Alþýðublaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 5
C. G. Bojltliius, aðalritstjóri.
í pilsastríi
Um þessar mundir eru eink-
um tvö mál efst á baugi í sænsk
um blöðum og þá auðvitað um
leið aða.umræðuefni manna á
meðal.
Að sjálfsögðu eru njósnamál
Wennerströms sífellt í sviðs-
ljós.nu, enda þótt rétiarhöld-
in fari fram fyrir luktum dyr-
um vegna þeirra mörgu og
stóru hernaðarleyndarmála
Svía, sem óhjákvæmilega koma
við þessa sögu, þó að sumir
vilji halda því fram, að Wenn-
erström karlinn hafi lagt þau
spil svo rækilega á borðið fyrir
Rússa og e. t. v. fleiri þjóðir,
að Svíar eigi alls engin hern-
aðarleyndarmál lengur og þar
af leiðandi sé alít þetta pukur
með málið nánast hlægilegt.
Það er sem sagt mikið skrafað
og skrifað um þetta stærsta
njósnamál í síðari tíma sögu
Svíþjóðar og verður það áreið-
Sven Danell, biskup.
anlega heil veraldarsaga í
mörgum bindum, þegar ýfir
lýkur.
En svo gerðist það nýlega,
að ritstjóri sænska kirkjublaðs
ins ,Vár kyrka, Earl Gustaf
Boethius, skrifaði grein í blað
ið um „frjálsar ástir“ fyrir
hjónabandið, þar sem hann
ræðir á raunsæjan og hrein-
skilinn hátt þá gömlu og nýju
kröfu kirjunnar, að brúðurin
skuli vera „hrein og óflekkuð",
þegar hún stigur í brúðkaups-
sængina.
Ritstjórinn kemst að þeirri
niðurstöðu, að þessi dyggð sé
nú óðum.að syngja sitt síðasta
lag í nútíma þjóðfélagi Svíþjóð
ar, og þar fái enginn rönd við
reist, — jafnvel kirkjan verði
að sætta sig við ástandið og laga
pig eftir þ|óðfélagshá(tunum
í þessu sem öðru í stað þess að
daga uppi með boð sín og bönn,
sem hún veit að ekki eru hald-
in.
Það er ekki svo að skilja, að
ritstjórinn mæli með „frjáls-
um ástum“ áður en í hjóna-
sængina er komið. Hann segir
hins vegar, að ekki þýði leng-
ur að Standa bíspertur bak við
dauðan bókstaf með ímyndað-
an refsivönd á lofti, heldur
beri að lfta með skilningi og
réttsýni á málið, og muni það
reynast siðferðinu betri stoð
og stytta en ofstækisfull bók-
stafstrú kirkjunnar manna.
Eins og vænta mátti vakti
grein þessi ósvikna athygli,
eins og til hennar var stofnað
og varð af mikið fjaðrafok í
röðum biskupa og k'erka, sem
af skiljanlegum ástæðum töldu
sig ekki geta staðið þegjandi
hjá, enda þótt margir hefðu
kosið að þurfa ekki að taka
hreina og ótvíræða afstöðu í
málinu' opinberlega.
Það var einkum stór hópur
presta í biskupsstifti einu, er
telur 300 presta, sem riðu á
vaðið og kröfðust þess af bisk
upi sínum, Sven Danell, að
kirkjan léti ekki málið fram
hjá sér fara án þess að lýsa
yfir óumbreytanlegri hoilustu
sinnl við hinar fornu grund-
vallardyggðir. Og nú hafa rit-
s.jórinn og biskupinn leitt sam
an hesfa sína í sænska sjónvarp
inu og þóttu báðir standa sig
vel, hvor á sína vísu, þó að því
verði ekki neitað, að ritstjór-
inn hafði mýkri jörð undir fót-
um eins og lífsskoðunum al-
mennings er háttað í Svíþjóð.
Hann bená m. a. á þau vanda
mál, sem væru samfara löngu
skólanámi.
Biskupinn: — Skólafólkið á
bara að gifta sig, þótt það hafi
ekki aðstöðu til að stofna heim
ili, fyrr en námi lýkur.
Ristjórinn: — Ungt fólk get-
ur ekki hugsað sér að giftast,
án þess að eignast sitt eigið
heimili um leið, en í Svíþjóð
er næstum ókleift fyrir ung og
barnlaus hjón að frá íbúð, og
þar af leiðandi stefnir beinlín-
is sumt heitbundið fólk að því
að e.gnast barn í því skini að
komaSi inn í íbúð.
Biskupinn: — Því í ósköpun
um giftir þetta fólk sig ekki
fyrst, áður en það notfærir sér
þann forgangsrétt að íbúð, sem
barnið veitir?
Presturinn: — Af því að
unga fólkið vill hafa íbúðina til
búna á sínum stað, þegar það
giftir sig.
Kvenskörungur segir • Danell
biskupi strið á hendur.
Nú hefur það borið til tíð-
inda, að kvenskörungur mikill,
Astrid Pettersson, rithöfund-
ur og húsfreyja i sveit, hefur
skorið upp herör meðal kvenna
í Svíþjóð gegn Danell biskupi
og þeim skoðunum sem hann
er málsvari fyrir.
Frú Rettersson: — Sérliver
Skáldkonan Astrid Petterson.
kona á skilyrðislausan rétt til
að fá að vita, hvernig hennar
tilvonandi eiginmaður er lík-
legur að reynast í hjónasæng-
inni. Ekkert hjónaband getur
orðið hamingjusamt, ef hjón-
in eiga ekki saman í svo veiga
miklu máli. Og hvernig eiga
þau að vita það fyrir fram, án
þess að hafa kynnt sér málið
af eigin raun, spyr frúin,
— Stöndum saman, segir frú
Pettersson og heiiir á allar
kynsystur sínar: — Þvílíkt aít
urhaldsbull! Yið skulum þeg-
ar í stað ganga til orustu og
styðja með ráðum og dáð Boet
hius ritstjóra, sem hefur þor
til að líta hreinskilningslega
á málið og viðurkennir þýðingu
kynferðislífsins í hjónaband-
inu.
Astrid Pettersson hefur fyrst
og fremst barizt fyrir réttind-
um konunnar og barnsins í
samfélaginu. Hún hefur dag-
lega samband við fólk, sem á
við sálræna erfiðleika að etja,
og hún veit, að ástæðunnar er
oft að .leita í sjúklegri sektar-
meðvitund varðandi kynferðis-
lífið.
Allt of margir fore’drar, seg
Framhald á síðu 10.
^tniiiiimiiiin
iirHiiiiiiiimiiiiimvummmmiimii'iKMiiiiiimHmiiiiimiiniiiimiiiiiuiiiiiimiiMitoiiiiiiMitNiMK uiiiiiiMiiimimmiiHimmiiiimmmmimiiiiiiimiiiiuiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiimimiimmiiiiimmiimiiiiimii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii.iiiiiiá
iin■iiiiimimuimmiimmmiiimiiii 111111111111111111111 iiiiiiimiiniiiimmmmmiimi •HiiimiimiiiHmiimmiimmmiHfiimiiiiiimiiitiiiiiiimiiimiiiimiiiiimmiiiimmmiimiii'immmmmimimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimimmmi
SVÍÞJÓÐARBRÉF:
SUMARGJÖF
EFTI R
ÓSKARJONSSON
EINS og frá hefur verið skýrt í
blöðum og útvarpi, hefur nýverið
verið stofnaður félagsskapur til að
vinna á móti hjarta- og æðasjúk-
dómum, sem margir landsmenn
verða nú að beygja kné sín fyrir
og margir falla í valinn um aldur
fram vegna sjúkdóms þessa. Mega
þeir mikla þökk hafa fyrir, sem
gengust fyrir stofnun þessa félags
skapar og eins og Jónas læknir
Sveinsson orðaði það á stofnfund-
inum, þá var þetta ágæt sumar-
gjöf til þjóðarinnar á 3. degi ný-
byrjaðs sumars. Efast ég ekki um
framgang þessa nauösynjamáls,
þar sem margir liðtækir félags-
menn eru meðlimir.
En verkefnin eru ærin og nær
óþrjótandi, en hér er farið af stað
með eítt merkasta mál og ég líki
því við, þegar forgöngumenn fyrir
um það bil hálfri öld hófu herför
á móti berklaveikinni og mikið á
þjóðin þeim að þakka, sem tóku
fyrstu skóflustunguna.
En enginn skyldi halda að hér
sé verk að vinna, sem leysist fljót
lega, þáð tekur eflaust langan
tíma að vinna nokkurn sigur á
sjúkdómi þessum, en hér eins og
oftar munu hinir ýmsu einstakl-
ingar þjóðfélagsins ráða nokkru
um hvernig baráttan gengur og
hver árangur næst.
Það er yfirlýst af læknum, að
enginn geti með fullri vissu sagt
hver sé orsökin fyrír því, að sjúk-
dómur þessi vex með óhugnanleg-
um hraða, bæði hér og í svonefnd-
um háþróunum menningarlöndum.
Virðist þessi sjúkdómur vaxa i hlut
falli við batnandi fjárhag og aukna
velmegun landsmanna. Á þetta
ekki sízt við hér á landi. Mun
þar líka valda hinn aukni hraði á
öllu hjá menningarþjóðunum, sem
ekki einungis - spillír líkamlegri
heilsu manna, heldur gerir mann-
inn að vélrænni veru.
Ýmsir telja að vissar fæ.ðuteg-
undir séu valdar að útbreiðslu
sjúkdómsins ásamt fleiri orsökum.
Hafa ýmsir merkir læknar sagt við
þann, er þétta ritar, sem komizt
hefur óþyrmilega í kynni við
þenna sjúkdóm, að forðast beri
mjög ákveðnar fæðutegundir. —
Leyfi ég mér að telja þær upp
hér, án þess að ég vilji á nokkurn
hátt fella þann dóm um að til-
gátur þær séu hárvissar.
En • þær fæðutegundir, sem ég
hcf verið varíiður alveg sérstak-
lega við að neyta, eru aðallega
þessar: Sykur í allri mynd, matur,
sem legið hefur í salti, föst fita
úr dýraríkinu, mjólk, smjör og
rjómi. T. d. sagði einn mjög merk-
ur læknir við mig, að alrað fólk
neytti hér á landi alltof mikillar
mjólkur. Þetta lætur nú ef til ekki
vel í eyrum margra, en saga þessi
er sönn og þeir eru nokkuð marg-
ir læknamir, sem hafa svipaðar
ráðleggingar gefið þeim, er þetta
ritar.
Ég hef reynt á seinni árum að
fara eftir þessum ráðleggingum,
og sjálfur er ég sannfærður um,
að ég væri ekki í dag ofanjarðar,
ef ég hefði brotið þessar reglur
að ráði. Þá eru reykingar mjög
skaðlegar, að ég ekki nefni áfeng-
isneyzlu.
Sjálfsagt er margt fleira, sem
kemur til greina. T. d. er öruggt
að skepnuhöld eru miklu lakari
hjá bændastéttinni síðan tilbúinn.
áburður varð aðaláburður á ræktac?
land. Nú er vitað, að tilbúinn áburðf
ur er mikið notaður á akra erlend- ,
is til að knýja fram vöxt korns og *
annarra jarðávaxta. Manni dettur •
í liug, að eins og gras ræktað við
gerviáburð er skepnum hættulegt, ’
ekki mun sú fæða vera síður
hættuleg mannfólkinu, sem rækt-
uð er við gerviáburð. Með öðrum. ,
orðum, eftir því sem mannfólkiði
meir og meir hverfur frá náttúr-
legri fæðu, eftir því er heilsui
manna hættara fyrir alls konar r
kvillum. 4 1
En læknar víða um heim reyna
nú með margs konar rannsóknum
að finna orsakir fyrir hraðvaxandi.
útbreiðslu þess sjúkdóms, sem héi-
liefur fverið gerður að umtalsefni. ,
Framhald á síðu 10.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. apríl 1964 $ ?