Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 7
IndSandspistlar f rá Sigvalda Hjálmarssyni HVAÐ er sannleikur? spurði Píl atus. Mér fannst það liggja bak við orðin, að hann hafi dregið í efa, að „sannleikurinn" út af fyrir sig væri nokkuð annað en þjóðsaga. Það er sjálfsagt alveg rétt, að það er vonlítið að komast að ein- hverri endanlegri niðurstöðu um lífið og tilveruna, á svipaðan hátt og maður reiknar dæmi og finn- ur rétta útkomu, eða þá útkomu, eem eftir okkar viti er rétt, og mælum stytztu vegalengd milli tveggja staða, eða þá vegalengd, sem samkvæmt okkar skynjun er stytzt. í mínum huga hefur sann- nauðrakað höfuð, fámáll en ljúf mannlegur í framkomu. Hvers konar menn eru þetta? Yogar geta verið sanjasar. San- jasar eru undir flestum kringum- stæðum yogar. Bhikku er orð Búd- dhatrúarinnar yfir hið sama. Yogi er maður, sem stundar hug rænar (raja yoga) eða líkamlegar (hatha yoga) æfingar með það fyr- ir augum að öðlast mátt, sem venjulegir menn ekki hafa, e.ða viiundarstig, sem er æðra venju- legri mannlegri vitund. Yoga þýð- ir sameining. Sumir vilja skýra það svo, að það þýði sameiningu við guðdóm, en það má engu síð- I unnið sín störf og lokið sínu hlut verki í þjóðfélaginu, fengið allt sitt í hendur börnum sínum og barnabörnum og síðan farið til hins einmanalega lífs hins and- lega förumanns. í hinu forna ind- verska þjóðfélagi var almennt gert ráð fyrir, að menn gerðu það, er þeir næðu sextugs aldri, og skyldu þau ár ævinnar, sem eftir væru, gefin andanum og kappkostað að vinna að frelsun, Moksha, sem er svipaðrar merkingar og orðið Nir vana hjá Búddhatrúarmönnum. Líf Sanjasans var einmannalegt flökkulíf. Hann varð að hlýða sér- stökum reglum. Staða hans var á- kveðin í þjóðfélagsskipaninni. Hann mátti fátt annað eiga en bétliskálina. Hann mátti ekkí vinna fyrir mat sínum. Hvergi mátti hann dveljast lengur en þrjár næt ur í einu. Hann átti að betla sér viðurværi og gefa þannig góðu fólki tækifæri til að gera gott. En hann mátti a'drei knýja hurðir með sína tómu skál, nema er svo stóð á, að heimafólk var búið að matast. Hann mátti aðeins þiggja íeiksleitin aldrei verið það, og mér vitanlega hafa þeir, sem langt hafa af stað að leita sannleikans (eins og komizt er að orði) aldrei haft slíkt í huga. Sú hugmynd hvarf um leið og menn hættu að tala um, að ganga á heimsenda. Að leita sannleikans er aðeins algengt en töluvert útjaskað orðtak um þá viðleitni að komast að dýpri sannindum um sjálfan sig og til- veruna. Eitt er nauðsynlegt að skilja: Maðurinn sjálfur er mælikvarð- inn. Aðeins með því að verða að einhverju leyti nýr maður auðn- ast þér að uppgötva nýjan sann- leika. Annars crtu ekki að upp- götva neltt nýtt, heldur að'stækka það, sem fyrir var. Frá alda öðli hafa þeir verið með al annars kallaðir yogar eða san- jasar á Indlandi, sem byrjaðir eru á þeirri viðleini, sem átt er við með sannleiksleit. Og Bhikku, Búddahamunkur, er í rauninni hið sama. Þetta er að vísu losaraleg og ófullkomin skilgreining. Nafn- giftirnar segja ekkert. Utan þess ara hópa er auðvitað fjölmargir leitendur sannleikans, ef til yill þeir beztu. Ég hef séð fáeina yoga og san- jasa. Snemma morguns, er við vor- um á leiðinni til Madra’s í haust, sáum við út um lestargluggann á stöð einni háváxinn mann með hár niður á herðar. Hann vafði um sig einhverju litlausu klæði og hélt á hökustaf, en það er sérstak- ur stautur, sem sumir yogar hafa undir hökunni til að styðja höf- uðið, þegar þeir sitja með kross- lagða fætur og iðka æfingar sínar. ; Ungur maður með hár niður á herðar, sólbrenndur mjög, með lendaklæði eitt fata, skeggjaður niður á maga, kom til að hlusta á J. Krishnamurti a. m. k. einu sinni er hann hélt fyrirlestraflokk í Madras í janúar. Mér var bent á, hð þama færi sanjasi, maður sem sagt hefur skilið við hinn ytri heim. í lestinni frá Madras, er við fór um til Norður-Indlands fyrir jól Jn, var bhikku, á gulum kufli eins og vera ber, hægri öxlin ber, mcð ur komast svo að orði, að það sé sú viðleitni að vera fullkomlega' maður sjálfur, ekki aðeins partur af sjálfum sér, eða í pörtum, leiða í ljós, hvað maður er í raun og veru og lifa þann veruleika. Sumir yogar yfirgefa hinn ytri heim og gerast sanjasar. En yoga er einnig hægt að stunda í venju- legu lífi. Sanjasi er maður, sem hefur yfirgefið allt og gert alla veröld- ina að sínu heimkynni. Af sanjösum eru tvær tegund- ir: Þeir, sem leggja ungir inn á þessa braut, og hinir, sem hafa það, sem afgangs var, blessa gef- andann og blessa líka þann, sem ekki vildi gefa, því að hann þurfti jafnvel meira á blessun. að halda. í öllu þessu er ákveðin meining, sem að vísu á ekki að sumu leyti. við nútíma hugsun og þjóðfélags- hætti. Sanjasi mátti ekki hafa fasia búsetu af því, að þá yrði hann hagvanur og færi að reiða sig á vini/ Hann átti að vera alls- staðar jafn kunnugur og ókunnug- ur,- allra vinur án tillits til hins, hvort nokkur maður væri vinur hans, algerlega frjáls og óháður, jafnvel Óháður nauðþurftum sín- Þetta er Búddham — fálátur og vingjarnlegur, allra vinur án til- ' lits til þess hvort hann á nokkra vini. Opintoer stofnun ósfear að ráða stúlku til skrif stofustarfa. Umsókn'ir, sem greini aldur, menntun. og fyrri störf, sendist afgreiðslu bla’ðsins eigi síðar en 25. þ.m., merktar „Opin ber stofnun". STRÖMBERG-rafmötorar Nýkomnir Strömberg raf- mótorar í eftirtöldum stærð um: 0,25, 0,37, 0,5, 0,75, 1,1, 2,2, 3,0, 4,0, 5,5, 7,5, 11 kw. Málspenna: 3 x 380/220 volt. Einnig nýkomnir I-fas. mótorar: Vó, !4, !4>, %, 1 Hö. — 220 volt. Autom. gangsetjarar og stjörnu-þríh. rofar. Allir Strömberg rafmótorar eru vatns- og rykþéttir. IIANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun. Hallveigarstíg 10 — Sími: 2-44-55. um, reiðubúinn að deyja sæll, hve nær sem kallið kæmi. Lífið mátti ekki vera þannig að hann langaði til að njóta þess. Samt átti hann að vera sæll eins og sá, sem nýtur lífsins af öllum lífs og sálar kröft- um. Munkdómur Búddhatrúairinhar er þróaður upp úr þessum jarð- vegl. Hugmyndirnar um líf sanjasans leiddu bæði til vits og vitleysu. Svo er enn í dag. Þeir eru fleiri, sem þykjast, en þeir, sem eru. Margir láta sér nægja hið ytra form, alveg eins og sumir hafa bara skegg, en eru ekki skáld. Það gerist enn, að menn yfir- gofa allt og taka að feta hina hár- mjóu götu andlegrar þjálfunar —, götu, sem í rauninni liggur inn á algerlega óþekkt land. Fyrir hefur nýlega komið, að harðsvíraðir kaupsýslumenn hyrfu skyndilega, þótt allt léki í lyndi, og síðan spurzt til þeirra norður í Himalaja, þar sem þeir búa í fjallakyrrðinni, sáttir við guð og menn og þó fyrst og fremst sjálfa sig, því að það er jafnvel betra að eiga í útistöðum við guð og menn, heldur en vera í ósátt við sjálfan sig. Ég hef töluvert spurzt fyrir um það, hvar unnt sé að finna raun- verulega yoga og sanjasa, sem það nafn eiga skilið. Það virðist lítill vandi að finna menn, sem kallaðir eru eða láta kalla sig þeim nöfn- um. Ég bar þetta í tal við margfróð- an vin minn fyrir nokkru. — Eru ekki yogar upp í Hima- laja, raunverulegir yogar? — Jú, svaraði hann dræmt. Þar eða annars staðar. — Get ég ekki farið að finna þá? Og svo nefndi ég nokkra ’fræga staði og líka nöfn vest- rænna manna, sem þar höfðu setzt að. — Ég ber ekki á móti því, að þar séu raunvorulegir yogar, en flestir yogar, sem yoga nafni eru kallaðir. eru atvinnu yogar. — Atvinnu yogar? át ég upp eft ir honum. — Já, atvinnuyogar. Þeir lifa því, að vera yogar. Ekki þar fyrir, að þeir geti ekki verið raunveru- legir yogar. Hann þagði um stund, en hélít svo áfram. — Þú getur aldrei leitað uppl raunverulegan yoga. En l»nn get— ur leitað þig uppi. Sannur yog% býr ef til vill í næsta húsi við þig, fer með sama strætisvagni, talax- við þig á hverjum degi. Sannii' yogar eru alltaf yogar á laun, þekkjast ekki úr fjöldanum, leyn- ast ef til vill með þvi að þykjast. vera atvinnuyogar. Slíkir menn eru ekki á hverju strái, sennilega eins auðvelt að finna þá á Vestur- löndum. Indland er að færast ini> á þann kafla sögu sinnar, er tæknil framfarir og þjóðfélagsmál hrifa I hugi manna, en áhugi á andlegumv I vísindum er dvínandi. Þið eruð að> | vakna betur og betur. Vonandi, að þið takið við forustum.i. Þetta voru orð hans. Eins og fram kemur hjá honum, er það á misskilningi byggt aðíf binha yoga of sterklega við Ins*- land og Tíbet og önnur lönd aust- ræn. Sú andlega viðleitni, sem þvf nafni er nefnd, tilheyrir í raun- inni engum sérstökum truarbrögðS' um. Sumir kaþólskir menn eruk farnir að tala um kristið yoga, og; þeir eru ekki gengnir aí' trúnni. Orðið yoga er aðein.s al- þjóða orð yfir það, sem alltaf hefiT ur verið til í einhverri mynd á. öllum tímum í flestum löndumt ræktun hins innra lífs. : Á bak við lífshætti sanjasanss og þjálfun yogans liggur sú skoCC un, að handan við úiftit og yfir— borð dyljist dýpri veruleiki, mögu— leiki til reynslu af annarri og víð— tækrí tegund, annað (ef til viiit æðra) vitundarstig. Venjulegt líf manna er glínfau við fyrirbæri í heimi skynjananna. Viðfangsefni hinnar andlegu við- leitni er innri hlið mannlífsins: tilfinningar, hugsanir, vilji mann;» og vera. Er ekki hvort tveggja jaL> merkilegt? (Framhald á 11. síðu). ALÞYÐUBLAÐIÐ — 12 -epríl 1964 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.