Alþýðublaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 5
«• Ályktanir kjördæmisþings Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi: SVÆDASKIPULAGNING SAMHUÐA MTLUNAR- Þingr kjördæniaráðs Alþýðu- flokksinK íi Suðfurl^nc^skjördæmi — haldið í Vestmannaeyóiun 27. — 28. júní 1964 gerði eftirfarandi á- lyktun. I. markmið Alþýðuflokksins Þing 1. Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi telur, að Alþýðuflokkurinn eigi að hafa það sem eitt af höfuðmarkmiðum sín «m, að vinna að almennri hag- sæld á íslandi með skipulegri upp byggingu arðsamra atvinnugreina sem veÍLt geti öllum landsmönnum lífvænlega afkomu með hóflegum vinnutíma, en það er undirstaða gróskumikils menningarlífs í sam félaginu. Kjördæmisráðið telur það vera sérstakt hlutverk Alþýðuflokksins, að tryggja launþegum réttlátan og ríflegan skerf af ört vaxandi þjóð artekjum, sem skiptist sem jafn- ast og þó í samræmi við afköst, vinnuframlag og ábyrgð hvers ein staklings. II. Leiðir að þessu marki. Alþýðuflokkurinn verður að leggja áfram áherzlu á öfluga for ystu ríkisvaldsins um efnahagsleg ar framfarir. Til að byggja sem skynsamlegasta nýtingu framleiðs lugetu þjóðfélagsins verður að stjórna landinu með hliðsjón af þjóðhags- og framkvæmdaáætlun- um, sem Iiver' taki við af .annari. Kjördæmisráðið fagnar því, að samin hefir værið hin fyrsta fram kvæmdaáætlun og treystir því, að ráðherrar flokksins hlutist tilvUm að unnið sé vasklega að undirbún ingi frekari áætlunarbúskapar. Svæðaskipulagning: Vöxtur þjóðartcknanna verður áð eiga sér stað sem jafnast í hin um einstöku landshlutum. Til að tryggja það, verður að taka upp ávæðaskipulagningu, sem stuðli áð sem hagkvæmastri nýtingu landsgæða og að samhliða fram- leiðsluaukningu um land allt. Sameining lireppa: Kjördæmisráðið telur það brýnt Jafnréttismái, að landsmenn allié eigi kost á sambærilegum lífsþæg- indum og þjónustu, hvar sem unn íð er að þjóðhagslega hagkvæmri verðmætasköpun. Til að auðvelda fólki í strjálbýli aðgang að ýmiss konar þjónustu telur. kjördæmis- ráðið tímabært að sameina hreppa í stærri og sterkari heildir. Aukin framleiðni: Ráðið bendir á, að gera þurfi Eamstillt átak til að auka fram- leiðni íslenzivra atvinnuvega og glæða skilning á gagnsemi vinnu hagræðingar og hvetjandi launa- greiðslukerfa. Géra verður stór- átak til að auka menntun og tæknifræðslu. Endurskoða þarf fræðslukerfi þjóðarinnar og laga það að þörfum atvinnulífsins. III. Núverandi stjórnarsamstarf. Kjördæmisráðið telur það vel' farið, að Alþýðuflokkurinn skuli hafa staðið að jákvæðu viðreisnar starfi í núverandi ríkisstjórn og þakkar ráðherrum flokksins giftu drjúgt starf á mörgum sviðum. IV. Verkalýðsmál. Kjördæmisráðið fagnar nýorðnu samk.lagi miíli atvinnurekenda, verkalýðssamtaka og ríkisstjórn- ar og bendir á, að varanleg stöðv- un verðbólgunnar er forsenda fyrir áframhaldandi skipulegu við reisnarstarfi í efnahags- og at- vinnulífi þjóðarinnar. Kjördæmisþingið vonar, að sam komulagið beri með sér straum- hvörf í samskiptum launþega og atvinnurekenda og í kjölfar þess fylgi samstarf um rannsóknir á vinnuhagræðingu og á'kvæðisv., samstarfsnefndir á vinnustöðum og hlutdeild launþega í stjórn fyrirtækja. AUt til að auka fram- leiðsluverðmætin og tryggja rétt- látari skiptingu afrakstursins og aukna starfsgleði. V. Skipulagning fiskveiða innan landhelgi. Kjördæmisráðið telur, að leyfa beri íslenzkum skipum veiðar með botnvörpu innan landhelginnar á vissum svæðum og árstímum í ríkara mæli en nú er gert. HeimUd in verði miðuð við það, að hag- nýta þann togskipaflota sem við eigum og skapa honum reksturs- öryggi, án þess að stefna fiski- stofnum okkar í voða eða torveida aðrar fiskveiðar. Undirbúið verði skipulag veiða með ýmsum ólíkum veiðarfærum á sömu miðum með það fyrir aug- um, að koma í veg fyrir árekstra og ,að hver spilli fyrir öðrum. VI. Skattamál. Kjördæmisráðið telur, að stór- auka verði eftirlit með skatta- framtölum svo að tryggt veröi, svo sem frekast er unnt, að tekjur einstaklinga og fyrirtækja séu rétt taldar fram. Eftirlit með framtalsskýrslum til söluskatfs verði stóraukið og innlieimta skattsins framkvæmd jafnóðum og án undantekninga. VII. Verðlagseftirlit o. fl. Þingið telur tímabært að kann- að sé, hvernig tryggja megi heil- brigðari viðskiptahætti í verzlun, m. a. með endurskipulagningu á verðlagseftirliti, með því að taka upp eftirlit með fyrirtækjasamtök um til að hindra misnotkun á einkasöluaff||öUu jafnframt því, sem stuðlað sé að því, að neytend- ur geti notið hagræðis af aukinni' frjálsri samkeppni og hagkvæmari innkaupum til landsins. ""gjjgjggjg; VIII. Niðurlagsorð. Kjördæmisþingið telur, að það sé eitt brýnasta hagsmunamál al- mennings, að sem flestir lands- menn skipi sér sameinaðir um öfl- ugan Alþýðuflokk, sem sé í senn brjóstvörn í kjarabaráttunni á grundvelli hinnar alþjóðlegu jafn aðarstefnu og baráttuafl fyrir ný- tízkulegri þjóðfélagsháttum. Fyrir því skorar kjördæmaþing- ið á stjórn flokksins og Alþýðu- flokksmenn um land allt, að hefja nú þegar þróttmikla útbreiðslu- starfsemi til kynningar á störfum og stefnu flokksins. Samþykktir varðandi héraðsmál. 1. Kjördæmisþingið lýsir stuðn ingi við hugmyndina um lands- veitu (rafmagns) og treystir því að hraðað verði undirbúningi að stór virkjun til raforkuframleiðslu í Þjórsá. 2. Varðandi hugmyndina um byggingu og rekstur alumíum- verksmiðju leggur þingið áherzlu á, að slík verksmiðja verði ekki reist í þéttbýlinu við Faxaflóa og að athugað verði um staðsetningu hennar í Þorlákshöfn. 3. Kjördæmaþingið þakkar Emil Jónssyni ráðherra hafnarmála fyr ir forgöngu hans um hafnargerð í Þorlákshöfn og leggur áherzlu á, að ekki verði hafnargerðinni hætf að loknum þeim áfanga, sem nú er unnið að. 4. Kjördæmisþingið fagnar því, að áfram verði unnið að þeim fram kvæmdum svo hratt sem kostur er á, jafnframt verði liraðað rann- sóknum á möguieikum til lending™- arbóta á Stokkseyri. 5. Kjördæmisþingið telur brýna. nauðsyn á, að áfram verði unnið að samgöngubótum milli Vest- mannaeyja og lands, m.a. með á" framhaldandi lengingu flugbraut- arinnar og greiðari samgöngumv við Þorlákshöfn. 6. Kjördæmisþingið telur nauð- synlegt, að ekki verði hætt djúp-> borunum í Vestmanhaeyjum fyrr en fullkannað er hvort nægilegfc vantsmagn fæst á þann hátt. 7. Kjördæmisþinigið lýsir yfir Stuðningi við stofnun stýrimanna-- skóla í Vestmannaeyjum, en telur að hann verði ríkisskóli. 8. Kjördæmisþingið skorar ái menntamálaráðherra að hlutasfe til um að menntaskólinn að Laugarvatni verði stækkaður meíý byggingu heimavistar fyrir nem- endur, þannig að kennslukraftur og aðstaða nýtist til fulls. ^SaiE^synSegí GISTIHÚSUM LEIKHÚSUM KVIKMYNDA- HÚSUM VERZLUNUM SKÓLUM SJÚKRAHÚSUM LÆKNASTOFUM VERKSMIÐJUM SKRIFSTOFUM ogr alls staffar þar sem viðhafa skal Fullícomið hreinlæti með stöðugt hreinu, góðu handklæði. Leitið upplýsinga og pantið. Falleg, öraigg tæki í tveim- ur stærðum: VerS: kr. 2.ÍS5.Ö0 og kr. ★ Bylting- frá fyrri tíma pappírs- þurrkum og óiireinum handklæffum. ★ Viff sjáum um uppsetningu og regiuiega um- sjón. ★ Aukið hrcinlæíi. ★ Aukin þægindi ★ Sparnaður Borgartún 3 — Símar 17260 — 17261 — 18350. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júlí 1964 $ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.