Alþýðublaðið - 16.07.1964, Page 5

Alþýðublaðið - 16.07.1964, Page 5
 Sextugur í dag: JÓN ALEXANDER JÓHANNSON Reykjavík, 14. júlí. — HKG. í FYRSTA skipti í langan tíma er nú flut' út íslenzkt smjör til sölu criendis. Er smjörið' einkum Selt til Bretlands og Tékkósló- vakíu og mælist vel fyrir meSal útlendra, að því er skrifstofustjóri Osta- og smjörsölunnar tjáði fréttamanni blaðsins í dag. Talsvert af ostum er og selt til Vestur-Þýzkalands. Það er hinn venjulegi 45% skorpulausi ostur, eem notaður er til útflutnings. Frá því er skýrt í opinberum skýrslum, að 270 tonn af nýmjólk- Ur- og undanrennudufti hafi verT ið flutt út á tímabilinu janúar til maí þessa árs fyrir 2,6 milljónir króna. Þetta mjólkurduft er fram- leitt í Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkurbúinu á' Blönduósi. Það, sem ekki selst á innanlandsmark- aði, er selt til Vestur-Þýzkalands, Tékkóslóvakíu, Ungverjalands og til Sviss. Mjólkurduftið þykir á- gætt í bakstur, í kjötvinnslu og til sælgætisgerðar og fyrirtæki, sem framleiða þessar vörur, kaupa mestan hluta þess mjólkurdufts, sem hér selzt. Húsmæður hafa ekki enn komizt upp á lag með að nota það til matargerðar, sem það þó hæfir vel til. Það var árið 1960, sem fyrst var haíinn útflutningur á undan- rennuduftinu, en í fyrra hófst út- flutningur nýmjólkurdufts. Skrifstofustjóri Osta- og smjör- sölunnar tjáði blaðamanni Al- þýðublaðsins, að útflutningurinn mundi fyrirsjáanlega verða mun meiri í ár en áður, en sala tii útlanda er að sjálfsögðu háð fram leiðslu og eftirspurn hér heima. ****** I 1*1 2 0 0 | 1 í TOAG er Jón Alexander Jó- hannsson, sjómaður, Nönnugötu 1, sextíu ára. Jón er fæddur í Ólafs vík á Snæfellsnesi, foreldrar hans voru Magdalena Jónsdóttir og Jó- hann Eyjólfsspn sjómaður. Jón er einn af okkar kynslóð, sem ólst upp við þröngan kost. Hann er alinn upp hjá vandalaus- um, þar sem þröngt var í búi eins og víða á þeim tíma. Líkt og aðrir unglingar við Breiðáfjörð hóf Jón sjómennsku um fermingaraldur, fyrst á árabátum, en síðan lá leið in á skúturnar og þaðan á togara og farskip. Ævistarf hans hefur verið sjómennska, og hefur það rúm þótt vel skipað, sem hann var í. Jón er giftur Margréti Gísladótt ur, hinni ágætustu konu, og er hún eins og Jón ættuð úr Breiðafirði. Ég vil við þessi tímamót í ævi Jóns flytja þeim hjónum mínar beztu árnaðaróskir mcð þökk fyr- ir góða vináttu og tryggð. Þau Jón Alexander Jóhannsson hjónin dveljast nú sem stendur a<8- Dvalarheimili aldraðra s.iomanr.a, Hrafnistu. S.B. i iiiiii 111111111111 iiu iii 11111 iii u i.'umin-i -1111 ii ii iiiimiii iii iii ■iiiiiiiiiiiiu ii ,iii, (iiiuiMiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii .......tfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiatiii>iitiiiiiiiiiiiii*>iiiiiiiiiiiiii>iiiiiti' V ÞAÐ er ómaksins vert að athuga viðbrögð íþróttasíðna dagblað- anna með frásögnum af kapp- leiknum á Akranesi sl. sunnu- dag. Við þessa athugun kemur nefnilega í ljós, að þrjú þeirra hafa gjarnan það sem sannara reynist, en tvö þeirra, Morgun- blaðið og Tíminn fallast í faðma hlutdrægnislegra frásagna, þar sem reynt er að draga úr sök þess leikmannsins, sem upphaf- inu olli. Jafnvel Tímasannleik- urinn er svo hátimbraður, að meginsökinni ei- skellt á áhorf- i endur, sem eru sakaðir um ,,að hafa ekki liaft stjórn á skapi sínu, ruðzt inn á völlinn og gert íilraun til að láta hendur skipta og hinn saklausi? markvörður hafi ekki einungis orðið fyrir barðinu á þeim (þ. e. hinum æsta múg) heldur hafi auk þess félagi hans, alsaklaus, fengið liögg á andlitið.” Þá er höfðað til ummæla Ríkharðs eftir leik- inn, að sögn Tímans, þar sem hann segist hafa brotið af sér — og hann harmi það mjög. Þét a er svo lagt þannig fyrir, eins og Ríkharður sé aðalsöku- dólgurinn. Þetta er nú íþrótta- blaðamennska, sem segir sex. Þá birtir Morgunblaðið (Kor- mákur) viðtal við dómarann, sem var Baldur Þórðarson, und ír stórri fyrirsögn og í ramnia: „Ein bezta skáldsaga, sem ég hef lesið”. Fyrirsögnin á sjálf- sagt að gefa til kynna hinn gagnmerka og þroskaða bók- menntasmekk dómarans. Er dómarinn að reyna að hnekkja frásögn Vísis, sem fyrstur blaða birti umsögn um leikinn. Það kennir vissulega mikilla til- þrifa i þessu viðtali, þar sem sýnilegt er að dómarinn hefur lagt til frásagnargáfuna en rit- stjórinn andagiftina og orða- lagið. En hvað rismest er þó frásögnin þegar dómarinn er að svara þessari spurningu rit- stjórans: „Hvernig skeði þetta fræga atvik Geirs og Ríkharðs?” Geir var með knöttinn, segir dómar- inn, og býst til að spyrna frá. Ríkharður gerir sér þá lítið fyr ir og bregður Geir. „Ég flauta eðlilega”, bætir dómarinn við. Þótti engum mikið, hví skyldi hann fara að flauta óeðlilega? „Skunda för minni á vetívang, til að áminna Ríkharð og láta fara fram aukaspyrnu”. En áð- ur en dómarinn kemst á leiðar enda, þrífur Geir knöttinn og dómarinn segir: „Danglar hon- um í höfuðið á Rikharði”. Tak- ið eftir orðalaginu, danglar honum í höfuðið á Ríkharði. Sannast sagna er að markvörð- urinn kastaði boltanum af öllu afli í Ríkharð. Á þéssu augna- bliki rís hú dómarinn hvað hæst í veldi sínu. Bendir Geir með strangri handasveiflu að hverfa af vellinum. En Geir er ekki al- veg á því að undirstrika ekki sinn „mikilsverða” þátt í þessu „atviki”, og þáð svo að murtað verði lengur en til næsta dags. Hann vindur sér að Ríkharði og ,,slær hahn einu sinni í and- litið”, að sögn dómarans. Hins- vegar lét hann fylgja höggi nr 1 annað í viðbót. Persónulegur dómur dómarans um þetta við- vik, ér það, að eigin sögn, „að Ríkharður hafi gert of mikið úr þessu og legið of lengi á vellin- utn” og enn bætir dómarinn við af sinni alkunnu mannþekk- ingu og glöggskygni „enda sýna flestir einhvern leikara- skap undir svona kringum- stóðum”. þ. e. þegar þeir eru barðir í höfuðið. Já, það kemur vissulega fyrir, að menn liggja eftir höfuðhögg, og ráða jafn- vel ekki sjálfir um það hvenær þeir standa á fætur. Þá á dómarinn ekki nógu sterk orð til að lýsa yfir því, aðspurður af ritstjóranum; prúðmennsku og löghlýðni Framara, þeir leikmenn eru að prúðmennsku í leik óvið- jafnanlegir af liðum I. deildar. Þetta er svei mér hugguleg uppreisn og yfirlýsing fyrir Framliðið. Þá lýsir hann því yfir að frásögn Vísis hafi verið mjög vilhöll og hlútdræg, enda, bætir hann við, „samin af Ak- urnesing” svo er klykkt út með þvi að lýsa fjálglega yfir takt- ískri snilli Framara. Að lokum gefur dómarinn þá yfirlýsingu, að því er bezt verður séð, fyrir hönd allra dómai-a i Reykjavík, að þeir hætti að láta ljós sitt skína á völlum og kappleikjum utan Reykjavíkur. Já, það verður svei mér bjart yfir knattspyrn unni í Reykjavík í framtíðinni, þegar öll dómaraljósin þar um slóðir, koma saman og lýsa hana upp. Og vitnisburður sá, sem þéssi orðvari dómari gefur knattspyrnunhugafólki utan Reykjavíkur er „óþverra orð- bragð og skrílsleg framkoma.” Þeir sletta skyrinu, sem eiga. Svo mörg éru þau orð. En öll miða þessi skrif að -því fyrst og fremst, að draga fjöður yfir framkomu Geirs markvarðar, sem „hrökk svo kirfilega upp af standinum” • sem raun bar vitni um, og sýndi af sér slíka frekju, óbil- girni og taugaveiklun, að með ólíkindum er, um mann, sem um árabil hefur stundað í- þróttir. Það var hegðun hans og' framkoma, sem einungis var sökin í öllu þessu, en hvorki mótherjanna né áhorfenda, — sem hinir „snjöllu” íþrótta- blaðamenn Tímans og Morgu'ri- blaðsins, vilja þó eigna bróður partinn af upphlaupinu. Hví vilja þeir drepa máli Geirs markvarðar á dreif? Það er skiljanlegt, þegar þess er gætt, að hér er um menn að ræða, sem báðir eru hátt á lofti sem fyrirmenn í Fram og áhrifamikilir forystumenn. Hví skyldu þeir ekki nota aðstöðu sína til að berja í bresti sinna manna og reyna eftir beztu getu að koma beirra sök á aðra? Segja má, að þetta sé mann- legt, en. ekki stórmannlegt og því síður íþróttamannlegt. Til er bók á íslenzku sem Skapgerðarlist heitir. Nú ætti Geir markvörður að verða sér úti um bók þessa hið bráðasta og í væntanlegu fríi því, sem hann hefur aflað sér með fram komu sinni á leikvelli, frá frek ari þátttöku sinni þar um skeið, að Iesa þessa bók með gaum- gæfni ásamt knattspyrnulögun um, svo að hann sé síðar um- kominn þess hvernig standa skuli að vi.ndasömu verkefni, utan vallar sem innan. A. V. Þ. CIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIII 1111111(111 IIIlllllIIItllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIHHl’' ■I|||||I|I|||I|,I|,|,,„,,|,i,,,,,,,||,,,,,,11,i'n,‘ll’|lll|ll imi,m, 1,,,,1'i,'! '.I|l,ll,l,,l„'|,,|,||||,|,,,|,l,,,|l||||ll|l|llll,||lll|ll,l,|llll|lll,l,l|llll|lll,llllllllll,lla|,,|,1,l,,ll|„l,,|l|l„llill,ll *l MI/ I IIIIIIIIIIIIIIIIIUIIMflMIIIIII ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. júlí 1964 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.