Alþýðublaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 7
FALLEG BOK UM ÞJÓÐSÖGUR Eeykjavík, 12. okt. — ÓJ. Bókaútgáfan Þjóðsaga í Reykja- vík hefur gefið út bókfræðirit um þjóðsögur. Skrá um íslenzkar þjóð sögur og skyld rit, sem Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur tekið saman. Segir hann í for- mála að skráin sé tekin saman „höfundi sínum til skemmtunar <>g bókaunnendum og bókasafnend um til nokkurs hægðarauka", en þar hafi hann tínt saman allt það sem honum var kunnugt af ís- lenzkum ritum um íslenzka þjóð- trú og þjóðhætti. Meginheimild Steindórs að skránni er einka- bókasafn hans, en auk þess hef- ur hann stuðzt við tiltækilegar bókaskrár. Skránni er skipt í eftirtalda 7 flokka: Þjóðsögur; sagnaþættir; draumar og dulskynjanir; drauma ráðningar; þjóðhættir, skemmtan ir, rit um þjóðtrú; barnabækur; er- lendar þýðingar íslenzkra þjóð- sagna. Þá er í bókinni grein um íslenzkar þjóðsögur á erlendum máium eftir Þorstein Jósepsson, og henni lýkur með nafnaskrá og ritskrá. Þetta mun vera fyrsta ritið um bókfræði þóðsagna sem hér kem- ur út, og verður það eflaust hand hægt þjóðsagnasöfnurum og öðrum áhugamönnum. Ástæða er til að vekja athygli á frágangi bókarinn ar sem er óvenjp vandaður og smekklegur að hætti þessa for- lags. En þjóðsaga mun gefa út höfðinglegastar bækur á íslenzku um þessar mundir, og er skemmst að minnast útgáfu forlagsins á Gráskinnu Sigurðar Nordals og Þórbergs Þórðarsonar fyrir tveim ur árum. Ritið er prentað og bund- ið í Hólum, það er 70 bls. að stærð. Hinn 27. sept. sl. var stofnað á ísafirði Félag byggingaverktaka á Vestfjörðum. Að stofnun félags- ins standa fimm iðngreinar, húsa- DREGIÐ í 10. FLOKKI HHÍ Laugardaginn 10. október var dregið í 10. flokki Happdrættis Há skóla íslands. Dregnir voru 2.500 vinningar að fjárhæð 4.820.000 kr. Hæsti vinningurinn, 200.000 kr. kom á heilmiða númer 54.162. Báðir heilmiðarnir voru seldir í umboði Arndísar Þorvaldsdóttur, Vesturgötu 10, Reykjavík. Eigandi annars heilmiðans átti 25 heil- miða í röð og fær því einnig báða aukavinningana. 100.000 krónur komu einnig á heilmiða, númer 47,948. Annar heilmiðinn var seldur í umboði Helga Sivertsen í Vesturveri, en hinn í umboði Valdimars Long, Hafnarfirði. 10.000 króna vinningar komu á þessi númer: 3705 5224 6750 37843 10373 11734 12910 17948 18252 21767 22370 22457 24034 27517 29280 3021.3 37665 37712 37960 39133 39305 39666 40038 42426 45S.71 46029 46710 49033 ,51647 52614 53663 54131 54163 55975 57038 57273 58565 59208. (Birt án ábyrgðar.) smiðir, rafvirkjar, múrarar, pípu- lagningamenn og málarar. Tilgangur félagsins er, að efla samvinnu meðai verktaka í bygg- ingariðnaði á Vestfjörðum og koma á sem mestu samræmi í <at- vinnurekstri þessara aðila á fél- agssvæðinu, að gæta hagsmuná félaganna almennt, en þó sér- staklega að því er snertir afstöðu þeirra til verkkaupa og vinnu- þiggjenda, að vinna, að því að tryggja sem bezt vinnufrið, koma í veg fyrir verkföll og verkbönn með friðsamlegum samningum vinnusala og vinnukaupa, standa fyrir samningagerðum, þegar slíkt þykir tiltækilegt, að. vera máls- vari félagsmanna út á við og vinna að aukinni menntun, verk- kunnáttu og verkvöndun iðnstétt- anna. Stjórn félagsins skipa: Daníel Kristjánsson, húsasmíða meistari, ísafirði, formaður, Jón Friðgeir EinarsSon, hússmiðam., Bolungarvík, ritari, Óli J. Sig- mundsson, hússmíðameistari, ís^a- firði, gjaldkeri Pétur Baldursson, hússmíðameistari, Þingeyri og Kjartan Guðmundsson, ísafirði. í varastjórn voru kosnir: Heimir Ingimarsson, hússmíða- meistari, Bíldudal, Gunnar Leós- son, pípulagningameistari, Bol- ungavík, Barði Theódórsson, ráf- virkjameistari,. Suðureyri, Jön Þórðarson, Múrarame.istari, ÍSa- firði, Jón Þ. Arason málarameist- ari, Patreksfirði. ^IHHtHHHHHHHIHHHHHIHHHHIIIMHMMllMHHHHtHHHIIMIIHIIHIMIHIIIHHHHIHHHHIIIIIIHHHIIHHHIIHIIHIIHHIHIUHHHIHHHIIIIHHIHIIMUlHHHIIIHHHHHlHHHIH'HMIt KEMUR PERON ÁFTUR? EINS og menn muna kom til talsverðra óeirða í bænum Cor doba í Argentínu og raunar víð ar þar í landi á meðan heim- sókn de Gaulles Frakklandsfor seta stóð. í Cordoba særðist Ilea, forseti Argentínu af gler- brotum, þar sem hann sat við hliðina á de Gaulle í bíl á leið um bæinn. Þessi ólæti beind- ust ekki gegn de Gaulle, held- ur voru ætluð til stuðnings hin um fyrrverandi einræðisherra Argentínu, Júan Perón. sém nú dvelur landflótta á Spáni, — og voru til stuðnings de Gaulle. ' „De Gaulle og Perón —sama hjarta", hrópaði mannfjöldinn, áður en lögreglunni tókst að dreifa honum. Hversu de Gaulle hefur líkað þetta, geta menn haft sínar eigin hug- myndir um, en alla vega kom í ljós, að þeir, sem óttazt höfðu, að koma hans til Argentínu ipphp mundi æsa upp aðgerðir per- ónista, reyndust hafa rétt fyrir sér. „Perón til baka", er hróp- að æ m’eira í Argentínu um þessar mundir. Og í lúxusíbúð sinni í Mad- rid segir einræðisherrann fyrr- verandi: „Ég er búinn gfi pakka niður. Það er hin argentlnska. þjóð, sem. segja verður um, hvenær og hvernig ég skuli snúa til baka...“ Hin argentínska þjóð, eða a. m. k. þær á >að gizka þrjár milljónir velskipulagðra per- ónista, sem i landinu eru, hef- ur reynt að segja um það á meðan á heimsókn de Gaull- es hefur staðið. Þeir hafa notfært sér þá staðreynd, að franski forsetinn er sjálfur hermaður, sem kom- izt hefur til æðstu metorða, og einráður maður, til þess að leiða .athyglina að. hinum fyrr- verandi einræðisherra. Þeir hafa ekki dregið fjöður yfir, að Perón sagði nýlega i Madrid: „De Gaulle er maður eftir mínum smekk. Stefna hans í útanríkismálum er rétt, hann er hinn sjálfkjörni leið- togi hlautlausrar þriðju blakk- >ar í heiminum, þar sem Suður Ameríkuríkin eiga að taka sér áberandi stöðu í framtíðinni“, og að Perón hefur látið í það skína, að það hafi verið liann, sem upphaflega átti hugmynd- ina að heimsókn de Gaullcs til Suður-Ameríku. i Argentínu hafa menn þegar mánuðum saman strítt við þessa. vandasömu spurningu: Kemur Perón aftur — og hvern ig gerist það? Blöðin í Argentínu hafa lagzt mjög fast gegn þessari hugsun. „La Nacion" skrifaði fyrir skemmstu, að Perón, sem að eigin sögn hefur þá stefnu að skapa á ný einingu í Argen tínu, „gerði það bezt með því að lialda sig burtu frá landi, þar sem jafnvel skuggi hans framkallar ofbeldi og innri klofning.“ La Prerisa vísár til síðustu orða Pcróns, áður en hann várð-að hverfa úr landi: „Sá, sem skapar uppreisn gegn stjórnarskránnf og hinni löglegu stjórn, á skilið að vera drepinn . . . ”. Annars hefur Ilea, forseti, sjálfur sagt: „Það er undir Per ón sjálfum komið, hvort hann kemur aftur“. Argentínska her stjórnin hefur ekkert sagt, — en þegar allt’kemur til alls er það hún, sem hefur síðasta orð EAD'DE GAULLOND ið. Hinar ofsalegu aðgerðir : gegn stuðningsmönnum Peróns ; i Crodóba benda til, að herinn hafi ekki áhuga á, að einræðis ; herrann „komi aftur“. Meðal þeirra, sem handtekn- ir voru í Cordóba, var maður, sem gegnir ðallilutverki í tafl- inu um hinn landflótta ein- ræðisherra: Timoteo Vandor, kallaður E1 Lobo (úlfurinn). Þessi fyrrverandi undirfor- ingi í flotanum, sem með for- ustu í hinu perónistíska sam- bandi málmiðnaðarmanna hef- ur gerzt leiðtogi allrar pcrón- ista-hreyfingarinnar eftir að hafa steypt Framini, fyrrver- andi formanni verkarnanna í , spunaiðnaðinum af stóli, sýndi mátt sinn, þegar hann á sl. vori kallaði tvær milljónir perónist- ískra verkamanna út í verkfall og lét þá jafnvel hertaka verk- smiðjurnar. Fyrir nokkrum vik um sat Vanor ásamt öðrum perónistaleiðtogum á fundi með Perón í Madrid. Ösk Vandórs um að fá Per- ón aftur þýðir ekki, að hann óski eftir því, að hinn 69 ára gamli Perón taki forustu per ónistahreyfingarinnar. En Van dor þarf á tákni (symbóli) að halda, einingartákni, þar eð perónistahreyfingin er klofin, og hann óskar eftir að sam- eina hana og styrkja fyrir næstu kosningar. Hann veit, að í Argentínu bíða fjölmargar ákærur Pex- óns — þar á meðal ákæra um misnotkun á eignum ríkisins, og önnur um að haf.a afvega- leitt stúlku undir lögaldri. En hann veit líka, að stjórn Ilea — sem hefur við næstum óviðráð- anlega efnahagsörðugleika að, striða og óðaverðbólgu — kynni að vera ekki ófús til að leita stuðnings hinna perón- isku verkalýðsfélaga, bæði: végna þrýstings frá hægri — hernum — og frá vinstri — kommúnistum. En talið er, að verkalýðsfélög þessi ráði énn yfir um 3 milljónum af 21 anill- jón íbúa Argentínu. - <\ ; Það er djarft spil, sem hinh’ fangelsaði Vandor og hinn landflótta Perón spila. í þéésui Framhald á 13. síðu 4JII 11111111111111111111111111111111 ■MMMMIMIIIIMMMMIMIlÍMIMIMMMIMMIIMMMMIIMIMinMMIMMIIIIIMMMIIMMMMIIIIIIMIIIIIIIIMIIMIIMMMIIMMMMIIIIMMIIIMIMIMIIIIIIIIIIMIIIMItU Lögreglan í Argentínu reynir að dreifa mannfjöldanum meðau á heimsókn Ðe Gaulle stendur. ALÞÝÐUBLÁÐIÐ - 13. október 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.