Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 3
•/j ll■lllllllllllllllllllllllllllllllallll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||l||4|||||, iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii 11111111111111111 iiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiuii■iiiiim niniiiiin,|,|i 1111,11 |,|,|,,|||M,iiiu,|mii 1,1,||,,|!,,,, ,imi„,lmi,|,|,ni,„||,n„,|||,|,|||,||||„„|||„|,||„|,„„„,|„|,|„„|,||||l||„||,,|„|,|||,||,í|,,M|l,„„l„„,|,„„,||||,njf,,iil|„„|,i,i„ii„iii„ini„iiin'Q iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii in n11111111111111111111111111111111111 iii ii ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiiiiiii«iii«iiiii«iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii — Þú ættir að fara suður í Hafnarfjörð, og tala við Svein Þorbergsson, vélstjóra, hann verður 65 ára á sunnudaginn, og liefur eflaust frá ýmsu að segja. Ég er búinn að hringja til hans og þú mátt koma kl. 1.30 á morgun. Þetta sagði ritstjórinn við mig í gær, og nú er klukkan rúmlega 1.30 þegar ég kný dyra á húsi númer 17 við Öldugötu í Hafnarfirði. Til dyra kemur þrekinn maður, glaðlegur á svip og býður mér til stofu, er við höfum fullnægt öllum kynn ingarformsatriðum. — Seztu Þar sem þú vilt vin- urinn, segir hann, og láttu fara vel um þig. Ég tek hann á orðinu og sest í djúpan hægindastól, einn af þessum gömlu, þægilegu hæg- indastólum. Hann býður mér vindil og segir: Gísla í Sauðlauksdal, en hann átti mörg börn og afkom- endur.Afi hans var Björn í Sauðlauksdal, en hann er sagð- ur hafa fyrstur manna ræktað kartöflur á íslandi. Föðurafi minn Bjarni, bjó í Tálknafirði, en hans kona var Elísabet Árnadóttir. Hún varð 101 og liálfs árs gömul. í þeirrl ætt er mikið langlífi og vurða flestir 86 til 88 ára. Elísabet fæddist 10. janúar 1839 og dó vorið 1941, mikilhæf kona. Þegar hún varð 100 ára átti séra Jón ís- feld á Bíldudal samtal við hana sem birtist í einhverju blaði. Árið 1919 kom ég fyrst hing- að suður, og fór á vertíð í Sand- gerði. Jú, blessaður vertu, ég fór snemma á sjó, strax sem krakki, svo á skútur fyrir vest- an. Formaður varð ég innan við tvítugt á árabátum. Það var fyrir ýmsa menn, til dæmis Ragnar Einarsson, á Fífu- hvern fjandann ég ætli að gera, en ég segi honum að mig langi til að koma vélinni af stað aft- ur. Síðan flæ ég hvíta roðið af tindabykkjunni, og sker í lengj ur. Þessum lengjum vafði ég svo utan um gúmmíið og upp- röktum taumum þar utanyfir og nú hélt. Við drógum alla lín- una og fiskuðum vel. Á heim- leiðinni notuðum við segl með vélinni og þegar við komum að Kóp, mættum við Esju gömlu. Skipstjóri á henni þá var Þór- ólfur heitinn Beck. Hann liringdi frá Patreksfirði og kvaðst hafa séð lítinn vélbát út við Kóp, og hefði sá haft segl uppi. Hann hélt að eitthvað væri að hjá okkur. Ég var í hákarlalegu með Magnúsi Sveinssyni frá Neðra Bæ. — Eitt sinn fórum við í legu um kvöldið á föstu- daginn langa, árið 1918 Þá SPJALLAÐ VIÐ SVEIN ÞORBERGSSON VÉLSTJÓRA Blessaður verlu, ég hef ekki frá neinu sérstöku að segja, hef lifað ósköp venjulegu lífi og aldrei lent í svaðilförum, svo heitið geti. Nei, ég er ekki úr Hafnar- firði, ég er fæddur og uppalinn á Klúku í Fífustaðadal í Ketils- dalahreppi í Arnarfirði. Klúka var ekki sjávarjörð, liún var landjörð, frammi í dal. Þessa jörð átti afi minn, Sveinn Gíslason, og hann fékk hana í arf eftir föður sinn, en faðir hans, Gisli Jónsson, átti bæði Klúku og Kirkjuból og var efnamaður á þeirra tíma mæli kvarða. Gísli var sonur Jóns timburmanns, en hann sigldi ungur til Danmerkur og nam þar beykisiðn og húsa- smíði. Hann smíðaði meðal annars verzlunarhúsin á Patreksfirði, Bíldudal, Flateyri og á ísafirði í Neðsta-, Mið og Efstakaupstað. Einnig smíðaði hann hina frægu Hagastofu, en hún var fyrsta timburbyggingin á Barðaströnd. Það var fínt lnis, svo fínt að þeir sem sváfu þar, máttu ekki hafa nætur- gögn inni hjá sér, en nætur- gögn voru þá trédallar, og urðu að fara í útihús til að gera þarfir sínar. Þessu urðu margir gramir og sumir urðu jafnvel veikir af að fara fáklæddir út í kuldann. Eigendur Hagastofu voru mjög ríkir og geymdu gull- og silfurdali sína í tunnum. Þá var öll mynt slegin en engir seðlar til. Svo brann Hagastof- an og þá var silfrið og gullið hirt úr rústunum, bráðnað í heliur. Um atburðinn var þetta ort: Góður og réttvís guð er hann, sem gáir af himnum ofan. Það var mikið þegar brann þar í Hagastofan. Móðuramma mín Iiét Þuríð- ur Gísladóttir, dóttir séra stöðum, Valgeir Jónsson, skó- smið á Bíldudal og einnig fyrir Pétur Bjarnason, skipstjóra. Svo var ég líka mcð bát fyrir sjálfan mig. Á varðskipið Ægi fór ég 1929 og hef verið ó flestum rík- isskipunum síðan. Reyndar fór ég í afleysingar á önnur skip á stríðsárunum, til þess að fá meira kaup við sigldum til Englands. Svo hef ég verið að- stoðarvélstjóri lijá Eimskip. — Nei, það kom aldrei neitt alvarlegt fyrir, ég var heppinn. Það hefur aldrei þurft að slefa skipi sem ég hef verið á, þessi fimmtán ár hjá ríkisskip. Einu sinni bilaði hjá mér múffa sem tengir saman skrúfu ásinn og milliásinn. Það var á báti sem ríkið leigði, engin tal- stöð og ekki liségt að kalla á hjálp. Ég fékk fjögurra punda línu hjá skipstjóranum og sí- vafði múffuna með henni og síðan bleytti ég línuna með sjó. Þannig keyrðum við 12 mílur til hafnar og jós ég sjó á línuna annað slagið, annars hefði liún þornað og þar af leiðandi togn- að og þá liefði múffan ekki haldið. Eitt sinn reri ég með dugn- aðarmanni frá Bíldudal. Við þurftum að róa nokkuð langt eða tvo tíma frá Kóp. Þegar við vorum að leggja línuna brotn- aði olíurör og vélin stanzaði. Nú voru góð ráð dýr. Þá datt mér í hug að flá gúmmíið af stigvélinu mínu skera það í lengjur og sívefja rörið með þeim. Þetta hélt í tíu mínútur, eða nógu lengi til að leggja línuna. Þá tognaði gúmmíið og hélt ekki lengur. Við byrjuðum strax að draga, frá sama enda. Það var erfitt þar sem vélin var stopp og ekki liægt að and- æfa. Við vorum fimm á, ég frammá að draga, en hinir f jór- ir afturí að andæfa á lín- unni. Nú kemur tindabykkja á krók og hætti ég þá að draga og sct fast. Skipstjórinn spyr gerði ofsaveður, fyrst af norð- an og síðan af norð-austan. Sem dæmi um hvað veðrið var mikið get ég sagt þér að bónd- ann á Borg hrakti í sjóinn á- samt 60 ám. Við vorum fimni á, Magnús formaður, tveir synir hans, fóst ursonur og ég, systursonur hans.. Þegar við höfðum légið nokk uð lengi skall veðrið á. Sjórinn kom á undan. Veðrið var svo mikið að báturinn þoldi ekki seglin, aðeins mastrið og reið- ann. Við jusum og börðum klaka, en frostið var 16 stig. Magnús stýrði undan sjónum inn fjörðinn. Þegar við vorum komnir á móts við Bakka, sem stendur við miðjan fjörðinn, kom rokið á móti okkur og var ekki um annað að ræða en keyra upp. Það var brim við ströndina, en áður en við tók- um lag, sagði Magnús: Róið í herrans nafni, það getur stafn stungizt, en það mun fara beint. Sú varð líka raunin. Þegar við lentum voru margar hendur á lofti til að taka á móti okkur og var báturinn borinn á þurrt. Þegar þetta gerðist bjó á Bakka Jón Hallgrímsson, faðir Gísla Jónssonar fyrrverandi al- þingismanns. Hjá honum var statt alimargt manna, enda höfðu verið sendir menn inn með firði til að leita okkar, en farið var að óttast um okkur vegna veðursins. Á Bakka feng- um við yndislegar móttökur, enda var Jón orðlagður öðlings- maður. Aðfaranótt páskadags héld- um við heim í Selárdal, en þar áttum við heima þá. Fífustaðaáin var uppbólgin og féll auk þess flóð upp hana. Magnús bar okkur yfir, tvoí einu. Fullorðinn í bak, en ung- ling í fyrir í hvorri ferð. Hann var lieljarmenni að burðum. — Fötin hans sprungu á eftir í frostinu, þegar hann gekk heim til sín, klukkustundar gang. flMMU„„iiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiii„„iiiiiiiii„„„i„„i„i„iiiiiiiiiiui„ii„iiii„„iii„ii„i„„iiiii„iii„i„iiiii„ii„iii"ii"""""iiiii"ii"i""""i-ii"""""""""""""""">i,mV Þegar egnt var fyrir hákarl var settur út poki, fylltur af grjóti og grúti, en hákarlinn rann á lyktina. Venjulega vor- um við með 2 til 3 hákarlaífær- ur, stóra króka með keðju í og járn eða blýlóðum. Krókurinn var fylltur af ferköntuðum sel- spiksbitum og hestaketi á víxl, þannig að beitan var nokkurs- konar kokkteill. (Oft var heill selur, lítill kópur, settur í tunnu og rommi hellt á, hann var nefndur rommselur og var bezta beitan fyrir hákarlinn. Færið var þungt, en maður sat á þóftu og brá því yfrum axlirnar og hélt við með ann- arri hendi, hinni hélt maður út fyrir borðstokkinn til að finna ef léttist, til að vera nógu fljót ur að gefa eftir. Þegar hákarl- inn tekur, rennir hann sér á bakið og gleypir agnið. Þá hverfa þyngslin og er um að gera að vera snöggur að gefa eftir tvö til þrjú handföng, svo hann gleypi vel. Svo er tekið í. Við hirtum alltaf lifrina. Þeg- ar við hirtum hákarlinn var hann settur á tamp, sem kallað er. Þá var skorið gat á trjón- una á honum og tó í gegn. Síð- an var sett fast í röng í bark- anum og einnig bundið um tampurinn á milli hákarla á kampinum og sett fast í skutn- um. Stundum var bundið um síðuna og sett fast í langvisu. Svo var róið undir til lands. Oft voru 5-6 hákarlar á hvert borð. Við vorum vel klæddir í há- karlalegunum, í ullarfötum innst, svo í góðum fötum og brók og skinnstakki utanyfir. Fötin voru öll íslenzk, nema sjóhatturinn, hann var keyptur í búð. Skórnir voru venjulegt sólaleður, opnir að framan og aftan. Sjóskóþvengirnir voru lífheldir en mittisólin veikari. Ég flutti til Hafnarfjarðar frá Bíldudal, árið 1926 og hef átt hér heima síðan, utan tvö ár í Reykjavík. Jú jú, en ég kann vel við mig hér. Ég kann vel við mig allsstaðar. Það er allsstaðar gott að vera ef heils- an er góð og nóg er að gera. — Nei, góði minn, ég verð ekki heima á sunnudaginn, en það er af tilviljun, ég er nefni- lega boðinn í veizlu til vinar míns, það á að ferma dóttur hans þann dag. Ég ætlaði ekki að hafa neitt umstang þó ég væri sextíu og fimm ára. Það er nær að láta það bíða þangað til ég verð sjö- tugur, ef ég lifi svo lengi. Ég hef ekki frá neinu merki legu að segja ,ég hef ekki lif- að viðburðaríka æfi. En ég skil ekkert í því hvernig þið hafið vitað um afmælið mitt. En ég er ánægður með lífið, á góða konu og mannvænleg börn, enga óvini en marga vini. Á mánudaginn fcr ég til sjós með Skjaldbreið — R-Lár. Vantar fólk í filskaðgerð o. fl. — Miikil vinna. ísfélag Vestmannaeyja Uppl. gefur Einar Sigurjónsson, súnar 1100 og 1381. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12 -apríl 1964 3 '"ii"i"""""iii""i"iii"iiiiiii„„ii"i"ii„iiiiiiii„„ii„„ii„"„„iiiiii„„i„i„ii„„„„„ii„i„i.iiii„„„„fiiiiii„iiii 1111111111111111111111 .iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiim >iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii„iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii„iiiiiiiiiiiiiii„iiiiiiiii„„iiiiiiiiiiiii„„iiiiiii„ii„„„|||l|l|,mv^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.