Alþýðublaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 7
Tanganyika og Zanzibar hafa * sameinast í eitt lýS- veldi. I>ótt mikil leynd hafi hvílt yfir viðræðunum, sem leiddu til stofnunar sambandslýðveldis- ins, og þótt fréttir af þessum at- burði séu af skornum skammti virðist Nyerere, forseti Tangany- ika, hafa unnið hér mikinn sigur. Hið nýja sambandslýðveldi verður stjórnað samkvæmt lögum Tanganyika unz nýjar þingkosn- íngar hafa farið fram. Nyerere er þjóðhöfðingi, Karume, fyrrver- andi forseti Zanzibar, er fyrsti varaforseti og hinn ungi stjóm- málamaður, Kawawa frá Tangany- ika, ex annar varaforseti. Þessi óvænta stofnun hins nýja ríkis hefur gerzt án þess að nokkru skoti hafi verið hleypt af, og greinilega með lagalegum hætti. Byltingarráðið á Zanzibar hefur einróma viðurkennt hið nýja lýðveldi og þingið í Tangany ika, en þar eiga aðeins fulltrúar úr fiokki Nyereres sæti, stendur sjálfsagt einhuga á bak við for- seta sinn. Á eyjunum Zanzibar og Pemba er allt með kyrrum kjörum ,og er það ekki hvað sízt að þakka 300 lögreglumönnum frá Tangany- ika. Lögreglumönnum þessum hef ur verið fjölgáð síðustu daga svo að lítið hefur borið á. Upphaflega fóru foringjar byltingaTinnar á Zanzibar í januar þess á leit, að lögreglumennimir frá Tangany- ika yrðu sendir til eyjunnai’. Nú em þessar lögréglusveitir orðn- ar trygging fyrir hinu nýja sam- bandsiýðveldi. ' Weð þessari rólegu byltingu ^"hefnr Zanzibar fengið fjórða stjórnarkerfi sitt á hálfu ári. Bretar voru á kryddeyjunum þar til í desember í fyrra. Nokkrum dögum eftir að Kenya öðlaðist sjálfstæði létu Bretar stjórnina í hendur so’dáninum og Aröbum, sem unnið höfð)c meirihluta í kosningunum fyrr á árinu þótt þeir væm í minnihluta. Úrslit kosninganna stöfuðu af því hvern ig kjördæmaskiptingunni var hátt að og hvernig íbúarnir skiptust á tveim stærstu eyjunum. Soldáninn hafði ekki ríkt sem þjóðhöfðingi í meira en einn mán uð þegar mikill uggur gerði vart við sig í Austur-Afríku ög heim- inum yfirleitt vegna uppreisnar nokkur hundruð manna undir for ystu metnaðargjarns og málgefíns foringja, John Okello ,marskálks‘. Okello er elginlega frá Uganda, en hann hafði verið' búsettur á Zanzibar síðan 1957. Árið 1961 var hann sendur til Kúbu, og þar hlaut hann menntun til að gegna mikilvægu embætti í lög- reglunni á Zanzibar. Hann notaði tímann vel og þakkaði „námsstyrk inn“ með því að steypa soldánin- um af stóli, handtaka Arabana, reka burtu bandaríska og brezka diplómata og undirbúa jarðveginn fyrir stjórnmálamenn, sem hlynnt ir voru málstað kommúnistafor- ingja í Peking og Moskvu. Nú er Okello kominn aftúr til Uganda. „Hinn sterki maður“ byltingar- innar var Sheik Abdul Rahman Babu. Hann varð utanríkisráð- herra byltirigarstjórnarinnar, sem lýsti þegar yfir stofnun alþýðu- lýðveldis á Zanzibar. Kínverjar, sem áður höfðu rekið mikinn á- róður á eyjunum, komu þegar á vettvang og ekki leið á löngu þar til þeir höfðu komið á fót sendi- ráði með 30 manna starfsliði í litla eyríkinu, sem byggt er rúm- lega 300 þúsund manna. Rús'sar hreiðruðu éinnig um sig, og Austur-Þjóðverjar hófu byggingu ú varpsstöðvar, sem átti að reka áróður um alla Austur-Af ríku. Yfirleitt stefndu kommúnist ar að því að búa rammlega um sig á Zanzibar og gera hana að „Kúbu Afríku“. Athyglisvert er, að sama kvöldið og kuhngert var að Zanzibar- og Tanganyíka ættu að sameinast var útvarpsstöðin á Zanzibar „upptekin", þar eð kín- verski sendiherrann var að halda langa ræðu. Uvað býr að baki byltingu Ny- ’* ereres? Enn sem komið er verður að byggja á líkum, en þó virðíst málið liggja ljóst fyrir. Vert er að minna á, að Tanganyika viðurkenndi bylting arstjórnina á Zanzibar eftir bylt- inguna í janúar síðast hinna þriggja ríkja Ausiur-Afríku. Senni lega var ástæðan sú, að útlend- ingur, Okello frá Uganda, hafði völdin á eyjunum í sínum höndum. Uppreisnir hermannanna í Tanganyika voru gerðar nokkrum dögum eftir byltinguna á Zanzi- bar. Þótt ekkert pólitískt sam- band virðist vera á milli þessara tveggja a.burða, er samt um sam- band að ræða. Soldáninn, sem varð 1 að flýja frá Zanzibar, fékk ekki að stíga á land í Kenya, en Nyer- ere leyfði honum að koma við í Tanganyika. Nyerere hlýtur að hafa orðið áhyggjufullur þegar smám sam- an fór að koma í Ijós, að stjórn byltingarmanna á Zanzibar gerð- ist æ handgengari kommúnistum. Zanzibar gat orðið „brúarsporð- ur“ kommúnista, og þaðan yrði fyrst veitzt gegn Tanganyika. Zan zibar-eyjarnar eru rétt undan strönd Tanganyika og eru tilval- inn stökkpallur til hvers konar starfsemi á meginlandinu. Til þess að bjarga eigin stjóm og af öryggisástæðum var Nyer- ere nauðsynlegt að gera Zanzibar áhrifalaust eins fljótt og unnt var. Hann lét til skarar skríða þegar Babu dva'dist erlendis. Hins veg- ar getur byltingaiTáðið ekki hafa verið ófúst, þar eð ekki var hleypt af einu skoti. Kannski höfðu meðlimir þess fengið nóg af Kínvcrjunum. Rúss- unum og Austur-Þjóðverjunum. Með hinu nýja sambandslýðveldi komast þeir aftur inn í afrískt samfélag, þar sem. það kjörorð er haft að leiðarijósi að vera óháður valda blijkkum. Kótt þessi rólega bylting hafi komið á óvart vissu aðrir afr ískir stjórnmálamenn senni- Abdul Rahman. lega um hana fyrirfram. Níu manna ráð Einingarsamtaka Afr- íkjuríkjanna hefur aðalbækistöðv- ar sínar í höfuðborg Tanganyika, Dar-es-Salaam. Það er enn í minn um liaft hve Nyerere var fljótur að kalla ráðherra annarra Afríkju ríkja til fundar þegar hann hafði neyðizt til að biðja um aðstoð brezkra hersveita gegn eigin her- mönnum, sem gerðu uppreisn í janúar-febrúar sl. Mikið má vera ef stofnun hins nýja sambandsríkis var ekki rædd í níu manna ráðinu, eða að því hafi borizt fregnir af hehni. Það verður áreiðanlega engum vand- kvæðum bundið að afla stuðnings við hið nýja sambandsríki. Afríku ríkin eru áreiðanlega sammála um, að umfram allt beri að fylgja hlutleysisstefnu og útiloka „ný- lendustefnu í nýrri mynd“. (Ar- beiderbladet). AFENGISSALAN JÓKST UM 19% Reykjavlk, 25. apríl — HP. FYRSTU þrjá mánuði þessa árs hefur áfcngissalan hér á landít verið um 19% meiri en hún var á sama ársfjórðungi 1963, þrátfi fyrir talsverðar verðhækkanir, sem urðu á áfengi um mitt sum- ar í fyrra. Heildarsalan fytKtu þrjá mánuði ársins 1964 er n» 10.401.146.00 kr. meiri en á sama tíma í fyrra, og er þá miðað viði söiu ÁTVR í Reykjavík, á Akur-- eyri, ísafirði, Siglufirði og' Seyff- isfirði. í fyrra nam heildarsalan á þessum stöffum öllum. fyrstu þrjá mánuffi ársins kr. 54.191.427.. 00 kr., en í ár var hún 64.592. 573.00 kr. Heildarsalan 1. janúar til 31. marz 1964 hefur verið sem hér* segir (samsvarandi tala frá því í fyrra í sviga). Selt í og frá Reykja vík fyrir kr. 54.826.081.00 (45.317. 619.00), Akureyri 5.512.681.00 (5. 018.672.00), ísafirði 1.878.524.00 (1.719.239.00), Siglufiröi 951.741. 00 (1.015.702.00), Seyðisfirði 1.419. 546.00 (1.080.195.00). Upplýsingar þessar eru teknai' úr fréttatilkynningu frá Áfengis- varnaráði. ★ STOKKHÓLMI: Hinn 38 ára gamli alþjóðlegi ævintýramaður (af þýzkum uppruna) er lýst var eftlr síðastliðinn föstudag vegna mikils bankaráns þar í borg þá var í dag handtekinn á landamær- um Vestur-Þýzkalands og Austur- ríkis af bæernsku lögreglunni. — Stal hann í einu útibúi í Gauta- borg 125 þús sænskum krónum. STÚDENTABLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT Reykjavík, 27. apríl - KG ÚT er komiff annað tölublaöT Stúdentablaffsins á þessu ári eu þaff er Stúdcntaráð Háskóla ís- lands, sem gefur blaffið út. Rit~ stjóri og ábyrgðarmaffur blaðsina er Björn Teitsson, stud. mag. Af efni blaðsins má nefna vifftal viff dr. Leif Ásgeirsson, prófessor uni háskólanám. Fagraskógarskáldiff grein um Davíð Stefánsson eftir Steingrím J. Þorsteinsson prófess- or, greinar um málefni deildarfé- laganna og fréttir af félagsstarf* stúdenta. / .SIMIIIIIIII'Mlllllllllllllim miiiiiiaiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiti»u<iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii||||l|n||M|l|l|ll|l|l|ll|ll||ll|||lll|||lll||||im|||||||||lllllllf|l ll■■lllllll■tllllll■llIll■llllll■llll•llll•l■<||||■«|||||*■•lll>■ll■■l■l*&llll■**||*|*■*|*■**■■ll*lr. E ICE Hssi ÍS^ÍIé^ Hsgi Hafnarfjarðarbíó: WEEKEND. DÖnsk kvikmynd undir stjórn Palle Kierulf Smidt. ÍSLENDINGAR sem vanastir eru við skopmyndir Dirch Pass- ers og mættu telja þær hina einu sönnu dönsku kvikmynda- framleiðslu, hafa nú ástæðu til að fara í Hafnarfjarðarbíó og sannfærast um það, að Danir eru færir um að sýna listrænni vinnubrögð en höfð eru við Passer að jafnaði. „Örlagarík helgi“, sú er sýnd er í Hafnarfjarðarbíói, minnir um margt á aðra danska mynd, sem Hafnarfjarðarbíó sýndi. í fyrra, „Einvígið". Mig minnh’, að ég hafi þá talið hana athygl- isverðustu dönsku myndina, sem hér hefur komið. Ekki man ég, hvort-Kierulf Smidt var stjórnandi • þeirrar myndar, en óneitanlega bendir II 1 margt .til þess, og er -þá víst óhætt að telja hann einn hinn efnilegasta danskra leikstjóra. Reyndar er stúlka ein að skjót- ast upp á þann himin í Dan- mörku og á vafalaust eftir að gera lcarlkyninu „lífið brogað“. Hún heitir Annelise Hovmand. Hún hefur nýlega stjórnað myndinni „Seksteti“, dem vakið hefur gífurlegt umtal — og þar að auki hlotið lof kriti- kera. „Örlagarík helgi" fjallar um nokkur hjónakorn og einn utan veltubesefa, sem hittast sumar helgi og „skemmta sér“. — Skemmtanin endar með ósköp- um. enda Sláandi dæmi um samskonar skemmtanir, sem sí- fellt eru að enda með ósköp- um um heim allan. Myndin er um móral fólks eða móralleysi, en þó ef til vill fyrst og fremst um dýrið i manninum, og það hvernig við glötum taumhaldi á því, án þess að skilja það sjálf. (Framhald á 10, slðu). ðinfHi»tilliit(iiiiiiiiiiiKi|i»liliiJM(|lilllMlllllll’lllli|iiiliiliiiiillliiii|i|llliililiiiiivliliMtli 111111111111111111111111111111111111(11111111111 tiiltt(lil<Ul>iii<M>lMil,M.Mltiili.iifMii^|ii|iiiii|iilliiiiUiHiuitiiiiiliiili|iiii.iii ii iiiMtitiiiiiiti*iiilHiiiiimiiiiiiiMliiiimilM>miiiiii|i-iiiimii‘iiii'iiiiiiiiiiiiiiiii/ii>> ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. apríl 1964 7 ^MMIMIIIIIMHIIHÍIIIMMIHlMIHMIHinilllMMÍiMMIIIIIMMM'iHMil.HlMMllllMIIMlHMM'IMrtMMMiMIÍiWllMJÍIMIH'MHMrtf'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.