Alþýðublaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 9
Gunnvör Braga og Kristbjörg Kjeld.
beitt af mesta kappi til að „út-
skýra” hvaðeina, - ekki sízt þegar
kemur að þætti kennslukonunnar.
Meir um það seinna. En hitt má
Gibson eiga að hann er leikinn
höfundur fyrir svið og formar
leik sinn vel og skipulega og með
þónokkurri tilfyndni, lætur sjald-
an leiðast út í neinar beinar öfgar.
Og hann gefur leikkonum í aðal-
hlutverkunum einstætt færi á
stjörnuleik.
Það er kannski varla von að Val
Gíslasyni og Helgu Valtýsdóttur
og Arnari Jónssyni, sem leika
fjölskyldu Helenar, yrði mikið úr
þessum efnivið. Þau fara snyrti-
lega og ýkjulaust með hlutverk
sin, mynda hófsamlega umgerð
um eiginlegt inntak leiksins: sögu
Helenar litlu. Það er að vísu ekki
öldungis ljqst hversu alvaríega
ber að taka Keller Vals Gíslason-
ar. Hlutverkið virðist gefa tilefni
til skops sem ekki voru nýtt nema
dræmt og hikandi, - en kynni að
hafa bréytt yfirbragði leiksins til
muna. Líklega er það samt þakk-
arverðast að hér var hófsemi, still-
ing og gætni látin ráða, og það
mun líka sanngjörnust meðferð á
texta Gibsons.
Kristbjörg Kjeld sýnist ekki
heldur mjög heimakomin í hlut-
verki Annie Sullivan í upphafi
þar sem átti að lýsa yfirborðs-
óbilgirni hennar og stærilátu þrá-
lyndi yfir öryggisleysi, kvíða, hug-
arangri undir niðri. Tápið virt-
íst stundum tómur gjallandi. En
leikur Kristbjargar óx og magnað-
ist með viðfangsefninu, allri við-
ureign Gunnvarar, reis kannski
hæst í sjálfum átökum þeirra, en
var líka mæta-sannur þar sem
iýst var vanmætti og kvíða
kennslukonunnar, þegar engin
leið virðist opin að huga Helenar.
Og síðan hægvaxandi vinarþel
þeirra tveggja fram að „krafta-
verkinu” í lokin. Þá kviknar loks
ljós skilnings í huga hinnar blindu
og daufdumbu stúlku: þá er krafta
verkið fullnað. Það kann að vera
rétt að Gunnvör unga verði
manni hugstæðust eftir sýning-
una, en hins ber að minnast að
frammistaða hennar væri hvorki
hálf né heil án Kristbjargar, hlut
verkin eru samtvinnuð og standast
hvorugt án hins. Hér vinnur þessi
geðþekka leikkona nýjan, góðan
sigur: þær Gunnvö,r báðar saman
eru réttlæting þess að taka þenn-
an leik á svið hér.
Og Kristbjörg stenzt líka furðu-
vel hina ömurlegu fortíð kennslu-
konunnar sem dengt er á hana úr
hátölurum annað veifið, og þar
sem „sálarfræði” Gibsons nær
mestu veldi. Það skoplegasta við
þennan draugagang er að hann er
öidungis óþarfur. Allt, sem þar
kemur fram staðhæfir leikkonan
á sviðinu í orði og athöfn . út-
skýringalaust. jj ||jg}g
★ LITLI SVARTf SAMBÓ
Klemenz Jónsson leikstjóri hefði
kannski gert bezt í því að felia
þennan þátt leiksins niður; það
hefðí líklega verið meiri hollusta
við „anda“ leiksins en halda hon-
um til haga. En það er illt að áfell-
ast leikstjórann fyrir að halda sig
að þrautreyndum texta höfundar
ins. Og Klemenz hefur unnið verk
sitt með undansláttarlausri vand-
virkni, liófsemi og sniekkvísi: í
meðförum hans nýtist allt hið
bezta úr leiknum, en missmíði
spilla fáu beinlínis. Hefur leið-
sögn hans áreiðanlega verið hin
hollasta hinni ungu leikkonu í að-
alhlutverkinu, og sviðsvanari fé-
lögum hennar líkléga engu síður.
Þýðing Jónasar Kristjánssonar
var mjög áheyrileg og eðlileg,
sviðsmynd og búningar Gunnars
Bjarnasonar og Lárusar Ingólfs
sonar hvort tveggja smekklegt og
haganlegt. Emilía Jónasdóttir og
félagar hennar tveir, þjónustu-
fólk á heimilinu, voru útbúin í
stíl litla svarta Sambós. Það var
sýningunni góður litarauki, og
þarfleg áminhing þess að hér var
ekki neins konar „raunsæi” á ferð
á fjölunum, en dæmisaga, helgi-
sögn - í alþýðlegum amerískum
stíl og anda í þetta skiptið.
Ó. J.
Ný prent-
smiðja á
Akranesi
NÝ prentsmiðja hefur nú tekið
til starfa á Akranesi. Nefnist hún
Akraprent h.f. og er til húsa að
Vesturgötu 72. Prentsmiðja þessi,
sem er eign samnefnds hlutafé-
lags, er vel búin að vélum og
tækjum og mun leysa af hendi alls
konar smáprent.
Prentsmiðjustjóri er Einar
Einarsson, er um langt árabil hef-
ur unnið við prentverk á Akra-
nesi.
Orgelhljóm-
leikar í
Dómkirkjunni
Haukur Guðlaugsson organleik-
ari á Akranesi heldur orgelhljóm-
leika í Dómkirkjunni í Reykja-
vík næst komandi miðvikudag 23.
sept. og hefjast þeir klukkan 21.
Á efnisskránni eru verk eftir
Dietrich Buxtehnde, Bach, Pál
ísólfsson og fleiri.
■ orðið
UNGLINGA
til sendistarfa vantar nú þegar.
Upplýsingar hjá skrifstofustjóra.
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
Sænskur tæknifræðingur
óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð sem fyrst.
Upplýsingar fást í síma 11000, innanhússími 221.
Póst- og símamálastjórnin.
i
Starfsstúlkur öskast
Starfsstúlkur vantar nú þegrar í eldhús Kleppsspítalans.
• ■ - < . , . ,.................. .
Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164.
]
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Nokkrir trésmiðir
óskast nú þegar.
Upplýsingar gefur Óskar Eyjólfsson, Ármúla 3.
Samband ísl. samvinnufélaga.
TIL SÖLU
Byggingarfélag verkamanna, Kópavogi
5 herb. íbúð (Raðhús) í 1. byggingarflokki. Félagsmenn,
sem neyta vilja forkaupréttar, sendi umsókn sína á
skrifstofu vora fyrir 1. okt. n.k., sem veitir nánari upp-
Jýsingar.
Fasteignasala Kópavogs,
Skjólbraut 1. — Sími 41230.
Benzín-afgreiðslumaður
OLÍ UFÉLAG
óskar eftir manni
til starfa
á benzínstöð.
★
Tilboð, er tilgreini aldur og fyrri störf,
sendist afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtu-
dagskvöld merkt „01íufélag‘£.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. sept. 1964 $
•tíSai