Alþýðublaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 2
ítltstjórar: GyUl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Fréttastjóri: Arni Gunnarsson.’ — Ritstjómarfulltrúi: Elður Guönason. — Símar: 14900-14903. — Augiýsingasími: 14906. — AÖsetur: AlþíSuhúsiS vl3 iJyerflsgötu, Reykjavík Hientsmiðja Alþýðubiaösins. — Áskriftargjald Rr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintákið. — Útgefandi: Alþýóuflokkuiinn. Hvaö er vísitalan? ÞEG AR rætt er um efnahagsmál, hættir mönn- ■am til að telja vísJtölu framfærslukostnaðar full- (kominn og óskeikulan mælikvarða á breytingar á verðlagi í ‘landinu. Virðist engum koma til hugar að spyrja: Hivað er þessi vísitala og hvemig er hún ifengin? Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra ræddi þetta mál á fundi Alþýðuflokksfélagsins í fyrra- kvöld. Hann benti með réttu á, að vísitalan væri mjög óraunhæfur mælikvarði, sérstaklega þegar litið er yfir langan tíma. Taldi hann nauðsynlegt að láta fram fara reglulega endurskoðim á neyzlu- venjum þjóðarmnar og breyta vísitölunni til sam ræmis við niðurstöður slíkra rannsókna, svo að hún gefi nokkum veginn rétta hugmynd um, hvaða áíirif verðlag einstakra vörutegunda eða þjónustu hefur á lífskjör meðalfjölskyldunnar. Núverandi vísitála er byggð á rannsóknum, sem gerðar voru 1953 og 1954. Voru 300 fjölskyld- ur beðnar <að haldia nákvsema búreikninga, en að- eins 80 gerðu það. Á þessum veJka grundvelli er vísitalan byggð. Öllum er ljóst, að neyzluvenjur þjóðarinnar hafa breytzt verulega á síðasta ára* tug, og er því nauðsynlegt að endurskoða vísitöl- una, eins og Gylfi Þ. Gíslason leggur til. Nefna má ýmis dæmi. Samkvæmt vísitölunni <er reiknað með því, að íslenzkar fjölskyldur verji 24,9 % af beildartekjuim sínum til kaupa á kjöti', fiski, mjólkurvörum og eggjum. í brauð eiga að tfara 3%, í nýja og þurrkaða ávexti 2,9%, í húsa- leigu 17,2%, í heimilisbúnað 2%, tóbak og áfengi 4,7%, í skemmtanir 2% og svo framvegis. Allt er þetta sundurgreint, og þarf ekki að efast um, að þessar tölur hafa 'breytzt verulega síðasta áratug. Stjómmálamönnum og flokkum hættir tifl. að misnota tölur, velja þær, sem þeim henta bezt hverju sinni og draga rangar ályktanir af öðrum. Heyra má þessa daga á Aiþingi, að stjórnin segir skattafrumvörpin þýða lækkun skatta, en stjórn- arandstaðan að þau þýði hækkun skatta. Hverjum á f ólk að trúa? Hvers vegna eru slíkar talnakúnstir hafðar í frammi? Vísitalan er ein þeirra talna, sem alltof mikið hefur verið byggt á, og þó veit fólk aldrei, hvort verið er að tala um vísitöluna al-Ia eða aðeins hluta hénnar, til dæmis vísitöíu vöru og þjónustu. Nauðsynlegt er að taka öllum tölum með varúð nú á dögum og gera sér Ijóst, hvemig þær eru fengnar og hvað þær raunverulega þýða. Skólaþroski... (Framliald al 1. síðu). þar að auki þann kost, aö börnin kynnast skólanum og kennurum, áður en þau hefja formlega skóla- göngu sína. Þetta kom fram á fundi, sem Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, og Jónas Pálsson, sálfræðingur, og skólastjórar og yfirkennarar barnaskólanna áttu með frétta- mönnum í dag. Það mun nú vera orðið alllangt síðan byrjað var að gera skóla- próf á börnum, en það hefur ekki verið kerfisbundið nema tvö sl. ár, er vorskóli var hafður í Hlíða- skóla með skólaþroskaprófi á eftir. Þykir þetta hafa reynzt svo vel, að ákveðið hefur verið að gera slíka þroskaathugun í velflestum skól- unum í vor. Til þessa hefur eingöngu verið raðað í bekki í barnaskólum eftir lestrarkunnáttu barnsins, en vegna þess hve þroski barna er misjafn, og hin ytri skilyrði, er áhrif hafa á hann, margvísleg, þyk- ir ekki rétt að binda skólaaðstöðu barnsins um of við kunnáttuatriði við upþhaf skólagöngunnar. Þegar af heirri ástæðu, að raunverulegur aldursmunur á börnum, sem hef ja skólagöngu saman, getur verið allt að heilu ári, er broski þeirra misiafn, þó að greind sé svipuð. Þá her þess og að geta, að þroski telnna er miklum mun hraðari en drengja og munar miklu á því um 6—7 ára aldur. Á það er lögð sérstök áherzla á fyrrgreindum fundi, að tilgang- urinn með skólaþroskaprófinu væri eingöngu að reyna að finna þau hörn í byriun, sem vegna þroskaskorts kynnu að eiga í erf- iðjeikum í námi til að byrja með og siá þeim fyrir skólavist og- kenns'u við þeirra hæfi, leikskóla eða öðru þar eð rannsóknir og reynsla undanfarinna áratuga ótvírætt sanna, að ótímabær kennsla, t. d. í lestri. sé ekki að- eins gagnslaus, heldur geti hún í sumum tilfellum verið beinlínis skaðleg geðheilsu hama og náms- áraneri síðar. Það kom einnig fram á fundin-. um. að það væri von skólavfir- valda Revkjavíkurborear, að betta gæfi orðið upphaf að því starfi að fvrirbyggja, að meira sé lagt á hörn í upphafi skólagöngu þeirra en þroski þeirra raunverulega levrir. Vona skólayfirvöidin, að vornámskeiðin og skólaþroska- könnunin leiði t.il aukinna. gagn- kvæmra upplýsinea heimilis og skóla um hagi barnanna og stuðli banníe að vaxandi samvinnu þess- ara aðila. Þá er þess einnig að geta, að pokknr hrevting verður á skóla- haldi í Reykiavík í vor. Breyting- in er í hví fólgin. að hörn í 1., og 3. bekk barnaskólanna (b. e. 7. 8 og 9 ára börn) verfia nokkuð leng- ur í skólunum. Börn'un í 9 ára bekkjum og eldri verður kennt til 1?.. mai. og taka bá við nróf í efri bekk, en börn í 7 og 8 ára hekkj- um verða í skólunum út maí. Verð- ur beim kennt eftir veniulegri stundaskrá, en vornrófin hins veg ar tekin í veniulesum kennslu- stundum. í 9 ára bekkiunum Ivk- ur kennslu, eins og fvrr seeir 12. maí. en þar verður sama tilhöeun á prófum og { 7 oe 8 ára bekkjun- um. b. e. þau verða tekin í venlu- legum kennslustundum, en kenn- arar úr 9 ára bekkjunum taka síð- an við kennslu í fyrrnefndum vor- námskeiðum. LOXENE ER FEGRANDJ HÚN ÞEKKIR LEYNDAMÁLIÐ 1 Hún veit að LOXENE Medicated Shampoo með hinni heil- brigrðu nærandi sápu tryggir lienni fagurt, heilbrigt og flösulaust hár. STRAX í DAG. Takið eftir nýju rauðu og grænu umbúðunum. Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F., Reykjavík. SAMHEPP um merki fyrir Kópavogskaupstað Bæjarstjórn Kópavogskaupstaðar hefur ákveðið að efna til samkeppni um merki fyrir kaupstaðinn. Er hér með gef- inn kostur á að senda tillögu að slíku merki. Uppdrættir skulu vera 12x18 cm að stærð, eða svo, límdir á kartoii 14x21 cm, og skulu sendast undirfituðum fyrir 1. ágúst n.k. Umslag skal einkenna með orðinu — Merki — og 5 stafa tölu. Nafn höfundar fylgi í sérstöku umslagi, vandlega lokuðu, merktu með sömu tölu. Kr. 10.000,00 verðlaun verða veitt fyrir það merki, sem kann að verða valið, og áskilur hæjarstjórn Kópavogskaup- staðar sér rétt til þess að. nota það merki að vild sinni áa frekari greiðslu fyrir notkun þess. Kópavogi, 28. apríl 1964. Bæjarstjórinn. Húsnæði Húsnæði óskast fyrir skrifstofur og verkstæði. Þarf að vera á götuhæð, að minnsta kosti að einhverju leyti. Stærð ca. 300 fermetrar. Löggildingastofan, Skipholti 17. — Simi 1-24-22. £ 30. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.