Alþýðublaðið - 15.07.1964, Page 8

Alþýðublaðið - 15.07.1964, Page 8
^uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii iMmimmiiiiiiimiiiiiiiiimiiimiimimiiiiimmiiiiiiiimiimimiiimiimiimiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimii.i.iiiMiiMiiiiiiiiiiMiiiiisiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiii immmiiih .111111». k iiii Rætt við Hilmar Kristjónsson, deiildarstjóra Fiskveiðideildar FAO '„VEIÐITÆKNI þarf að kenna skipulega eins og aðrar starfs- greinar”, sagði Hilmar Krist- jónsson, deildarstjóri fiskveiða- deildar FAO (matvælastofnun SÞ) er blaðið náði tali af hon- um nú í vikunni. Hilmar var hér í stuttri heimsókn, en hann hefur aðsetur sitt í Rómaborg. Hilmar sagði, að nú kenndu sjómannaskólar skipstjórnar- mönnum nær eingöngu siglinga fræði, reikning og tungumál, en lítið sem ekkert er lyti að því að finna qg veiða fisk. Fram til þess dags hefði það þótt sjálfsagt, að allt er máli skipti í sambandi við fiskveiðar lærð- ist í „skóla reynslunar”. Það er að segja, að unglingar kæmu sem viðvaningar um borð í skip og yrðu með tímanum „vanir sjómenn”. Fyrir 70 árum hefði ríkt svipuð afstaða til margra starfa á landi, sem nú þætti sjálfsagt að búa menn undir með skólanámi og 'prófum. Síðan hélt Hilmar áfram: „Augljóst er að alltof lengi hefur dregizt að hefja skipu- lega kennslu í veiðitækni, bæði hér á landi og í öðrum þeim löndum þar sem dýr og flókin tæki eru notuð við veiðarnar. Nauðsyn tæknikenslu vex með aukinni fjárfestingu í skipum og veiðarfærum. Við höfum ekki lengur efni á því, að treysta á að skipstjórarnir öðl- ist nauðsynlega kunnáttu með höppum og glöppum. Þegar litið er á aflaskýrslur sést greinilega hve mikill misbrest- ur er á kunnáttu og hæfni hjá miklum fjölda skipstjóranna. Það er ekki „heppni” sem veld ur því að sömu 15-20 skipstjór- arnir veiða þrefalt meira en. meðalafla, mörg ár í röð, þó þeir séu með samskonar skip og svipuð veiðarfæri og hinir, sem minna afla”. Hilmar sagði, að það þyrfti að gera mönnum Ijóst, að það væri ekki síður nauðsynlegt að læra veiðitækni í skóla en hverja aðra starfsgrein. Hann kvaðst nú vera að undirbúa herferð til að glæða áhuga manna á þessu efni, og stuðla að því að hægt verði að fram- kvæma slíka kennslu. — Og hann hélt áfram: „Til þessa hafa ekki verið til kennslubækur í þessari grein, en veiðarfæraráðstefnurnar, áem FAO hélt 1957 og 1963 tóku til meðferðar þessi mál. Bækur þær, sem komið hafa út að loknum þessum ráðstefnum, innihalda þann efnivið, sem nota mætti til að semja kennslu bækur í þessari grein.. Ýmsir þættir efnisins eru nú þegar til- tækiíegir, svo sem um hin ýmsu efni í veiðarfæri, veiðarfæra- verkfræði (teikna og reikna út stærð og gerð veiðarfæra), um vörpur og togveiðar, fiskileitar- tæki og fleira. Þess ber þó að gæta, að kennslubækur í veiði- tækni þarf að gera með tilliti til aðferða, sem notaðar eru í hverju landi”. „Riissar hafa skipuiagt víð- tæka kennslu varðandi veiði- tækni, og er enginn vafi á því að þetta kennsíukerfi hefur hjálpað þeim að byggja upp á örskömum tíma umfangsmikl- ar og nýtízkulegar úthafsveiðar. Ekki er þó þar með sagt að þeirra kerfi henti á Vestur- löndum, en það er góð hug- vekj að kynnast þróun þessara mála í Sovétríkjunum. Sjálfur hef ég heimsótt skóla þeirra og ungir rússneskir skipstjórar, sem numið hafa í þessum skól- um, hafa unnið undir minni um sjá á vegum tæknihjálpar Sam- einuöu þjóðanna. Hafa þeir reynst hinir hæfustu, bæði á hinu verklega og bóklega sviði”. „Hér á íslandi yrði slík kennsla að fara fram á tvennan hátt til að byrja með. Fyrst og fremst þyrfti að auka veiði- tæknigreinum við núverandi námsgreinar Stýrimannaskól- ans. í öðru lagi þyrfti að efna til námskeiða fyrir þá, sem nú þegar eru brottskráðir. Á þessr um námskeiðum þyrfti að leggja aðal-áherzlu á notkun fiskileitartækja, hina flóknu tækni við að kasta herpinót með hjálp asdic-tækja. Þenn- an lið mætti einnig æfa verk- lega. Þá mætti fjalla um gerð herpinóta, stærðarhlutföll, fell- ingu, blýjun með tilliti til sökk- hraða og fleira. Síðan hélt Hilmar áfram „Hér á landi verða iðnaðar- menn, t. d. múrarar, pípulagn- ingarmenn og smiðir, að Ijúka 4 ára iðnnámi, og er það ekki nema rétt og sjálfsagt. Þó eru þeirra störf ekki eins vandasöm og margbrotin. Ef til vill gera menn sér ekki almennt grein fyrir því hve flókin og vanda- söm störf skipstjóranna eru, t. d. á síldveiðum hér við land. Þeir þurfa að bera gott skyn á búnað hennar, hagræðingu um borð í skipinu, val á réttu efni í hina ýmsu hluta veiðarfær- anna, en þar er úr mörgum að velja meðal hinna ýmsu gerviefna, sem kaupmenn kepp ast um að bjóða. Hinir feng- sælli skipstjórar kunna að jafnaði betur að nota fiskileit- artækin og finna því oftar síld- artorfur. Þá er hin afar-flókna tækni við að kasta á djúpsynda torfu, sem sést aðeins á asdic- tæki. Þar þarf skipstjórinn að „reikna út” með eldingar- hraða dæmi, sem er mun flókn ara en t. d. þegar sprengju er varpað úr flugvél. Þó þótti nauðsynlegt að hafa til þess „vél-heila” (bomb-sight) ( síð- asta stríði. Skipstjórinn þarf að taka með í reikninginn vind- hraða, og stefnu, straumhraða og stefnu, hraða og stefnu torf- unnar, lengd nótarinnar, hraða skipsins og snúningsradíus og margt fleira. Ekki er því að furða þótt þeim beztu og æfð- ustu misiakist oftar en þeim tekst að ná torfunni”. Að lokum sagði Hilmar: „í hinum svokölluðu þróunarlönd- um þar sem fiskveiðitækni er enn á frumstigi er mönnum víðast ljós nauðsyn kennslu. Hilmar Kr Það er hins vegar i hinum gömlu fiskveiðilöndum að mönnum sést yfir nauðsyn skipulegrar kennslu. íslenzkir fiskimenn eru efalaust meðal hinna fengsælustu, þeir eru fljótir að tileinka sér nýjungar og standa nú trúíega feti fram- ar í snurpuveiðum en nokkrir , i .....................................................................................iiitiiiiiiiiiniiinríi,., ............................."","""fM„""",",",,m",im"",""",",,"i""""iniii,iiiiii,",7«i,ii",iMii"iii,iiiiMHiiii,i,>,miiiiViiitii,i""i*,ii,ii,,"lri'i......lliMilDimminmii 8 15. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.