Alþýðublaðið - 16.07.1964, Síða 16

Alþýðublaðið - 16.07.1964, Síða 16
KNUD KAABER SKÁLHOLTSHÁTfÐ ÁR- LEGA HÉÐAN í FRÁ Reykjavík, 15. júlí. — HP. UM NÆSTU helgi, 18. og 19. júlí, verður haldin Skálholtshátíð á hinu fornfræga hiskupssetri, og hefur nú verið ákveðið, að Skál- holtshátíð verði haldin á hverju ári héðan í frá sem næst 20. júlí, en þá er Þorláksmessa á sumri, sem var almennur hátiðisdegur um allt Suðurland í fornum ,sið. Há- tíðin um næstu helgi stendur frá laugardagsmorgni til sunnudags- kvölds, og verður helgihaldið aðal- uppstaða hennar. Biskupinn yfir íslandi, lierra Sig urbjörn Einarsson, skýrði frá þessu á blaðamannafundi i dag. Hann gat þess, að slíkar hátíðir hefðu verið haldnar um nokkurt skeið, en að vísu legið niðri undanfarin ár. Þegar Skálholtsfélagið hófst handa um endurreisn staðarins, var einn þátturinn í starfi þess að efna árlega til Skálholtshátíðar, og var sú fyrsta haldin 1949. Síðan var haldin Skálholtshátíð ár hvert til 1955, en síðasta stórhátíðin var haldin á staðnum 1956 á 900 ára afmæli hiskupsstóls í Skál- holti. Á þessum hátíðum kom í ljós, að fólki var Ijúft að koma þangað og rifja upp þær minning- ar, sem við staðinn eru tengdar, jafnvel þótt aðstöðu væri þá áfátt til hátiðahalds í Skálholi. Siðan 1956 hafa byggingaframkvæmdir á staðnum torveldað hátíðahald, en 21. júlí í fyrra var dómkirkjan, sem verið hafði í smíðum í 7 ár, vígð. Jafnframt var staðurinn þá afhentur þjóðkirkjunni til umsjár og umráða, og eins og áður er sagt, hefur nú verið ákveðið að halda þar hátíð árlega héðan í frá. Skálholtshátíðin 1964 hefst kl. 9 árdegis á laugardaginn með klukknahringingu og morgunbæn í kirkjunni, og kl. 12 á hádegi verð ur aftur klukknahringing. Kl. 3 Framh. á bls. 13 ^IÍPMÐID Fimmtudagur 16. júlí 1964 Alþýðublaðið kos*t> ar aðeins kr. 80.00 á mánuði. Gerizt á- skrifendur. Rannsóknarferð að Brúarjökli mm Reykjavík, 15. júlí. Póst- og símamála- stjórnin gaf í dag út fjögur ný frí- merki að verðgildi 50 aurar, 1 króna, 1,50 kr. og 2 krón- ur. Þetta eru gull- falleg merki, prent uð hjá Couvoisier S/A í La Chaux de Fonds í Sviss. Seldu plastílát Reykjavík, 15. júlí, — HKG. ÍFRIRTÆKIÐ Sigurplast h.f. seldi plastílát fyrir fjórar milljón- fir króna á síðastliðnu ári. Þar af Yíoru 659.700 flöskur, 673,900 dós- ir og 40,950 brúsar. Frá starfsemi Þessa fyrirtækis segir í nýútkomnu *Hí Félags íslenzkra iðnrekenda. Sigurplast flytur inn þrjár teg- <itndir af plasti, sem er ýmist hart 'eða lint og á misjöfnu verði. Dýr- asta plastið er notað við fram- leiðslu á glösum undir töflur. Sigurplast h.f. framleiðir 40 teg. af plastílátum, 12 tegundir af dós- um, 14 tegundir af glösum og flöskum auk fleiri tegunda af í- látum. 12 manns er starfandi hjá Sig- Framh. á bls. 13 Reykjavík, 15. júlí. — HKG. JÖKLARANNSÖKNAFÉLAG ís- lands gerir út leiðangur 'að Brúar- jökli næstu daga. Með í ferðinni verða dr. Sigurður Þórarinsson, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, Magnús Hallgrímsson, mælinga- verkfræðingur og Magnús Jólianns son, leiðangursstjóri. í þessum leiðangri verða um 25 manns, og verður farið á tveim bílum. Annars vegar er bíll undir farangur leiðangursfólksins, hins vegar langferðabíll frá Guðmundi Jónassyni. í slagtogi með leiðangr- inum verður og annar ferðahópur frá Jöklarannsóknafélaginu, — I átta manns, — sem ætlar sér að vísu lengra en að Brúarjökli, Þessi leiðangur er gerður út til þess að kaníia það fyrirbrigði, sem átt hefur sér stað þarna með jök- ulinn, sem skriðið hefur langt fram nú á stuttum tíma. Talið er að þetta hafi byrjað í október í haust eða jafnvel fyrr. Jöklarann- sóknafélagið fékk menn af Héraðl til þess að athuga þetta fyrst í vetur og taka myndir, en síðan fóru menn frá Jöklarannsóknafé- laginu í nokkrar flugferðir yfir jök Framhald á síðu 13. Stal 60-70 þiís. af hiísbóndanum Reykjavík, 15. júlí. — HKG. RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavík hefur handtekið 19 ára gamlan pilt, sem játað hefur á sig þjófnað verðmæta upp á 60 til 70 þúsund krónur. Maður týnist af Herðubreið 'Wi'iWnMWWWVVVVVVHWAWAVWVVWVWVVWWVYWVWWWV Reykjavík, 15. júlí. — HKG. SÁ ATBURÐUR gerðist í gær- morgun, að matreiðslumaðurinn á Herðubreiö týndist af skipinu á leiðinni frá Mjóafirði til Seyðis- fjarðar. Er talið fullvíst, að hann hafi fallið fyrir borð. Herðubreið fór frá Mjóafirði kl. 7,20 í gærmorgun álciðis til Seyð- isfjarðar í góðu veðri. Kom skipið kl. 9,40 þangað, en um klukku- stund síðar varð þess vart, að mat- reiðslumaðurinn var liorfinn. Þegar að var gætt, sást að sorp fatan úr eldhúsinu var ekki á sín- um stað og er talið, að matreiðslu- maðurinn hafi ef til vill fengið aðsvif og fallið útbyrðis, er jiann var að liella úr henni. , I Matreiðslumaðurinn hét Jón Jónsson, Efstasundi 100, Reykja- vík. Hann lætur eftir sig -upp- komin börn. * Verzlunareigandi í Reykjavík sem rekur veiðarfæra- og vopna- sölu, kom til lögreglunnar fyrir skömmu óg kærði yfir því, að mað- ur, sem hann hefði ráðið til a8 leysa af í sumarfríum hefði gerzti fingralangur til bæði fjár og gripa þar í verzluninni. Við liúsleit hjá piltinum kom I ljós, að grunur verzlunareigand- ans var á sterkum rökum reist- ur. Pilturinn hafði á hálfum öðr- um mánuði krækt sér í 34,400 kr. og yörur að verðmæti um 30 þús. kr. Ýmist liafði pilturinn notfært sér vörurnar sjálfur eða selt þær svo sem byssur og veiðarfæri ým- is konar. J Pilturinn mun ekki liafa brot- ið alvarlega af sér áður, — eu málið er í frekari rannsókn. KR VAMM E'BK í GÆRKVÖLDI fór fram leikur i I. deild. á Laugardalsvellinum milli KR og íþróttabandalags Keflavík- ur. Leiknum lauk með sigri KR, 3- mörkum gegn 2.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.