Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 1
„Fyrst vér höfum þegiö hið góða af Guði, ættum vér þá ekki einnig að taka hinu vonda? Nakinn kom ég af móðurskauti, og nakinn mun ég aftur fara. Drottinn gaf, og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins." ReyKjavík, 15. sept. — HP. ÚTFÖR forsetafrúarinnar, Dóru Þórhallsdóttur, var gerff frá Dóm- Hkirkjunni í Reykjavík síffdegis í dag, og fluttl biskupinn yfir íslandi, tierra Siprbjörn Einarsson, líkræffuna. Kl. 10 fyrir hádegi fór fram tninningarathöfn um frú Dóru í sóknarkirkju forsetahjónanna heima á Bessastöffum. Sóknarpresturinn, séra Garffar Þorsteinsson, prófastur, flutti þar minningarræðu, en aff lokinni minningarathöfninni á Bessastöff- um var kistu forsetafrúarinnar ekiff aff Dómkirkjunni í Reykjavfk þaffan sem útförin fór fram. Mikill mannfjöldi fylgdi forsetafrúnni til grafar, og voru báffar kirkjurnar þéttskipaðar við minningarathöfnina og útförina, og nokkrir stóðu inni auk mannfjöldans, sem safnazt hafffi saman úti fyrir. Meðal viðstaddra við minningar athiifnina á Bessastöðum og útför ina í Reykjavík voru ráöherrar á- samt frúm sínum, biskupinn yfir íslandi, handhafar forsetavalds, erlendir sendiherrar, formenn allra þingflokka og fleiri gestir. Öll athöfnin var látlaus og virðu leg og fór mjög vel fram, ogr sást á öllu, að þjóðin var að kveðja ástsæla forsetafrú hinztu kveðju. Fánar blöktu í hálfa stöng víða um land, og stjórnarráðinu og öðr um opinberum skrifstofum, fyrir- tækjum og Vinnustöðum í Reykja vík og úti á landi var lokað vegna útfararinnar, sem var útvarpað. Sólskin var og bjart yfir, en norð austangola og fremur kalt. Minningarathöfnin á Bessastöð um liófst kl. 10 f. h. Fimmtán mín útum áður <gengu nánustu ættingj ar og venzlafólk forsetafrúarinn- ar, forseti-nn, herra Ásgeir Ásgeirs Son, börn forsetahjónanna, tengda börn og barnabörn í kirkju heim an frá Bessastöðum. en klukkum var hnVigt. Kár kú'kjunn;ar þar sem kista forsetafi-úarinnar stóð, sveipuð íslenzka þjóðfánan- um, var skrýddur blómum, og kist an var skreytt blómum og blóm- sveigum, sem hiaðið hafði verið að henni. Minningarathöfnin hófst á þvi, að Páll Kr. -Páls-on lék sálmafor- leik í g-moll eftir Bach á orgel Bessastaðakirkju, en síðan söng kirkjukórinn sálminn ,,Á hendur í opnunni í dag eru mynd- ]! ir, sem ljósmyndarar blað- <; sins tóku í gær við útför jj forsetafrúarinnar Dóru Þór- !! hullsdóttur. $ iWMMWWMttWMIMMMMW fel þú honum“. Sóknarpresturinn, séra Garðar Þorsteinsson, flutti síðan minningarræðuna og lagði út af þessum orðum í 60. kapítula Jesaja, spámanns: „Rís upp, skín þú, því að ljós þitt kemur, og dýrð Drottins rennur upp yfir þér. Drottinn skal vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geisl- andi röðull“. Séra Garðar minntist frú Dóru Þórhallsdóttur einkum sem eiginkonu, móður og húsmóð ur, talaði ura einkalíf hennar og kvað birtu leika um allar minn ingar um hana. Minnti hann m.a. á, að hún hefði talið sig mikla gæfu konu, ekkl vegna þess, að síðustu 12 árin hefði hiin skipað æðsta Framhald á 2. síðu. 2 slösuðust við Stapann Reykjavik, 15. sept. - KG VÖRUBIFREH) með yfirbyggðum palli lenti út af Keflavíkurvegin- um rétt við Stapa klukkan rúm- lega eitt í dág. Bifreið þessi er frá varnarliðinu og voru í henni þrír íslendingar. Slösuðust tveir þeirra, en þó ekki hættulega. Bifreiðin lenti í hvarfi á vegin- um og eru líkur á því að við það hafi stýrisútbúnaðurinn farið úr sambandi. Fór bifreiðin á liliðlna og er töluvert skemmd. Af mönnunum þrem, sem í bíln- um voru, þurfti að flytja tvo til aJVgerffar í sjúkrahúsið, en að henni lokinni voru þeir fluttir heim. Var bflstjórinn skrámaður í andliti og kvartaffi um verk í baki, en annar farþeginn kvart- aði um verk í handlegg. ^gÉÉH? í III SI'sTli SR VILL STÆKKA 3 VERK- SMIDJUR FYRIR 95 MILI.J. Reykjavík, 15, sept - ÁG STJÓRN Sildarverksmiðja ríkisins hefur nú ákveðið að fara fram á heiinild sjávarútvegsmálaráðr herra til ýmissa framkvæmda við verksmiðjurnar á Seyðisfirði, Reffarfirði og Raufarhöfn. Er þarna um að ræða ýmsar endur- bætur og stækkun á verksmiðjun- um, og kostnaður áætlaður 95 milljónir króna. Blaðinu bárnst í gær tillögnr og greinargerð stjórn arinnar í sambandi við þetta mál. í upphafi greinargerðarinnar ■segir: „Svo sem kunnugt er hef- ur síldveiðin á sumarvertiðinni verið aðallega á austursvæðinu síðustu árin o>g i sumar hefur nær engin veiði fengizt vestan við s Rauðanúp á Melrakkasléttu. Síld- veiðiflotinn fer að sjálfsögð- fyrst og fremst til þeirra hafna með afla sinn til löndunár, sem næstar ’ eru miðunum, þ.e. hafna á svæðinu norðan frá Raufarliöfn subur til Djúpavogs.” Framhald á siðu 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.