rsldi varning fyrir um 26 millj. ,-fcróna á árinu 1963, samkvæmt íipidýsingum, sem hlaðið fékk hjá -tieíndinni í dag. Alls seldi nefnd- £n á því ári 133 fólksbifreiðir, á *ð gizka 15 „pick-up” bifreiðir og . 14 t owwwwwwwwwwv Stjórnmála- skóli FUJ Næstkomandi fimmtudag 8. apríl mun Guðmundur í. Guðmundsson flytja erindi um ntanríkismál á vegum stjórnmálaskóla FUJ. Þetta er næst síðasta erindið á %■ vegum skólans, og eru fé- - lagar hvattir til að mteta vel O? stundvíslega. J44WWWWWWWWWW um 8 vörubifreiðir. Þetta er þó aðeins lítið brot af þeim varn- ingi, sem nefndin hefur haft til sölu. Nefna má sem dæmi um vörur þær, sem nefndin hefur á boð- stólum: varahluti í bifreiðir og í flugvélar, byggingavörur, alls kon- ar verkfæri, rafmagnsvörur, alls konar pípur og annað efni til pípulagna, lijólbarða, málningar- vörur, - ísskápa, frystikistur, hús- gögn, snyrtivörur, bækur, mynda- vélar, sælgæti, og er þessi listi þó langt frá því að vera tæmandi. Stærstu tækin, sem seld eru, svo sem bílar, eru seld á uppboði, þ.e.a.s. varan er höfð til sýnis, en síðan gera menn tilboð. Aðrar vörur eru til sölu í verzl- un nefndarinnar. Verð á notuðum vörum, sem nefndin selur, er veru lega lægra en almennt gerist, en á nýjum og ónotuðum hlutum er verðið svipað og gerist í verzlun- um almennt, þar eð ekki er tal- ið rétt, að hún sé í beinni sam- kepjmi við kaupmenn, enda má’ neytandinn aldrei græða. Bátum vísað frá í Eyjum Vestmannaeyjum 7. apríl GO ALGERT neyðarástand rík ir nú í Eyjum. Svo mikill fiskur berst þar á land, að ekki hefst undan að vinna hann og í gær var nokkrum bátum visað frá til Þorláks- hafuar. Afli netabátanna í gær var allt að 40-50 tonn og barst mikið magn að. Gef- ið hefur verið frí í gagn- fræðaskólanum í dag og á morgun, svo hægt verði að bjarga því sem bjargað verð ur. í dag er hér lieldur slæmt sjóveður og hringnótabátarn ir eru allir í landi. Hins veg- ar eru allir netabátar á sjó. Mikið gos var í Surti í gærkveldi og mikill bjarmi af eldinum, WWWWW4WWWWW Reykjavik, 7. apríl. — KG. Esperantistafélagið Auroro, sem starfandi er hér í Reykjavík, verð- ur 20 ára hinn 18. apríl næstk. Hefur félagið starfað óslitið þessi 20 ár og haldið yfir 200 fundi, en á þeim fundum er einungis talað esperanto. í tilefni af af- mælinu er stödd hér á landi Miss Marjorie Boulton, einn þekktasti rithöfundur á esperanto, — og gafst fréttamönnum í dag tækl- færi til þess að spjalla við hana og tvo af framámönnum esper- antista hér, þá Árua Böðvarsson og Baldur Ragnarsson. Á fundinum kom m. a. fram, að virkir þátttakendur í Auroro eru milli 30-40 og að félagið hef- ur gefið út öðru hverju blað sitt, sem nefnist Voco de Islando eða Rödd íslands og er það fyrst og fremst landkynningar- og bók- menntarit. Þá hefur verið nokkuð um aðra útgáfustarfsemi á bókum og rit- um um íslenzkt efni, þó að ekki hafi það verið á vegum félagsins. Má þar nefna bækling Ólafs Hans- sonar, „Facts about Iceland,“ 500 blaðsíðna orðabók með milli 30 og 40 þús. orðum, sem Baldvin B. Skaftfell hefur tekið saman. Bald- ur Ragnarsson hefur sent frá sér frumsamda ijóðabók á Esperanto og þýðingar á tveimur ljóðabók- um Þorsteins frá Hamri, „Tánn- fé handa nýjum heimi” og „Lif- andi manna land”. Þá verður í sumar gefið út sýnishorn af ís- lenzkum fornbókmenntum m. a. Völuspá. „.! Miss Boulton, sem er skólastýra í enskum kennaraskóla fyrir stúlk ur, hefur meistarapróf í ensku og bókmenntum og hefur gefið út nokkrar kennslubækur um þau efni, auk þess sem hún hefur skrifað á esperanto, en á því máli hefur hún m. a. gefið út ljóða- (Framliald á 4. siðu). Miss Marjorie Boulton. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.