Alþýðublaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 26.06.1964, Blaðsíða 15
búið það þannig, að böfuðið virt ist vera skilið frá líkamanum og svifi Í lausu lofti. Hann gekk að snyrtiborðinu og tók upp glerbrotin, sem hann hafði haft með sér úr hrúgunni á gangin- um, — Lítið á þessi brot, héfra Duluth. Getið þér séð nokkuð " sérstakt við þau Eg leit á brotin. Þau voru smurð einhverju gráu efni, sem virtist vera leir. — Leirinn hans Wesslers, sagði ég. — Já, einmitt. Það er mjög á- hrifamikið að búa til geigvæn lega grímu úr leir, og eðlilegt að einhverju af ' honum væri smurt á glerið. Dr. Lenz strauk yfir skeggið. — Þetta held ég, að hafi gerzt í búningsklefanum í gærkveldi, herra Dulut, og það ier ekkert, sem mælir á móti því. Sennilega hafði hann rétt fyr ir sér. — En þetta var mjög á- hættusamt, mótmælti ég. — Wessler hefði aðeins þurft að rannsaka málið ofurlítið nánar; og þá hefði allt verið tapað. — Já, auðvitað var þetta á- hættusamt, herra Duluth. En það liggur í hlutarins eðli, að þessi óþekkta persóna hefur verið nógu skynsöm til að sjá að .andlit í spegli var það eina, sem Wessler mundi aldrei detta í hug .að rannsaka nánar. Hann þurfti ekki annað en líta andartak í speglana, til að flýja skelfingu lostinn. Og þá lá leiðin opin til flótta. Hann þagnaðl andartak. — Það gerði strik í reikninginn, þegar Cromstock gekk svo í gildr una. Eg held, að við getum í- myndað okkur hvernig á því stóð. Herra Cromstock kemur inn í klefann með hugann full ann af endurminningunni um Lillian Reed — sennilega hefur hann ósjálfrátt dregist að þeim stað, sem hún framdi sjálfsmorð ið á. Frásögn ungfrú Foulkes um það, sem hún sá þar uppi, hefur verið mikið áfall fyrir hann. Hánn hefur því verið í mjög mikilli geðshræringu, Fyrst gengur hann að snyrtiborð inu og uppgotvar brotna spegil- inn. J>að hefur í sjálfu sér verið nægilegt áfall fyrir hjátrúarfull-- an leikara. Við skulum segja, að liann hafi rétt fram höndina til að leita sér stuðnings . . . Hann þagnaði, en bætti síðan við: — - Wessler skildi jú styttuna af ung frú Rue eftir á snyrtiborðinu, ekki satt? Nú skildi ég, hvað hapn átti við. — Þér eigið við,.að Crom- stock hafi óviljandi gripia um háls styttunnar? ' — Já, ég held að það sé skýr- ingin á útliti litlu styttunnar, sagði dr. Lenz rólega. — ímynd- ið þcr yður herra Cromstock, þar sem hann stendur með styttuna í höndunum, konumynd með höf- uðið dinglandi máttlaust. Það hef ur areiðanlega aukið taugaóstyrk hans. Svo snýr hann sér við, ná- kvæmlega eins og þér gerðuð ■ sjálfur, að speglinum á skápnum, og uppgötvar hið stórkostlega at- riði, sem var sett á svið til heið- urs Wessler. Hann hristi höfuð- ið. — Honum hlýtur að hafa fund izt þetta afmyndaða andlit til- heyra einhverjuíu löngu liðnum, og hefur auðvitað strax sett það í samband við Lillian Reed. Lenz tókst að fá þessar getgát- ur ti! að hljóma jafn trúlegar og rökréttar og stærðfræðilega 'líkingu. — Nú skulum við andartak snúa okkur aftur að hinni ó- þekktu persónu í skápnum, herra Dulufh. Það er ekki rétta fórn- ardýrið, sem gengur i gildruna. Þetta voru gremjulegar aðstæð- ur. Hann ákveður því að koma sér hjð skjótasta út úr skápnum, taka ofan grímuna og láta sem- þetta hefði allt átt að vera sak- laust spaug. Ég bætti við: — Það hefur ver- ið þe-ss vegna, að Cromstock sagði að það hafi komið á móti sér —- út úr speglinum. Hann hef ur sem sagt haldið, að vofa Lill- ian Reed hafi skriðið á móti hon um út úr speglinum? — Já, ég held það. Lenz hafði tilþúna skýringu: — Og gripinn af þeirri ólýsanlegu skelfingu, sem veldur þvi hjartaáfalli, er dregur hann til dauða, missir Crimstock styttuna á gólfið við skápinn, og þýtur út úr klefan- um. Og það er auðvelt að geta sér til um hvað svo skeður. Ótta- sleginn yfir að Cromslock muni krefjast tafarlausrar rannsóknar á málinu, hlýtur maðurinn að hdfa hlaupið út. Á leiðinni reynir hann að leggja frá sér rúðuna í ganginum, en er svo óheppinn að missa hana svo hún brotnar. Á því andartaki vorum við öll svo upptekin af yfirliði Crom- stocks, að við skeyttum engu þó við heyrðum brotliljóðið. Þannig slapp hann á brott. í Lenz virtist nú hafa skýrt at- burðina fullkomlega. En skyndi lega datt mér dálítið í hug. — En hvað um það, þegar Lillian Reed kom fram í fyrsta skipti? Hvað hefur það verið, sem Theo Ffoulk es sá þarna uppi? Lenz brosti: — Sem leikhúss- maður hljótið þér að vita, herra Duluth, að allir leikir þarfnast æfinga. . — Þér haldið sem sagt, að Theo hafi að tilviljun komið að honum á æfingu? — Það getur vérið, herra Dul- uth. En það getur líka verið, að þetta hafi verið nokkurs konar forleikur, ef svo má að orði kom ast, til að skapa lijá okkur hið rétta hugarástand, hvað viðkem- ur sögunni um Lillian Reed. Því ég er alveg viss um, að sú mann- eskja, sem stendur fyrir þessum atburðum, hefur þekkt þá sögu og notfært sér hana út í yztu æsar. Ætli þetta sé ekki eina skynsamlega skýringin á því, sem ■gerðist? Ég varð að viðurkenna það. Ég spurði kvíðinn: — En hver í ósköpunum getur hafa ætlað að beita Wessler þessum brögð um? Haldið þér, að það sé herra Kramer? — Það getur vel hafa verið herra Kramer. Það getur hafa verið hver sem er úr leikflokki yðar, sem ekki var staddur á svið inu á því andartaki. Eftir lýsingu ungfrú Ffoulkes að dæma, lítur út fyrir, að minnsta kosti ein kona standi í sambandi við mál- ið. Dr. Lenz virti nöglina á þum- alfingri sinum vandlega fyrir sér. — Var nokkur kvennanna í ljós- brúnni loðkápu í gærkveldi? Ég reyndi að rifja upp fyrir mér klæðnað kvennanna. — Theo var í tweeddragt án loðkraga, Mirabella var í súkkulaðibrúnni nertzkápu, íris var í persíankápu. — Nei, engin, sagði ég svo. — Ef svo er, verðum við að reikna með þeim möguleika, að einhverri ókunnri konu hafi tek- SÆNG un Endurnýjum gömlu sængumar. Seijum dún- og fiðurheld vcr. VÝJA FHHIRHREINSXJOTH. Hverfisgötu 57A. Sími 16788. izt að sleppa óséðri fram hjá hús verðinum. Þegar hann þagnaði, skuUrr skápdyrnar aftur með lágum smelli. Það var eina liljóðið, sem lieyrðist í þessu skuggalega leik- i húsi. Mér brá óþægilega, þar sem taugar mínar voru nú þand ar til hins ýtrasta. — Og hvað eigum við nú að gera? spurði ég hnugginn. —. Láta lögreglunni eftir að rann- saka málið? ( ( — Nei, nei, herra Duluth, það er engin ástæða til að gefa upp alla von. Rödd dr. Lcnz var fjör- lcg, en bar alltof mikinn keim af þeirri allt-verður-áreiðanlega- gott-aftur-rödd, sem hann notaði við hina ódælli sjúklinga á hæl- inu sína. s- — Við höfum jú þrátt fyrir allt sannað, að dauði Chomstocks var algjört slys. ekki satt? Ráðabrugg inu var ekki beint að honum fier- sónulega. Það er engin ástæða til að kalla á lögregluna — ekkr ennþá. Aftur endaði dr. Lenz eina af sínum uppörvandi athugasemd- um með bessu óheppilega orði — ennþá. — Er nokkur inngangur inn f leikhúsið nema sviðsdyrnar? — Ekki svo ég viti til — það —• að segja við höfum ekki leng- ið lykla að neinum öðrum dyrum. er hef rökræté mikif5 viS 5>»sn m þetta hérna -— og hún sigraðL — Ég veit um viðkunnanlega íbúð, sem þú og strákurinn gætuð flutt í, þegar hann er l«us af spítalanum. — Kærar þakkir, Boulevárd, en livenær á ég að byrja að vinna? — Ég liugsa að vinnutiminn hjá okkur verði ekki betri en lijá Copper Calhoon. Fyrst verðurðu að vinna hehna og lesa þér til um verkalýðshreyfingum. Vera má, a8 Stál ofursti geti eittlivað leiðbeint þér, en hann á við vandamál að etja, sem eru gjör samlega andstæð okkar. .rjwt ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní 1964 15 it'/ V ■ V1 • **«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.