Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 9
legri sumarvinnu. En úr því verð- ur sízt bætt með því að kúga þá til lengri skólasetu. Framlenging skólahaldsins mundi kosta fræðslu héraðið og skattborgarana stórfé. Við eigum að leggja fast að borg- aryfirvöldunum að verja þeim fjárhæðum heldur til aukinnar unglingavinnu eða annarra hollra viðfangsefna, utan skólaveggjanna. Margar óþarfari nefndir hafa ver- ið skipaðar en sú, sem fjalla skyldi um hagkvæm ráð og færar leiðir til þess að tryggja slíkt starf. Framlenging skólahalds á sumr in yrði allavega einkamál Reykja- víkurborgar og íbúa hennar. Úti á landi mundi ekki stoða að setja slíkar reglur, ekki einu sinni í stærri bæjunum. Þar mundi eng- inn vilja heyra þær né sjá, enda yfirfljótanlega nóg atvinna til lands og sjávar víðast hvar. Foreldrar þurfa að átta sig á því í tíma, hvað hér er á ferð- inni og hugleiða gaumgæfilega, hvort það muni hollara hlutskipti börnum þeirra að hlekkja þau við skólabekkinn á sumrin, mörg sárnauðug, eða að tryggja þeim hollt og hæfilegt sumarstarf. Geri foreldrar það almennt, er ég sannfærður um, að niðurstaðan verður sú, að þessi sumarskóla- uppvakningur verður kveðinn niður, áður en honum vex svo fisk- ur um hrygg, að hann nái að gera æskulýð vorum teljandi skaða. Sú niðurstaða verður líka öll- um affarasælust. Næstur hefur orðið Magnús Gíslason, námstjóri gagnfræða- stigsins í Reykjavík: Spurningunni svara ég játandi, — en þó með þeim fyrirvara, að samtímis verði námsefnið endur- skoðað og gerðar breytingar á starfstilhögun skólanna. Það væri að mínum dómi mjög æskilegt að gera tilraun þegar í haust með að hefja kennslu í gagn fræðastigsskólunum í Reykjavík nokkru fyrr en verið hefur, t. d. um 20. september. En ég mundi vilja leggja áherzlu á, samtímis því, að hróflað yrði við hinum hefðbundnu mörkum námstímans, yrði þess freistað að breyta starfs- tilhögun í skólunum. Fyrst og fremst þurfum við að gera okkur ljóst með gaumgæfi- legri athugun á því, hvort skól- arnir miðli þeirri fræðslu og þeim persónulega þroska, sem ungt nú- tímafólk þarfnast. — Það þarf samtímis að endurskoða náms- efni barna- og gagnfræða-, menntaskóla-, og sérskólastigs í lieild, — meta og vega hverju mætti sleppa, hvað nauðsynlegt er að taka og hverju þarf að auka við. Ég hygg, að til greina geti kom- ið að flytja nokkra þætti þess námsefnis, sem nú tilheyrir gagn- fræðastigi, á barnafræðslustigið, -- þyngja t. d. 9 ára bekk barna- fræðslustigsins með lesgreina- námi, auka kennslu í náttúrufræði í barnaskólum, taka þár m. a. byrj- unarkennslu í , eðlisfræði, hef ja dönskunám sem skyldugrein í 12 ára bekkjum og hefja enskunám í 1. bekk gagnfræðastigs, kenna meira í áföngum í gangfræðaskól- unum en nú er gert og í stuttum, vel skipulögðum námskeiðum m. a. greinar eins og starfsfræðslu, heilsufræði, þ. á m. um nautnalyf, skrift, teiknun o. fl. Þá er einnig æskilegt að lengja daglega dvöl nemendanna í skól- unum, lengja starfsdaginn, en minnka að sama skapi heimavinnu nemenda. Nú er t. d. venja, að nemendur hafi langar lexíur til heimanáms yfir helgar. Það þýðir að samvizkusamir nemendur fá engan hvíldardag. Þessu þarf að breyta. Ekki er ólíklegt, að lenging hins árlega starfstíma skólanna, leng- ing starfsdagsins í skólanum og þar með breytt starfstilhögun, á- samt tilfærslum námsefnis milli RAGNAR JÓHANNESSON: — Fáránleg hugmynd. MAGNÚS GÍSLASON: — .Emlurskoóa ber námsefnið. skólastiganna, gætu gert að verk- um, að þeir nemendur, sem velja menntaskólaleið, mundu geta num ið námsefnið á skemmri tíma, þannig, að þeir yrðu stúdentar ári fyrr eða á sama aldursári og stúd- entar meðal frændþjóðanna. Mikilvægast í sambandi við breytta starfstilhögun er, að mín- um dómi, breytt aðferð á mati námsárangurs, breyting á fyrir- komul'agi prófa. Það próffyrir- komulag, sem við búum við, þarf að hverfa. Það er bæði tímafrekt og úrelt, tíðkast hvergi annars staðar í þessu formi. Það er í eðli sínu neikvætt og vægast sagt vafa samt að nota slík keppnispróf sem eins konar kennsluaðferð í barna- og unglingaskólum. Við lokapróf skólaskyldunnar og í framhalds- skólum getur verið öðru máli að gegna. Þann tíma, sem fer í slík próf, ætti að nota til lífræns náms- starfs. í stað prófa með lokaprófs sniði ætti að koma sem jákvæðast mat kenarans á námsstarfi nem- andans, byggt á skriflegum próf- um dreifðum yfir allangt náms- tímabil og kynnum kennarans af nemandanum. Að minni hyggju ætti að stefna að því sem fyrst, að hefja kennslu í skólum gagnfræða- menntaskóla- og sérskólastigs t. d. 15. septeni- ber. Skipta síðan námstímanum í þrjú aðaltímabil: 1. frá skólabyrjun til jólaleyfis 2) frá ársbyrjun til páskaleyfis, 3. frá lokum páskaleyfis til maí- loka. Reynt yrði að koma hinni nýju skipan á í áföngum, þannig, að í fyrsta áfanga yrði sú breyting frá því sem nú er, að kennsla hefjist fyrr en 1. október og að miðsvetr- arpróf yrðu felld niður í núver- andi mynd, en nemendur fengju 1. vetrareinkunn áður en þeir fara’ í jólaleyfi. Sú einkunn væri ekki byggð á neinu „lokaprófi” fyrir jól heldur á skyndiprófum og mati kennarans eins og fyrr segir. — Nemendum yrði síðan gefið þriggja daga leyfi til hvíldar við föstuinngang, þannig, að auk ösku dags verði bæði bolludagur og sprengidagur frídagar, en 1—2 þessara daga notaðir til fræðslu- funda fyrir kennara. Fyrir páska- leyfið fengju nemendur síðan 2. vetrareinkunn, sem fundin væri á hliðstæðan hátt og 1. vetrareink- unn, og kæmu þessar tvær einkunn ir í stað miðsvetrarprófseinkunnar þeirrar, sem nú er gefin. Þetta yrðu helztu breytingar í fyrsta á- fanga. í öðrum áfanga yrði í megin atr iðum byggt á þeirri reynslu, sem fengizt hefur í fyrsta áranga, en þá haldið áfram kennslu a. m. k. fram í miðjan maí í skyldustigs- skólum, afnumið lokapróf fyrsta bekkjar gagnfræðastigs í því formi, sem það er, í öðrum grein- um en íslenzku, reikningi og er- lendum málum, en gefin 3. vetrar- einkunn fyrir námstímabilið frá lokum páskaleyfis til síðasta kennsludags. í þeim áfanga yrði einnig reynd breytt skipan á loka- prófi skyldustigsins, ekki sízt með tilliti til sérstöðu seinfærustu nem endanna. Einnig yrði reynd ný skipan á prófum milli bekkja í framhaldsskólum. — Að lokum yrði svo nýtt fyrirkomulag prófa, er gilda ætti sem framtíðarskipan, byggt á fenginni reynslu og reynt í 1-2 ár, áður en það væri endur- skoðað, og væri það þriðji og síð- asti áfangi í þessari þróun. Vel gæti hugsazt, að skynsam- legt væri að reyna þessa skipan í (Framhald á 10. slSu). •V *» X Ut.z Svissnesku úrin BWC eru vönduð og fögur fermingargjöf. Silfurbúðin Laugavegi 13. — Sími 11066. Til fermingargjafa Margar gerðir af SVEFNPOKUM BAKPOKUM TJÖLDUM og öðrum útilegubúnaði. Kaupið útilegubúnaðinn hjá þeim sem reynslu hafa í notkun hans. Góð bílastæði. — Lítið í gluggana. Skátabúðin Snorrabraut 58, Reyíkjavik. — Sími 12045. Auglýsingasíminn er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12 -.apríl 1964 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.