Alþýðublaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 5
Söguleg hljómplata gefín út af Falkanum FÁLKINN sendi á markaðinn at- hyglisverða hljómplötu í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldi;?ins, Hefur hún að geyma helztu ræð- ur og lestra frá hátíðinni á Þing- völlum ,er lýðveldið var stofnað, en hins vegar eru tvær ræður frá alþingisháiíðinni 1930. Á síðustu árum hefur það færzt í vöxt, að gefnar væru út hæg- gengar hljómp ötur með söguleg- um minningum, þá ekki sízt ræð- um frægra manna. Einnig hefur verið gefið út mikið af lestri skálda .Hvoritveggja er hin þarf asta útgáfa. Ef til vill leika jpenn slíkar plötur ekki eins oft og tón listina, en þær hafa því sérstæð- ara gildi. Eru þessar plömr ágæt eign og því hentugar tjl gjafa. Skipulags- stjórn ríkisins SKIPULAGSSTJOKN ríkisinls, sem ákveðin er í skipulagslögum nr. 19, 21. maí 1964, hefur skipt með sér verkum þannig: Formaður: Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins. Varaformaður: Sigurður Jó- hannsson, vegamálastjóri. Ritari: Páll Líndal, lögfræðing- ur. Aðrir stjórnarmenn eru: Aðalsteinn Júlíusson, vita- og hafnarmálastjóri og Bárður Daní- elsson, verkfræðingur., (Frá félagsmálaráðuneytinu). Þær rifja upp merka atburði fyr ir fullorðnum en gefa börnum og unglingum mynd af ýmsu því, sem þau hljóta að lesa um í skólum og varðar mjög það umhverfi, sem þau vaxa uþp í. Platan, sem Fálkinn sendir á markaðinn nú um hátíðina, hefur tekizt með ágæ.um. Gamlar upp- tökur á segulbönd frá 1944 hafa verið hreinsaðar, og gefa ágætan árangur þar má heyra, hvernig veðrið var þennan sögulega dag — rok og rigning, þótt ekki skyggði það á g’eði og þrek ræðumanna. Alþingishátíðin var öllu erfiðari viðfangs, því upptökutæki voru þá engin til reiðu. Höfuðræðuna flutti Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti Sameinaðs þings, og er sú; ræða ein liin eftirminnilegasta í stjórnmálasögu þjóðarinnar síð- ari ár. Nú gekk forsetinn inn á að lesa sjálfur þessa ræðu til að hún mætti varðveitast með hans eigin rödd. Rétt í byrjun geta kunnugir menn heyrt, að þarna les sjötugur maður en ekki liðlega þrítugur. Svo gleymist það og kyngi ræðuskörungs tekur við. Það er mikils virði að eignast ræðuna lesna á þennan hátt, úr því að frumupptaka er engin. Bæðu Tryggva Þórhallssonar hefur sonur hans lesið. Hann ger- ir það vel, þótt áldrei geti það jafn gilt eigin röddu forsætisráðherr- ans; sem dó alltof ungur. Frágangur p'ötunnar er mjög smekklegúr. Þ'eissi liljómplata þarf að vera til á öllum heimilum, þar sem saga þjóðarinnar er í há- vegum höfð. tsky fl b b ö t sp o r r u ii n s u m a r lllll■lllllll■lllllllllllllllllllll•l|||■l||■ll■■■l■■l■»■l■>||>■>•llllllllll■llllll■ll■llllll■..:••■•l•••■■•••••••••>••■•••••>••""•• Fragers LANDAFRÆÐIRÁÐSTEFNA HALÐIN í REYKJAVÍK PÉTUR PÉTURSSON hefur staðið fyrir innflutningi'á ágæt um listamönnum í þessum mán uði. Cg er þar að nefna Rúss- ann Ashkenazy, sem her hef- ur komið fram á fjórum tónleik um undanfarnar vikur, svo og Malcolm Frager frá Bandaríkj- unum, sem lék með hinum rúss neska vini sínum í síðustu viku og hélt síðan einleikstónleika s.l. mánudagskvöld í Samkomu sal Háskólans. Á efnisskrá þess- ara tónleika voru verk frá 18., 19. og 20. öld. Það fyrsta var Sónata No. 38 í Es-dúr eftir Haydn. Píanósónötur þessa meistara hafa um langt skeið fallið í skugga Mozartsónat- anna, en hin síðustu ár eru þær farnar að heyrast oftar og oftar á tónleikum, a. m. k. í heimalandi Fragers. Frager hef ur fyrir skömmu sýnt að hann er mikilhæfur píanóleikari, en að mínu viti gaf hann sjálfum sér of lausan tauminn hvað tíma og tempó snerti til að fluín ingurinn á sónötunni yrði sér- lega aannfærandi. Sónötunni op. 22 eftir Schumann var skil- að með miklum tilþrifum og smekkvísi, en þar sem sérhver mínúta verður að teljast dýr- mæt á tónleikum hjá afbuíða- mönnunum, hefði ég margt fremur kosið að heyra en þessa sónötu, sem er bæði losaraleg og férköntuð hvað arkitektúr snertir, þó margt í henni sé yndislega fagurt. Brahms vals- arnir op. 39 heyrast ekki oft á tónleikum í heild sinni nú orð- ið og var sannarlega eftirminni legt að hlýða á hve snilldarlega Frager meðhöndlaði þá, jafn- vel hinn úfjaskaða vals í As- dúr varð eins og dýrindis perla, fersk úr skel sinni. Seinasta verkið á efnisskránni var Són- ata (1926) eftir ung\’erska tón- skáldið Béla Bartók, sem tærð- ist upp af langvarandi næring- arsjúkdómum vestur í Banda- ríkjunum árið 1945. Sónata þessi var skrifuð af miklum píanóleikara og ber þess öll merki og gefur þeim, sem hana meðhöndlar, mikla möguleika. Flutningur Fragers var alveg frábær, og varð þetta frámuna lega hljóðfæri, sem Háskólabíó liefur upp á að bióða, áþreifan- lega vart við allan þann ofsa og mildi, sem þessi listamaður hefur upp á að bjóða. Þáð er ekki fnrsvaraniegt að bjóða Frimhald á síffu 10. | Dagana 2.-13. júlí nk. verður I haldin hér á landi ráðstefna um = endurskoðun á kennslubókum í | landafræði. Ráðstefna þessi er | hin fjórða og síðasta um þetta | efni, sem Evrópuráðið hefur for- É göngu um, og munu sitja hana i rúmlega 40 fulltrúar og aðallega ; fjalla um Norður-Evrópu og það, i sem um þénnan hluta álfuhnar er | að finna í kennslubókum og landa | bréfabókum. I Ráðsteínur um kennslubækur í jj landafræði hófust 1951 og hafa | verið haldnar árlega síðan. Hafa i íslenzkir landfræðingar tekið þátt É í þeim öllum. Fyrsta ráðstefnan | var í Goslar í Þýzkalandi og var jj þar rætt um Mið-Evrópu. i Viðfangsefni ráðstefnunnar i verða sem hér segir: 1 Rætt verður um Norður-Evrópu i og í því sambandi farið yfir kennslubækur og landabréfabæk- ur, einkum bækur, sem notaðar- eru við kennslu í gagnfræðaskol- um í löndum, sem aðild eiga ací Evrópuráðinu. Gengið verður frá ábendingum um æskilegar breyt- ingar, en ætlunin er, að þessar ábendingar verði sendar höfund- um og útgefendum. Sérstakléga verður kannað, hvernig fjallað er um það, sem Norðurlönd eiga sam- eiginlegt með öðrum Evrópnlönd- um. Á ráðstefminni verður þessut næst nokkuð fjallað unt Austur- Evrópu og um Evrópu sem iieild. Loks verður rætt um þann árang- ur, sem orðið hefur af fyrri ráð- steínunum þremur, um hlut landa fræði í skólanáminu, um kennslu- aðferðir í þessari grein og loka um orðabók um landfræðileg hug- tök. Ráðstefnan verður haldin í há- skólanum. Til hennar er boðað aií \ Framhaid á siffu 10. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní 1964 ^ /iiiiiiiiiiiimiirMiiimiiimuiiiiiiiiiiniiiiiiiimmi 'iiiiiiiiimimiiimiiiimmiiiiiimiimmiiiiiimmiimiiimiiiiiiiimiimmmmmm<« •«•»■ ■ i,«»mmimiimmimm»mi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.