Alþýðublaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 8
Nýlega voru 600 blaðsíður úr réttarskjölunum í Wenner- ström-njósnainálinu fræga leystar undan leynistimplinum og Iagðar fram opinberlega. Þar segir Wennerstöm söguna af því, hvernig hann gerðist njósnari fyrir Rússa og hvernig sú sam- vinna gekk til. Frásögn ofurstans er hvort tveggja í senn ævintýraleg og dramatisk, hvernig hann í „hálfgerðu gríni“ lagði út á þá braut, sem liann sjálfur kallar „þá hættulegustu, er hugsast getur á hálum brautum upplýsingaþjónustunnar“. ★ Fyrsta njósnaverkefnið var verða sér úti um njósnara í öðrum flugvöllur. Greiðslan 5000 löndum. sænsk'ar krónur. Þetta verkefni vakti strax áhuga Þannig gekk það til, þegar Stig Wennerströms. Wennerström ofursti gerðist rúss- — Smám saman ákvað ég að neskur njósnari. Þá sögu sagði leggja snöru fyrir Rússa og láta hann í réttarhöldunum 14. janúar þá fara á fjörurnar við mig, segir s.l. Wennerström. Árið 1948 var um það rætt við Hann heimsækir Rybatjenkov. Wennerström að hann gerðist aft- sá hafði áður látið í ljós sérstak- ur hermálafulltrúi við sænska an áhuga á flugvélaframleiðslu sendiráðið í Moskva, en þá hafði Svía. Rússar voru um þær mundir hann fengið að vita, að hann fengi hræddir um, að Bandaríkin væru ekki embætti flotaforingja, Spurn j raun og veru að skapa sér her- ingin var, hvort Rússar mundu fall stöðvar í Svíþjóð gegnum sænska ast á útnefningu hans. Norden- flugvélaframleiðslu. skiöld hershöfðingi fékk Wenner- Rybatjenkov byrjaði strax að ström það verkefni að heimsækja tala um herflugvöll, sem Svíar Rybatjenkov, rússneska hermála- voru að byggja í Upplöndum. fulltrúann við sendiráðið í Stokk- Wennerström: — Ég hafði fyrir hólmi. Sú heimsókn varð Wenner- fram ákveðið að svara öllum slik- ström og sænsku þjóðinni örlaga- um spurningum með eins konar rík. gríni, er þó mætti skilja sem hálf Þegar rætt var um. væntanlegt gert tilboð. embætti Wennerströms í Moskva. Wennerström sagði við Rússann: varpaði ofursti einn fram þeirri — Ja, ef þessi flugvöllur er svona hugmynd, að reynt yrði að kom- mikils virði skal ég gjarnan leysa ast eftir aðferðum þeim, sem Rúss- frá skjóðunni fyrir 5000 krónur. ar notuðu, þegar þeir væru að Rybatjenkov vissi varFa, hvort Wennerström ásamt rússneska hershöfðingjanum Justjenko. Myndin er tekin á Bromma-flugrvellinum 1954. hann ætti að trúa sínum eigin eyr- um. Hann sagði að lokum: — Já, ég skal athuga málið. Hann flaug síðan skyndilega heim til Moskva. Eftir nokkrar vik ur kom hann aftur til Stokkhólms. — Við hittumst í geysistóru diplómata-coektailboði. Rybatjen- kov kom til mín og sagði: — Þetta er í lagi. — Næst lágu leiðir okkar sam- an í miðdegisverðarboði, þar sem við vorum báðir einir, enda var þetta herraboð. Þegar upp var staðið, bauðst Rybatjenkov til að aka mér heim til Lindingö þar sem ég bjó þá. Ég þáði boðið, og við ókum sem leið lá. Ég steig úr bíln um við garðshliðið og þakkaði fyr- ir mig, en Rybatjenkov þrýsti pakka í hendur mínar um leið og hann ók á burt, án þess að segja eitt orð. Þessi pakki reyndist inni lialda 5000 krónur. ★ Hættulegt fyrirtæki. — Ég minnist þess, að þegar ég var setztur inni í bókaherbergi mínu og hafði athugað innihald pakkans, hversu ég átti þá í miklu tilfinningastríði. Að vísu var ég harðánægður með það, að mér hafði tekizt að fá Rússana til að bita á krókinn og þannig í raun og veru sett fótinn inn fyrir þrösk- uldinn hjá þeim. En hins vegar var mér fullkom- lega ljóst, að ég var kominn inn á þá hættulegustu braut sem hægt er að hugsa sér í allri upplýsinga- þjónustu. En Wennerström yfirvann alla slíka þanka: — Ég ákvað að halda 1 þann veg, sem tilviljunin hafði leitt mig inn á. Rússarnir fengu teikningar af flugvellinum. ★ Var annar sænskur ofursti einnig: njósnari? Wennerström segist ennfremur hafa njósnað fyrir Bandaríkin á ár inu 1949, þegar hann var í Moskvu. Milligöngumaðurinn var sænskur ofursti í Stokkhólmi. Hann tók, fyrir reikning Bandaríkjamanna, á móti ljósmyndarúllu, sem Wenner- ström hafði ljósmyndað á laun í skjalasafni einu í Leningrad. Síðar, þegar Wennerström hitti þennan ofursta í Stokkhólmi, vildi sá fá vissar upplýsingar hjá Wenn erström, en hann neitaði að láta þær af hendi. Ofursta þessum mislíkaði. — Það var greinilegt, að hon- um mislíkaði við mig, eins og yfir- manni mislíkar við undirmann. Og ég fékk það á tilfinninguna, að ég væri bara , undirnjósnari“ í þessu alþjóðaspili. Wennerström: — Þetta gerði mig bæði reiðan og sáran, því að um þetta leyti var andlegt ástand mitt ekki í sem beztu jafnvægi. Hann hafði ekki fengið flotafor- ingjastöðuna. Fannst sér ýtt til hliðar og settan hjá. — Ég var orðinn þreyttur á að leika hlutverk undirmannsins, seg ir hann. Þess vegna þagði hann einnig um samband sitt við rússnesku leyniþjónustuna í Moskva. Sam- band sem byrjaði með glæsilegu miðdegisverðarboði, en hélt áfram með tíðum stefnumótum við milli- göngumann á níu stöðum í Moskva. Viðskiptin við hinn ofurstann komu honum á stað fyrir alvöru, segir Wennerström. Hann hafði lagt fyrir Wennerström að afla vissra, stórþýðingarmikilla upplýs- inga um hervarnir og hernaðarmál Svía. Allt voru þetta hin mestu leyndarmál, sem Rússar sátu um að komast yfir. — Ég útvegaði allar þessar upp- lýsingar, en fór ekki með þær til ofurstans, heldur beint í hend- urnar á Rybatjenkov. Við það tækifæri átti Wenner- ström að nota kenniorðið „Blixt“, sem táknaði, að upplýsingar þess- ar væru brátt aðkallandi. Þær þurftu að vera komnar til Moskva fyrir ákveðinn fund í Æðsta ráð- inu. ★ Full viðurkenning:. Eftir þetta þjónustubragð fékk Wennerström fulla viðurkenningu jVk. Karin Stenbérij, sem lét flug stjórann viía, og þar með fór skriðan af stað. hjá Rússum sem áður höfðu verið meira og minna tortryggnir. Hann fékk meira að segja sérstaka síma- línu, svo að hann gæti alltaf haft beint símasamband við öryggis- þjónustuna í Moskva, þegar hann dveldi þar. Að honum viðstöddum var enginn nefndur með nafni, — eingöngu notuð dulnefni. — Við urðum að skíra yður, þó að þér væruð fjarverandi, sagði Nikitusjev, milligöngumaður hans. — Við skírðum yður Örninn. Þessar upplýsingar Wenner- ströms og alls konar skjöl, sem hann afhenti Rússunum, ollu þeim miklum áhyggjum og fyrirhöfn. Þetta var mjög yfirgripsmikið efni, sem varð að útleggjast á rúss nesku þegar í stað. — Seinna fékk ég að vita, að sótt hefði verið full flugvél af sér- menntuðum þýðendum til Lenin- grad, og luku þeir verkinu á met- tíma, segir Wennerström. —- Þá komst ég einnig að því, að höfuð- stöðvar Norðurlandanjósna Rússa eru ekki í Moskva heldur í Lenin- grad. í þessu sambandi kom það fram, að Wennerström telur Rússa hafa 150 þúsund njósnara á sínum snær um víðsvegar um heim, meðan Bandarikjamenn hafi ,,aðeins“ jL00 þúsund. ★ Salernisskápar notaðir fyrir péstkassa. Hvemig vinna rússneskir njósn- arar? Wennerström hefur í yfir- heyrslunum gefið ýmis athyglis- verð svör við þeirri spurningu. Ákveðin kenniorð eru oftast not- uð, þegar samband er haft við nýja menn. Skápar á salernum liafa verið notaðir sem njósnara- póstkassar. Á heimili Wenner- ströms á Djursholm fannst læstur skápur á salerninu. Wennerström hafði annan lykilinn að honum, en rússneski milligöirgumaðurinn hinn. Þegar 15—20 filmurúllur þurftu að komast leiðar sinnar, voru þær annað hvort settar í skápinn hjá Wennerström eða Rússanum. Skápur Rússans var laus á veggnum, og var hann stundum fluttur á ýmsa staði í Stokkhólmi. Einu sinni var lionum komið fyrir á herraklósettinu hjá Sænsk-sov- étska félaginu á Katarinagötu 20. í miðdegisverðarboði einu, sem rússneskir diplómatar stóðu fyrir, fékk skápurinn einnig að vera með. En milligöngumaðurinn var ekki í því boði. Þegar Wennerström hafði eitt- hvað merkilegt í pokahorninu, lét han réttan aðila vita, og var þá skjótt brugðið við og kvikmynda- sýning sett á svið í Katarínagötu 20. Væri hins vegar njósnadótið fyrirferðalítið, var frakkavasaað- ferðin notuð. í einhverju partíinu hjá Rússum eða við önnur tæki- færi, þar sem þeir voru mættir, hengdi Wennerström frakkann 8 26. júní 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.