Alþýðublaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 16
HWWWWWWVWWWWMWWWWWWWWWMWMWWWWWWWMWWWWWWWW
Margvísleg fjáröflun1
tíl íbúðabygginga
Reykjavík, 29. apríl EG.
Emil Jónsson félagsmálaráð-
herra, upplýsti á Alþingi í dag,
að næsta úthlutun úr lána-
sjóði Húsnæðismálastjórnar
yrði innan skamms, eða strax
og fyrir lægi, hve miklu fé
mundi verða hægt að ráðstafa.
Emil gerði grein fyrir liinum
ýmsu fjáröflimarleiðum til í-
búðalána. Nú lægi fyrir Alþingi
' frumvarp um -að auka skyldu-
sparnað úr 6% í 15% og mundi
sú ráðstöfun valda þvi að til
ráðstöfunar yrðu um 30 milljón
ir á ári, þá hefði verið Iagt
fram í dag frumvarp til laga
um að skylda tryggingarfélög
in til að kaupa skuldabréf Hús
næðismálastjóirnar fyrir 25%
af ráðstöfunarfé sínu. Mundu
fyrir tilstilli þeirrar ráðstöfun
ar verða til reiðu um 20 milljón
ir á ári, miðað við núverandi
ráðstöfunarfé tryggingarfélag-
anna. Atvinnuleysistrygginga-
-sjóður mundi á árinu kaupa
skuldabréf fyrir 37 milljónir
króna. Þá sagði Emil, að staðið
hefðu yfir samningar við lífeyr
issjóðina um kaup þeirra á
skuldabréfum Húsnæðismála-
stjórnar, en árangur lægi enn
ekki fyrir af þeim samninga-
umleitunum. Við framangreint
bættist svo að sjálfsögðu eigið
ráðstöfunarfé húsnæðismála-
'stjórnar. Ennfremur væru ýms
ar frekari fjáröflunarleiðir í
athugun.
Það væri lítill vandi að
benda á, að fjár væri nú þörf
á vettvangi húsnæðismála,
sagði Emil, en öllu meiri vandi
væri á að benda á raunhæfar
fjáröflunarleiðir. Reiknað væri
með að byggingaþörf okkar
væri um 1500 íbúðir á ári og
teldu sérfræðingar, að Húsnæð
ismálastjórn þyrfti að útvega
lán til helmings þeirra íbúða.
Á síðastliðnu ári hefði verið
úthlutað um 110 milljónum og
það léti mjög nærri að vera
150 þúsund krónur á 750 íbúð
ir.
Emil sagði, að ríkisstjórnin
mundi gera allt, sem í hennar
valdi stæði til að bæta það á-
stand sem nú rikir í þessum
efnum. Hann benti á, að ef líf
eyrissjóðirnir tækju á sig alla
fyrirgreiðslu meðlima sinna í
þessum efnum mundi það létta
töluvert á hinu almenna veð-
lánakerfi, og mundu þá með-
limir lifeyrissjóðanna ekki fá
úrlausn hjá húsnæðismála-
stjórn fyrr en búið væri að
sinna þeim, sem ekki ættu í
annað hús að vcnda með lán.
Næsta úthlutun lána verður
innan skamms, eða strax og
fyrir liggur hve mikið fé verð
ur til úthlutunar, sagði ráð-
herrann.
Framangreindar upplýsingar
veitti ráðherrann í svari við
fyrirspurnum frá Geir Gunn
arssyni og Ingvari Gíslasyni.
45. árg. — Fimmtudagur 30. apríl 1964 — 97. tbl.
Veizlukaffið hefst
kl. 2,30 á morgun
iWWWWWWWWWtWWW^WWWWWWWWWWWWMWWWWWWMWWMWMWWWWMWWtWW1
FYRIR FIMM árum hóf Kvenfél-
ag Alþýðuflokksins í Reykjavík þá
nýbreytni að efna til veizlukaffis
á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí
Þessi nýjung mælist mjög vel fyr
ir og er veizlukaffið nú orðinn
fastur þá tur í starfsemi félagsiHS
Félagskonur annast sjálfar allan
undirbúning og hafa jafnan á boð
stólum geysi margar gerðir af
glæsilegum kökum og tertum.
Getur hver snætt af þeim eins og
hann lystir. Alþýðublaðið vill
minna á þessa vinsælu starfsemi
Kvenfélags Alþýðuflokksins og
hvetja menn til þess að bregða sér
niður í Iðnó á morgun og kynn-
ast veizlukaffinu af eigin raun,
Húsið verður opnað kl. 2.30.
BONN, 29. apríl (NTB-Rauter).
— Jafnaðarmannaflokkur Vestur-,
Þýzkalands fór þess á leit við
stjórnina að vísa ekki á bug án
þess 'að hugsa sig um tvisvar til
lögu A-Þjóðverja um að Austur
og Vestxir-Þjóðverjar skiptist á
blöðum. t-f
MYNDIN var tekin í Listamannaskálanum í gær, en þar var þá
werið að hengja upp málverk og koma fyrir höggmyndum, sem sýnd
verða á vorsýningu Myndlistarfélagsins. Talið frá vinstrí: Finnur
Jónsson, listmálari, form. félagsins, Helga Weisshappel, formaður
«ýningarncfndar, Nína Sæmundsson, listmálari og Eggert Guðmunds
'fton, listmálari. — Mynd: K. G.
Reytojavík, 29. apríl — HP
ÞRIÐ JA vorsýning Myndlistar-
lélagsins verður opnuð í Lista-
enannaskálanum kl. 5 siðd. föstu-
daginn Jt. maí n.k. og verður hún
■eíðan opin frá kl. 13—22 daglega
6 hálfan mánuð. Á sýningunni
verða olíiunálverk, vatnslita- og
jpastelinyndir, höggmyndir og
4eikningar, — alls 70 verk eftir 26
myndlis'armenn. Form. Mennta-
málaráðs, Helgi Sæmundsson, mim
opna sýninguna.
23 þeirra, sem verk eiga á sýnr
ingunni, eru félagar í Myndlistarr
félaginu, en auk þeirra sýna mál7
ararnir Jóhannes Kjarval, Jójj
Engilberts og Kári Eiríksson. Á,
þessari vorsýningu félagsins verða
(Framhald á 15. síðn).
Miklar skólabyggingar
í Kópavogi f sumar
Reykjavík, 29. apríl, ÁG
MIKLAR framkvæmdir verða við
skólabyggingar í Kópavogi í sum
ar. Lokið verður við Digranes-
skóla og þriðja áfanga Kársnes-
skóla. Einnig er ætlunin að byggja
smíðahús við Képavogsskóla. Þá
hefur verið boðin út bygging vatns
geymis, og er unnið að því, að
semja við væntanlega verktaka.
Blaðið ræddi i dag við H.iálmar
Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi.
Hann sagði, að ætlunin væri að
hefja byggingu Digranesskóla í
sumar, og ljúka við hann. í honum
verða sex kennslustofur. Þá á að
ljúka við þriðja áfanga Kársnes-
skóla, og verða þar sjö toennslu-
stofur, Hjálmar gat þess, ;að skort
ur væri mikill á vinnuafli, og gæti
| það haft einliver áhrif á 'þcssar
1 fyrirætlanir.
Þá sagði hann, að nú hefði ver-
ið boðin út bygging vatnsgeymis
sem mun standa við Digranesveg.
Er nú verið að semja við verktak-
ana. Hann sagði, að nokkuð hefði
borið á vatnsleysi í bænum en það
hefði lagazt nokkuð eftir að ný
(Framhald á 4. síSu).
Sýnir blaðateikningar
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir í Mokka nýstárleg mynd
listarsýning. Ragnar Lár, blaða
maður og teiknari Alþýðublaðs
ins, sýnir 34 blaðateikningar,
og hafa flestar þeirra birzt hér
í Alþýðublaðinu. Er þetta
fyrsta sýning sinnar tegundar
liér á landi.
Sýningu þessa nefndir Ragn
ar „Úr rissblokkinni" og eru
þetta mest myndir af flóki.
Þarna skjóta upp kollinum
ýmsir góðborgarar, eins og t.
d. Albert Guðmundsson, Jakob
Hafstein og fleiri. Þarna eru
myndir úr leikritum, sem sýnd
hafa verið í leikliúsum höfuð-
staðarins í vetur, svipmyndir
af götulífi bæjarins og sitthvað
fleira.
Allar myndirnar eru til sölu
og verða til sýnis á Mokka
næstu daga.
WWMWWWiWWWWtWWWWWWWWMWWWW WWWW4WWWWWWMWWWWWWWWWWWWV