Alþýðublaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.07.1964, Blaðsíða 9
3 Nefnd athugar breytingar •mmmmmammmmmmmmmmm^—mmma^mmmmmmmmmmmammmm á stjórn borgarinnar •a gervi sjálft, — hver verður (ii 11111111111M, ii 111'.11 iiiitn1111ii11timiiiiii■ iiii■ 111111 Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtu dagskvöld var gerð samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, en mál- ið var til annarrar umræðu. Hin nýja samþykkt felur í sér staðfest- ingu á þeim hefðum, sem myndast hafa, en hefur ekki í för með sér neinar stórvægilegar breytingar. Á fundinum var felld tillaga frá öllum minnihlutaflokkunum um að fjölga fulltrúum í borgarstjórn úr 15 í 21. í umræðunum um málið lagði Óskar Hallgrímsson á það áherzlu að líta beri á samþykktina, sem bráðabirgðasamþykkt, en endur- skoðun á stjórn á borgarinnar yrði að fara fram hið fyrsta og var samþykkt tillaga frá honum þess efnis, að kjósa skuli 7 manna nefnd til þess að athuga, hvort rétt sé að gera breytingar á stjórn borgar- innar. Lagði Óskar á það áherzlu, að borgarráð hefði ekki getað haft það frumkvæði og eftirlit, sem ætl azt var til, og stafaði það af hinu mikla álagi, sem á það br lagt. Yrði því að dreifa verkefnunum á hagkvæmari hátt. Mætti t. d. gera Gamla bíói í KYÖLD kl. 8 verða sýndar í Gamla bíói tvær fræðslukvikmynd ir á vegum hinnar nýju leilar- stöðvar Krabbameinsfélagsins. Fyrri myndina, „Tíminn og tvær konur“ fjallar um nauðsyn þess, fyrir konur, að koma í tæka tíð til Iæknis eða leitarstöðvar til skoðunar svo frekar sé hægt að fyrirbyggja krabbamein í Iegi. Skýringar með þessari mynd eru á ísl., fluttar af Þórarni Guðna- syni lækni. Seinni myndin sýn- ir leiðbeiningar fyrír konur um sjálfsathugun á brjóstum. Jafn- framt verður fræðsluriti um þetta efni úthlutað. Yfirlæknir leitarstöðvarinnar, frú Alma Þórarinsson, flytur stutt ávarp á undan sýningunni, sem hefst stundvíslega kl. 8. Aðgang- ur er ókeypis og cinungis fyrir konur. NÝ LJÓÐABÓK NYLEGA kom út ný ljóðabók eftir Ingólf Jónsson frá Prest- bakka og nefnir hann hana Feykis hólar. í bókinni eru 38 kvæði. Ingólfur Jónsson hefur áður sent frá sér tvær Ijóðabækur og ennfremur barnabækur. Ljóðin i þessari bók eru flest um landíð og þjóðina, sem það byggir, ljúflega kveðin og innilega. Þetta er falleg bók í allstóru broti. það með því að fjölga borgarstjór- um eða skipa borgarráð mönnum, sem ekki hefðu önnur störf með höndum og skiptu málefnunum á milli sin. GAGNFRÆÐASKÓLA Vesturbæj ar var slitið í 36. sinn 1. júní s.I. Óskar Magnússon skólastj. skýrði stuttlega frá skólastarfi á liðuu skólaári og úrslitum prófa. Inn- ritaðir voru 211 nemendur í 9 deildum. í fyrsta sinn frá stofnun skólans var enginn 1. bekkur starf ræktur þar í vetur sem Ieið. Fastir kennarar voru 14 auk skólastjóra, en stundakennarar voru fjórir. Undir gagnfræðapróf gengu 69, og stóðust 66. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Óli Már Aronssonar úr verknáms deild, 8,52, en næsthæstur var Ólafur Símonarson úr bóknáms- deild með 8,21. 67 þreyttu unglingapróf, hæstu einkunn hlaut Guðmundur Gríms- son, 8,52. Á 3. bekkjarprófi var hæstur í verknámsdeild Hólmgeir Pálmason með 8,30, en í bóknáms deild Jóhannes Rafn Kristjánsson, 7,95. í landsprófsdeild varð að þessu sinni hæstur á prófi Bjarni Gísla- son, 8,88! Verðlaun voru veitt þeim nemendum, er sköruðu fram úr í námi, og einnig þeim nemendum, er unnu að félagsstörfum og höfðu á hendi trúnaðarstörf fyrir skól- ann. Biskupinn vísit- Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, vísiterar Stranda prófastsdæmi og er áætlun hans sem hér segir: Þriðjudaginn 7. júlí kl. 2 Árnes. Miðvikudaginn 8. júlí kl. 2 Kaldrananes. Sama dag kl. 8.30 Ðrangsnes. Fimmtudaginn 9. júlí kl. 2 Staður í Steingrímsfirði. Sama dag kl. 8.30 Hólmavík. Föstudaginn 10. júlí kl. 1 Kollof jarðarnes. Sama dag kl. 5 Óspakseyri. Laugardaginn 11. júlí kl. 2 Staður £ Hrútafirði. Sunnudaginn 12. júlí kl. 2 Prestsbakki. Þess er vænzt, al sóknarnefndir og annað safnaðarfólk komi til kirkju til viðtals við biskup. Sér- staklega óskar biskup að fá ferm- ingarbörn ársins og önnur ung- menni sókngnna til viðtals. Skólaslit í Gagn- fræðaskóla Vest- urbæjar Fræðslumyndir fyrir konur í erar á Ströndum Bótagreiðslur almannatrygginga í Reykjavík ÚTBORGUN ELLILÍFEVRrS hefst að þessu sinni miðvikudaginn 8. þ. m. og útborgun ÖRORKULÍFEYRIS hefst föstudaginn 10. þ. m. « Eins og áður er tilkynnt, eru skrifstofur vorar lokað- ar á laugardögum mánuðina júní - september. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Laxveiði Enn er óráðstafað nokkrum veiðileyfum fyrir sumarið 1964 í Korpu (Úlfarsá) í Mosfellssveit. Veiðileyfin verða til sölu hjá Albert Erlingssyni, Verzlunin Veiðimaðurinn, Hafnarstræti 22, sem gefur allar nánari upplýsingar. Áburðarverksmiðjan h.f. Rafmagnstæknifræðingar Rafmagnsverkfræðingar Samband íslenzkra rafveiína og Ljóstæknifélag íslands óska að ráða rafmagnsverkfræðing eða rafmagnstæknifræð- ing til starfa. Umsóknir sendist Sambandi íslenzkra raf- veitna, pósthólf 60, Reykjavík,. fj-rir 1 ágúst næstk. Nánari upplýsingar í síma 18222. Keflavík Tilboð óskast í að byggja rennusteina meðfram mal- bikuðum götum í Keflavík Nánari upplýsingar gefur byggingarfulltrúinn. Sími 1553. BÆJARSTJÓRINN. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir af fólks- og vörubílahjólbörðum. Veitum yður þjónustu alla daga, helga sem virka, frá kl. 8,00 árd. til 23,00 síðd. öryggi ofar öllu. — Góð bjólbarðaþjónusta er öryggi á vegum úti. HJÓLBARDAViÐGERÐIR MÚLA v/Suðurlandsbraut. — Sími 32960. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júlí 1964 j|>i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.