Alþýðublaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.07.1964, Blaðsíða 4
3 Fy ir siokkru varð cinkennilegt umferðarslys í grennd við Hornb-ek í Danmörku. Bílnum var ekið í gcgnum grindverk og i hús, eins og gjörla má sjá á myndinni. Ungur maður, sem var farþegi í bílnum, kastaðist út úr lionum og upp á þak hússins, þar sem örin bendir á brotnar þakskífur. Hann beið samstundis bana. Síðasta tilraun Framhald af bls. 3. l.jóðandi repúblikana í forseta- írosningunum. Jafnvel áköfustu zfj lgismenn Serantons játa, að þelr jiafi litla möguleika til að fá breyt íngartillögurnar samþykktar á 3andsþinginu. Stjórnmálafréttaritarar segja, -J'.S það sem fyrst og fremst vaki nfyrir Scranton og mönnum hans sé í\S rugla Goldwater í ríminu og knýja fram árekstra, sem veikt geti stöðu hans meðal fulUrúanna. Goldwater sagði fulltrúum frá Oregon, að demókratar hefðu ekki getað bakað honum eins mikið tjón og nokkrir repúblikanar í’.efðu þegar gert. • —Repúblikanar ættu að ræða i'niscök Johnson-stjórnarinnar en « okki hvort Goldwater vilji varpa Ujarnorkusprengjum. Hin rrtikla i etta er Demókrataflokkurinn, jsem sósíálistar hafa náð á sitt ild. ; Skoðanakönnun, sem skýrt var í á í dag, sýnir að flestir kjósend- \;r repúblikana telja að Goldwat- ■%-: verði tilnefndur forsetaefni jílokksins, en að hann muni bíða -clsigur fyrir Johnson for.seta í feosníngunum í haust. Þeldökkur lögfræðingur, Paul Zuber, sagði í dag, að hann mundi fara þess á leit við dómsyfirvöld í San Frartcisco að banna landsþing repúblikana, þar eð blökkumönn- um væri beinlínis bægt frá fund- um' sendinefnda frá suðurríkjun um. Zuber sagði, að í nokkrum norðurríkjum hefði bæði blökku- mönnum og hvítum mönnum sem neita að styðja Goldwater, verið meinað að snja . fundina. Hann kvaðst mundu biðja dómsyfirvöld að úrskurða hvort landsþingið bryti í bága við stjórnarskrána, sem kveður á um jafnrétti kyn- þáttanna. Blaðið „New York Times“ sagði f dag, að sjónarmið Goldwaters gætu haft hörmulegar afieiðingar fyrir þjóðina og heiminn ef þeim yrði hrundið í framkvæmd. Blaðið sagði, að pólitískt séð lifði Goldwaters á röngu tímabili í sögunni. Hann væri hvorki í tengslum við flokkinn né heiminn sem við lifum í. „The Washington Post“ segir, að stefnuskráratriði repúblikana um utanríkismál væri loforð um styrjöld. Blaðið bætti því við, að flokkur og frambjóðandi, sem næðu kosningu með þessari stefnu skrá, yrðu annað hvort að taka af stöðu gegn stefnuskránni opinber lega eða búa sig undir styrjöld. Víetnam Framh. áf bls. 3. menn og særðu 125. Um 65 var saknað eftir árásina. Utanrikisráðuneytið í Saigon hermir, að Khanh forsætisráð- herra hafi beðið vinveitt ríki um að auka aðstoðina við Suður-Viet- nam. Jafnframt gaf Phan Huy Quat utanríkisráðherra út yfirlýs- ingu, þar sem hann tók afstöðu gegn hugmyndinni um, að Vietnam verði gert hlutlaust. Hlutleysi mundi aðeins leiða til þess, að kommúnistar tækju völdin í Suður Vietnam. Malaysíumálið Framhald af 1. síðu. NUAT Framh. af bls. 3. stjórn Afríkumanna í S-Rhodesíu. Embættismennirnir standa and- spænis þeim vanda, að orða til- kynninguna þannig, að samveldis- ríkin í Afríku géti sætt sig við hana, án þess að hendur brezku stjórnarinnár verði bundnar. í viðræðunum í dag voru tekn- ar fyrir ýmsar tillögur um aukna verzlun samveldislandanna, fjár- festingar og tæknisamvinnu. •*— Lögð var áherzla á nauðsyn þess, að tr.vggja þróunarlöndunum markaði, þannig, að þróunarhjálp- in komi að fullum notum. Góðar heimildir lierma, að skipað verði frdmkvæmdaráð samveldisins og aðalframkvæmdastjóri, sem að- ildarrfkin kjósi. Seinna sagði Holycak forsæt- isráðherra Nýja-Sjálands, í ræðu að Ný-Sjálendingar mundu senda hersveitir til Malaysíu, ef á- standið versnaði. En Ný-Sjálend- inga hersveit er í Malaysiu. Lund sagði umferðarvandamálin í Svíþjóð vera geigvænleg, og gat mmwwMMHwwwwiw Tófta- rann- sóknir Reykjavík, 13.7. - HKG. í FYRRA var hafizt handa við fornleifarannsóknir að Hvftárholti í Hrunamanna- hreppi. Þar eru bæjartóft- ir, sem talið er, að geti ver- ið frá því snemma á mið- öldum eða jafnvel frá sögu- öld. Þór Magnússon, safn- vörður, og Ólafur Einarsson stúdent, eru nú sem stend- ur austur í Hvítárholti við frekari rannsóknir á þessum tóftum. 4 15. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ þess, að þótt bílafjölgun hefði ver ið mikil þar undanfarin ár, hefði hún samt oroið ennþá meiri á íslandi. Stjórnskipuð nefnd, sem sett hefði" verið til að rannsaka umferðarvandamálin, hefði nýlega * skilað áliti og eín af tillögum henn ar hefði verið að lækka leyfilegt .áfengismagn í blóði ökumanns úr 0,5 pro mille niður í 0,4 pro mille, og yrði það líklega gert á næstunni. Það væri svo í Svíþjóð sem hér, sagði Ragnar Lund, að áfengis- vandamál í sambandi við umferð- ina snerti æ yngra fólk, og hefðu Svíar sannarlega sína Hvítasunnu- æsku, þar sem væru hinir svo- nefndu „raggare“, ölvaðir strákar á bílum, eltandi stelpur. Bindindisfélag ökumanna gekkst á sínum tíma fyrir stofnun trygg- ingarfélagsins Ábyrgð í samvinnu við Ansvar International Insur- ance Co. i Stokkhólmi. Félagið býður viðskiptamönnum sínum bif reiðatryggingar með 15% lægri iðgjöldum en önnur tryggingafé- lög. Bindindistryggingarfélögin starfa í hverju landi í náinni sam vinnu við bindindisfélög öku- manna. Slík tryggingarfélög eru nú starfandi á öllum Norðurlönd- um og auk þess í Stóra-Bretlandi og Ástralíu. í ljós hefur komið, að tjónaút- lcoma hjá bindindismönnum er betri en hjá öðrum, og er því unnt að liafa tryggingaiðgjöldin lægri. Hjá Ábyrgð h.f. hafa verið tryggð- ar 1500 bifreiðar og fimm hundr- uð heimili eru þar í heimilistrygg ingu. Nánar verður sagt frá starf- semi bindindisfélaga ökumanna á umferðarsíðu blaðsins næstu daga. Mikil síld Framhald af 1. síðu. komin aftur á fornar slóðir. Það eru t. d. ekki mörg ár síðan bátar fengu sæmilegasta afla í reknet á þessum slóðum á sama árstíma. Torfan sást af handfærabátum frá Akranesi og dragnótabátum frá Ólafsvík og segja sjómennirnir að hún hafi verið stór og þykk. Hum- arbátar urðu varir við síld í Mið- nessjó einnig í nótt. Nú er svo komið, að það er síld við allt landið nema Norðurlandið og hefði einhvern tíma þótt sagá til næsta bæjar á þessúm tíma árs. Skipbrotsmenn Prambald af 1. BlSu). hafi verið að ræða, en báturinn var olítikyntur. Eldurinn magnaðist mjög fljótt og urðu þeir feögar að fara í gúm- bátinn, sem er 10 manna. I dag urðu þeir oft varir við skip og stundum svo nálægt, að þeir greindu mennina við vinnu á þil- farinu. Þeir skutu upp neyðarblys- um í sífellu, en allt kom fyrir ekki. Þegar þeir höfðu svo eytt upp öll- um blysunum kom Mjöll auga á þá og bjargaði þeim. Brimill var, eins og fyrr segir, 8 tonna trilla, nýleg. Báturinn liafði ekki talstöð og því enga möguleika til að kalla á hjáip eða láta vita af sér í neyð. Ef vindur hefði ekki verið liagstæður, held- ur t. d. að austan, hefði gúmbát- inn sennilega borið út í Græn- landsliaf og enginn farið að óttast um bátinn fyrr en að viku liðinni, og þá alltof seint. SÍLDIN Framhald af síðu 1. Meira en helmingur skipanna er nú að veiðum, en hin liggja teppfc í höft»um undir afla. Saltað er á öllum Austfjörðúnum, en lítið sem ekkert á Raufarhöfn. Sildarflutn- ingaskipin norsku eru í stöðugum flutningum frá Seyðisfirði til Siglufjarðar og Eyjafjarðarhafna, BRAZIL íFramha.ld a.f l. síCu) minjasafnið skoðað, og allmarg- ir fóru til Hveragerðis. Systurskip Brazil, Argcntina er væntanlegt hingað síðar. Bæði þessi skip eru í eigu Moore-McCormack skipafé- lagsins, sem aðallega er þekkt hér fyrir flutningaskip sín» scm mikið liafa flntt hingað fyrir herinn. Á þriðjudag er væntanlegí hingað þýzka skemmtiferða- skipið Hanseatic, sem mun vera eitthvert fínasta skip £ eigu Þjóðverja nú. Flytur það hingað livorki meira né minna en 850 farþega. Það á að koma inn snemma morguns og Iáta aftur úr höfn á miðnætti. Far- þegar þess munu fara á alla venjulega staði skemmtiferða manna. MMHMWMWMWHMMMMW Samninga- þóf við Sovét Reykjavík, 14.7. - GO. SAMNINGAR ganga nú lieldur báglega við einn af okkar stærstu saltsíldar- kaupendum, Sovétríkin. — Samningíviðræður hafa far- ið fram í Reykjavík undan- farnar vikur -milli síldar- útvegsnefndar og verzlunar- fulltrúa sovézka sendiráðs- ins í Reykjavík, en án ár- angurs. Sovétmenn vilja ekki kaupa síldina á því verði, sem aðrir hafa samið um. Von var á háttsettum mönnum frá Moskva hingað til samninganna, en í gær- kvöldi varð vitað að þeir kæmu ekki, en verzlunarfull- trúanum var falið að halda þófinu áfram. mmmmmmmmmmimmmmMi A uglýsiS í Álþýðublaðimi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.