Alþýðublaðið - 07.07.1964, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.07.1964, Síða 3
WWMMWWWWWWWWWII Lygafrétt um skipskaða við Grænland NEW YORK, 6. júlí (NTB-Reuter) Dularfullt neyðarkall frá brezku vöruflutningaskipi, sem heyrðist bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum í dag og- var á þá lund, að skipið væri að því komið að sökkva eftir að hafa rekizt á ísjaka, virðist vera upp- spuni. Neyðarkallið heyrðist síð- degfs í dag og virtist koma frá brezka vöruflu'ningaskip inu „Baltic Star“, sem er 1.571 brúttólest. Sagt var, að áhöfnin væri farin í bátana og að skipið hefði sokkið á skammri stundu. Skipið var sagt sta't ein- hvers staðar milli Græn- lands og Labrador. Útgerðarfyrirtæki það í London, sem á „Baitic S'ar“, skýröi hins vegar svo frá að skipið væri í höfn. Banda- ríska strandgæzlan rahnsak ar því, hvort hér geti verið um skipið „Baltic Swift“ frá sama fyrirtæki að ræða. „Baltic Swift“ fór frá Mon- treal á laugardaginn áleiðis til Skotlands ,en í ljós hefur komið, að óhugsandi sé að skipið geti verið á þeim slóð um þar sem sagt var að hið nauðstadda skip væri. tWWWWWWIWWWWWWWWM MOSKVA, 6. júií (NTB-Reu'.er). Forsætisráðherra Rúmeníu, Ghe- orghe Maurer, kom í dag til Mosk- vu ásamt fjölmennri sendinefnd rúmenska kommúnistaflokksins. Þetta er önnur Moskvu-heimsókn rúmenskra kommúnista á tveim mánuðum, og segir fréttas ofan Tass að hér sé um vináttuheimsókn að ræða. Tshombe myndar stiórn í Kongó Georg Grivas hótar stríði Georg Grivas hershöfðingi, sem stjórnaði baráttunni gegn Bretum áður en Kýpur hlaut sjálfstæði, lýsti því yfir í dag j ræðu til grískra fulltrúa á Kýpurþingi í Nikosíu, að ef allt annað brygðist yrði að gripa til styrjaldar — og í þeirri styrjöld mundu Grikkir sigra. Athygli vakti, að Grivas var klæddur grískum hershöfðingja- búningi sínum er hann gekk inn í þingsalinn og í fylgd með honum voru tveir lífverðir vopnaðir vél- byssum í annarri hendi og skot- hylkjum í hinni. Grivas minndst ekki á forseta Kýpur, Makarios erkibiskup, í ræðu sinni á þinginu. Hann bað Framh. á bls. 4 Málað á rekavið Reykjavík, 6. júlí, HKG. SÓLVEIG Eggerz Pétursdóttir sýnir um 30 trémyndir á kaffi húsinu Mokka þessa dagana. Myndirnar eru allar málaðar með olíulitum á tré, og segist frúin hafa tint viðinn í fjörum. Myndirnar eru sérkennilegar og skemmtilegar. Frú Sólveig segist allt frá barnæsku hafa haft gaman af að sjá myndir út úr 'rédrumb- um, sem borizt hafa víða vegu og veðrast í vindi og vatni. í haust segist hún hafa lent í bílslysi og læknirinn hafi ráð lagt henni að taka róandi lyf. En upp úr þessu fór hún að mála á rekavið og „það er miklu be ra en nokkrar pillur“ sagði málarinn á fundi með blaðamönnum í gær. Myndirnar á Mokka eru allar málaðar á þessum vetri, — en frú Sólveig segir, að hún muni halda áfram að mála á tré, á meðan hún rekst á nokkra spýtu. LeopoldviIIe, 6.' júlí (NTB-Reuter) KASAVUBU Kongóforseti fól í dag Moise Tsliombe fv. forseta í Katanga að mynda bráðabirgða- stjórn. Liðnir eru tíu dagar síðan Tshombe sneri aftur til Kongó úr útlegð sinni. Tssombe lýsti því yfir í gær, að liann ætti að geta myndað stjórn á einum sólarhring. En hann verð ur ekki lengi í embætti forsætis- ráðherra. í fyrsta lagi eftir sex mánuði og í siðasta lagi eftir níu mánuði verða haldnar nýjar kosní ingar samkvæmt nýrri stjórnar- skrá, sem þessa dagana er borin undir þjóðaratkvæði. Kunnugir segja, að Kasavubu muni áreiðanlega fallast á ráð- herralista Tshombe, enda hefði Kasavubu ekki falið Tshombe stjórnarmyndun ef hann nyti ekki nauðsynlegs stuðnings hinna ýmsu stjóx-nmálaflokka. Sjálfur hefur Tshombe rætt við flesta helztu stjórnmálamenn í Leopoldville siðan hann kom úr út- legðinni. Hann hefur bent á sig sem þann mann, er auðveldast ætti með að sameina hin ýmsu flokks brot til starfa í þágu landsins. — Hann sagði á blaðamannafundi í dag, að hann væri bjartsýnn á horf urnar á stuðningi hinnar svoköll- uðu Þjóðfrelsisnefndar, sem Cy- rille Adoula fráfarandi forsæt- isráðherra, hefur sakað um undir- búning uppreisnar. Sovézk tillaga um gæzlu- lið Sameinuðu þjóðanna TOKYO, 6. júlí (NTB-Reuter) Sovétríkin lögðu til í dag í orðsendingu til japönsku stjórn arinnar, að komið yrði á fót Sþ-gæzluliði, sem gera ætti Sþ kleift að gegna hlutverki sínu með meiri árangri, að því er fréttastofan Jiji hermdi. Svip aðar orðsendingar hafa verið sendar öllum aðildarríkjum Sþ. Sovézki sendifulltrúinn, sem afhenti utanríkisráðherra Jap- ana orðsendinguna, sagði að bezt væri að þau fimm ríki sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráð inu (Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Jtína, (Formósa) og Sovétríkin) tækju ekki þátt í störfum gæzluliðsins. Tilkynnt var í brezku utan- ríkisráðuneytinu í dag, að ekk ert væri viiað um þessa tillögu "Rússa. Formælendur sendiráða Bretlands og Bandaríkjanna i Moskvu segjast ekkert vita um tillöguna. Japanska sendiráðið kvaðst ekkert hafa frétt um mál ið fyrr en Jiji-fréttin barst frá Tokyo. Glæsilegt safn hús á Selfossi Reykjavík, 6. júlí - KG SAFNHÚS Árnessýslu var tekið í notkun við hátíðlega athöfn síðast liðinn sunnudag að viðstöddum for seta íslands. í hinu nýja safnhúsi verður byggðasafn héraðsins, skjala- og héraðsbókasafn svo og málverkasafn það sem frú Bjarn- veig Bjarnadóttir og synir gáfu Árnessýslu. Fyrst var farið að hreyfa máli þessu í sýslunefndinni fyrir nokkr um árum og árið 1952 var kosin nefnd til þess að unciirbúa málið og skömmu síðar byrjaði Skúli Helgason fræðimaður að safna munum fyrir byggðasafnið. Byggingarframkvæmdir hófust svo haustið 1961 og teiknaði Sigur- jón Sveinsson arkitekt húsið en byggingarmeistari var Kristinn Vigfússon og hefur hann náð mjög góðum árangri því að liúsið kost- ar ekki nema 1000 krónur á rúm- metra. Húsið er 246 fermetrar á tveim hæðum. Á neðri hæðinni er Skjala- og bókasafnið en á þeirri efri byggðasafnið, sem Gísli Gests- son setti upp í samráði við Skúla Helgason og Kristján Eldjárr}. í sérstakri stofu og á ganginum er svo málverkasafnið. ALÞÝDUBLAÐIO 7. júlí 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.