Alþýðublaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 4
^WMWWWtWmWWWWWWHWMMMWWWVWMWAWWWWWMMMWWMWMMWWMMWWWMWWW^WWW Reykjavík, 29. apríl - EG EFTIRFARANDX þingsályktun artillögur voru ræddar í samein uðu þingi í dag: Varnir gegn Kötluhlaupi: Guðlaugur Gíslason (S) hafði framsögu fyrir fjárhagsnefnd við framhald 1. umræðu um þingsályktunartillögu um varn- ir gegn tjóni af völdum Kötlu- hlaups. TilLagan var flutt fyrr af Ragnari Jónssyni, sem þá sat á þingi sem varamaður. Fjárhagsnefnd hefur sent til- löguna til ýmissa aðila til um- sagnar, sem mæla með sam- þykkt hennar, en það gerir nefndin einnig. Grænland: Einar Olgeirsson (K) mælti fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur þess efnis, að til Grænlands fari vináttusendi- nefnd fimm Alþingismanna, og verði þetta liður í viðleitni ís- lendinga til að koma á betra sambandi við Grænlendinga. Einar sagði, að Norðurlöndin væru ekki fimm heldur sjö, því telja ætti Grænland og Færeyj- ar með. Rakti hann síðan við- skipti Dana og Grænlendinga og þróun mála í Grænlandi um þessar mundir. Sagði hann, að við ættum að sýna þessari grannþjóð okkar hlýhug í verki. Tvöföld akbraut: Rvík - Ilafnarfjörður. Jónas Rafnar (S) liafði fram sögu við framhald 1. umræðu um þingsályktunartUlögu um tvöfalda akbraut milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Hann benti á , að mikil þörf væri á að bæta samgöngur á þessari fjölförnu leið, og legði /nefndin tU að tiUagan yrði sam þykkt með þeirri breytingu, að athugað verði um að finna nýtt vegarstæði fyrir ofan þéttbýlið í Kópavogi og í Garðahreppi. Tillagan hefur verið send vega- málastjóra til umsagnar og mæl ir hann með samþykkt hennar. Fiskiðn- skóli: Gísli Guðmundsson (F) hafði framsögu fyrir allsherjarnefnd við síðari umræðu þingsályktun artillögu Ingvars Gíslasonar (F) um stofnun Fiskiðnskóla. Nefnd in hefur sent tiUöguna ýms- um aðilum, sem málið: snertir, og mæla allir með samþykkt liennar. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt ó- breytt. Flutningsmaður tiUög- unnar kvaddi sér hljóðs og þakkaði nefndinni skjóta af- greiðslu málsins og ræddi síðan um þörf okkar íslendinga fyrir sUkan skóla, sem hann sagði mjög aðkallandi að stofna hið fyrsta. Unglingafræðsla utan kaupstaða: Gísli Guðmundsson (F) hafði framsögu fyrir aUsherjarnefnd við framhald fyrstu umræðu um þingsályktunartiUögu, sem ger- ir ráð fyrir að reglur um ung- lingafræðslu utan kaupstaða verði endurskoðaðar. Nefndin leggur til að tUlagan verði sam- þykkt óbreytt. Tillagan var send fræðslumálastjóra til um- sagnar og mælir hann með sam þykkt hennar. Meðferð dómsmála: Ólafur Jóhannesson (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu, sém liann flytur ásamt fleirum um, að dómsmálaráðherra rann- saki hverjar ráðstafanir megi gera til að liraða gangi dóms- mála. Ta’di Ólafur slæmt á- stand ríkja í þessum efnum og væri úrbóta brýn þörf. Tekjjustofnar Sveitarfélaga: Jón Skaftason (F) mælti fyr- ir þingsályktunartillögu,. sem hann flytur og gerir ráð fyrir, að 7 manna nefnd endurskoði lögin um tekjustofna sveitarfé- laga og reyni að finna tekju- liði, sem komið gætu í stað út- svaranna. Tunnuverksmið j a á Skagaströnd: Björn Pálsson (F) mælti fyr- ir þingsályktunartillögu, sem hann flytur um að komið yrði á fót tunnuverksmiðju á Skaga- strönd. Björn sagðr að þarna rikti mjög slæmt atvinnuá- stand, og mundi tunnuverk- smiðja bæta verulega úr. Að- staða væri þarna mjög hag- kvæm fyrir slíka verksmiðju þar sem liúsnæði væri að mestu þegar fyrir hendi. Verksmiðja, sem mundi geta veitt 20—40 mönnum atvinnu taldi Björn, að mundi kosta 2-3 milljónir. Ragnar Arnalds (K). sagði ræðu Björns vera soðna upp úr greinargerð með tillögu, sem Gunnar Jóhannsson (K) hefði flutt um þetta efni í fyrra. Auk þess kvaðst Ragnar hafa beðið Björn um að flytja slíka tillögu með sér en hann ekki viljað, og talið Skagstrendinga lítið hafa við tunnuverksmiðju að gera. Björn Pálsson (F) sagði að sér þætti heimskulegt, þegar músin væri farin að ráðast á köttinn. Hann hefði ekki þurft á neinni aðstoð að halda við samningu ræðu sinnar, og það, að hann ekki vildi flytja til- lögu með Ragnari væri ein- göngu vegna þess að hann væri frakkur og hortugur og espaði menn upp á móti sér. Það væri örugg leið til að fá tillögu fellda að fá Ragnar sem meðflutnings mann. Auk. þess kvaðst Björn telja að Ragnar hefði ekki mik- ið vit á atvinnumálum, því hann hefði eytt æfinni í að skokka um landið og tala um sprengjur og mæla gegn her í landi. Kvöldfundir: Fundir voru í báðum deild- um Alþingis í kvöld. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðismálastofnun rík- isins (aukning skyldispamaðar) var afgreitt til 3. umræðu. Birg ir Finnsson hafði framsögu fyr ir heilbrigðis og félagsmáia- nefnd neðri deildar, sem ein róma mælir með samþykkt frumvarpsins. Frumvarp til breytinga á sjúkrahúsalögum var afgreitt frá neðri deild. Frumvarp til laga um ríkis- borgararétt var afgreitt, sem lög frá Alþingi. Frumvarp til laga um Ljós- mæðraskóla íslands var af- greitt frá neðri deild, og sú deild afgreiddi einnig breyt- ingar á vegalögum. í efri deild fór fram 3. um ræða um frumvarp til breyt- inga á lögum um tollskrá. Það verður nú sent neðri deild. <WMWWW>MMIWMttMiMWWWWWWWmMiWiW,%tMWIWWWWWWWiWWmWWWWWWWWWWVWWWWW%WW%»WMWMWWWWMWWW Aukinn áróður gegn reykingum Reykjavík, 29. april - EG ÁKVEÐIÐ hcfur verið að efla | iinjög fræðslu mn skaffsemi tóbaks- ' reykinga í barna- og unglinga- ískólum ríkisins, sagffi Gylfi Þ. Gíslason, menntaniálaráðherra í Bameinuðu þingi í dag. Fræðslu- j vnynda um þetta efni verður aflað j vitanlands frá og skólayfirlæknir 1 lí^efur samiff útdrátt úr bandarísku sfeýrslunni um skaffsemi tóbaks- •rfeykinga. i Gylfi sagðist í janúar síðastliðn vm hafa ótt fund með flestum j skólastjórum framhaldsskólanna í' Reykjavík og nágrenni þar sem nm þetta efni hefði verið rætt. í i'ebrúar hefði hann svo átt fund vneð 30 nemendum úr þessum fram iialdsskólum. Hefðu þeir nemend- -vir verið kosnir í skólunum til að taka þátt í viðræðunum. Síðan iiefði þann skömmu síðar átt ann- -an fund með skólastjórum þessara .skóla pg hefðu þar farið fram mjög rýtarlegar viðræður um efnið og Viefði niðurstaðan orðið sú, að i'ræðslá um skaðsemi tóbaks yrði •efld mjög verulega, og munu skólastjórar- taka að sér að halda -vippi öflugri og skynsamlegri ífræðslu á þessu sviði. Fengnar -v’rðu fræðslumyndir að utan og jskólayfirlæknir hefur samið út- drátt úr bandarísku skýrslunni um jskaðsemi tóbaksnautnar. -f Gylfi sagði að lokum, að hér væri við míkíð vandamál að etja og það væri viiji.ráðuneytisins og j íræðslumálastjóra að fræðsla á | fcessum sviðum verði sem öflug-1 um, 4 30. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ust og bézt. Þessar upplýsingar gaf ráðherr- ann í umræðum um þingsályktun- artillögu frá Lúðvík Jósefssyni um ráðstafanir gegn tóbaksreyking- um. SJÖDSR CFramliald af X. siðu). að óheppilegt getur talizt. Á undanförnum árum hefur ver- ið leitað til tryggingafélaga um kaup skuldabréfa, m. a. vegna hins almenna veðlánakerfis. Hefur árangur orðið minni en til var ætl- azt og bátttaka ekki orðið alrnenn í skuldabréfakaupum þessum. Það er ætlun rílcisstjórnarinnar að afla á næstu árurn lánsfjár lijá trygg- ingafélögum tO íbúðalána, og er því með frumvarpinu lagt til, að lögfest verði ákvæði svipuð þeim, sem úm lífeyrissjóði gilda sam- kvæmt reglugerð um tekjuskatt og, eignarskatt. Miðað við núverandi lánastarfsemi tryggingafélaga rná áætla að ríkisstjórnin fengi með sambykkt frumvarpsins ráðstöfun- arrétt á sem svarar 20 millj. kr. lánsfé á ári, þar af 1/4 frá trvgg- ingasjóöum líftrygginga. Lenging lánslíma frá því, sem nú tíðk. um lán þessara aðila, gæti þó valdið nokkrum samdrætti á næstu ár- Kópavogur... (Framhald af 16. síðu). vatnsæð var tekin í notkun, en hún liggur vestur Nýbýlaveg og Kársnesbraut. Vatns.anknum er ætlað að leysa öll vandræðin, en hann verður byggður í Tveim á- föngum. Síðan minntist Hjálmar á hið síaukna umferðarvandamál bæjar félagsins. Hann sagði, að kosin hefði verið nefnd til að undirbúa samkeppni um teikningar að skipu lagi miðbæjar Kópavogs, sem verð ur á Digraneshálsi. Hann sagði, að nefndin væri nú að störfum, en helzta vandamál hennar væri að ákvarða hvort samkeppnin ætti að miðast við lausn umferðar- vandamálsins. Nefnd þessl er skipuð fimm mönnum, tveim kosnum af bæjar stjórn Kópavogs, einum frá Skipu lagsnefnd ríkisins og tveim frá Arkitektafélaginu. í nefndinni eru þessir menn: Bjarni Bragi Jóns- son, hagfræðingur, Ólafur Jens- son, formaður bæjarráðs, sem jafn framt er formaður nefndarinnar, Sigurður Jóhannsson, vegamála- stjóri Aðalsteinn Richter og Hann es Davíðsson. Hefur nefndin hald ið reglulega fundi og mun hún innan skamms ganga frá tillögum sínum. Hjálmar sagði, að hið síaukna umferðarvandamál bæjarins krefð ist skjó.ra úrræða, og kvaðst liann vænta þess að samkeppnin gæti hafizt fljótæga. Hann sagði, að Einar Pálsson, umferðarsérfræð- ingur hefði unnið úr gögnum um- ferðarkönnunar sem gerð var í Kópavogi fyrir nokkru, og lagt niðurstöðurnar fyrir nefndina. KÝPUR... (Framhald af 3. síðu). og Kýpur-Grikkir héldu kyrru fyr ir í vígjum sínum umhverfis St. Hilarion-kastala, en engar nýjar árásir voru gerðar. Vopnahlé hef ur ríkt í tvo sólarhringa í Ayios Theodoros á suðvestanverðri Kýp ur og þar er allt með ró og spekt. Yfirmaður gæzluliðs SÞ, Gyani hershöfðingi átti langan fund í dag með Makariosi forseta. Talið er að gagnrýni hershöfðingjans frá í gær á árs Kýpur-Grikkja á St. Hilarion-kastala hafi verið til um ræðu. Gyani bíður nýrra fyrir- mæla frá U Thant. Vatteraðar nælonúlpur MIKLATORGI Frá Ferðafé- iagi ísiands Ferðafélag Islands fer göngu- ferð á Keili á sunnudag. Lagt af stað kl. 9.30 frá Austurvelli. Farmiðar seldir við bílinn. NÍU SVÁFU í SURÍSEY Vestmannaeyjum, 29. apríl ES - ÁG í dag brögðuðu menn á vatni því, sem kemur upp úr nýju bor- holunni. Reyndist það vera brim- salt. Urðu þetta mikil vonbrigði, en menn eru að vona.að saltbragð- ið komi af sjó, sem dælt er niður í holuna til að kæla borinn. Hitinn í botni holunnar er 70 gráður og magnið, sem kemur upp, er einn sekúndulítri. Neyzluvatnsþörf Vestmannaeyinga er áætluð 20 sekúndulítrar. í nótt dvöldu níu útlendingar í Surtsey. Flestir þeirra eru starf- andi hér í *Vestmannaeyjum, en fyrirliöinn var 17 ára Bandaríkja- maður af Keflavíkurflugvelli. —• Mennirnir fóru út í gær með Har- aldi, og gekk landgangan vel. Fóru þeir með litlum gúmmíbát frá Haraldi. Þeir voru með tvö tjöld, annað 6 manna og hitt 3ja manna. Tjöld uðu þeir um 200 metra frá hraun- inu, og sváfu vel £ nótt. Tveir þeirra fóru í dag upp á gígbarm- inn. Mennirnir settu upp fána á ey unni þar sem skráð voru nöfn þeirra og þjóðerni. Haraldur sótti þá svo aftur í dag. Ósvald Knudsen og Ævar Jó- hannsson fóru út í Eyju í dag, og fyrirliðinn í fyrrnefndri ferð fór með þeirn. Hafði hann orðið svo hrifinn af dvölinni, að hann vildl fyrir hvern mun komast strax út aftur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.