Alþýðublaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 8
í CHARLES Chaplin er fæddur 16. apríl 1889 í
j London. Foreldrar hans voru fátækir leikarar,
sem snemma skildu að skiptum. Móðir Chaplins
missti röddina og varð að hætta að leika; hún varð
síðar geðveik og dvaldi eftir það með köflum á
!
geðveikrahæli. Chaplin og bróðir hans ólust upp
á hrakhólum, ýmist með móður sinni eða föður
eða á fátækrahælum, nutu lítillar sem engrar
skólagöngu, en báðum var leiklistin ómótstæðileg
ástríða. Tólf ára gamall varð Charles Chaplin
leikari —- og frægðarferill hans hófst.
. Kaflinn, sem hér fer á eftir, stendur framan
| við sjálfsævisögu Chaplins, sem nýlega kom út.
i Hann er eins konar inngangur sjálfra endurminn-
i inga hans.
Alþýðublaðið mun næstu daga birta nokkra
fleiri þætti ur endurminningum Chaplins, og hef-
ur fengið eiukarétt til þess hér á landi.
Áður en Westminster Bridge
var komin til, var Kennington
Road ekki nema reiðstígur. Eftir
1750 var nýr vegur lagður frá .
brúnni beinleiðis til Brighton. Og
síðan stóðu við Kennington Road,
þar sem ég átti mestalla æ'sku
mína, nokkur falleg, tilkomumikil
hús, með syalir á framhlið,
prýddar járnverki. Þaðan. hefur
heimilisfólk einhvern tíma séð .
Georg IV. aka áleiðis til Bright-
on. . . . , , . í ‘'
. Um miðja 19du öld hafði flést-
unj jiessum húsum verið umsnúið : ■
í leiguhús og stakar íbúðir. Suxti
voru .þó óhreyfð; þar bjuggu
læknar, efnaðir kaúpmenn og
vinsælir gamanleikarar. Á sunnu-
dagsmorgnum mátti oft sjá fal-
legan hest og kerru framan við
þvílíkt hús við Kennington Road.
Einhver gamanleikarinn ætlaði
i ökuför allar götur til Nor,-
wood eða Merton; og á heimleið-
inni var svo komið við í kránurrt,
Hvíta hrossinu, eða Hornunum,
eða Ölkollunni, við Kennington
Road.
Þegar ég var 12 ára gamall stóð
ég oftsinnis utan við Ölkolluna
til að skoða þessa höfðingsmenn
þar sem þeir stigu af vögnum sín-
um * og fóru inn í barinn. Þar
safnaðist blóminn úr vaudaville-
leikhúsunum saman á sunnudög-
um til að fá sér einn lítinn að
lokum fyrir miðdegisverðinn.
Þetta voru skartmenni mestu, í
teinóttum fötum með gráan hatt,
skinandi demantshring og bind-
isnælu! Klukkan tvö á sunnudög-
um var kránni lokað óg gestirn-
ir tíndust út og slórðu þar stund-
arkorn áður en þeir kvöddust. Og
ég starði á, heillaður og hrifinn,
en sumir þeirra reigðust með
hlálegum tilburðum.
Þegar sá síðasti var farinn
leiðar sinnar var eins og sólin
hyrfi bak yið ský. Og ég snéri
heim í Pownall Terrace, götu með
gömlum, hrörlegum húsum bák
við Kennington Road, og klifraði
upp hriktandi stigana upp í litla
þakherbergið okkar. Húsið var
ömurlegt, loftið mengað af skólpi
og gömlum fatnaði. Þennan
sunnudag sat móðir mín við glugg-
ann og horfði út. Hún snéri sér
við og brosti dauflega. Inni var
kæfandi heitt; herbergið virtist
minna og lægra undir risið en
nokkru sinni fyrr. Á borðinu upp
við vegginn voru óhreinir diskar
og tebollar, og í horninu, við lægri
vegginn, stóð gamalt rúmstæði úr
jámi sem mamma hafði málað
hvítt. Milli rúmsins og gluggans
var lítið eldstæði, og við gaflinn
á rúminu gamall hægindastóll
sem mátti breyta í rúm. Þar svaf
Sidney bróðir minn endranær;
en hann var nú til sjós.
Herbergið var enn ömurlegra
en ella þennan dag af því að
mamma hafði einhverra hluta
vegna látið vera að taka til. Venju-
lega hélt hún því snyrtilegu, enda
var hún hressileg og glaðvær og
ennþá ung, ekki orðin 37 ára
gömul; og hún gat fyllt þennan
ömurlega sarnastað hlýju og yl.
Sérstaklega á sunnudagsmorgnum
á veturna þegar hún færði mér
morgunmat.í rúmið. Þá vaknaði
ég í hlýjegu . herbergf við logandi.
eld, sá ketilinn sem kraumaði. á
arinhellunni óg síld eða ysu sém
mamma hélt heitu á ristinni.
meðan hún stelkti brauð. Návist
mömmu, ylurinn í herbei-ginu,
hljóðið af sjóðandi vatni sem
rehnt yar á tepottinn meðan ég
las vikuritið mltt, — þetta var
állt með hátíðablæ.
En í dag sat hún og starði upp-
gefin út um gluggann. Þar hafði
hún setið síðustu þrjá dagana,
þögul og annars hugar. Eg vissi
hún var áhyggjufull. Sidney var
til sjós og við höfðum ekki frétt
af honum í tvo mánuði; og
saumavél mömmu, sem átti að
sjá fyrir okkur, hafði verið tekin
vegna ógreiddra afborgana (sem
kom ósjaldan fyrir). Jafnvel mitt
eigið tillag hafði þrotið skyndi-
lega, — fimm skildingar á viku
sem ég fékk fyrir danskennslu.
•Eg vissi varla af því að við
værum í þrengingum — vegna
þess að við vorum sí og æ í
þrengingum; og ég lét gleymsk-
una um vandræði okkar. Vanalega
hljóp ég heim til mömmu eftir
skólann, fór sendlferðir, út með
skólpfötuna, bar inn vatn. Síðan
flýtti ég mér til McCarthys og
var þar fram á kvöld, — bára til
þess að kqmast að heiman'.
. McCárthy-hjónin voru . forn-
vinir mömmu sem hún hafði, þekkt
þegar hún var leikkona. Þau
bjuggu í þægilegri íbúð í betri
helmingnum af Kennington
Road, og voru bærilega! stæð,
miðað við qkkur. Eg lék mer við
Wally, son þeirra, fram í rökkur;
og: síðan var mér .ævinlegá boðið
að þiggja te. Með þessu slóri
krækti ég mér í marga máltíð.
Stundum spurði frú McCarthy eft-
ir mömmu, hvers vegna húii hefði
ekki séð hana neitt undanfarið.
Og ég fann upp einhverja af-
sökun; en mamma hitti kunn-
ingja sína úr leikhúsinu sjaldan
síðan hún lenti í bágindum.
Auðvitað var ég stundum
heima. Þá hitaði mamma te og
steikti brauð í floti, sem mér
þótti sælgæti; og svo las ' hún
f.vrir mig stundarkorn, en hún var
ágætur upplesari. Og þá rann upp
fyrir mér hversu gott var hjá
mömmu og mér skildist að það
var skemmtilegra heimá en hjá
McCarthy.
En þegar ég kom inn núna
Móðir Chaplins
8 13. október 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ