Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 8
Sex skólamenn svara' spurningu Alþýðu- blaösins, hvort lengja beri starfstíma skóla barna- og gagnfræðastigs að nú- verandi kennslutilhögun óbreyttri ' f 'i Á síðasta Tippeldismálaþingi, sem haldið var dagana 15.-16. júní sl. komu fram ýmsar athyglisverð- ar tillög-ur um þorf breyttrar skip- unar á starfsháttum skólanha ogr þá einkum í skólum barna- og gagnfræðastigs. Tillögur þessar benda til rót- tækra breytinga á núverandi skip an þesssra mála, bæði hvað snert- ir kennsluhætti og starfstíma fyrr greindra skóla. Þar eð um breytingár sem þess- ar hljóta að vera nokkuð skiptar skoðanir hefur Alþýðublaðið leit- að til nokkurra skólamanna og beðið þá að svara eftirfarandi spurningu: Teljið þér æskilcgt, að lengja starfstíma skóla barna- og gagnfræðastigs að núver- andi kennslutilhögun ó- breyttri? —o— Ástráður Sigursteindórsson svar- ar á þessa leið: Ég tel endurskoðun á skólafyrir- komuiagi okkar mjög aðkallandi á ýmsum sviðum, bæði á skyldu- stigi og í frjálsu námi. En hvað snertir lengingu árlegs skólatíma vil ég aðeins benda á þessa stað- roynd: Árlegur skólatími í íslenzkum gagnfræðáskólum er mun styttri en í sambærilegum skólum nágranna- landa okkar. Liggur því í augum uppi, að til þess að ná sama náms- árangri á jafnmörgum árum, hér og þar, þurfa íslenzkir nemendur að leggja mun harðar að sér. Við athugun á þessari staðreynd /akna tvær alvarlegar spurningar: 1. Eru íslenzkir skólanem- endur það betur gefnir en skóla- nemendur nágrannalanda okkar, að þeir geti til lengdar skilað sama námsárangri á mun skemmri tíma? 2. Er öryggt, að við með okkar skólafyrirkomulagi drög- umst ekki alvarlega aftur úr ná- grannaþjóðum okkar menningar- lega? Þessum spurningum þurfum við að svara, þegar við ákveðum breyt- ingar á árlegum skólatima okkar. Það má vera, að ekki sé nauð- 3 12- apríl 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ synlegt að ákveða'jafnlangan ár- legan skólatíma í öllum hekkjum gagnfræðasligs. En með óbreytt- um námskröfum tel ég fyrst og fremst aðkallandi að lengja árleg- an skólatíma þeirra, sem í frjálsu námi búa sig undir langskólanám. Ragnar Jóhannesson svarar: Þessari spurningu er fljótsvar- að: Það er hið mesta óráð að lengja skólasetu unglinga á gagn- fræðaskólastiginu, og að mínuní dómt felst í því hætta fyrir æsku- lýðinn og þjóðlífið í heild. Það skal strax tekið fram, að ég tel, að kennarar ættu ekki að þurfa að telja eftir sér að lengja starfstíma sinn að sumrinu eitt- hvað. En það má bara ekki gerast með því að níðast á unglingunumi Látum því' svo vera, að kennurum sé ætlað að vinna nokkru lengur á sumrin, en alls ekki á þann hátt að loka unglingana inni I múrum skólanna meðan sól er hæst á lofti. Það er ekki afstaðan til kennar- anna, sem mestu máli skiptir — það er afstaðan til unglinganna og þeirra velferðar, sem ein skiptir máli í þessu sambandi. Ég þykist vita, að forsvarsmenn þessarar fáránlegu hugmyndar færi mjög fram þau rök, að í suð- lægari löndum sitji bömin á skóla bekk mestallt sumarið. Sumir menn þreytast aldrei á því að apa hitt og þetta eftir öðrum þjóðum, — og þykir víst fínt — án þess að taka tillit til íslenzkra staðhátta og þjóðhátta. Við eigum engar milljónaborgir, svo að þess vegna þurfum við ekki að vera í vand- ræðum með unglingana utan skól- anna; sumarið er stutt og skammt að sækja til atvinnu við helztu framleiðslugreinarnar. — Enginn, sem fengizt hefur við kennslu aði vnokkru ráði, getur dregið í efa, að við núríkjandi kennsluhætti þjáist stór hluti nemenda stórlega af leiða og óeirð í skólunum, og þeim mun meira sem lengra líður fram á sumarið. Við eigum að stuðla að því, að sem flestir unglingar stundi holla og hóflega vinnu á sumrin, eink- um við aðalatvinnuvegina til sjávar og sveita. Á þessu skóla- stigi erum við ekki fyrst og fremst að ala upp langlærða menn; það er öðru fræðslustigi ætlað. Við þurfum enn, íslendingar, að halda á harðgerðu og starfsömu fólki í hinar ýmsu greinar atvinnu lífsins, fremur en -innifölar skrif- stofu- og braskarakempur. Góð sveitadvöl við hófleg störf, ein- hvers konar útivinna við sjóvinnu störf eða mannvirkjagerð munu drýgri til andlegs og líkamlegs þroska en margra vikna skólaseta um hásumar. Og ég vona, að þeir íslendingar séu ekki til, sem halda því fram, að það sé óhollt æsku- Iýð vorum að vinna hóflega að framleiðslustörfum þjóðarinnar, sem hljóta að verða ævistarfssvið flestra nemenda síðar meir. Getur nokkur lialdið því fram, með góðri samvizku, að barn eða unglingur, sem kemur ljómandi af ánægju og heilbrigði úr sumarvist, hefur ef til vill endað með hámarki þeirr- ar gleðilegu reynslu: réttaferð, hefði orðið hamingjusamari og menntaðri með því að kúra inni í mollulegri skólastofu heilum eða hálfum öðrum sumarmánuði leng- ur en nú gerist. Við höfum ekki heldur neinar aðstæður til að breyta kennslu- fyrirkomulaginu svo að nokkru nemi. Þótt menn vildu auka verk- lega kennslu, t. d. í náttúrufræði, þá eigum við engan dýragarðinn, engan grasgarð (botaniskan garð), enga skóga — en að vísu nóg grjót í nágrenninu! Auk þess getur veð- urfar hamlað mikilli útivist nng- linga hér í voru loftslagi (ef þeir geta ekki unnið sér til hita).------ Framlengd skólaseta á sumram mundi því ekki verða annað en hjakk í sama fari, fraúilengdur ,leiði, aukið fúsk. Ekki má með öllu ganga fram hjá fjárhagshliðinni. Ekki eru allir nemendur vorir milljóna- mæringabörn, sem eru of fín til að dýfa hendi í kalt vatn. Flestir eru þeir, að sjálfsögðu, úr fjöl- mennustu starfsstéttum þjóðfélags ins, synir og dætur verkamanna, sjómanna, iðnaðarmanna og ann- arra launþega. Unglingar á gagn- fræðaskólaaldri eru dýrir í rekstti, og veit ég vel, að'margar tekjulág- ar barnafjölskyldur munar drjúgt um sumarvinnu unglinga sinna. Þeir geta a. m. k. unnið sér inn fyrir fatnaði og hæfilegum eyðslueyri, e. t. v. fleiru. Og fátt er unglingum hollara en að sjá árangur iðju sinnar og vinna sjálf- ir fyrir þörfum sínum, þó að ekki geti þau, skiljanlega, séð að öllu leyti fyrir sér sjálf, enda ekki til slíks ætlazt. Einhverjir örðugleikar munu víst orðnir á því, á síðustu árum, að sjá öllum unglingum fyrir hæfi PÁLMI PÉTURSSON: Ástráður Sigursteindórsson HINRIK BJARNASON: JÓNAS B. JÓNSSON: — Nær a'ð búa vel að nemendum. — Endurskoðun aðkallandi — Ekki rétt að leggja í breytingar. — Skólaárið verði betur nýtt. .». -2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.