Alþýðublaðið - 07.07.1964, Page 4

Alþýðublaðið - 07.07.1964, Page 4
Ðætur Krústjovs (Framhald af 16. siðu). Geysir mun ekki hafa látið á sér kræla. Matur var snæddur í Hauka dal. Á hingvöllum var gerður stuttur stanz í bakaleið og þar leysti Gylfi Þ. Gíslason úr spurningum kvennanna og gaf þeim greínargott yfirlit yfir staðinn og sögulega þýðingu hans fyrir íslendinga. Þær komu svo aftur heim á hótelið um 6 leytið í gærkveldi, en í Mosfellssveit var stanzað hjá Halldóri Laxness, sem reyndar var með í förinni, og fólkinu geíin hressing. Konurnar voru mjög ánægð- ar með ferðina, enda þótt þær hrepptu óhagstætt veður, og sögðust ekki sjá eftir að hafa 'komið hingað þó skiljanlega væru þær orðnar þreyttar á íerðalögum í bili. Aður en þær fóru hingað norður höfðu þær lfynnt sér lauslega sögu landsins og les- íð einhverjar bækur Laxness í rússneskri þýðingu, Síðar um kvöldið voru þær viðstaddar sýningu Kiev-ball- etislns í Þjóðleikhúsmu, en að þeirri sýrungu lokinni sæmdi Guðlaugur Rósinkranz Gontar óperusongvara lárviðarsveig fyrir heillandi framk-omu og ■fagra list. Gontar þakkaði fyrir sína liöud og listafólksins með snjallri ræðu. í morgun fóru svo þau Gont ar og Elena til laxveiða í Elliða ánum og veiddu sitt hvorn lax inn og Gontar einn silung að auki. Elena missti annan lax, sem að sögn sjónarvotta var mun stærri en sá fyrri! . í kvöld er síðasta sýning Ki- ev-balíettsins og á miðviku- dagínn fer listafólkið með flug f vél t lugfélagsins til Kaup- f mannaiiafnar og þaðan heim- i ieiðis á fimmtudag. — Minni spenna (Framhald af 16. siðu). ilaginu. Það væri hins vegar Ijós', Slð heimurinn neyddist enn um -asinn til að lifa í heimi, þar sem Valdabarátta ríkti, og NATO-ríkin iyrðu að viðhalda mætti sínum til Jþess að skáka valdi kommúnista- iríkjanna. Nú væri málum þó svo Kcomið, að um algjöran sigur í *stríði væri að ræða og aldrei hefði Jþað verið sannara en nú, að „árás iborgaði sig ekki". Adelmann kvað ástæðu til að cætla, að Rússar væru að þroskast í viðræðum sínum, þó að ekki tægju fyrir neinar sannfærandi uannanir fyrir því, að hættan, sem af þeim stafaði minnkaði. Þá ræddi Adelmann nokkuð um )ráð Atlantshafsbandalagsins, sém Væri stöðugt að þróast meir í þá átt að verða miðdepill pólitískra yjðræðna vestrænna ríkja. Það Ibefði stöðugt farið í vöxt, allt síð an í Súezdeilunni 1956, að mái, asem snertu Atlantshafsríkin, væru itekin til sameiginlegrar yfirveg- vunar í ráðinu. -Hann kvað helztu vandamál bandalagsins nú vera þrenns kon- ar, 1. stefna gagnvart Sovétríkj- unum, 2 deilur milli bandalags- ríkjanna, 3) aðgerðir ríkisstjóma aðildarríkja utan þess svæðis, sem sáttmálinn nær til. Hann kvað ráð bandalagsins fylgjast mjög vel með í öilum þessum málum og tók sem dæmi, að fulltrúi frá ein- hvérju þeirra fjögurra NATO-ríkja sem sitja afvopnunarráðstefnuna í Genf, kæmi á fjögurra vikna fresti til Parísar og gæfi ráðinu skýrslu um það, hvernig umræð- ur gengju á ráðstefnunni. Þá benti Adelmann á, að það væri enn eitt aðalmarkmið Rússa að kljúfa NATO. Loks ræddi Adelmann lítillega þær liugmyndir að gefa bandalag inu völd, er séu ofar völdum ríkis stjórna aðildan-íkjanna, en þeirr ar skoðunar er einn af fyrrver- andi framkvæmdastjórum banda- lagsins, Belgíumaðurinn Paul- Henri Spaak. Adelmann taldi að enn væri langt í land að sú þróun næði fram að ganga, en kvað það hins vegar afrek út af fyrir sig, að þegar væri fjölda mála skotið til ákvörðunarráðsins, sem ekki hefðu komið þar fyrir í byrjun. Telja vanfa éYh. sf 16 síffu. tilmæli læknasamtakanna á und- anförnum árum til heilbrigðisyfir valdanna að vinna að lausn þessa vanda hefði engan sýnilegan árang ur borið. Má í því sambandi geta þess, að áætlað hefur verið, að til að starfrækja hin nýju sjúkrahús, sem nú eru í smíðum, muni þurfa um 15 starfandi hjúkrunarkonur til viðbótar við þær, sem fyrir eru. Læknar telja með öllu óviðun- andi, að vegna skorts á hjúkrun | sé ekki séð fyrir brýnustu þörfum sjúklinga á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum, svo sem elli- heimilum og hjúkrunarheimilum. Þannig snertir hjúkrunarskortur- inn alla sjúklinga, sem sjúkrahús- vistar þarfnast og er auk þess hem- ill á eðlilega þróun og framkvæmd ir heilbrigðismála í landinu. — Læknastéttin hlýtur því að líta mjög alvarlegum augum á þá þró- un, að svo brýnt vandamál er af alþingi og öðrum stjórnarvöldum látið sitja á hakanum. Það skal tekið fram, að um það bil er læknarnir undirrituðu mót- mæli sín hófust viðræður miUi Jækna og ráðherra um hjúkrunar vandamáiið með jákvæðum árangri að ætla má. SÍLDIN ■ Framhald af 1. sí5u) viku í fyrra 357.962 mál og tunn- úr. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt uppsaltaðar tu. 12.546 í fyrra 47.120 í frystingu. uppm. tu. 16.879 í fyrra 12.900 í bræðslu mál 836.690 í fyrra 297.942 Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig á löndunarstaðina: Siglufjörður 169.094 - ÓLafsfjörð ur 11.292 - Hjalteyri 36.042 - Krossanes 66.016 - Húsavík 17.747 - Raufarhöfn 150.468 - Vopnafjörð ur 97.199 - Borgarfjörður E. 6.221 - Bakkafjörður 11.478 - Seyðisfjörð ur 62.396 - Neskaupstaður 83.000 - Eskifjörður 41.896 - Reyðarfjörð ur 43.174 - Fáskrúðsfjörður 30.231 - Breiðdalsvík 10.436 VALUR vann KR í I. deild í gær kvöldi með 1 marki gegn engu. GUÐMUNDUR Gíslason ÍR setti | íslandsmet í 200 m skriðsundi á laugardag — 2:08,5 mín. Ný f lugvél (Framhald af 1. slSu). og íeafjarðar 46 minútur og milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja 27 mínútur. Fokker Friendship er háþekja þann,g að vængir skyggja ekki á útsýnið og einnig verður skrokk- urinn sjálfur neðar og því auð- veldara að ferma vélina. Tiu stór- ir gluggar eru á hvorri hlið og gefa góða möguleika til útsýnis. Stór hurð er ffamarlega á flug- Vélinni vegna vöruflutninga og einnig er hægt að setja í hana fær anlegt skilrúm vegna vöruflutn- inga og nota hana þannig bæði fyrir farþega og vöruflutninga. Eins og áður segir kostar vélin án hreyfla 32 milljónir króna og lána verksmiðjurnar Flugfélaginu þá upphæð til fimm ára og er lán- ið ábyrgzt af ríkissjóði. Flugfélag ið leggur til eigin hreyfla, sem það á vegna þess að flugtími hrevflanna fyrir Viscount-flugvél arnar hefur lengzt mjög mikið og því eru til hreyflar, sem notaðir verða í nýju vélina. Breytingar á hreyflunum kosta 4 milljónir. Nýir myndu þessir hreyflar kosta 8 milljónir þannig að flugvélin með hreyflum að viðbættum varahlut- um fyrir 8 milljónir kostar sam- tals 48 milljónir króna. Þess má að lokum geta að þetta er fyrsta flugvélin, sem smíðuð er sérstaklega fyrir íslendinga, en áður þegar keyptar hafa verið nýj- ar vélar, þá hefur verið gengið inn í samninga hjá öðrum. Einangranargler Framleitt einungis úr úrvai> srlerl. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Framh. af bls. 11. vippaði knettinum mjög laglega aftur fyrir sig og inn. Við allar þessar aðgerðir, daprast Þrótti enn móðurinn, sem hann þó sízt mátti við. Loks kom fjórða markið, er rúmar 30 mín. voru liðnar. Rík- harður og Eyleifur unnu hér að. Lángsending kom fram, sem Rík- harður skallaði úr, inn fyrir vörn- ina og Eyleifur, sem alltaf var vel á verði snaraðist inn fyrir, náði knettinum og brunaði með að markinu. Markvörðurinn kom út, eh Eyleifur skaut snöggt og vel framhjá honum og skoraði af miklu öryggi. Voru þetta mjög góð tilþrif hjá Eyleifi og fumlaus. Rétt fyrir leikhlé yfirgáfu tveir leikmenn Þróttar völlinn, vegna meiðsla, þeir Jens Karlsson og Guðmundur Axelsson, en vara- menn komu inn í þeirra stað. SÍÐARI HÁLFLEIKUR 3:0. í þessum hálfleik hélt sókn Ak- urnesinga óhindruð áfram. Þrótti tókst aldrei að ná sér neitt á strik, eða setja mark Akurnesinganna í neina teljandi hættu. En þrívegis varð markvörður Þróttar að sækja boltann í netið. Það var Halldór Sigurbjörnsson, sem skoraði fyrsta markið, eftir að knötturinn hafði gengið frá manni til manns, án þess að vörn Þróttar fengi náð til hans. Halldór lék síðan snoturlega á annan bakvörðinn, eins og hon- um einum er lagiði renndi knett- inum að svo búnu inn, út við stöng. Þetta gekk allt hávaðalaust fyrir sig og næsta átakalítið. — Sjötta markið skoraði svo Eyleif- ur, með skalla, úr hornspyrnu. — Mjög fallega gert mark, eitt hið bezta í leiknum. Seint í hálfleikn- um kom að lokum mark nr. sjö úr vítaspyrnu. Eyleifur var kominn inn fyrir og átti aðeins eftir að af- greiða boltann í netið, úr opnu færi, en var brugðið harkalega. Hann tók svo vítaspyrnuna og sendi boltann þannig inn af miklu öryggi. Ekki leikur það á tveim tung- um að Akurnesingar báru ægis- lijálm yfir mótherjana, og sannar jmarkatalan þá staðhæfingu, sízt um of. Úti á vellinum var allur samleikur Akurnesinga ólikt betri. Sveinn og Jón framverðir réðu því sem þeir vildu á miðjunni, sendu boltann frá sér eins og lysti, og höfðu jafnan samherja fyrir. Fáar voru sendingar þeirra, sem fóru til ónýtis. Eyleifur var snarpasti og leiknasti maður fram- línunnar, einnig átti Ríkharður góðan leik, svo og Halldór Sigur- björnsson, meðan liann, hafði út- hald. í liði Þróttar var Ómar Magnús- son sá sem bezt vann og af mestri yfirsýn. En liðið i heild var slappt og seinvirkt, svo sem útkoman sýnir ijóslega. Karl Bergmann dæmdi leikinn - Félagslíf - Innanfélagsmót ÍR. Keppt í spjótkasti, hástökki og sleggjukasti kl. 5,30. Stj. Nautasteik... (Framhald úr Opnu). málað í livítum og bláum lit og á því eru dyr út í garðinn. Það gerir Margréti auðveldara að fylgjast með börnunum, þegar þau eru úti. Eins og flestir vita, borða Englendingar bacon og spæld egg í morgunmat. Þessi fjöl- skylda er engin undantekning, en að auki er ristað brauð, smjör, marmelaði, te og corn- flakes á borðinu. Kvöldmatur er kl. 6 og þá eru stundum hafðar grillsteiktar kótelettur með grænmetisjafningi og brúnuðum kartöflum. Sunnu- dagsmatui-inn er alltaf sá sami, en það gera víst fáir aðrir. Einhver hefur sagt, að á kvöld- in væru enskir karlmenn oft- ar á barnum en heima hjá sér. Þetta sannast ekki á húsbónd- anum Denis Ashford. Það er hann, sem baðar börnin og seg- ir þeim sögu, þegar þau eru háttuð á kvöldin. Hann hefur heldur ekkert á móti því að vaska upp, þegar mikið liggur við. En eftir því sem hann sjálfur segir, finnst honum fátt skemmtilegra en að sitja í ró- legheitum heima og horfa á sjónvarpið. Og meðan Margrét spjallar við nágrannakonuna yfir eftir- miðdagsteinu, eru mennimir þeirra að rökræða um veðrið, stjórnmálin eða vinnuna sína á Hvíta Ljóninu, eina barnum, sem Denis fer á, langi hann til þess að fá sér ölsopa eða spila domino. Meðan ég stóð við hjá hjón- unum, var Margrét oftast upp- tekin við að sinna bömununi og húsmóðurstörfunum. Mað- urinn hennar sagði, að henni veitti ekki af að taka sér smá sumarfrí og það var alveg rétt. Þegar litla barnið byrjaði að> gráta, Helena þurfti að fá svar við hvers vegna hún gæti ekkí séð vindinn — og hraðsuðuket- iliinn bilaði, var eins og geð- prýðin yfirgæfi Margréti and- artak. En rétt á eftir sagði hún hressilega: — Elskurnar mínar, eigum við ekki að fá okkur tebolla! GRIVAS Framh. af bls. 3. þingmenn að styðja Enosis (sam- einingu við Grikkland) og kvað þá menn, sem andvígir væru Enosis, setja eiginhagsmuni ofar þjóðar- hagsmunum. Hann skoraði á vinstrisinnaðs þingmenn að leggja niður hug- myndafræðilegar deilur og sagði, að beita yrði öllum friðsamlegum ráðum til að koma á Enosis í sam- ræmi við atriði þau, er lægju tií grundvallar sáttmála SÞ. Grivas lagði áherzlu á, að hann bæri traust til SÞ, en hann gagn- rýndi viss aðildarríki SÞ sem und- irritað liefðu sáttmála samtak- anna en vildu ekki breyta eftir honum. Grivas hélt því fram, a3 unnt ætti að vera að koma á (n- osis með friðsamlegum hætti, en ef það tækist ekki mundi hano Jýsa yfir styrjöld. 4 7. júlí 1964 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.