Alþýðublaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 7
 SRI KRISHNA eru lögð eftir- farandi orð í munn í Bhagavad Gita: „Ég segi menn boðna og vel- komna hvaða leið, sem þeir nálg- ast mig, því að leiðirnar, sem þeir fara, er þeir koma hvaðanæva, eru mínir vegir“. Spurningin er ekki hvaða leið þeir fara. Spurningin er: Kæra þeir sig um að fara nokkra leið? Hvað meina þeir með þessu sem þeir kalla sína trú? Er hún at- vinna, hobbý, ástríða, yfirvarp cða innri þörf, álíka sterk og þ’örf drukknandi manns eftir lofti — eitthvað sem tilheyrir því að vera maður sjálfur? Ég hef oft verið minntur á spurninguna um trú manna hér á Indlandi — trú eða trúleysi. Hér getur maður alls staðar átt von á að rekast á menn af öllum trú- flokkum. Mér kemur í hug, að á föstu- daginn langa var ég rækilega minntur á daginn, er brauðmaður inn kom um morguninn með stór eflis rúsinubollur með kross- marki ofan á. Það voru einu há- tíðahöldin hjá okkur þann dag, tilhald. Ég hygg að reglan sé: þeim mun minni trú, sem meira umstang er í kringum hana. Þann dag hafa kristnir menn farið í kirkju. Og það er þó nokk uð af kristnum mönnum í Mad- ras. Næst Hindatrú, finnst mér bera mest á kristninni þar, en líka talsvert á Múhameðstrú. En hér í Bombay rekst maður ekk- ert síður á Sikha eða Parsa. Indverjum hefur alltaf þótt sjálfsagt og eðlilegt, að menn af ýmsum trúarbrögðum geti lifað saman í sátt. Þannig átti það m. a. að vera, og ég hygg vafalaust, að Hindúar hafi tekið öðrum trú arskoðunum með meiri víðsýni en annars staðar þekkist. Kreddu- festa þeirra kom fram á annan hátt. Og þó að Múhameðstrúar- menn skæru Hindúa á háls óg Sikhar slátruðu Múliameðstrúar- mönnum eins og sauðfé í óeirðum eftir að Indland og Pakistan fengu sjálfstæði, þá var það að nokkru leyti af pólitískum ástæðum. Kristindómurinn festi snemma rætur á Indlandi. Kristnir Suður- Indverjar lialda því fram, að þar sé elzti kristni söfnuðurinn í heiminum, og það með nokkrum rétti. Tomas postuli — sá er þurfti að þreifa á til að trúa — er inn hafa farið í trúboðsför til lnds og stofnað söfnuði. Víst er um það, að hér hafði kristni ver- ið við líði frá eldfornum tímum (á vesturströndinni sunnarlega) er vestrænir menn hófu hér kristniboð á seinni öldum. Margir fræðimenn telja, að sagan um Tómas postula sé á rökum reist, en hann á að hafa verið veginn á Tómasarfjalli, sem er lítill hnjúk- ur í Madrasborg. Múhammeðstrúarmenn hafa ald rei verið sérlega fjölmennir á Suður-Indlandi, þótt veldi þeirra stæði um langt skeið með miklum blóma um norðanvert landið. I ve ur var einhverju sinni drep ið á dyr hjá mér. Úti stóð gamall maður með grátt skegg, hár og þunnleitur, með rauðan skúfhatt barðalausan, augun* lítil og hýr. — Mætii ég fá að ræða við þig dálitla stund? sagði hann mjög settlega og kurteislega. — Velkomið, svara ég og býð honum til sætis í stofu. Við höf- um sézt, en aldrei talazt við. Hann er einn þeirra tiltölulega fáú Mú hameðstrúarmanna, sem eru í Guðspekifélaginu. — Mig langar til að vita, hvern ig þessu með skiptingu dags og nætur er farið í landi þínu, segir hann, þegar hann er búinn að hreiðra um sig í stólnum. Mér er sagt, að það sé dagur alla nótt- ina um tíma að sumrinu, en svo sé engiiin dagui', svo að sóíar- hringum skipti að vetrinum. Ég reyndi að-lýsa fyrir honum hinum björtu sumarnóttum og drunga skammdegisins á Norður- landi, þegar aldrei verður albjart, heldur dálítið rokkið, jafnvel um hádegið. En hann virtist í svipinn ó- snortinn af náttúrurómantík og hlustaði ekki einu sinni á, þegar ég talaði um, að það gæti verið bjart, þótt sólin væri gengin und ir. — En er það raunverulega satt, að sólin setjist ekki um tíma að sumrinu og komi alls ekki upp um tíma að vetrinum? Hann vildi halda sig við form- hlið málsins. Annað hvort var sól á lofti eða hún var það ekki. Og nú rann upp fyrir mér ljós. Gamli maðurinn var að revna að gera sér grein fyrir því, nvern- ig það væri að hafa föstumánuð þarna norður frá. Á föstumánuð- inum hjá Múhameðstrúarmönnum má ekki neyta matar frá sólarupp komu til sólarlags. Þess vegna taka menn þeim mun hraustlegar til matar síns fyrir sólarupprás og eftir að sól er gengin undir. En ef nú þessi mánuður er að sumrinu í landi, þar sem sól er á lofti í marga daga, færi heldur betur að harðna á dalnum. Ég mátti stilla mig um að gera þá athugasemd, að það væri þjóðráð að fara norður fyrir heimskautsbaug ef föstumán- uðurinn væri á norðlægum vetri, en skreppa suður fyrir heim skautabaug, ef hann væri á suð- lægum vetri, til- þess að snúa á spámanninn og hin heilögu fyrir- mæli. En það var auðvitað mjög óguðleg hugdetta. Oft má þekkja Múhameðstrúar menn á því, að þeir raka ekki af sér allt sitt skegg og hafa á höfð- inu bát eða skúfháít. Það er undarlegt að geta þekkt trú manna af útliti þeirra. Siðir manna eru háðir trúnni. En stundum snýst þetta alveg við og trúin verður háð siðunum. — Brennivín, sem ekki er drukkið af stút, er ekki brenni- vín, sagði gamall Norðlendingur, sem þótti sopinn góðúr. Og oft hef ég velt því fyrir mér, hvort bænir þeirra, sem villast í eyðimörkinni séu minna virði af því að þeir vita ekki í hvaða átt þeir eiga að snúa sér til Mekka. Sikha má yfirleitt þekkja úr á því, hvemig þeir halda sér til. Þeir skerða hvorki hár né skegg, a. m. k. ekki neitt að raði, en eru menn bæði hárprúðir og skegg- prúðir, yfírleitt miklir fríðleiks- menn og myndarlegir á velli, enda flestir frá Punjab. Til þægindEw skipta sumir skegginu i miðju og binda það rækilega upp fyrir höf- uðið, þar sem þeir eínnig setjn hárið upp í hnút. Þeir ganga all- ir með túrban, og sumir hafrv svarta tusku yfir skegginu, bundna undir hökuna og upp ií túrbaninn. Margir eru þeir í hem - um og þykja menn ódeigir í bar- daga. Trú þeirra er nokkurra aida gömul, átti upprunalega að vera eins konar úrvalstrú, þar sen> lítt gætti munar á sjónarmiðum Hindúa og Múhameðstrnarmanní> á Indlandi. S.undum er trúi þeirra kölluð siðbætttu- Hinöú- ismi. Á sinni heilögu ritningiws hafa þeir mikla helgi, snertat hana ekki nema að gera einhverj- ar serímóníur. Þessi bók er tíT safni Guðspekifélagsins i Advar, stór og mikil i borði með gler yf- ir, vafin innan i svartrosotta dulu,.,. Parsar eða Zaraþústramehnri eru einn þeirra trúflokka, seirw noúð hafa gestrisni Hinaúa un>' alda raðir. Þegar Múhameðstrúar menn útrýmdu Zaraþustartrú t Persíu, komust nokkur hundruf^ eða þúsund til Indlands og báðust t ásjár. Þeir fengu landvist og hafa:, öldum saman varðveitt tru sína, < siði og einkenni, þótt séu þeir mjög fámennir. Langflestii" þeirra eiga heima í Bombay og ná Frh. á 15. cíffu. Þetta er hiff fræga Siva musterl í Mylapore í Madras. Musteristjörnin cr þakin lótusblómum. ALÞYÐUBLAÐÍÖ — 7. júli 1964 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.