Alþýðublaðið - 16.08.1964, Page 3

Alþýðublaðið - 16.08.1964, Page 3
^miimmmmimimiiiimmiimm v.». i i imiiiiuii............................... iiiiiiimimi.i uiiiíu Hinuuniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir i>ii»*»iii»imm.imiiiiimmmiimmim'mmimim»ruuM... I».UI.K...,.||| CíUíWiHAt þessum staS og tíma og starf- inu þá. Kannski var mest vert um starfið: „the full-tíme job of learning to write prose”. Þá list lærði Hemingway til meiri hlítar en flestir aðrir; fullnægj an af liviklausu starfi, góðu dagsverki er annar þáttur þess- arar bókar móti hinum við- kvæmnislegu, gamansömu, grá- lyndu minningabrotum sem mynda hinn þátt hennar. Og sjálf nýtur frásögnin stíllistar Hemingways eins og hún ger- ist bezt, frjálslegri, kækjalaus- ari, öfgaminni en í flestum seinni bókunum. Það er eins og minning fortíðarinnar leysi stílshátt hans úr læðingi: minn ing Parísar „í gamla daga þeg- ar við vorum mjög fátæk og mjög hamingjusöm”, eins og segir hér síðast. Sjálf þessi viðkvæmni, vitundin um glat- aða æsku, lokið líf, er engin nýjung hjá Hemingway; hún mundi vera snar þáttur í allri list hans; en liér vekst liún upp í nýrri alpersónulegri mynd og ljær hinni léttilegu, glaðbeittu frásögn undirtón þunglyndis og undirgefni. Fullnægja og forgengileiki: Þetta tvennt mætist í frásögn hins liðna skáldatíma, hvort öðru háð, hvorugt hugsanlegt án hins. í MOVEABLE FEAST rifjar ” óhjákvæmilega upp eina nafn kunnustu smásögu Heming- ways, The Snows of Kiliman- jaro, sögu um minninguna og dauðann. Þar koma fyrir í sög- unni fræg orðaskipti hans og Fitzgeralds sem víða er til vitn- að. Fitzgerald sagði þá sem væi’U mjög ríkir ólíka öðru fólki, þeir væru allt öðruvísi en við hin. Já, sagði Hemingway, þeir hafa meiri peninga. í síðasta minningakafla sín- um segir Hemingway af því hvernig ríkisfólkið hafði upp á honum og spillti hamingju hans og verki. Þar lýkur æsku hans, með stríðinu á Ítalíu og Parísar vistinni; við tekur heimsfrægð in og Hemingway goðsögunn- ar, „papa Hemingway” eins og það hét í blöðum, sem vildu fylgjast með. Beiskjan er auð- fundin í þessari frásögn ekkl síður en sögunni, hversu rétt- mæt sem liún kann að vera; og það er engu líkara en Heming- way hafi að lokum verið kom- inn á skoðun Fitzgeralds, — ríkisfólkið væri allt öðnxvísi en aðrir, ög þar á ofan banvænt allri skapandi gáfu. í sögunni um snjóana í Kilimanjaró er þessu liafnað: sögumaðurinn finnur alla sök hjá sjálfum sér, þar sem hann gerir upp fortíð sína. Sú sök er hvergi nefnd þegar Hemingway gerir upp að lokum eigin fortíð án þess skjóls sem skáldskapurinn veit (Framhald á 10. síðu) CR ekki Ernest Hemingway *■ einn þeirra höfunda, sem mað ur les á einhverju tilteknu skeiði ævinnar og skilur síðan við saknaðarlaust; kannski mætti segja: vex frá? Maður lætur áfangastað að baki þang- að sem aldrei verður komið aft- ur. Les nokkur til lengdar, aft- ur og á ný, bækur eins og A Farewell to Arms eða For Whom the Bell Tolls — að ég nú tali ekki um The Old Man and tlie Sea? En að sönnu býr minning áfangans með manni hvar sem farið er síðan: Hem- ingway hefur átt sinn þátt í að móta hugmyndir lesanda síns um b^kmenntir, alveg eins og hann mótaði bókmenntasvip heillar kynslóðar, sinnar eigin samtíðar. Kannski er þessi reynsla, þessi minning, enn sem fyrr aðgengilegust í smá- sögum hans; er ekki kjarninn í list hans niðurkominn í nokkrum beztu sögunum? Það er að minnsta kosti mín reynsla að þar freistast ég einna lielzt til að rifja upp kynnin við Ernest Hemingway. kAÐ var skemmtilegt, og dá- ** lítið skrýtið, að fá í vor upp í hendumar endurminningar Hemingways frá æskutíð hans í París árin upp úr fyrra stríði: A Moveable Feast segir af skáldatíma sjálfs hans í nám- unda við fólk eins og Ezra Pound, James Joyce, Gertrude Stein, Scott Fitzgerald. Sá tími er löngu orðinn nafnkunnur af verkum allra þessara og margra fleiri sem minna segir af hér í bókinni; margar getgátur hafa verið hafðar uppi um innbyrðis tengsl og gagnkvæm áhrif út- laganna í París; svo mikið er víst að í samskiptum þeirra voru oftsinnis mörg veður á lofti eins og oft hefur verið lýst. Sjálfur segir Hemingway um bók sína að lesandinn sé sjálfráður að lesa hana sem skáldskap; en ævinlega getur það hent að slíkt skáldskapar- verk bregði birtu á eitthvað það sem menn kalla staðreynd- ir segir hann. Virðing Hemingways fyrir Joyce virðist því afdráttarlaus- ari sem færra segir af honum í bókinni: honum bregður aðeins fyrir, á götunni að koma eftSr OLAF JÓNSSON úr leikhúsi, á veitingahúsi með fjölskyldu sinni. Sama verður með engu móti sagt um Ezra Pound og Gertrude Stein sem líklega hafa verið að því skapi nánari — og áhrifameiri - vinir Hemingways á þessari tíð; frá þeim báðum segir hann með gamansemi sem er engan veg- inn alveg góðlátleg. Raunar er frásögnin af vinslitum þeirra Hemingway með annarri af fjórum eiginkonum sínum, Pauline Pfeiffer. Hjónaband þeirra stóð Iinw irtCTio!. r rAsrrwó yfir frá 1928 til 1940. l’H E TORONTO STAR WEEKLY ’fotmxAo. HAtERQAY. juOÁtrvi! jwcitoi TWO itull Fighting Is Not a Sport—It Is a Tragedy Vmbollttt tht Strugfk rtwccn Man ond Btosti ~rht ThtttAcu o/tht 'taitMi An tht Entry, iht 'hmttng o/ BantkfUlos, vt tht Chath of ike Bulí -a Cansfdlatt at fZíngskk. \*fM m V*MU -MC TOWiQP »*<*í Dæmigerð hlaðagrein eftir Hemingway í Toronto Star 1923. Gertrude Stein ekkert nema tepruskapurinn. Þar birtist ein hliðin á karlmennskuhugsjón Hemingways: eitt saman kyn- villusamtal, sem hann heyrir af tilviljun, nægir til að fylla hann slíkri ógn, og viðbjóði, að hann hlýtur að forða sér á flótta. Þá er óblandnari skemmtun að frásögnum hans af Pound sem ævinlega var önnum kafinn að hjálpa öðrum: kaflinn um fyr- irtækið „Bel Esprit” sem átti að bjarga „majór Eliot” úr bankanum í London er ekkert nema undirförul kátína — og leifir ekki mikilli virðingu fyr- ir skáldunum tveimur. Enn aðr ir hljóta ekkert í sinn hlut nema skömm og fyrirlitning: Foi’d Madox Ford til dæmis og Wyndliam Lewis sem „just loo- ked nasty”. Þetta má nú allt saman vera skáldskaparblandið; það spillir þessum mannlýsingum ekki hót. Og frásagnir Hemingways af Scott Fitzgerald, sem segir manna mest af í bókinni að höfundinum einum frátöldum, eru áreiðanlega ekki heldur að sínu leyti tæmandi lýsing hans. Fitzgerald var vinur Heming- ways og samtíðarmaður í „the lost generation”, sem Stein, skirði; vegur hans var allmikill um tíma en fór síðan minnk- andi jafnharðan og stjarna Hemingways hækkaði; liann dó í örbirgð árið 1940. Nú sýnist þessu snúið við: Fitzgerald hef- ur „uppgötvazt" á nýjan leik, og verk hans sívaxið í metum á seinni árum eins og kannski er engin furða á tíð Antonionis. Fitzgerald og Hemingway hafa áreiðanlega verið gerólíkir menn ekki síður en rithöfund- ar; Þeir spanna „týndu kyn- slóðina” millum sín. Og í frá- sögn Hemingways fer saman umhyggja og liáð, samúð og lít- ilsvirðing: mynd hans af Fitz- gerald er neikvæðið af sjálfs- mynd hans 1 bókinni. Frásögn- in spillist ekki fyrir þetta. Öðru nær: hún fyllir mynd þeirra beggja, Fitzgeralds og Hem- ingways. Ævisöguleg „leiðrétt- ing” hennar, og annarra frá- sagna í bókinni, yrði sjálfsagt fróðleg; en hún breytti engu um gildi þessa „skáldatíma” sem er einmitt að birta okkur sjálfsmynd Hemingways í spegli tímans sem hann lifði, mynd hans eins og hann sá sig sjálfur og vildi að hún varð- veittist. KETTA er nú ekki svo að skilja “ að A Moveable Feast segi af einum saman skáldum og bóka- mönnum. Hér segir margt af hnefaleik og veðreiðum og skíðaferðura, góðum mat. og víni, og af ást. Hér segir af lið- inni æsku og týndri borg og þeirri hamingju sem bundin er Jiiliiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiimiiiimiiiiiiiimimiiimiiiiiimiuiiiiiiii .............................................................................................mmmimmmmi mmmmmmimmmiiimmmmmmmmmmmmmmmmmmiimmmmmmmmmmiimiiiiiimimmvj ALÞÝÐUBLAÐiO — 16. ágúst 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.