Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Ami Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiöur Guðnason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
HverfisgtHu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald
kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Viðskipfi við Rússa
KOMMÚNISTAR hafa á síðari árum gert það
að eins konar trúaratriði, að flest sem 'vel gengur
á íslandi sé viðskiptum við Sovétríkin að þakka.
í»annig lofa þeir Rússa fyrir, að ekki er atvinnu-
leysi hér á landi, og telja það eingöngu Rússum
®ð þakka, að íslendingar eru sjálfstæð og óháð
þjóð. Er S'vo langt gengið, að Rússum er þakkað
íyrir þann fiskmarkað, sem íslendingar hafa byggt
upp í Bandaríkjunum!
Hér er að sjálfsögðu um grófar öfgar að ræða,
sem enginn hugsandi maður getur tekið alvarlega.
Viðskipti okkar við Sovétríkin hafa bæði verið
(mikil og hagstæð, en það er fjarstæða að kalla þau
burðarás íslenzka lýðveldisins. Hins vegar er þetta
lævís pólitískur áróður, sem á að draga athygli
frá yfirráðum sovézka kommúnistaflokksins yfir
hinum íslenzka og réttlæta þann tilgang að draga
ísland úr samtökum lýðræðisþjóða yfir í fylkingu
alþýðulýðveldanna svokölluðu.
Núverandi ríkisstjórn hefur fylgt þeirri stefnu
að halda við heilbrigðum viðskiptum við Sovétrík-
in. Hins vegar hafa kommúnistar ávallt reynt að
blanda þessu máli inn í pólitík, eins og þeir gera
tnú. Þeir ráðast á aðrar vi'ðskiptaþjóðir okkar og
ihalda fram, að þær vilji koma íslenzka lýðveld-
inu á kné til að geta haft ráð þess í hendi sér.
Einnig reyna kommúnistar að nota Sovétviðskipt-
in til að komast í ríkisstjórn hér á landi, enda var
Pravda vaúla búið að birta tilkynninguna um
Bresnev-fundinn, þegar Þjóðviljinn lýsti því með
fögrum orðum í ritstjórnargrein, að viðskipti við
Sovétríkin hefðu eiginlega aldrei tekizt vel, nema
þegar kommúnistar sátu í ráðherrastólum!
Tvær 'varhugaverðar hliðar eru ávallt á við-
skiptum við Sovétríkin. Önnur er sú, að kommún-
'isminn liggur undir harðri gagnrýni fyrir að nota
imllliríkjaviðskipti sem pólitískt 'vopn, og eru til
'imörg dæmi þess ófögur. Hin er þess eðlis, að
ítússar bjóða smærri þjóðum aðeins vöruskipti,
þótt þeir geti greitt gu'll fyrir hveiti og aðrar nauð-
synjar, þegar þeim sýnist.
Það spillir fyrir eðlilegum viðslciptum íslands
og Sovétríkjanna, að kommúnistar hér á landi nota
þau svo mjög í flokkabaráttu og ætla nú sýnilega
að bjarga sér á þeim eins og flotholti gegnum
Idofning og óáran innan flokksins og einangrun í
landsmálum.
íslendingar vilja verzla með afurðir sínar og
íryggja nauðsynlega aðdrætti. En þeir vilja ekki
verzla með sjálfsforræði sitt eða blanda erlend-
um viðskiptum í innanlandsmál. Þessu gleyma
kommúnistar, þegar Sovétríkin eiga í hlut.
Virðuleg útför
Framhald af 1. síðu
tignarsess íslenzkra kvenna á for-
setaheimilinu á Bessastöðum,
heldur vegna þeirrar hamingju.
sem henni hefði hlotnazt í einka
lífi sínu allt frá bernskudögum.
Að lokinni minningarræðunni var
sunginn sálmurinn „Guð komi
sjálfur nú með náð“ eftir séra
Hallgrím Pétursson, en síðan lék
Páll Kr. Pálsson á orgelið sorgar
'göngulag, Eroica, eftir Beethov
en, á meðan kista forsetafrúarinn
ar var hafin út. Úr kirkju báru
sonur forsetahjónanna, Þórhallur
Ásgeirsson, tengdasynir þeirra,
Gunnar Thoroddsen og Páll Ás-
geir Tryggvason, og synir barna
þeirra, Ásgeir Thoroddsen, Sig-
urður Thoroddsen, Sverrir Þór-
hallsson, Tryggvi Pálsson og Ás-
geir Pálsson. Forseti íslands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, gekk
næstur kistunni úr kirku ásamt
dætrum forsetahjónanna, Völu
Thoroddsen og Björgu Ásgeirs-
dóttur, en næst þeim tengdadóttir
þeirra, Lily Ásgeirsson, síðan
dætra- og sonardætur forsetahjón
anna og fleiri vandamenn þeirra,
íslenzkir og erlendir embættis
menn og aðrir kirkjugestir. Er
kistunni hafði verið komið fyrir
á líkvagninum, sem beið úti fyrir
kirkjudyrum, var henni ekið beint
að Dómkirkjunni í Reyjavik. Verð
ur kveðjustundin á Bessastöðum
öllum minnisstæð, sem viðstaddir
voru.
Athöfnin í Dómkirkjunni hófst
kl. 2 siðdegis. Stundarfjórðungi
fyrr hóf Lúðrasveit Reykjavíkur
að leika sorgargöngulög við
styttu Jóns Sigurðssonar a Aust
urvelli. Fjöldi fólks safnaðist
saman fyrir framan Alþingishús-
ið og Dómkirkjuna um svipað
leyti, en lögreglumenn stóðu
heiðursvörð í Kirkjustræti. Fimm
mínútum fyrir kl. 2 gekk forseti
íslands í kirkju ur Alþingishús-
ðnu ásamt fjöiskyldu sinni, og
gengu dætur hans tvær, Vala og
Björg við hlið hans, en næst-
ir gengu sonur hans, tengdabörn,
barnabörn og aðrir ættingjar for-
setahjónanna. Á eftir gekk fólk,
sem beðið hafði úti fyrir, í kirkj
una, sem fylltist tírátt. Margir
stóðu í kirkjudyrum og mann-
fjöldi úti fyrir, meðan á athöfn-
inni stóð, en þar hafði verið kom
ið fyrir gjallarhornum. Kista for
setafrúarinnar stóð í kór, blóm-
um skreytt og sveipuð íslenzka
fánanum, en kórinn sjálfur, þar
sem biskupinn og skrýddir prest
ar sátu, var einnig skreyttur blóm
um.
Klukkan 2 hóf Dr. Páll ísólfs-
son að leika á orgelið þekktan
sorgarmarz eftir Beethoven, en
síðan söng Dómkórinn sálminn
„Á hendur fgl þú honum" undir
stjórn Páls. Þá léku félagar úr
Sinfóníuhljómsveitinni lagið
„Máríá, mild og há“ eftir Pál ís-
ólfsson á strokliljóðfæri undir
stjórn Björns Ólafssonar, en auk
hans léku þeir Jósef Felsmann,
Þorvaldur Steiingrímsson, Jón
Sen, Sveinn Ólafsson, Einar Vig
fússon og Einar Waage. Að lokn
um leik þeirra flutti biskupinn
yfir íslandi, herra Sigurbjöm Ein
arsson, útfararræðuna. Tók hann
texta sinn úr 1. og 2. kap. Jobs-
bókar: „Fyrst vér höfum þegið hið
góða af Guði, ættum vér þá ekki
einnig að taka hinu vonda? Nak-
inn kom ég af móðurskauti, og
nakinn mun ég aftur fara. Drott-
inn gaf, og Drottinn tók. Lofað
verði nafn Drottins". Síðan hóf
biskupinn mál sitt með því að
vitna til hinna frægu eftirmæla
•séra Matthíasar um Berg Thor-
berg, landshöfðingja:
„Aldrei er svo bjart yfir öðl-
ingsmanni
að eigi geti syrt eins sviplega
og nú:
og aldrei er svo svart yfir sorg-
arranni
að eigi geti birt fyrir eilífa
trú!“
... t-~ "V^T|TT 1 ’"r
Hann minntist þess, að bjart
hefði verið yfir Bessastöðum í
hugum þjóðarinnar, sem þangað
hefði litið, og nú í sumar hefði
þjóðin óskað þess eins og áður,
þegar forsetinn tók við embætti,
að forsetahjónin mættu sitja þar
áfram í sæmdum og sólin standa
kyrr yfir þeim og heimili þeirra,
en nú hefði syrt. Síðan mælti
liann á þessa leið: „Aldrei hafa
sterkari hugjr hnigið þangað en
einmitt nú, og ekki var í annan
tima bjartara yfir öðlingsmanni
en nú, er hann stendur í skugga
þeirrar grafar, sem öll þjóðin
hneigir“. Biskup minnti síðan á,
að frú Dóra Þórhallsdóttir hefði
verið fædd á því heimili, þar sem
göfuglyndi og góðlyndi húsráð-
enda réði mestu og vitnaði í þvf
sambandi aftur til ljóða Matthíaa
ar Jochumssonar, þar sem hann
segir um Laufásheimilið:
„Sá ég ei bjartara biskups-i
eetur;
léku ljúflingar um Laufáss-
garð",
Biskupinn minnti á, að frð
Dóra hefði verið yngst systkina
sinna, og er það kom í hennar
hlut að taka við heimili föður
hennar, sem hún hefði líkzt um
margt, hefði það strax komið
'fram, sem síðar varð raunin, að
hún var vandanum því betur vax-
in, sem hann varð meiri. Leið
hennar hefði legið út í lífið við
hliðina á göfugu glæsimennl,
sem síðan hefði verið trúað fyrir
miklu, en mestu þá, er hún gaf
honum hönd sína. Missir ástvina
hennar og þjóðarinnar væri mik-
ill, og svo hlý ítök hefði hin látna
forsetafrú eignazt í hugum alþýðut
þessa lands, að lát hennar værl
persónulegt sorgarefni ótalina
fjölda manna. Á því heimili, sem
hún stýrði, sagði biskup, hafa
verið meiri gestakomur en ann
ars staðar, en öllum var þar vel
tekið, hvaðan sem þeir komu og
Framhald á síðu 4
Orðsending
Til eigenda þungavinnubíla
Höfum fyrirliggjandi liinn heimsþekkta
E-RO-MATIC
loftstýrisútbúnað á allar gerðir bifreiða, som búnar
ieru loftþjöppu eða vacum.
ÖRYGGI - ÞÆGINDI
Veitum allar upplýsingar.
I. HANNESSON 8, CO. H.F.
Suðurlandsbraut 12, síini 35534.
2 16. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ