Alþýðublaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt GröndaL — Fréttastjórl:
Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald
kr. 80.00 — I lausasölu kr. 5.00 eintaklð. — ÍJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Stuðningur við landbúnaðinn
SEX manna' nefndin hefur nú náð samkomu
lagi um verð landbúnaðarafurða næsta árið. Með
altalshækkun á afurðaverði verður rúmlega 11 af
hundraði. Verð dilkakjöts mun þó verða óbreytt
í verzlunum, þar ieð ríkisstjórnin mætir verðhækk
ira þess með auknum niðurgreiðslum.
Þessi hækkun á afurðaverðinu er minni en
fiestir höfðu gert ráð fyrir, því alllangt er .síðan
fyrirsjáanlegt var, að verð landbúnaðarafurða
mundi hækka nokkuð, þótt ekki yrði gengið að
öllum kröfum bænda.
Verðhækkunin er ekki meiri en raun ber
vitni, yegna þess, að ríkisstjórnin hefur nú sam-
þykkt að gera ýmsar veigamiklar ráðstafanir til
stuðnings landbúnaðinum.
Styrkur til uppsetningar súgþurrkunar verður
hækkaður mjög verulega og mun hér eftir nema
Vz kostnaðar. Þá munu endurskoðuð jarðræktar-
©g búfjárræktarlög verða lögð fyrir Alþingi í vet-
ur, sem fela í sér að jarðræktarframlög hækka
. um allt að 30% miðað við sömu framkvæmdir
©g 1963.
Næstu fimm árin verður varið fimm mííljónum
króna til aðstoðar þeim bændum, sem verst eru
settir fjárhagslega.
í þriðja lagi verða nú afurðalán og viðbótar
lán hækkuð verulega, þannig að þau verða jafn
há þeim lánum, sem fást út á sjávarafurðir.
Öll hafa þessi mál verið í athugun hjá ríkis-
stjórninni undanfarið og eru þau í nánum tengsl-
um við samningana, sem gerðir voru við launþega
í vor og þær ráðstafanir ,sem þá var skýrt frá.
Tvímælalaust er, að þessar ráðstafanir eiga
eftir að reynast bændum verulegar hagsbætur.
Núverandi ríkisstjóm hefur sýnt málefnum land
búnaðarins meiri skilning, en flestar ríkisstjóm-
ir, sem áður hafa setið.
Allt hjal og áróður Framsóknarmanna um ó-
vild ríkisstjómarinnar í garð bænda, hefur löngu
sannast að vera staðlausir stafir, til þess eins ætl-
aðir að blekkja kjósendur og upphefja eigin flokk.
Sænskur sigur
ÚRSLIT kosninganna í Svíþjóð hafa víða vak
ið athygli. Jafnaðarmenn gengu þar með sigur
af hólmi og fá sennilega hreinan meirihluta á þingi.
Kosið var til neðri deildár síðastliðinn sunnu-
dag. Þar höfðu jafnaðarmenn 114 þingsæti af 233.
í þessum kosningum guldu hægri flokkarnir
©fhroð. Kosningabaráttan einkenndist af deilum
um almenna lífeyrissjóðinn, og gerðu hægri menn
harða hríð að honum og vildu breytingar.
Stefna jafnaðarmanna bar sigur úr býtum, og
athyglisvert er, að þeir sem harðast deildu á dug
mikla stjórn jafnaðarmanna töpuðu flestum þing
sætum.
Einkaumboð á íslandi fyrir
Simms Motor Units
(International) Ltd., London
önnumst allar viðgerðir og stillingar
ó SIMMS olíuverkum og eldsneytislokum
fyrir dieselvéiar.
Höfum fyrirliggjandi varahluti í
olíuverk og eldsneytisloka.
SÍÐUMÚLA 9 Leggjum áherzlu á að veita eigendum
SÍMÁR 36030.36930 SIMMS olíuverka fljóta og góða þjónustu.
BIHtHMINI Hf.
VILLTIST I GONGUM
Framh. af bls. 1.
skáta í Reykjavík og HafnarfirSi.
Þar var ennfremur staddur Skúli
Þórðarsson lögregluvarðstjóri.
Þegar okkur bar að, var frú
Sæunn Halldórsdóttir að tala í
símann, og fékk þær upplýsing-
ar drengurinn hefði komið að
Heiðarbæ, klukkan 6 í dag og
hefði lagt af stað heim til isín
þá þegar.
Ekki var vitað hvorn veginn
hann hefði valið, þann gamla
eða þann nýja, en Tryggvi Ein
arsson bóndi ,í Miðdal, taldi
sennilegt að hann hefði valið
gamla veginn og mundi halda
sig á honum. Tryggvi sagði að
þetta væri dugnaðai’- og skýr-
leikspiltur og mundi skila sér.
Nú var nokkuð léttara yfir
fólkinu, þegar vitað var að ekk-
ert slys hefði hent drenginn.
Ti-yggvi isagði að drengurinn
myndi hafa blrtu að Borgarhól-
TRYGGVI í MIÐDAL.
um, sem eru á miðri heiði, en
þaðan sæi hann vel til fjalla og
mundi eflaust rata heim. Tryggvi
sagði að nú þegar væru nokkr-
ir bílar farnir eftir gamla vegin-
um inná heiði, en þeir færu vart
lengra en upp að Borgarhólum.
Tilgangslaust væri að senda
menn af stað gangandi út á
heiðina, sagði Tryggvi, en ráð
væri að senda bíl á eftir þeim
sem fóru gamla veginn og
segja þeim að fara alla leið
austur, ef þeir kæmust. Það
var gert og ennfremur var bíll
sendur eftir nýja veginum, ef
ske kynni, að drengurinn
hefði farið hann.
Þegar klukkan var rúmlega
9, bárust þær fréttir að
drengurinn væri fundinn,
leitarmenn hefðu mætt honum
við Borgarhóla. Þar var hann
settur inn í jeppa og ekið heim,
en hestinum sleppt.
Við fórum í humátt á eftir
jeppanum sem flutti drenginn
heim í hlað í Þormóðsdal. Þeg-
ar við ætluðum að fá að tala
við móður drengsins, urðum vði
fyrir skrýtinni reynslu, sem sýn
ir skilningsleysi fólks á hlut-
verki dagblaða, en hún var
þannig:
Þeir, sem fylgdu drengnum
heim voru Kristján Þorgeirs-
son dráttarvélarstjóri og Guð-
mundur Magnússon bílstjóri og
Egill nokkur leigubílstjóri á
Hreyfli, en ekki er mér kunn-
ugt um föðurnafn lians. Þeir
vörnuðu okkur inngöngu í hús-
ið og þess að fá að tala við
húsfreyju og sögðu, að engar
myndir yrðu teknar né heldur
ástæða til að ræða við „blaða-
snápa“. — Sá er þetta ritar,
spurði Kristján livort það værl
meiningin, að meina okkur að
ræða við húsfreyju og kvað
hann svo vera, og tóku hinir
undir.
Þar sem húsbóndinn var 6-
kominn, en væntanlegur úr leit
inni, tókum við það ráð, að
bíða eftir honum og fá hjá hon-
um leyfi til að ræða lítillega við
drenginn og taka mynd af þeirn
feðgum.
Þegar við hittum Guðmund,
var það mál auðsótt og bauð
hann okkur til stofu. Þar hitt-
um við Þorstein sem var Iiinn
hressasti, en sagði, að sér hefðl
verið orðið nokkuð kalt, en værl
nú farið að hlýna. Þannig hafðf
þetta mái góðan og gleðilegan
endi.
ORÐSENÐSNG
til félagsmanná F.Í.B.
Félagsmerkin
úr CROME
eru komin.
Skrifstofa F.Í.B.
SHVBSTðBII
Sætúni 4 - Sími 16-2*27
fcilllnn tíf amaSnr GJólt ag nl
SelJna sUar teemidtr «» ——%
- jg 22. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ