Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 14
í i: Hún dótturdóttir mín er Mslcalega forvitin og les gjarnan einkabréfin mín, hvar sem ég fel þau, þar tii mér liugkvæmdist það’ snjall ræði að fela þau í námsbók unum hennar . . . Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 20, 30 verffur 20. sýningin á gaman leiknum SUNNUDAGUR í NEW YORK, sem Leikfélag Reykjavík ur frumsýndi í janúar s. 1. Lcik stjóri var Helgi Skúlason og aöal leikendur Guffrún Ásmundsdóttir, Erlingur Gíslason, Brynjólfur Jó liannesson, Gísli Halldórsson og Margrét Ólafsdóttir. Myndin er ekki frá Japan; held ur úr leikritinu og sýnir þau IMar gréti Ólafsdóttur og Brynjólf Jó- hannesson í hlutverkum. Krústjov... (Framhald af 1. síðu). Kínverjunum, en skyldi dyrnar eftir nægilega opnar til þess að sættir væru hugsanlegar síðar. Ungverski foirsætisráðherrann varaði jafnframt gagnbyltingar- menn og endurskoðunarsinna inn anlands, sem hann taldi ábyrga fyrir uppreisninni 1956, við að telja, að þeir geti hagnazt af deilu Rússa og Kínverja með því að rjúfa eininguna í ungversku kommúnistahreyfingunni. Bæði Krústjov og Kadar héldu því fram, að viðræður þeirra hefðu sýnt, að þeir væru alveg á sama máli. Sameiginleg yfirlýs- ing um viðræðurnar verður senni lega gefin ut þegar Krústjov kem ur til Moskvu á morgun. Frá Pcking berast þær fréttir, að Kínversk blöð hafi í dag gert harða hríð að Rússum vegna til- rauna þeirra til að kljúfa alþjóða stúdentasamband kommúnista á fundi í Búdapest í febrúar. Kínverjar þegja hins vegar enn um árásir Krústjovs á Peking- stjórnina í Ungverjalandsheim- sókninni. Kínversk blöð hafa al- veg þaðað um heimsóknina að j öðru leyti en því, að þau skýrðu i frá komu hans. — o— Stúdentar! 10 ára stúdentar M. R. halda i fund í íþöku, fimmtudaginn 16. I apríl kl. 17.00. , Sunnudagur 12. apríl 8.30 Létt morgunlög. fe.00 Fréttir og útdráttur úr forustugreinum dag- blaðanna. 9-15 Morgunhugleiðing um músik. 9.35 Morguntónleikar. ll.OO Messa í Fossvogskirkju. Prestur; Séra Felix Ólafsson. Organleikari: Gústaf Jóhannesson. 13.15 „Ummyndanir" eftir Óvíd; þriðji og fjórði þáttur: Níóba og Bakkus. Kristján Árnason flytur þýðingu sina, og William Webster leikur á óbó tónlist eftir Benjamin Britten. 14.00 Miðdegistónleikar 15.30 Kaffitíminn. 16.20 Veðurfregnir. — Endurtekið leikrit: „Hinn ómótstæðilegi Leópold“ eftir Jean Carment, í þýðingu Helga J. Halldórssonar og undir leikstjórn Baldvin Halldórssonar (Áður útv. fyrir fjórum árum). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 18.30 „Halló þarna! Bíllinn ekki bíður“: Gömlu lögin sungin og leikin. 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Pas de quatre", ballettmúsik eftir Pugni. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Richard Bonynge stj. 20.15 í austurlenzkri borg: Agra. Guðni Þórðarson segir frá. 20.40 Einsöngur: Rita Streich syngur óperettulög; hljómsveit leikur undir. 21.00 Sunnudagskvöld með Svavari Gests, — Spurninga- og skemmtiþáttur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 21.10 Syngjum og dönsum: Egill Bjarnason rifjar upp íslenzk dægurlög og önnur vinsæl lög. 22.30 Danslög (valin af Heiðari Ástvaldssyni dans kennara). 23.30 Dagskrárlok. Þarft er að kunna aS þegja um það, sem miður fer, því annars áttu á hættu að allt verði tekið af þér. Þú getur misst íbúð og æru og allt þitt hafurtask, ef að þú færir að orða einhvern við húsabrask. Og tæplega má því treysta að takist í hvert eitt sinn að komast þá inn á Alþing> eins og hann Bergur minn. Kankvís. LÆKNAR Kvöld- og næturvörffur LR í dag: Kvöldvakt kl. 17.00-00.30. Nætur vakt kl. 24.00—08,00 — Á kvöld- vakt: Andrés Ásmundsson. Nætur- vakt: Jón G. Hallgrímsson. Mánudag: - Kvöldvakt: Halldór Arinbjarnar. Næturvakt: Björn L. Jónsson. Neyðarvakt L. R. kl. 13.00-a7.00, sími 11510. Læknir á mánudag; Haukur Árnason. Lyfjabúðir Nætur- og helgidagavarzla 1934: Kl. apríl til 18. apríl Reykjavíkur Apótek. EÐ R IÐ Veffurhorfur: Norffaustan kaldi og bjart, en síff- 'an austan stinningskaldi og skýjað. í gær var norffaustan átt um allt land. í Reykjavík var aust norffaustan gola og sex stiga hiti. Þeir ættu aff kalla Surtsey Bítley, enda [Ijammar hann dag og uótt . . . 14 12- apríl 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.