Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 5
Athöfn vegna dags Leifs heppna KLUKKAN ellefu árdegis í dag Verður þess minnzt með stuttri at RAUSNAR- LEG GJÖF Þann 27. ágúst sl. barst Frí- kirkjusöfmiðinum í Reykj'avík aff gjöf kr. 30.000,00 til minningar um 100 ára afmæli hinna mætu hjóna: Dagfinns Björns Jónssonar, sjómanns, og eiginkonu hans Háll- dóru Elíasdóttur, en þau voru með al stofnenda Fríkirkjusafnaffarins. Stjórn Fríkirkjusafnaðarins vill ekki láta rijá líða .að þakka gefend unum, sem eru börn þeirra hjóna: Elías, Einar, Ólafur, Guðmundur, Sigríður og Sesselja, þessa rausn arlegu gjöf og það hlýja hugar- far til Fríkirkjunnar, sem að baki liggur. : Gjöfinni verður varið til fegr- unar á kirkjunni og verður hún, þá lim leið, fagur minnisvarði um þau hjónin í ókomin ár. Stjóm Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. höfh 'víff Leifsstýttuná á Skóla- vörðuholti, að sá dagur hef ir verið ákveffinn dagur Leifs heppna í Bandaríkjunum. Það er íslenzk-ameríska félagið, sem gengst fyrir athöfninni, en þar verður þess minnzt, er Leifur heppni Eiríksson f ann Vínland hið góða árið 1000, en Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti hefir fyrir nokkru gefið út tilskipan um, að 9. október skuli framvegis verða fánadagur til heiðurs við minningu Leifs heppna. Fulltrúi sendiráðs Bandaríkj- anna við athöfnina verður Valdi- mar N. L. Johnson, charge d'aff- aires, sem mun lesa tilskipun Johnsons. • Auk stjórnar íslenzk- ameríska f élagsins munu ís.lenzk- ir embættismenn verða viðstaddir athöfnina og munu ræðumenn verða úr hópi þeirra.íslenzkar og ameriskar telpur munu leggja blómsveig að fótstalli líkneskisins, sem. er < gjöf Bandaríkjaþihgs og þjóðar í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis árið 1930. Við líkneskið mun verða heið- ursvörður, þrír íslenzkir skátar, sem bera munu íslenzka fánann, og þrír amerísRir, sem bera munu fána Bandaríkjanna. , Almenningi er að sjálfsögðu heimill aðgangur að athöfninni, en verði veður óhagstætt mun hún fara fram í Hallgrimskirkju. TOKY019M Hugur allra íþróttaunnenda beinist nú til Japan. XVIII. Olympíuleikar vorra tíma hef jast í Tokyo, stærstu borg verald- ar, 10. október næstkomandi og Iýkur 24. sama mánaðar. Alþýðublaðið mun birta ítarlegar fréttir frá Olympíuleik- unum daglega. Ingi Þorsteinsson og Guðmundur Gíslason senda blaðúiu sérstaklega fréttir af íslenzku keppendunum. TU þess að fylgjast vel með Olympíuleikunum verða allir íþróttaunn- endur að kaupa Alþýðublaðið. £ Fellur vel við Norömenn I Reykjavík 5. okt. GO. FYRIR helgina var blaða- mönnum boðið að hlýða á Sig rúnu Jónsdóttur, sem nú er snúin heim frá Noregi og far in að syngja í Þjóðleikhúskjall aranum. Sigrún var um árabil vinsælasta dægurlagasöngkona okkar, byrjaði feril sinn með Öskubuskum og söng með þeim inn á nokkrar hljómplötur, sem enn njóta nokkurra vin- sælda. Sigrún var lengi eina frambærilega djass, eða ,blues' söngkona okkar en auk þess mjög fjölhæf á söngsviðinu. Sigrún hefur nú dvalist í Nor egi í 4 ár. Hún er gift þar- lehdum manni, en hefur ferð- ast víða um lándið og sungið aiik þess sem him hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi hvað eftir annað. Hún kom hingað heim fyrir 2 árum og söng þá um tíma í Glaumbæ. Hljómsveitin, sem hún syng ur með í Þjóðleikhúskjallaran um kallast „Nova-tríoið". Sig urður Þ. Guðmundsson píanó- leikari er hljómsveitarstjóri, en auk hans spila þeir Björn Haukdal á gítar og Friðrik Theodórsson á bassa. Friðrik tekur líka lagið ef svo ber und ir. Músikkin í Þjóðleikhúskjall- aranum er einkum sniðin fyrir rólegra fólkið. Hljómsveitin er á samningi við húsið fram :' júní, en ekki er enn ákveðið hvað Sigrún vei-ður lengi með henni. Hún býst þó við að vera í vetur a^mk. í stuttu viðtali við frétta- menn, sagðist Sigrún ein- göngu hafa skemmt í Noregi. Sér félli mjög vel við Norð- J [ menn og hefði verið á eilífum ] \ ferðalö'gum um landið og aldrei 1 : lengi á sama stað. Minnisstæð q } astur af þeim stöðum, sem hún ^ hefur komið fram í, sagði hún vera Stabburet í Frederekstad. Þetta er nýr staður og mjö'g skemmtilega innréttaður í gömlum norskum bjálkakofa- stíl. Sigrún segfet velja músikk ina nokkuð eftir stöðunum, sem hún syngur á, en sér virtist smekkurinn á dægurlagatónlist riokkuð annar í Noregi en hér. ' Elly Vilhjálms, sem surigið hefur í Þjóðlelkhúskjallaranum að undanförnu fer nú líklega til Savars Gests á Hótel Sögu og syngur með honum í vetur ásamt Ragnari Bjarnasyni. ?! l'ý 3 i i 3i V: Vr V. Leiklístarskóli Þjóðleikhússins settur SL. laugardag setti þjóðleik- hússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, en hann er forstöðumaður skól- ans. Níu árgangar hafa útskrifast frá skólanum á undanförnum ár-i um og hafa alls 55 nemendur brautskráðst þaðan. Af þeim hafa um það bil 50 stundað leiklistar- störf að minna eða meira leyti. Flestir hinna yngri leikara, sem komið hafa fram á leiksviðum höf- uðstaðarins hin síðari ár, eru nemendur úr - Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Nokkrir stunda nú framhalds- nám erlendis og eru væntanlegir heim á næstunni. Sjö léiklistarnémar voru teknir inn í skólann að þessu sinni, eri samkvæmt reglugerð skólans mega flest vera 12 nemendur í skólanum, hverju sinni. Þjóðleik- hússtjóri gat þess í setningarræðu sinni, að talsverðar breytingar væru fyrirhugaðar á starfsemi skólansrog yrðu þær framkvæmd'- ar á næstunni. Breytingar þessar eru sniðnar eftir hinu nýja fyrir- komulagi leiklistarskólans í Sví- þjóð, en sú nýbreytni í reglugerð og starfsemi leiklistarskóla verð- ur væntanlega tekin upp á öllum Norðurlöndunum á næstunni. Leiklistarskóli Þjóðleikhússins verður nú væntanlega þriggja árá skóli í stað tveggja áður. Þá ér fyrirhugað að nemendur fái tæki- færi að leika fyrir áhorfendur á leiksviðinu í Lindarbæ á síðasta ári skólatímans. Fá hinir ung« leikarar þá nokkra reynslu • áð kom.a fram fyrir áhorfendur. Kaupi hreinar fuskur Bdlsturiðjan . Freyjugötu 14. Véhitun — Fjölrituri Prentun PRESTÓ Klapparstíg 16. — Gunnais- braut 28. c/o Þorgrímsprent , ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 9. október 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.