Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 5
I«iiiit[iiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiu>rriii> • •.miiiiiililiiimiiiiiiililiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii«mmiiiiiiiillimiiiiilliiiiimiimiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiii»ti»iiiiiiii»MMlliiiiliiiiiiiii« - uiiá • mmi ■mimmi<im*«<miiiiliiiiiiiiiiliiiiiU|||l|.|imi|||, .......................
NÝ STEFNA
í BRETLANDI?
KEMUR nýtt England til sög
unnar eftir kosningarnar í októ
ber? Þessi spurning verður sí-
fellt áleitnari, og beðið er í of-
væni eftir því, að Sir Alec
Douglas-Home forsætisráð-
herra taki rögg á sig og ákveði
hvaða dag kosningarnar skuli
fara fram.
Á spurningunni eru tvær
hliðar. Önnrir er: Hver fær völ^
in? Hin er: Til hvers verða þau
notuð?
Verkamannaflokkurinn hef-
ur ætíð verið talinn nokkurn
veginn öruggur um sigur.
Flokkurinn hefur einnig betur
í síðustu skoðanakönnunum, en
íhaldsmenn hafa talsvert sótt í
sig veðriS.
Verði ný íhaldsstjórn mynd-
uð er engra verulegra breyt-
inga að vænta á stefnu Breta.
íhaldsmenn eru meira að segja
hættir að tala um nauðsyn
þess, að koma á nútímaskipu-
lagi í Bretlandi, en þessu víg
orði stálu þeir upphaflega frá
Verkamannaflokknum. Nú
leggja íhaldsmenn áherzlu á
það í kosningabaráttunni, að
„allt sé harla gott“ og áherzla
er einnig lögð á óttann við
breytingar.
* UTANRÍKISSTEFNAN
Stefna Verbamannaflokksins
kemur aftur á móti æ betur í
ljós. Tilraun íhaldsmanna til
að vekja ótta á breytingum
meðal kjósenda hefur orðið
leiðtpgum Verkamannaflokks-
ins hvatning til að gera ljósa
grein fyrir skoðunum sínum.
Síðast kom þetta fram í kosn-
ingastefnuskrá flokksins á
föstudaginn.
Meðal aðalatriðanna eru
þessi:
★ Við erum andvígir blönd-
uðum kjarnorkuherafla NATO,
sem Bandaríkjamenn hafa
stungið upp á, og munum
leggja áherzlu á eflingu hins
venjulega herafla Englands.
Ný Verkamannaflokksstjórn
mun fyrst og fremst reyna að
taka frumkvæðið að aðgerðum
í afvopnunarmálum, því að tími
virðist kominn til þess.
KASTLJÓS
* Við viljum að Kína skipi
sinn réttmæta sess á vettvangi
SÞ, auka viðskipti austurs og
vesturs og reyna að efla verzl-
un Englands og samveldisland
anna ( en þessi viðieitni getur
komið öðrum löndum EFTA,
Fríverzlimarbandalagsins, að
notum.)
* Við munum stöðva allar
vopnasendingar til Suður-Af-
ríku og auka aðstoð Englands
við þróunarlöndin.
* NÝTÍZKU SKIPULAG
Fyrirætlanir flokksins í inn-
anríkismálum komu glöggt í
ljós í -tórræðu Harold Wilsons
á bingi verkalýðssambandsins
í Blackpool fyrr í vikunni.
Þar lagði hann mikla áherzlu
á kjarna stefnu sinnar, en hann
er, að tekið verði upp nútíma-
skipulag í Bretlandi.
— Við getum ekki haldið á-
fram hinum auðmýkjandi
vinnubrögðum, sem nú eiga sér
stað. Við verðum að fá lánað
fé í hvert sinn sem við gerum
örlitla óttaslegna tilraun til að
auka iðnframleiðslu okkar og
nota hana til fullnustu. Já, við
getum fengið lánað fé, þetta er
það sem 13 ára stjórn íhalds-
manna hefur leitt til.
— Jafnaðarmenn hafa verið
kallaðir svartsýnismenn, en hin
ir raimverulegu svartsýnis-
menn eru þeir, sem sætta sig
við, og meira að segja vilja
ástand það, sem nú ríkir. Ég
endurtek — ég held að við höf-
um nægar varabirgðir hæfileika
iðnþekkingar, og tæknilegrar
og vísindalegrar getu, sem geta
leitt okkur að miklu takmarki,
sem tekur öllum fyrra árangri Tveir helztu leiðtogar brezka Verkamannaflokksins, Harold Wilson og
okkar fram, ef þessi geta okk- Georí?e Brown.
ar er gernýtt og hún fær nægi-
legt svigrúm og ef hiin aðallega Jg*
fær þá leiðtoga, sem hana hef
ur svo lengi skort.
★ EINS OG í SVÍÞJÓÐ
— Eins og margir aðrir, sem
hér eru staddir, var ég nýlega
í heimsókn i Svíþjóð, jafnaðar
mannaríkinu Svíþjóð, sem hef-
ur verið undir stjórn jafnaðar-
manna í 32 ár. Ég sá ekki, eins
og Blakenham lávarður heldur
kanriski, þjóð þræla, sem ekk-
ért frelsi hefur, því að hin lýð-
ræðislega jafnaðarstefna eflir
frelsið og veitir það öllum. Aft-
ur á móti varð ég var við efna-
hagslegar framfarir, sem eru
stórstígari en framfarir undir
stjórn íhaldsmanna í Englandi.
Wilson lagði áherzlu á, að
launþegar yrðu einnig að taka
þátt í því að færa ástandið í
nýtízkuhorf, þannig að bann
við launahækkunum gæti t. d.
komið til greina, en bann, sem
þeir sjálfir stjójynuðu kæmi
þeim sjálfum að mestu gagni
og þá þyrfti engin þjóðfélags-
stétt að vera afskipt, af því að
Nei, konan mín segir, að hún hafi tvær ágætar ástæður tilað kjósa íhaldsflokkinn.
auðveldast er að hafa tök á
henni.
Verkamannaflokkurinn býst
við að geta aukið efnahagsfram-
farirnar; aukið íramleiðni,
hækkað lífsstaðalinn, aukið
efnáhagslegt jafnréttí og þjóð
félagslegt réttlæti en aftur á
móti verður hann að fylgja á-
kveðinni stefnu í launamálum.
Wilson benti á fordæmí Svía
á verkalýðsþinginu ekki sizt
vegna þess, að hann hafði
samningaaðgerðir þeirra í
launamálum í huga, en Bretar
furða sig á þeim, því að eins
og Wilson sagði, hefur Svíum
tekizt að fá iðnaðinn til sam-
starfs og hann fagnar nýskip-
aninni, því að hún kemur báð-
um aðilum að gagni.
— Við höfum enga þörf fyr-
ir afturhaldsmenn á við þá,
sem eitt sinn eyðilögðu vélarn-
ar af því að þær gerðu íbúana
atvinnulausa saaði Wilson. Og
hann bætti því við, að nú á tím i
um þyrfti ekki að eyðileggja
vélar til að sýna afturhaldssemi
sína, hún kæmi bezt fram þeg-
ar menn legðust gegn breyting
um og framförum nútíma
tækni.
★ ÁLIT „TIMES"
„Times‘‘ sagði um ræðu Wils
ons, að þar hefði kjarninn í
kosningaherferð Verkamanna-
flokksins komið fram: Baríítt-
an fyrir nýtízku vinnubrögðum
og skipulagi.
Blaðið telur, að þessi kjarni
hafi margt til síns ágætis varð
andi undirtektir kjósenda. Um
þetta efni hefur verið rætt mán
uðum saman þannig að kjósend
um er ljóst, að þetta vandamál
er til.
„Times“ telur, að Wilson
hafi nú frumkvæðið í næsta
áfanga kosningabaráttunnar.
Þar sem bilið milli Verka-
mannaflokksins og íhalds-
manna hefur minnkað nokkuð
í skoðanakönnunum getur
Framh. á bls. 10.
'iiliiiitililHiiimi,iiiiiiiiiiiiiilfiiitiuiilii,ii i,iiiii,iiiiiiitiiiiiiiiii,iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,iiiitBiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiii,iiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiBii,iiiiiiiiiiiii,iiii«iiiitiiii«iii.ii,iiiliii,iltlili,iliiiiiilliiiiliii,iiiiii,iiiiiiiiliii,i,,lilliiiiiiiiiiiiiiiliiii*iiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiti,ii>,*i*1 ,nm.rmtiitiiittniitimtiiiiititinmtlS)
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. sept. 1364 §