Alþýðublaðið - 15.07.1964, Side 7

Alþýðublaðið - 15.07.1964, Side 7
 1' 'X' >x>: > i:;. ÉG er staddur austan Þjórsár, og bíllinn ekur upp Holtin, þetta eru átthagar og söguslóðir Guðmund- ar Daníelssonar, og hann situr við lilið mér undir stýrinu í fyrstu persónu eintölu í nútíð, en Sig- ríður kona hans í aftursætinu, í dag sæki ég heim sem gestúr þeirra hjóna utustu fjallasveitir Rangárþings, Upp-Holtin og Land- sveitina, hingað hef ég aldrei kom- ið áður, en brauzt á framboðsfund að Hvammi á Landi fyrir fimmtán árum, sprettharður er tíminn, og mannsævin þó sumum löng, það £er víst eftir því, hvers er að bíða. Umhverfið gleður augu mín, hér reynist miklu fallegra en ég átti von á, túnin fagurgræn, vötnin með borgfirzkum bláma í regn- súldinni, engjalondin eftirminni- lega prúð, fjöllin og fellin ein- kennilega samræmd listasmíð, og hér eru sunnlenzkar heiðar, greið- færar og jarðbundnar, þær skjóta ekki kryppu upp í loftið eins og systur þeirra fyrir vestan, norðan og austan, himinninn verður að gera svo vel og nálgast þær. Kannski er þó blessnð jarðrækt- in mest fagnaðarefni, moldin hér um slóðir sannfærir mig um gróð- urauð Suðurlands - drottinn hefur verið í góðu skapi, þegar hann bjó til þessar sveitir, en langur er þyrnirósusvefn landsins orðinn, nú vaknar það loksins í dagslátt- um, verður stærrá og byggilegra, rík er sú þjóð, sem á þetta gras, mér fer alitaf að líða betur, þegar ég sé bylgjandi nýrækt á sunn- lenzkum sumardegi eins og þess- um. Við heilsum upp á fólkið í Guttormshaga og á Ketilsstöðum, og skemmtilegar eru andstæður bæjanafnanna, sem ég heyri fyrsta sinni, Hreiður he:r, en Kaldakinn þar, annars vegar sumartáknið, hins vegar vetrargrunurinn. Sveit- irnar beggja megin Þjórsár togast n um skúrirnar, og öðru hvoru styttir upp, regnþvegið landið skiptir litum, dagurinn líður sak- laus og hæglátur, móður náttúru liggur ekkert á, hún hefur stund- ina og eilífðina á valdi sínu. Hér er Guðmundur Daníelsson borinn og barnfæddur, hér hljóp hann smalagrundir og stóð á teigi, héð- an fór hann á fjall og í ver, að- spurður staðfestir hann það, sem ég þóttist vita, „Bræðurnir í Gras- haga” gerast hér umhverfis Gutt- ormshaga, en „Ilmur daganna” niðri í Þykkvabæ og „Á bökkum Bolafljóts” út með Þjórsá, skáld- ríki hans er landið milli fljótsins og árinnar, en einkum vesturhlut- inn, þetta á sér í lagi við um fyrstu bækurnar, Guðmundur læt- ur vitaskuld ekkert marka sér bás, ekki einu sinni átthagana, enda lífsreyndur heimsborgari, en mað- ur er víst lítið annað en ætt sín og uppruni, einhvers staðar hér gerist sú listilega saga Pytturinn botn- Iausi, en þálturinn snjalli Dreng- ur á fjalli í heimi Öræfanna inni af Landsveitinni, og þangað för- um við bráðum, naumast verður sú átt gustmikil í dag, en tignar- lega rís foldin þar upp frá, ef ég man rétt, byggðina, sem Eýjólfur í Hvammi og Guðmundur í Múla gerðu fræga árin milli heimsstyrj- aldanna með vinnu sinna handa og djarfri en föðurlegri sveitarstjórn, legg ég helzt að líku við Grafn- inginn að litríkri og fjölbreytilegri náttúrufegurð, ekki skal mér gleymast Árnesþing, þó að ég sé hingað kominn, og Guðmundur Daníelsson tekur viðléitni minni ósköp vel, þegar ég freista sam- anburðar, mótmælir naumast, en brosir kannski góðlátlega í kamp- inn eins og hann vorkenni mér þessa fyrirhöfn, hann er hér heimamaður, en ég gcstur. Hann er líka sigurvegari dagsins: Vissu- lega hlýt ég að játa, að hingað sé gott að koma. Búsældarlegur Holtahreppurinn er að baki og Landsveitin fram- undan, en þá taka við sunnlenzku hrjósturlöndin, sem eíga að vera liarla fögur ásýndum. Samt verð ég fyrir vonbrigðum. Raunar er þetta umhverfi sérkennilegt, gró- ið, rótdjúpt valllendið rammís- lenzkt og sum bæjastæðin næsta eftirtektarverð, en eigi að síður - ég bjóst við meira. Grá og gugg- in regnmóða lætur aðdáendur ör- æfanna upp af byggðinni fara á mis við fjallasýnina í kvöld, og þá er mikils misst. Svo vantar í land- ið litina, sem úrslitum ráða. Land- sveitin mun umfram allt haust- fögur. Þá skartar jörðin hér um slóðir rauðbrúnni slikju, sem minnir á Þingvöll, þegar niér finnst hann tilkomumestur, ég er sennilega of snemma sumars- á ferð, þetta er ekki rétta árstíðin, ég man Landsveitina að hausti til, og þá er hún áhrifaríkust. í baka- leiðinni ökum við austur á bóginn í áttina til Rangár og svo upp að Hrólfstaðalielli. Nú liggur vegur- inn um hryggilega auðn, en hún orkar furðulega sterkt á mann, landið hefur skaðbrennzt í Heklu- eldum, ásjóna þess orðið fyrir ægi legum áverka, en hér minna ís- lenzlc örlög á sig og móta jörðina. Guðmundi skólaskáldi er mikil vorkunn að hafa ort eins og hann gerði um skógræktina, en kvæði hans er annars rangtúlkað og mis- notað, hann vildi skrýða „skriður berar, sendna strönd”, en lét sig aldrei dreyma um hégómleg jóla- tré, og vel hefði sá maður kunnað að meta sandgræðsluna, þetta er Hrólfstaðahellir, fæðingarstaður hans, græn vin í öskugrárri eyði- mörk, einn af álagablettum eld- fjallalandsins, ömurlegt hefur þetta nábýli við Heklu verið mönnum og dýrum og öllu lífi ár og aldir. Hér er leiksvið örlaga- ríkra andstæðna og skáldríki Guð- mundar Guðmundssonar. Mig undrar naumast, að hann slægi af nniiuufflliiHMieii f.tsasfi *: mmmamm Guðmundur Daníelsson, rithöfundur. hörpu sinni háa tóna, þessi ís- lenzki Davíð, hann þurfti ekki að- eins að láta brá af einhverjum geðveikum Sál heldur sefa reiði guðs almáttugs með sjálfan jarðeldinn á lofti, voðalegri refsi— vönd getur varla í mannkynssög- unni. Og fagurlega komst Guð- mundur skólaskáld að orði, þegar hann orti bezt, hann fæddist í morgunsári þjóðhátíðarinnar 1874, varð heimsborgari og fagurkeri, en gat auðvitað aldrei gleymt átt- högum sínum á Rangárbakka og Sólarhafs við ósa, mín ljósa, þú lifir, — leiftur himins titra og glitra þér yfir! Farðu um löndin eldi, svo veldi þitt víkki, vorblær ylji dali og bali hver prýkki. Komdu’ og bræddu ísinn ó, dísin mín dýra, dróma leystu’ af sænum með blænum þeim hýra! Ó, ég varpa tötrum, og fjötrum ég fleygi: finn, að nálæg ertu, þó sértu hér eigi. Senn rís allí úr dvala til dala og voga, dýrðleg blika sundin og grundin í loga. Allt til þess að blessa og hressa hið hrjáða, holundir, sem blæða, og græða hinn þjáða, kemur þú svo róskvik með ljósblik og lætur laugast tárum hjarnið sem bamið, er grætur! Hann lék líka á mjúka strengi af undraverðri sálarstillingu, þeg- ar húgur hans komst í jafnvægi og hann vildi láta mennina heyra til sín fremur en guð: Kvöldblíðan lognværa kyssir nvem reit, komið er sumar, og fögur er sveit, Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún, Seg mér, hvað indælla auga þitfc leít íslenzka kvöldinu’. í failegri sveití Sannarlega var háreystí Guð- mundar skólaskálds stundum lisí- ræn, en hann hefði samt betur oftar ort undir þessu lagi að mí.n- um dómí. Nafni hans Daní- elsson hleypur í ikapp við Sigriði konu sína að verða sér út um skýr- ari heildarmynd -af þessum bol- stað, bæ og jörð, en ég sit kyrr » bílnum af ótta við bjúg í fótum og hjartslátt, en rifja upp á meðan þau kvæði Guðmundar, sem haf« orðið mér minnisstæðust. Jafnam skal ég honum þakklatur fyrir minningarljóðið um Thor Lange, en þó hygg ég, að Dropatal fylgfc mér lengst inn í framtíðina, hveife heldur hún verður björt eðá dimm, ég lærði kvæðið ungur i þungrl legu og man það alltaf síðan: ; Lokið er dagsins ys og erl', ; , yfir sígur húmið dökkt. Engin sála sést á fer'i, sérhver götutýra’ er slökkt. Ýrir úr þoku úrgum salla, ýlir í síma góuþeyr. Drýpur af þökum, - dropar falla, dropar falla - einn og tveir, einn - og - tveir! einn og einn - og tveir og tvéir? Hérna lágu léttu sporin, löngu horfin, sama veg: ■ Sumarbiíðu sólskins-vorir. saman gengu þeir og ég, vinir mínir, - allir, allir, eins og skuggar liðu þeir inn í rökkur-hljóðar hallir, hallir dauðans - einn og tveir, einn - og - tveir! Framhald á 10, síðis Guffmundur Guffmundsson „skólaskáld“. hlutskipti þeirra, Heklueldunum, baráttu landsins upp á líf og daúða og tvísýnu veraldarinnar. Fáir hafa fagnað vorkomunni í ljóði af einlægari hrifningu en þessi söng- glaði Sunnlendingur: Vona minna bjarmi á barmi þér ljómar, — ber mig upp til skýja, þar gígja þín hljómar! ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. júlí 1964 y

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.