Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. sept. 1964 ^ Taj Mahal í Agra, Indlandi, er af mörgum talin fegursta bygging heims. Útsýsi býður upp á hóp ferð kringum hnöttinn Reykjavík, 15. sept. — HP. FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn á 10 ára afmæli á þessu ári. Hef- ur hún frá upphafi starfað undir Stjórn Ingólfs Guðbrandssonar og gengizt fyrir fjölmörgum hópferð ttrjár ibækur frá Scbönberg Reykjavík, 15. sept. — IIP. DANSKA útgáfufyrirtækið „Det Schönbergske forlag“ hefur nýlega sent blaðinu þrjár nýút- komnar bækur. Var útkomudagur þeirra 4. september, en bækurnar eru: „Leve i et Tárn“, sem er dönsk þýðing á skáldsögunni „The Fumpkin Eater“, eftir Penelope Mortimer, „Dyr og Börn“, eftir danska dýrafræðinginn Mogens Höjgaard og „Magt og ret“, eftir Ivar Strahl, en tvær síðarnefndu bækurnar eru gefnar út í vasa- bókaflokki forlagsins, „Schön- bergs Kulturelefanter.“ Bók Ivar Strahls fjallar um rétt arfarsleg efni, en „Dyr og börn“ hefur að geyma ýmsan fróðleik og ráðleggingar til foreldra, sem eiga börn, sem áhuga hafa á dýrum eða eiga dýr. „Leve i et Tárn“, er fyrsta bók Penelope Mortimer, sem þýdd er á dönsku. Skáldkonan fæddist í Wales og hefur fengizt við ritstörf frá barnsaldri. Á síð- ari árum hefur hún skrifað um bækur í Sunday Times, samið sög- ur fyrir The New Yorker, auk þess sem allmargar bækúr hafa kom- ið út eftir hana í Bretlandi, en „The Pumpkin Eatcr“ mun vera þeirra frægust, enda hefur verið gerð kvikmynd eftir bókinni, og hefur sú mynd orðið víðfræg. um við miklar vinsældir almenn- ings, og hefur hún því öðlazt 10 ára reynslu í skipulagningu hóp- ferða. Nú hefur Útsýn ákveðið að efna til fyrstu hópferðarinnar kringum hnöttinn frá íslandi í haust. í sumar hafa allar hópferð- ir Útsýnar til útlanda verið full- skipaðar, en hnattferðin er nokk- urs konar afmælisferð í tilefni 10 ára afmælisins. Var ákveðið að efna til hnattferðarinnar fyrir áeggjan nokkurra af fyrri viðskipta vinum skrifstofunnar, sem þegar hafa ákveðið þátttöku í henni, en í ferðina komast 16-29 manns, og eru nú aðeins fá pláss eftir. Far- arstjóri verður Ingólfur Guð- brandsson, en ferðin kostar um 90 þúsund krónur. Ferðin mun hefjast hinn 30. okt. n. k. og standa í 38 daga. Fyrsti viðkomustaðurinn verður París, en síðan Beirut í Libanon, sem oft er nefnd París Austurlanda," og höfuðborg írans, Teheran, og verður dvalizt nokkra daga f þess um sagnaheimi Þúsund og einnar nætur. Síðan liggur leiðin til Ind lands og verður dvalizt bæði í Bombay og höfuðborginni Dehli,t en auk þess farið til Agra og hið fræga musteri Taj Mahal skoðað, en það er oft talin fegursta bygg- ing heims. Eftir dularheim Ind- lands tekur við Bangkok í Thai- landi, sem talin er ein fegursta, litríkasta og sérkennilegasta borg Austurlanda. Hof dögunarinhalr, svo eitthvað sé nefnt, er talið eitt af undrum veraldar, og hinn fljót- andi markaður borgarinnar verður öllum minnisstæður. Næsti áfangastaður er Manila á Filippseyjum, þar sem spönsk á- hrif eru enn all sterk, en staður- inn er annars skemmtilegt sam- bland hins vestræna og austræna heims. Á Filippseyjum þykir lofts lag mjög gott á þessum tíma árs, og náttúrufegurð er þar mikil. Framhald á síðu 10. Reykjavík, 15. sept. — GO. Á LAUGARDAGINN var 26. Iðnþingi íslendingra slitið á Ák- ureyri. Allmargar ályktanir voru gerðar á þinginu og þessar helzt- ar:~'Álykíun frá allsherjarnefnd um vinnuhagræðingu í iðnaði, þar sem hvatt er til aukinnar nýtingar framleiðsluþátta tií hasbóta fyrir atvinnurekendur og neytendur, með því að taka upp alhliða hag- ræðingarstarfsemi í iðnaðinum. Þingið fagnar opinberu framlagi í þessu augnamiði og jafnframt því sem mælt er með tillögum framkvæmdastjóra IMSÍ um notk un fjársins, er því beint til stjórn- ar Landssambands iðnaðarmanna, hvort ekki’sé hægt að koma hér á fót hagræðingarráðunautaþjónustu á vegum sambandsins, ejns og þeirri sem rekin er á-hinum Norð urlöndunum. Þá beinir þingið því til Félagsinálaráöuneytisins, að LI fái opinberan stuðning til að þjálfa menn í hagræðingarmálum. Ályktun um húsnæðis og lóða- mál iðnaðarins frá alisherjar- nefnd. Þar er fagnað skipulagn- ingu iðnaðar-hverfa í Reykjavík og beint til annarra bæjar og sveitar félaga að þau skipuleggi sérstök I iðnaðarhvérfi og leysi þannig loca I mál iðnaðarins. Lögð er áherzla á, að iðnaðinum sé ekki íþyngt með háum lóðagjöldum, sem greiðist strax við byrjun framkvæmda, heldur verði greiðslufrestur veitt ur á þeim. Þingið hvetur LI til at> i hafa forgöngu um að félagssamtt-k ! iðnaðarmanna úti á landi leysi hús | næðismál sín á félagslegum grund j velli til að lækka byggingarkpstn- j að, auðvelda útvegun lánsfjár og I flýta framkvæmdum. j Ályktun um Iðnlánasjóð frá ; fjármálanefnd: Þar leggur þingið enn áherzlu á eflingu sjóðsins, j þar sem þörf iðnaðarins fýrir f jár j festingarfé hafi aukizt hin síðsri ár. Þingið álítur eðlilegt að úsm lag ríkissjóðs til sjóðsins verðl jafnhátt iðnlánasjóðsgjaldinu, ein» og á sér stað um framlög rikisíns , til fjárfestingarsjóða landbúnaðar og sjávarútvegs. Skorað er á iðn- aðarmálaráðherra, að hann beiti sér fyrir áframhaldandi lánveit- ingum til Iðnlánasjóðs af PL-480 lánsfé. Þá voru gerðar á þinginu álykt- anir um eftirtalin mál: Iðnaðsr- banka íslands, endurkaup fram- Framhald á 10. síðu Tóku upp 303 kvæðalög og afhentu Þjóðminjasafninu Kvæðamannafélagið Iðunn 35 ára Reykjavík, 15. sept. — HP. KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐ- UNN í Reykiavík er 35 ára í dag, en einn helzti hvatamaðurinn að stofnun þess 15. sept. 1929 var Björn Friöriksson, verkamaður. Stjórn félagsiús boðaði blaðamenn á sinn fund síðastliðinn laugardag og skýrði þeim frá sögu og starfi félagsins í stórum dráttum, en kvöldið áður afhenti stjórnin þjóð' minjasafninu að gjöf segulband með 303 kvæðalögum, sem félags menn hafa kveðið inn á bandið, en við upptökuna voru tvær vísur kveðnar við hverja stemmu. Það var 1. september 1929, sem Björn Friðriksson, sem var mikill unnandi íslenzkra kvæðalaga, boð aði nokkra kvæðamenn á fund til að ræða stofnun kvæðamannafél- ags, og var á þeim fundi kosin undirbúúingsnefnd. Auk Bjöxtns áttu sæti í henni Kjartan Ólafsson, Jósep Húnfjörð, Kristjó Jónsson og Ingibjörg Friðriksdóttir. Nefnd in boðaði síðan til stofnfundar í Gúttó 15. september, og voru þar samþykkt félagslög og kjörin stjórn, en stofnendur voru 33. Fyrstu stjóm Iðunnar skipuðu Kjartan Ólafsson, formaður, Björn Fi-iðriksson, ritari, Jósep Húnfjörð gjaldkeri. Auk þeirra þremenning anna, sem allir gegndu for- mennsku i félaginu á sínum tíma, hafa þeir Sigurður Jónsson frá Haukagili og Ríkarður Hjálmars- son verið formenn þess, og er Rík arður nú formaður Iðunnar. Kvæðamannafélagið Iðunn setti sér strax það markmið að safna saman og varðveita kvæðalög og lausavísur, og var strax í upphafi hafizt handa um þá söfnun. 1935 var ráðizt í það stórvirki á þeirrar tíðar vísu að kveða gamlar stemm ur inn á silfurplötur. Vöru gerð tvö eintök af silfurþlötunum með þessari upptöku. Hélt félagið sjálft öðru þeirra, en afhenti Þjóð minjasafninu hitt til eignar og varðveizlu. Á silfurplötunum frá 1935 eru 200 stemmur, sem félags menn kváðu inn. Voru það eink- um 10 manns, sem það gerðu, og þá fyrst og fremst þeir Björn Frið riksson og Kjartan • Ölafsson. Ið- unn hélt svo áfram söfnun kvæða- laga, og eftir að segulbandið kom til sögunnar hefur öllum þeim stemmum, sem til hefur náðst, ver ið haldið saman, og á þessu árl var hafizt handa um nýja upptöku kvæðalaga á segulband. Þanróg hafa félagsmenn á þessu afmælis- ári Iðunnar kveðið inn á segú> band 303 stemmur og tvær vís- ur við bverja þeirra. Gömlu kvæða lögin, sem kveðin voru inn á siif- urplöturnar 1935, eru þar með- talin, þannig að 103 stemmur hafa bætzt við, en enn er eftir að ganga þannig frá 60-80 stemmum, sem vitað er, að núverandi félagsmenn kunna. Ennfremur hefur félagið látið fjölrita „Lagboða við rímnalög**; en í þvi riti eru prentaðar alíar þær vísur, sem kveðnar voru inn á segulbandið i ár. Ef vitneskja fyrir hendi, er getið höf. vísu lags, hvaðan það er af landinu, hver kenndi stemmuna upphaflpga í félaginu og hvaða félagsmaður kvað hana inn á bandið. Hver yisa verður lagboði fyrir lögin á band- inu, og verður því skráin óipisa- andi handbók Iðunnarfélaga, 00 Framhald á síðu 10. FJÖLMENNU ÞINGI LOKIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.