Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 10
Er æskilegt . . (Framhald úr opnu). einum eða nokkrum skólum, áður en hún yrði almennt framkvæmd. Það er rétt að geta þess að stór hluti þess tiltölulega fámenna hóps reykvískra barna- og ung- linga, sem dveljast í sveit á sumr- in, mun vera kominn til borgar- innar í byrjun september, og ætti þeim ekki að vera neitt að vanbún- aði að hefja nám. Og í byrjun sept- embermánaðar mætti m.a. iðka úti íþróttir, t. d. frjálsar íþróttir, náttúrufræðiathuganir o. fL, sem vanrækt er í okkar skólum. Hvað framtíðarstarfstíma skól- anna snertir, tel ég, að þess verði ekki langt að bíða að skólar barna skóiastigsins hefjist almennt l.sept ember og æskilegt væri að skólar gagnfræðastigsins - svo og aðrir framhaldsskólar lytu sömu reglum, e. t. v. mætti hugsa sér, að fram- haldsskólarnir hefjist 15. sept., þar til sú skipan verður almenn að gefa frí á laugardögum í skóla og á vinnustað, en þá yrði starfs- tíminn almennt frá 1. september hjá „öðrum þjóðum”, og sú vinna, sem það stundar þennan tíma, sé hættuleg þroska þeirra. Hjá „öðr- um þjóðum” sé slik unglinga- vinna jafnvel bönnuð. Með vinnu barna og unglinga á að vera strangt eftirlit. Það dylst engum. En ef leyfast má að vitna í „aðrar þjóðir”, þá telja skóla- menn, bæði austanhafs og vestan, þann kost einna stærstan við hið íslenzka þjóðfélag, hve greiðan að- gang æskumaðurinn á til alvöru starfa við atvinnuvegina. Bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkjun- um hafa fagfélög og verkalýðssam bönd eftirlit með því að vinnu- markaður yfirfyllist ekki af vinnu afli skólafólks. Þesir aðilar setja stól fyrir dyr, ekki skólayfirvöld. Á íslandi er hins vegar beðið eft- ir hverri hönd, sem boðin er fram til vinnu. Því fylgja vissar hætt- ur, — en einnig ómetanlegir kost- ir. Að hve miklu leyti er atvinnu- líf íslendinga háð námsfólki í júní-júlí-ágúst-sept.? Hvaða áhrif hefði það, ef sá hópur kæmi mán- býlisins. Hinrik Bjarnason kennari svarr ar á þessa leið: Nei, það tel ég ekki, — og mér er jafnframt ómögulegt að já, hvaða hlutverki slíkt þjónaði. Ef skólaárið er lengt, hlýtur það að vera í þeim tilgangi gert að stytta þann tíma, sem það tekur náms- mann að afia sér ákveðinnar menntunar, eða að auka þá mennt un, sem námsmaður fær á ákveðn- um tíma. Hvort tveggja virðist mér illframkvæmanlegt með nú- verandi fræðslutilhögun. Sú námsskrá, sem nú er farið eftir, er í framkvæmd afskaplega svigrúmslaus, og gerir kennurum erfitt að rækja til fullnustu skyld- ur sínar við nemendur. Ákveðið námsefni skal kenna ákveðnum aldursflokkum, án tillits til þroska ,, , , , ,, , ,., uði seinna til starfs, eða hætti til 31. mai, a. m. k. i skolum þett- I , - , _ , , , ,, . manuði fyrr? Og þvi ma ekki gleyma, að heimili nemenda, mörg hver, reikna með sumartekjum þeirra. Það myndi vissulega þýða aukið álag á sjóði heimilanna, ef hluti þeirrar vinnu legðist af. — Hættan á þvi, að unglingum sé ofgert við vinnu, er auðvitað sí- fellt fyrir hendi. En ekki eru sjá- anleg nein merki barnlúa á ís- lenzkum æskulýð. Fá lönd geta státað' af jafnari hóp upprétts og þróttmikils æskufólks. Nú skyldi enginn skilja orð mín svo, að ég sé skilyrðis’aust á móti breytingum á skólaárinu. Síður en svo. Ef sýnt er fram á, með gildum rökum, að slík breyting, hvort sem er til lengingar eða styttingar, hafi £ för með sér aug- ljösa kosti fyrir skólaæskuna, og bæti mjög aðstöðu hennar til auk- innar menntunar, þá yrði vand- eða greindar einstakiinga. Afleið- : ÍUndmn * *CnnaTl' sem Jæni ingin verður auðvitað sú, að skól- I ,f^st Þur_ía inn bregzt illilega greindustu og þau rök og áform að koma fram, Lakast g“efnr''nemend^um“ en s!ðan’ er hæRt. að breyta náms' þjónar þokkalega þörfum meðal- mannsins. Ýmsir skólamenn telja, að of íangan tíma taki fyrir námsmann að komast allar götur að stúdents- prófi, til dæmis, og það er rétt. En þesa leið mætti -auðveldlega stytta skrá og námstilhögun, og þegar því er lokið, þá loks er réttlætan- legt að lengja eða stytta skólaárið. Að kalla kennara og nemendur til starfa mánuði fyrr en verið hefur, til dæmis, og fara að því loknu að þinga um, hvað gera eigi við þenn- með þeirri ráðstöfun, að viður- i an allknatíma> erað b™a á öfug' kenna á borði eins og í orði, að Um enda ^ssa mals, og bæta grau sumum börnum í almennum barna-1 ° an a og unglingaskólum gangi betur að i . ems og é^at um læra en öðrum. Allir kennarar ' * nbphafb 111 bve[s væ« að lengja barnastigs vita, að mesta vandaJ ^olaanð með obreyttr, námstil- mál í góðum bekk er að halda h°gun’ e3a emhverr, malamynda- þekknum niðri, láta nemenduma , rey lngu a ennl; ’að er Sreini_ ekki fara svo langt, að ekkert !fga Cllgmn grelðl við ncmendur' Verði eftir til næsta vetrar, Ef hætt1 f"að er hetdur eng,nn greiði við væri að rígbinda sig við aldur, en ' ^nnara Atvmnuvegum kæmi það farið heldur eftir námsþroska og lIIa’ og kostnaður hma opinbera námsgetu, myndi sú breyting ein styfta námstímann að stúdents- prófum a.m.k. 1-2 ár hjá greind- ustu nemendum. Núverandi aftur- haldsfyrirkomulag á yfirferð námsefnis hefur hinsvegar þau á- hrif, að stífla að miklu leyti nátt- úrlega fróðleiksfýsn barnsins, og skila því til barnaprófs hundleiðu á flestu, sem skóla viðkemur. Og það má nærri geta, til hvaða gagns heill eða hálfur mánuður á ári af slíkum andlegum trakteringum yrði nemandanum. Stundum bregður fyrir ótta vegna þess, að samfellt sumar- leyfi skólafólks hér sé lengra en af skólahaldi myndi aukast mjög verulega. Það er með öðrum orð- um dýrt spaug að lengja skólasetu nemenda, nema tryggt sé áður, að hagræði þeirra af slíkri viðbót sé mikið. Pálmi Pétursson, kennari svarar. BREYTTIR þjóðfélagshættir skapa ný viðhorf og krefjast end urmats á fyrri ákvörðunum og venjum. Það ætti því ekki að vera neitt furðuefni, þótt fram komi all sund urleitar tillögur til hugsanlegra umbóta á ýmsu því, er lagfæra þarf. íslenzkir kennarar fagna því, ef forystumenn fræðslumála halda vöku sinni og leita nýrra ráða til að efla menntrmarskilyrði æskufólks í landinu. Fræðslulögin ■ frá 1946 hafa sætt mikilli gagnrýni og má sjálfsagt endalaust deila um þau, svo sem slík mál varða hvert heimili lands ins. Er þess varla von, að þau lög verði sett, er allir geti sætt sig'við. Þau fræðslulög, sem ég nefndi, hafa að vísu aldrei komizt til fullra framkvæmda og gerast nú brátt' úrelt og þarfnast gagngerrar endurskoðunar og breytinga. Menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, var þetta strax ljóst og skipaði hann árið 1958, nefnd til þess að athuga núgildandi fræðslukerfi og framkvæmd þess og gera tUlögur um breytingar á framkvæmd núgildandi laga eða á lagasetningunni sjálfri eftir því, sem ástæða virtist til. — í nefnd þessari áttu sæti 12 valin- kunnir menn og birtust í 3. hefti Menntamála árið 1959, ýmsar til- lögur þeirra. Að öðru leyti hef- ur verið furðu hljótt um störf þeirra, en má vera að staðið hafi á séráliti einstakra nefndarmanna um hin ýmsu atriði. Yæri ekki úr vegi að álit nefndarinnar í heild og sérálit yrðu birt almenningi. Er ekki að efa að þar fengist grund völlur ,til umræðna um flest þessi mál er leiða mætti til farsælla endurbóta og nýrra strauma í kennslumálum okkar. Yrðu þá mét in rök og gagnrök um þær leiðir er til greina kæmu og þar á meðal þá, er Alþýðublaðið hefur beðið mig að svara; hvort ég telji ráð- legt að lengja starfstíma skólanna að öðru óbreyttu. Mér finnst sú framkvæmd mála nánast óhugsandi, og ætla vart ábyrgum aðilum að þeim sé það í huga. Hér er á margt að lita. — Við vitum að sú er þróun þessara mála hjá öðrum menningarþjóð- um, að með auknu þéttbýli leng- ist starfstími skólanna og líklegt má telja að svo verði einnig hjá okkur. En við skulum varast að rasa um ráð fram með öpun, sem ekki samhæfist þeim skilyrðum, sem við búum við. — Stórkostlegar frarofarir hafa orðið í húsnæðis- málúm skólanna að undanförnu, enráamt vantar enn mörg skóla- húsítil þess að fullnægja þörf- innfetenging skólatímans hefur í fgpnneð sér geysilegan kostnað. SptTer til þess að vita, að for- ráðtflB'enn ríkis og bæjarfélaga skUÍt; hafa vilja og skilning á, að ve^ auknu fjármagni til fræðslu mSSf% fyrst svo er, er þá ekki skynsamlegra að nota þetta fjár- mag til þess að byggja nýja skútæ -og búa þá og alla gömlu skþlana þeim tækjum, sem nauð- syníeg mega teljast í hverjum skólá? Verður ekki ánægja nem- endáft'na meiri og árangur starfs- ins letri með þeirri nýtingu fjár mágnsins? — Eigum við ekki að reyna að láta öllum nemendum iíðaývél þann tíma, sem við höf- um þá nú þegar, áður en við lengjum skólaárið. Er ekki athug andi, hvort hægt er að gera skól ana að meiri sarnastað fyrir nem endur þann tíma sem skólinn starfar. Minnka hlaupin milli heimilis og skóla. Gerá vinnudag nemartdans heilli og skapa honum méiS möguleika á að sinna öðr- uiftL úhugamálum, án þess að það verði á kostnað námsins. — Mý- margt mætti nefna er styður þá sköðún, að ekki sé tímabært enn að Iengja skólaárið. Við skulum að lokum gera okkur Ijóst að við verðum að taka tillit til nokk urra veigamikilla atriða áður en við lengjum skólatímann. í fyrsta lagi er málið sjálft ekki hálfundirbúið. Fræðslukerf- ið þarf að endaskoða. Aukinn bókakostur þarf að vera fyrir þendi, þrísetning í skólastofur lið in martröð. í öðru lagi megum við hvorki ■gleymá þeim sérstöku þjóðfélags- aðstæðum, sem við búum við um atvinnumöguleika ungmenna á sumrin, né heldur hinni brýnu þörf atvinnuveganna fyrir þetta vinnuafl. í þriðja lagi væri ráðlegt' að halda þeim sið, að undirbúa grunn býggingarinnar fyrst, og reisa síð an hverja hæðina af annarri unz byggingin er fullgerð. Þá er líklegt að vel ,takist um aðbúnað íslenzkrar skólaæsku. 'Jónas B. Jónsson, fræðslufull- trúi svarar: Ég tel rétt að gera fyrst nokkra grein fyrir því, hver kennslutím- inn er nú í barnaskólum Reykja- vikur. Nú hefja 7, 8 og 9 ára börn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa — Gísla Sæmundssonar heiðruðu minningu hans. Sæunu Þ. Gísladóttir Gottskálk Þ. Gísiason Guðmimdur Ág. Gíslason Sæmundur Gíslason Kjartan Einarsson Þórheiður Sigþórsdóttir Stefanía Guðmundsdóttir. Jóhanna Bl. Guðmundsdóttir. bamabörn og bamabamabörn. 10 12. apríl 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ nám 1. september, og skólaárinu lýkur 31. mal. Þetta eru taldar 36 vikur, en í rauninni verða kennslu dagar þessara barna aðeins tæp- lega 180. Hins vegar fara rúmlega- 20 virkir dagar í próf, leyfi vegna prófa, skólasetningu og skólaslit, þannig að skólatíminn telst vera um 200 dagar, auk lögboðinna leyfa og mánaðarleyfa. Börn á aldrinum 10, 11 og 12 ára koma í skólann 1. okt. og eru til maíloka. Kennsludagar eru því mun færri, eða sem næst 154. í próf, leyfi vegna prófa, ferðalög, skólasetn- ingu og skólaslit fara um 22 dagar svo skóladagar þessara nemenda verða um 176. í fyrsta og öðrum bekk gagn- fræðastigs munu kennsludagarnir vera um 146, en 36 virkir dagar a£ rúmlega 180 skóladögum fara í annað, sem áður er á drepið. í þriðja bekk fækkar kennsludögum enn, og eru þeir þar 141, þótt skóladagar teliist 182. í landsprófs deildum miðskóla eru kennslu- dagar aðeins 138, þar sem leyfi til upplestrar er þar nokkru lenira en hjá þeim bckkjum, sem áður eru taldir, 44 virkir dagar fara því í annað. Svipað má segja um fjórða bekk gagnfræða- stigs. Tölur þær, sem nefndar hafa verið hér að framan, eru örlítið breytilegar eftir skólum. Ef við hyggium að hvernig þess- um málum er háttað hjá nágrönn- um okkar og öðrum menningar- þjóðura, verður allt annað uppi á teningnum. í Finnlandi starfa skólarnir i níu mánuði eins og yngri deild barnaskólanna hér, þar verða því kennsludagar til muna fleiri en hér, enda er tilhögun þar með öðrum hætti. í sænskum skól um eru kennsludagar 211. Sérstak- ir prófdagar þekkjast þar varla nema við gagnfræðaDróf og stúd- entspróf, önnur próf fara fram f kennslustundum, enda byggð á öðrum grundvelli en hér tíðkast. t norskum skólum eru kennsludag- arnir 228 og um 240 í dönskum skólum. Af framansögðu er Ijóst, að ár- legur kennslutími nemenda á Norðurlöndum er miklu lengri en hér tíðkast, eða milli' 25 og 45% lengri eða meir, enda taka þeir námsmenn. sem bar sækja mennta skóla, stúdentspróf ári fyrr en hér. í íslenzkum skólum er mjög víða reynt að bæta skamman kennslutíma upp með miklu heima námi, og verður því vinnudagur margra • námsmanna óhæfilega langur, einkum þeirra, sem eru í landsprófsdeildum og menntaskól- um. Auðsætt er. að hér er unnt að fjölga kennsludögum til muna með því einu að stvtta bann tíma, sem. fer til upplestrar og prófa, en hand er allt upp í sjö vikur. t. d. í lands- prófsdeildum. Skólamenn liafa á liðnum árum oft látið I. ljós þá skoðun að lengia beri kennslu- tíma í íslenzkum skólum og draga úr heimanámi. Ég tel einsætt að örar breytingar í bióðlífi íslend- inga og aukin tækni hafi aukna kennslu í för með sér á ýmsum sviðum. Og enn fremur þurfum við nauðsynlega að verja lengri tíma til þess að sinna nemendum persónulega f skólum landsins, veita þeim stuðning í heilbrigðu félagslífi og öðru sem þeim má til heilla horfa. Svar mitt við þessari snurningu er því á bá leið, að ég tel að stefna beri að því að fiölga kennsludög- um, fyrst og fremst innan þeirra takmarka sem nú gilda, en einnig e. t, v. smám saman. með því að lengja skólatímann svo, að skólar starfi frá 1. september til loka maí mánaðar. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.