Alþýðublaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 4
Ólafur Öyehas og Hulda Matlemark kona hans á heimili beina á Flateyri. Olafur hraktist i 2'J klst.
a gúmbáti ásanit formanni sínum út af Vestfjörðum um helffina. Þrjú barna þeirra eru á myndinni, en
jþað fjóröa vantar. Ólafur er norskur að kyni, en hefur verið búsettur á FlateyTi um árabil. Mynd: JV.
Sökk á þremur mínútum
Framh. af 1. síð'u.
en ég komst út um gluggann bak-
-tsorðsmegin og upp á stýrishús-
♦iliðina. Vélstjórinn var staddur í
étjórnborðsgangi og varð undir
■"iíátnum þegar hann lagðist, en
■gat handlangað sig eftir stagi upp
$ húsið til mín. Þrír menn voru
-jframmi á síðunni og komust á
■4cjöl, en matsveinninn komst aldr-
ei upp. Við vorum svo 5 á kilin-
tim eitt augnablik, en þá reið yfir-
,ékkur alda og sópaði okkur öllum
í sjóinn. Báturinn var sokkinn á
samri stundu. Ég geri ráð fyrir að
ekki liafi liðið nema 3 mínútur
-irá því að báturinn lagðist og
•ftangað til hann var horfinn í djúp-
m.
Við höfðum að sjálfsögðu aldrei
tiaft neitt tóm til að kalla út og
okkur tókst heldur ekki að nálg-
ast gúmbátinn, sem bundinn var
'5 stýrislnisþaki og nú svömluðum
tið 5 í sjónum fleytitækjalausir.
Mennirnir 3 hurfu mér fljótlega
'Og þegar við Ólafur vorum tveir
;eftir, sáum við að kista kom fljót-
andi til okkar og tókst okkur að
-éiá henni. í kistunni fundum við
-«vo gúmbátinn og gátum blásið
♦tann út eftir illan leik, því vont
var að eiga við liann svamlandi í
sjónum. Við höfum verið 15 mín-
útur á sundi í sjónum, áður en við
komumst upp í bátinn.
Við lágum svo allan daginn í
bátnum og höfðum á okkur and-
vara en sáum ekkert til skipa-
ferða. Nú fór nóttin í hönd og þá
varð vistin i bátnum ill. Honum
hvolfdi 6 sinnum, en okkur tókst
alltaf að rétta hann við aftur.
Rekakkeri, sem báturinn var bú-
inn, slitnaði strax frá okkur og
rak því flatt fyrir vindi og sjó.
Um morguninn klukkan 10 sáum
við vitann á Látrabjargi'og togara
á siglingu skömmu síðar. Við skut-
, um upp neyðarblysum, en hann
| hefur ekki tekið eftir okkur því
hann hélt siglingunni áfram og
hvarf. Þetta mun hafa verið þýzk-
; ur togari.
Klukkan 3 í gærdag lieyrðum
við svo í flugvél. Þar var komin
landhelgisvélin SIF, en hún sá
okkur ekki strax. Fyrst var hún
of langt í burtu, og þegar liún kom
í annað skiptið skutum við upp
blysi, sem hún sá ekki. í þriðja
skiptið sá ’hún okkur og .hring-
sólaði yfir okkur þangað til
brezki togarinn Loch Melfört kom
á vettvang og tók okkur um borð.
Þá var klukkan hálfníu um kvöld-
ið. Klukkan 11 sótti Óðinn okkur
um borð og fór með okkur beint
hingað heim. Tekið var mjög vel
á móti okkur um borð í brezka
skipinu og sofnaði ég fljótlega.
Þannig hljóðar frásögn Hannes-
ar í stórum dráttum, en hann
bætti því við, að ýmislegt mætti
betur fara í gúmbátnum. T. d.
mætti vera auðveldara að blása
þá upp í sjó, matarfrágangur
mætti vera betri
Þeir sem fórust með Mumma
ÍS 366 voru þessir; Hreinn Sigur-
vinsson frá Ingjaldssandi í Ön-
undarfirði, (18 ára Pálmi Guð-
mundsson frá Flateyri, (57 ára),
Þórir Jónsson Flateyri, (41 árs)
og Martin Tausen, færeyskur mað-
ur búsettur á Flateyri (59 ára).
Hannes Oddsson formaður á
Mumma er 24ra ára, nýkvæntur
en barnlaus. Ólafur Öyehas er 26
ára, kvæntur og á 4 börn.
Vb. Mummi var 54 tonn, smíðað
ur í Keflavík árið 1946. Hann var
áður í eigu Guðmundar á Rafn-
kelsstöðum, en var keyptur til
Flateyrar í haust. Þetta var ann-
ar róðurinn á vertíðinni.
llngir jaínaðarm.
Frli. af 1. síðu.
ar, Noregs og Danmörku.
Æskulýðssamband jafnaðar-
manna á Norðurlöndum mót-
mælir við utanríkisráðherra
Danmerkur, Noregs og Svíþjóð
j ar tilraunum þeim, sem uppi
eru til að draga úr ferðum ís-
lenzka flugfélagsins Loftleiða
til Skandinavíu. Sú staðreynd.
að Loftleiðir hafa kosið að
standa utan IATA, er að sjálf
sögðu engan veginn fuilnægj-
andi ástæða til mismunar gagn
vart hinu íslenzku flugféjagi.
, Að áliti Æskulvðssambands
> jafnaðarmanna á Norðurlöndum
orkar það ekki tvímælis, að
•' Það eru fargjöld Loftleiða,
• sem valdið hafa gremju innan
c SAS og leitt til viðræðna við
stjórnarvöld hlutaðeigandi
ríkia.
■ Aðgerðirnar gegn Loftíeið-
um hljóta að orka sem hnefa-
högg í andlit allra þeirra, sem
vinna að aukningu norræns
samstarfs og samhugar. Æsku-
lýðssamband jafnaðarmanna i
Norðurlöndum væntir þess, að
ríkisstjórnir Danmerkur, Nor
etgs og Svíþjóðar láti ekki af-
stöðu sína í þessu máli mótast
af þröngum reksturshagfræðis
sjónarmiðum. Skammsýn við-
horf af því tagi mega ekki
verða til hindrunar gagnkvænu
trausti í samstarfi allra Norð-
urlandsþjóða.
Stokkhólmi (Osló, Kaup-
mannahöfn).
Æskulýðssamband jafnaðar-
manna á Norgurlöndum.
Ingvar Carlson (SSU, AUF,
DSU) formaður.
Til viðbótar má geta þess, að
æskulýðssambandið mynda
æskulýðssamtök jafnaðar-
mannaflokkanna á Norðurlönd
um.
Eru það, auk Sambands
ungra jafnaðarmanna, Sveriges
Socialdemokratiska Ungdoms-
förbund, Arbeidernes Ung-
domsfylking í Noregi, Dan-
marks socialdemokratiska Ung
domsforbund og Socialidemo-
kraattisen Nuorison Kesku-
sliitto í Finnlandi. Skipta fé-
lagsmenn sambandsins hundr-
uðum þúsunda. Formaður þess,
Ingvar Carlsson, var í síðustu
kosningum kjörinn sem einn
af þingmönnum Alþýðuflokks-
ins fyrir Stokkhólm.
Grímond
Framh. af bls. 3.
hluti íhaldsmanna er minni en
3.000 atkvæði.
Formælendur Verkmannaflokks
ins sögðu í dag, að lokasókn stjórn
arflokksins væri örvæntingarfull
tiiraun flokks, sem væri málefna
laus. 20 ráðherrar íhaldsflokksins
taka þátt í kosningabaráttunni
þessa síðustu daga hennar.
4 13. október 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÁSVALLAGÖTU 69.
SÍMI 2 15 15 og 2 15 16.
KVÖLDSÍMI 3 36 87.
TIL SÖLU:
2ja lierbergja íbúð á 1, hæð í
Hlíðahverfi Hergbergi í risi
fylgir, með sér snyrtingu. Góð
ur staður.
3ja herbergja íbúð í nýlegu sam
býlishúsi í Vesturbænum.
4ra herbergja nýleg íbúð í sam
býlishúsi rétt við Hagatorg.
Glæsilegur staður.
5 herbergja jarðhæð á Seltjarn-
arnesi. Sjávarsýn. Allt sér.
Fullgerð stóríbúð í austurbæn-
um. 3-—4 svefnhvergi, stór
stofa ásamt, eldhúsi og þvotta
húsi á hæðinni. Hitasveita.
TIL SÖLU í SMÍÐUM:
4ra herbergja mjög -glæsileg í-
búð í sambýlishúsi í Vestur-
bænum. Selst tilbúin undir tré
verk og málningu, til afhend-
ingar eftir Stuttan tíma. Frá
bært útsýni, sér hitaveita. Sam
eign fullgerð.
4ra herbergja íbúð á 4 hæð I
nýju sambýlishúsi á Háaleitis-
hverfi. Selst tilbúin undir tré-
verk til afhendingar eftir
stuttan tíma. Sér hiti. Mikið
útsýni; Sameign fullgerð.
FOKHELT einbýlishús á Flötun
um- í Garðahreppi. 4 svefnher-
bergi verða í húsinu, sem er
óvenjuvel skipulagt. Stærð: ca.
180 ferm. með bílskúr.
TIL SÖLU í GAMLA BÆNUM.
5 herbergja íbúð, ásamt % kjall-
ara (tveggja herbergja íbúð)
við Guðrúnargötu er til sölu.
Hagstætt verð.
Munlð að eignasklptl eru #f1
möguleg hjá okkur.
Næg bílastæðl. BQaþjónust*
m kaunendur.
Fjárlög
Framhald af 5. síðu.
Þar kemur einnig nýr liður, launa-
skattur, að upphæð 12 milljónir.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
rekstrartekjur og tekjur á 20.
grein fjárlaga verði 10 milljónum
króna hærri en útgjöldin án þess
að hækka þurfi skatta eða tolla
frá gildandi lögum.
Tekju- og eignaskattur er áætl-
aður 375 milljónir, en að óbreytt
um lögum má ætla, að þessir
skattar gætu reynzt 480500 millj-
ónir á árinu 1965, en þessi upp-
hæð er áætluð, þar sem verið er
að vinna að endurskoðun laganna
með það fyrir augum að hækka
persónufrádrátt og gera ýmsar
aðrar lagfæringar gjaldendum til
hagsbóta.
Aðflutningsgjöld eru áætluð
1533 milljónir, og áf þvi fær Jöfn
unarsjóður sveitarfélaga 76.6 millj
ónir.
Eins og menn minnast voru £
þessu ári gerðar veigamiklar ráð-
stafanir til stuðnings við sjávar-
útveginn. Ríkissjóður greiddi 48
milljónir til framleiðniaukningar
og endurbóta í sambandi við fram
leiðslu freðfisks, 51 milljón til
Aflatryggingarsjóðs vegna togara,
4 milljónir til fiskileitar i þágu
togara, og 52.5 milljónir til upp
bóta á ferskfiskverð og til Fisk-
veiðasjóðs á móti útflutnings
gjaldi af sjávarafurðum, 30 millj-
ónir.
Til að standa straum af þessu
og hækkuðum greiðslum til al-
mannatrygginga og niðurgreiðsl-
um að upphæð 55 milljónir var
söluskattur hækkaður um 214%.
í fjárlagafrumvarpinu er gert
ráð fyrir að þessar greiðslur hald-
ist með nokkrum breytingum að
undanskildu framlagi til fram-
leiðsluaukningar í freðfiskiðnaði
og uppbótum ferskfirskverð.
Sfeinninn
Frh. af 16. síðu.
sem stóð við norð norð-vestur
horn kirkjuunnar og ætlar að
velta honum við og nota í upp
fyllingu undir steypuna. Kem-
ur þá í ljós, að letur var á stein
inum, vel læsilegt. Lét hann
Gísla kirkjuhaldara þegar vita
af fundinum, sem við nánarl
athugun sá að hér var um að
ræða legstein Steinunnar Hall
grímsdóttur. Tóku þeir stein-
inn í geymslu og settu í hús.
Þjóðminjaverði var tilkynnt
um fundinn.
Fjallað er um stéin þennan
í gömlum skrifum, err síðast var
vitað um hann árið 1820, þá
fannst hann er verið var að end
urbyggja kirkjuna sem þá var
í Hvalsnesi. Síðan glatast hann
aftur. Brynjólfur Jónsson frá
Minna-Núpi leitaði að legstein
inum árið 1902 og síðar Matt-
hías Þórðarson, en hvorugur
fann hann. Áreiðanlega hafa
þeir báðir gengið á honum því
hann er búinn að liggja á
livolfi fyrir utan kirkjudyrnar
síðan hún var byggð fyrir 77
árum.
Legsteinninn er gerður úr
sléttri grásteinshellu, sem
sennilega hefur legið fyrir of:
an túnið í Hvalsnesi. Hann hef
ur áður verið um 70 sm. á kant
en höggvið hefur verið utan af
honum, svo hann félli betur í
hleðsluna sem hann var notað-
ur í. Við þessar lagfæringar
skemmdist letur steinsins nokk
uð, en enn er vel læsilegt:
STEINU . .
HALLGRI...
164 .. .
A ártalinu mótar fyrir síð-
asta stafnum og er lítill vafi
á að það mun vera 9.
Talið er líklegt að séra Hall-
grímur hafi sjálfur höggvið
þennan stein. Hann þjónaði í
•Hvalsnesi í 7 ár, frá 1644 til
‘51, ltefur Steinunn því bæði
fæðst og látist þar, en hún var
þriggja og hálfs árs gömul er
hún dó. Var hún mjög efnilegt
barn og tregaði faðir hennar
liana mikið og orti eftir han?
tvenn eftirmæli.