Alþýðublaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 6
ÞEGAR hinn kunni, rússneski fiðluleikari,
Ðavid Oistrakh, hugðist fyrir skemmstu ganga
inn á veitingahús í París með fiðlukassann sinn
undir hendinni, stöðvaði fatavörziukonan hann
og sagði:
„Hæ, það á að afhenda þetta hér!“
„En þetta er afardýrmæt fiðla“, sagði
Oistrakh, „ég þori ekki að skilja hana við
mig“.
,,. a, vio þekkjum nú svona históríur", sagði fatavarzlan. „I>egar
þér eiuð kominn inn, byrjið þér að spila — og á eftir gangið þér
svo mað hattinn milli borðanna og gestirnir Verða æfir.
O strakh lét þá kalla á forstjórann — og þegar hann hafði gert
sér ljóst, hvernig málið var vaxið, fékk Oistrakh að fara inn með
fiðluna, og lék EKKI!
— ★ —
;J>AÐ hefur komið reiðarslag yfir unga elskendur í París. Minnis-
merkið, sem sýnir Alfred de Musset og skáldgyðjur hans er ef ti,
vill ekki mesta listaverkið í heimi, en vegna stöðu sinnar hjá Comédie
Francaise hefur það orðið að einum helzta stefnumótsstað ungra
elskenda.
Nú hefur menningarmálaráðherrann, André Malraux, ákveðið að
höggmyndin skuli flutt á torgið hjá Galliera-safninu, sem ekki er
: nærri því eins miðsvæðis og kómedíah. Og þegar kvartað er við
: Malraux ypptir hann bara öxlum á sinn franska máta og segir:
„Hvað munar um svolítið lengri leið, þegar maður er ástfang-
. inn! Látið unga fólkið vita af því, að það sé ekki aðeins tryggt gagn-
vart hvort öoru, helaur líka gagnvart skáldi ástarinnar, Alfred de
Musset".
— ★ —
ÞEGAR de Gaulle hafði viðurkennt
Rauða-Kína, komst allt kínverskt mjög
í tízku í Frakklandi — líka nám í kín-
: versku.
Menn voru stoltir af, að einn mennta
: skólinn hafði ráðið til sín ósvikinn, rauð-
an Kínverja til að kenna málið.
En nú er nýjabrumið farið af ást‘
inni: Ungfrú Ysia Tsen hefur sagt upp
starfi sínu, af því að hún var lækkuð í
launum.
Ástæðan: Menntamálaráðuneytið
hafði komist að bví, að hún hafði ekki tekið próf, sem gæfi henni
rétt til að starfa við sömu kjör og hinir frönsku starfsbræður henn
ar. Hún mótmælti og kvaðst hafa tekið sitt próf heima í Peking, og
hún gæti alls ekki tekið það aftur í Frakklandi, þar eð ekki væri
þar néinn til, sem gæti prófað hana.
Þetta stoðaði eki. Skriffinnarnir sigruðu — og nú hverfur ung-
frú Tsen rjóð heim til síns rauða föðurlands.
— ★ —
MEÐ sjálfvirkni, sagði svartsýnismaðurinn, er hægt að framleiða
ffeiri óþarfa hluti hraðar en áður.
— ★ —
í
FJÁRMÁLARÁÐHERRANN í Baden-Wiirttemberg, Muller að nafni,'
var te.tinn fastur fyrir að keyra zig-zag og svo dæmdur í 1000 marka
sekt fyrir ölvun við akstur og sviptur ökuleyfi í hálft ár.
í réttinum hélt Muller því fram, að hann hefði aðeins ekið bíln-
um, af því að um veigamikil embættiserindi hefði verið að ræða . . .
en það var ekki tekið til greina!
— ★ —
HINN frægi belgíski rithöfundur Geörge Sim-
enon (sá sem bjó til Maigret) sýndi þegar i
æsku mikið hugmyndaflug.
„Hvers Vegna fálla laufin af trjánum á
haustin?" spurði kennarinn dag nokkurn.
„Jú“, sagði George, „það er vegna þess,
að tréin eru þreýtt og hátta, áður en þau fara
að sofa“.
I HVER TEKUR VIÐ AF DORIS DAY? 1
m Kvikmyndafélagið Universal
jl Film, sem gætir Doris Day eins
j| og sjáaldurs auga síns, vel
m minnugt þess, að í henni á það
gj leikkonu, sem örugglega skófl
p ar alltaf inn peningum, gerir
j sér nú ljóst, að ekkert stendur
B að eilífu. Og hver á svo að taka
|j við af Doris Day? Það mun
§ eiga að vera Sandra Dee, ef
.. dæma má af hlutverkum þeim,
P sem hún hefur fengið í kvik-
Lj myndum upp á síðkastið: Þau
É eru nákvæmlega eins og þau,
jj sem Doris Day hefur alltaf þótt
g hvað bezt í, ,a. m. k. síðan hún
jj hætti svo til alveg að syngja í
gj myndum. Og svo hefur Sandra
g Dee líka erft sjálfan stjómand-
jft ann Ross Hunter. En eins og
jj menn hafa kannski gert sér
ljóst þegar hefur Hunter þessi
tvö ..spesíalitet" í kvikmynda-
gerð: 1) hið tárvota melodrama,
þar sem stjarnan gránar smám
saman eftir því sem atburðirn-
ir æða gegnum árin og áratug-
ina, og haustgul blöð falla dap
urlega í lokasenunni og þar
sem Susan Hayward, eða jafn-
vel Doris Day sjálf, Ieikur aðal
hlutverkið, eða 2) gamanmynd-
ina, sem leikin er í frábærlega
óraunverulegu lúxus-umhverfi
og aðalhlutverkið er leikið af
Doris Day, vorum við næstum
búnir að segja. Og hver tekur
svo við? Það gerir Sandra Dee,
einmitt. Og einmitt á næstunni
fáum við að sjá hana í nýrri
mynd Ross Hunters sem heitir
,Einum biðli of mikið“ og þar |
er hún erfingi að svo miklum jj
auði að afi hennar (Maurice 1
Chevalier) vísar á bug einum j
biðli hennar sem hún telur af jj
of góðum ættum og „á eins jj
mikla peninga og við“, með -|j
því að segja: „Það á enginn g
eins mikla peninga og við g
nema ríkið!“
Lítill vafi er á því að þessi
mynd, sem er algjörlega laus jj
við alla snertingu við hið al- 1
genga, raunverulega hvers jj
dagslíf, hefur mikla möguleika ■
á að slá i gegn hjá kvikmynda- '
gestum um allan heim, sem fá 1
að fylgjast með millj.arðamær- jj
ingalífi í Technicolor fyrir ör- 1
fáar krónur.
Hyggst framleiða
fræðslukvikmyndir
Harold Macmillan, fyrrverandi
forsætisráðherra Breta, hefur á
prjónunum áætlun um að fram-
leiða fræðslukvikmyndir fýrir
brezka skóla — m. ,a. kvikmynd
um kynferðislífið. Hann skýrir fyr
irætlanir sínar með því, að þegar
framboð af kennurum sé svo lítið,
að ekki sé hægt að uppfylla kröf-
una um árangursríka kennslu
„verði að beita öðrum og nýtízku-
legri aðferðum“. Hann hyggst1
einnig framleiða myndir um sál- i
fræði og önnur skólafög.
VILLTA^VESTRIÐ
KOMIÐ TIL SOVÉT
„Villta vestrið" hélt innreið sína
í Rússland fyrir . nokkrum dögum
en með mestu ró og spekt þó.
Bandaríkjamaður nokkur kom, á- |
samt konu sinni og þrem dætrum,
akandi inn í sovézka bæinn Brest,
við landamæxú Póllands, í gömlum
vagni af þeirrj gerð, er amerískir
landnemar notuðu á sinni tíð. Fyr
ir vagninum gengu tveir hestar, og
í fárartæki þessu hefur Leon Gill
is og fjölskylda hans ferðazt sam-
tals yfir 7000 kílómetra. á síðustu
þrem árum. Hann hefur farið
þvert yfir Bandaríkin, um Mexico,
Belgíu, Lúxemborg, Vestur-Þýzka
land, Austurríki, Tékkóslóvakíu
Framh. á 13. síðu.
Kvikmynd um
Múhameð soldán
Kirk Douglas
KOMIÐ hefur mjögr til grein?., að Kirk
Ðougias leiki aðallilutverkið í kvikmynd,
sem gera á um Múhameð soldán. Kvikmynd
in á að heita: Svartur engill, — og stjórn-
andinn verður Dino de Laurentiis. í kvik-
myndinni verður fjallað um það, er Tyrk-
irnir unnu Istanbul á sitt vald. Antliony
Quinn á að leika Hustinian keisara, en aðal
kvenhlutverkið verður annað hvort í hönd-
um Övu Gardner eða Sorayu, fyrrverandi
keisarafrúar, — ef hún stendur sig vel i
kvikmyndinni, sem hún er að Ieika í núna,
segir Laurentiís.
6 13. október 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ