Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 14
/ EEH Alltaf hefi ég vorkelmt maniiinum, semj kvæntist af ást, en komst svo að raun um að konan átti ekki græn- an eyri......... Borgarbókasafnið. ASalsafnið Þingholtsstræti 29a, sími 12308. — Útlánsdeildin opin alla virka daga kl. 2-10, laugar- daga kl. 1-4. Lesstofan opin virka daga kl. 10-10. Laugardaga kl. 10- 4. Lokað sunnudaga. Otibúið Sólheimum 27. Opið fyr ir fullorðna mánudaga miðviku- daga, og föstudaga kl. 4-9, og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 4-7, fyrir börn kl. 4-7 alla virka daga nema laugardaga. tJtibúið Hólmgarði 34. Opið kl. 5-7 alla virka daga nema laugar- daga. Frá Kvenfélagssambandi íslands. Skrifstofa og leiðbeiningarstöð húsmæðra, Laufásvegi 2 er opin frá kl. 3—5 alla virka daga nema laugardaga. Sími 10205. * Minningarspjöld Heilsuhælis- sjóðs Náttúrulælkningafélags ís- lands fást hjá Jóni Sigurgeirssyni, Garðs Apóteki, Hólmgarði 32. Bókabúð Stefáns Stefánssonár. Laugavegi 8, Bókabúð Isafoldar, Austurstræti, Bókabúðinni Laugar- nesvegi 52, Verzl. Roða, Laugavegi 74. SUMARGLENS OG GAMAN — Gjörið þér svo vel. Rafeindaheilinn vill gjarnan tala við yður strax. Jón litli var úti að leika sér, en kom svo inn og liélt í rófuna á dauðum ketti, sem hann hafði iundið: Sjáðu mamma sagði hann. Hér er alveg prýðilegur köttur, sem ainhver hefur fleygt. —O— Sigga litla kom hlaup- andi inn til mömmu sinn- arr' - Hann Nonni braut hausinn á dúkkunni minni! - Það var ekki fallegt af honum, sagði mamma hennar, af liverju gerði hann það? - Ég lamdi hann í liaus- inn með dúkkunni, svar- aði Sigga litla. — o — Kaupmaðurinn: Hvað er þér á höndum vinur? Jón litli: Ég átti að fá skipt fimm kr. seðli, sem hann pabbi ætlar að koma með á morgun. ★—★ - Adam gamli sá þurfti nú ekki að vera í vand- ræðum með brandara til að segja Evu. - Af hverju ekki? - Hann þurfti ekki að óttast að hún hefði heyrt þá áður. Miðvikudagur 16. september 7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir — Tónleikar — 7.30 Fréttir — Tónleikar — 8.00 Bæn — Tónleikar — 8.30 Fréttir — Veðurfregnir —. Tónleikar — 9.00 Útdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna — Tónleikar — 9.30 Hús- mæðraleikfimi —. Tónl. — 10.05 Fréttir — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir — Tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna11: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp: Fréttir, tilkynningar, tón- leikar. í 16.30 Veðurfregnir, 17.00 Fréttir. 18.30 Lög úr söngleiknum „Can Can“ eftir Cole Porter. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Munnhörputríó Jerrys Murards leikur. 20.20 Sumarvaka: a) Þegar ég var 17 ára: Elín Helgadóttir seg- ir frá vetrarvist í kauptúni árið 1912. b) íslenzk tónlist: Lög eftir Ólaf Þorgríms- son. c) Ragnar Jóhannesson cand. mag. flytur hug leiðingar úr Hallormsstaðaskógi: „Bláfjólu má í birkiskógnum líta“. d) Fimm kvæði, — Ijóðaflokkur valinn af Helga Sæmundssyni. Kristján Gunnars- son les. 21.30 Tónleikar: Hljómsveit Hermanns Hagestedt leikur „Minningar frá dansleik" eftir Bund og „Leyndarmálið", konsertvals eftir Carena. 21.45 Frímerkjaþáttur. Sigurður Þorsteinsson flytur, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Það blikar á bitrar eggjar'* eft- ir Anthony Lejeune; X. Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson. Lesari: Eyvindur Erlendsson. 22.30 Lög unga fólksins. Ragnheiður Heiðreksdóttir kynnir. 23.20 Dagskrárlok. Kristfán féil. Ósköp er léleg þessi embættismanna stétt, ef foringinn á þingi hennar fær ekki atkvæSisrétt. Ég heyri sagt, að Hannes minn hafi Kristján fellt. — Þar hefur lítil þúfa þungu hlassi velt! Kankvís. ÍÞRÓTTIR Framhald af síðu 11. verður keppnin ekki minni að þessu sinni, en búizt er við að að- alkeppnin verði á milli Ármanns og Selfoss, Vestra frá ísafirði og Sundfélags Hafnarfjarðar. Það fé- lag sem sigrar í stigakeppninni hlýtur að launum veglegan silfur- bikar, sem SSÍ gaf til keppni á mótinu. Keppendur eru 95 talsins frá 10 félögum, héraðssamböndum og bandalögum og er þetta fjölmenn- asta sundmót sem haldið hefur verið hér á landi. Vegna hins mikla fjölda keppenda voru und- anrásir haldnar í gærkvöldi í öll- um greinum, en 8 þátttakendur í hverri grein komust í úrslit. Því má búast við óvenju jafnri og spennandi keppni í kvöld í öllum greinum og einnig í stigakeppn- inni. Keppt er í 14 greinum einstak- linga og 2 boðsundum, en grein- arnar eru allar stuttar eða 50 metra sund nema þrjú 100 m sund. Eins og áður er sagt er þetta fjölmennasta sundmót sem haldið hefur verið hér á landi. T. d. má nefna það að í þeirri grein sem flestir tóku þátt í, i undanrásun- um voru 23 keppendur en aðeins átta beztu taka þátt I aðalkeppn- inni í kvöld, en yfirleitt voru kepp endur 16-20 í hverri grein. Keppendur eru víðsvegar að af landinu frá Akranesi, Í6afirði, Skagafirði, Akureyri, Selfossi, Keflavík og svo Reykjavík. Páll páfi Framh. af bls. 3. fara úr landi og halda til Rómar. í tilkynningu þeirri, sem gefin hefur verið út um þetta, segir, að ríkisstjórnin í Ungverjalandii og Vatíkanið hafi undirritað skjöl, er innihaldi ýmislegt samkomu- lag og tryggingar. Lesið Alþýðublaðið Veður- horfur Veðurhorfur í Reykjavík og nágrennl næsta sól- arhring:: Norðan stinningskaldi og hvasst með köfl- um. Hiti 5—7 stig. í gær voru fimm vinðstig og 4 stiga hiti. í Hvað hefurðu nú gert af þér spurði mamma þegar kallin færði henni blóm í gær. 14 16. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.