Alþýðublaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai. — Fréttastjóri: Árni Gunnarsson. — RitstjórnarfuUtrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 1490G. — Aðsetur: Alþýðulnisið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald ki\ 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Skipstjórar á skólabekk ÞAÐ VAKTI þjóðarathygli um síðustu mán- aðamót, er hópur af beztu síldarskipstjórum ís- lenzka flotans 'varð að yfirgefa skip sín til að setj- ast á skólabekk. Þjóðarbúið hefur ef til vill tapað snilljónum, en ekki dugði að horfa í það. Hinir ungu og aflasælu menn verða að fylgjast með tækninni og tryggja sér réttindi til að stýra þeim skipum, sem nú eru smíðuð stærri og fullkomnari en áður. Þetta atvik er lærdómsríkt fyrir þjóðina, af því að hið sama hefur gerzt og getur enn gerzt í stórum stíl í öðrum atvinnugreinum, án þess að það komizt í blöðin. Tæknin fer vaxandi með hverju ári — en er fólkið nægilega tæknimenntað til að fylgjast með henni? Hvað verður um alla þá. sem ekki geta farið frá störfum og sezt á skóla- bekk á ný? Sitja þeir ekki eftir og missa af tæki- færum samtíðar sinnar? Verður það fólk ekki smám saman dæmt tii lægri launa og lélegri lífs- kjara? Einmitt þetta er höfuðeinkenni okkar sam- tíðar. Hin nýju atvinnutæki krefjast miklu meiri þekkingar og þjálfunar en áður. Þess vegna er það höfuðverkefni nútíma þjóðfélags að mennta hina uppvaxandi kynslóð, því að ófaglært verkafólk verður færra og færra. Hér á landi hafa verið stigin stór skref í skóla- 'byggingum í tíð núyerandi ríkisstjórnar, stofnað- ur Tækniskóli og kennaraskóli endurskapaður. Nú- verandi ríkisstjóm hefur stefnt í rétta átt, en gera þarf enn betur á næstu árum. í Noregi hefur jafnaðarmannastjórn fyrir nokkrum vikum lagt fram fjárlagafrumvarp fyrii árið 1965. Þar er söluskattur hækkaður úr 10% í 12%. Það fé, sem fæst fyrir þessa skattahækkun í Noregi, er fyrst og fremst notað til stóraukinna framlaga til skólamála, bæði skólaskyldu, náms- styrkja, kaupa á bókum og kennslutækjum og til risavaxinna framkvæmda við háskólana. Er það einkenni á flestum löndum um þessar mundir, hve mikil áherzla er lögð á framkvæmdir á þessu sviði. íslenzkir foreldrar hafa ávallt lagt mikið að sér til að mennta börn sín. Þeir vilja ekki senda þau út í lífið svo illa undir búin, að tæknin hlaupi frá þeim og skilji þau eftir í tekjulægstu störfunum. Þess vegna mun þjóðin vænta þess, að haldið verði áfram á þeirri braut, sem ríkisstjóm- in hefur farið síðustu ár. íslendingar mega ekki dragast aftur úr á sviði almennrar menntunar, tæknimenntunar eða háskólanáms. SMUBSTÖÐIN Ssefún! 4 - Sími 16~2~27 BflUna ar B&iuðar OJótt « rA Setlma •Uu’ tocmuUr •CamnoUa AF TILEFNI btéfs um drykkju- skap og ölæði í flugvélum hafa rnenh komið' að máli við mig og viljað leiðrétta. Bréfið, sem ég birti, var skrifað af tilefni flug- ferðar frá Akureyri, en í þeirri ferð kvaff svo rammt að drykkiju- skap að til vandrseða horfði. Um isama leyti var gerð tilraun til að efna til hópferðar tað norffan til Surtseyjar, en sú hópferff fórst fyrir. Bréfritarinn virðist hafa rugl að þessu saman. Annars mun bréf- ritarinn hafa einnig stuðst við frá sögn í blaðinu Dagur, sem reynd- ist líka röng. ÞAÐ SANNA í ÞESSU máli virð ist verá þetta. Reynt var >af efna til nefndrar hópferðar, en það mis tókst. Hvorki ferðaskrifstofa á Ak- ureyri né nokkur annar 'aðili átti hlut að máli i þeirri ferð, sem far in var. í þessari ferð varð mikill drykkjuskapur. Farþegarnir munu hafa verið undir áhrifum, er lagt var af stað, en þó ekki svo áber- andi, .að þeim væri vísað frá. Ekki er annað sjáanlegt en að þeir hafi haft eitthvað með sér, því að sumir að minnsta kosti, urðu varla ferðafærir á leiðinni. FLUGFELAGH) VEITIR alls ekki vín í innanlandsferðum, og það er regia þess, að vísa áber- andi ölvuðum farþegum frá þegar lagt er af stað. Hvort tveggja er þetta rétt og sjálfsagt, en ég mundi vilja bæta því við , að und- ir vissum kringumstæðum, þegar öivun verður áber.andi, er rétt að snúa við og skila þeim brotlegi' aftur til sama lands. Ölvun Sérstætt eins og yðar eigið fingrafat. E.TH.MATHIESEN h.f. LAUGAVEG 178 - SÍMI 36 5 70 : s ic Ölæði í flugvélum. + Hópferð, sem ekki var farin. { ic Vandræði í flugvél á leið að norðan. ic Engar vínveitingar í innanlandsflugi. mimmiimmimiiiiHiumiiimmmimiiiimmmiiimm oftast hættuleg, en gera má ráð fyrir að aldrei sé liun eins for- kastanleg óg á flugi. ALL MIKIÐ HEFUR verið rætt um vinveitingar flugfélaganna á millilandaflugi. Þetta mun vera siður í öllum löndum, en vitanlega er þess gætt, að ekki séu veiting- ar að neinu ráði. Ég hef all oft flogið milli landa, og ég hef ekki getað séð, að veitingar flugfélag- anna gætu komið verulega að sök. Þar hefur allt verið í liófi og allir gætt sóma síns eins og frekast verður á kosið. EN ÉG HEF tekið eftir því, að þeir, sem þannig eru gerðir, að iimiimiiiiimimiiiiiiiiiHiiimiimimiiiii4*,'.iiiiimiililll*i þeim nægir ekki staupið eða tvö staupin, sem veitt eru, vilja leita til pelans eftir að sala byrjar, effi menn geta keypt einn eða tvo pela áður en komið -er inn í land helgina, og þá er hætta á ferðum. Stundum hafa þessir menn, seiffi eru sára fáir, verið alveg á tak- mörkunum, þannig að dómgreind in hefur sljóvgast, svo að liegðun þeirra hefur ekki orðið eins og hún á *að vera. ÉG VILDI leiðrétta bréfritara minn um þepa mál, þó að bréf hans fæli í sér missagnir, áttu á- bendingar hans erindi við almenffi ing — og þessi mál er sjálfsagt aV ræða. Flugvirkjanemar LOFTLEIÐIR H.F. hafa I hyggju aö aðstoða nokkra pilta til flugvirkjanáms í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Nauðsynlegrt er að umsækjendur séu fullra 18 ára, hafi gagnfræðapróf, landspróf eða hliðstæða menntun. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Uækjar- götu, Reykjavík og hjá umboðsmönnum félagsins út á landi. Umsóknir ásamt afriti af prófskírteinum skulu hafa bor- izt ráningardeild félagsins fyrir 1. nóvember n.k. Flugvirkjanemar FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. hefur í hyggju að aðstoða nokkra pilta til flugvirkjanáms í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Nauffsynlegt er aff umsækjendur séu fullra 18 ára, hafi gagnfræðapróf, landspróf eða hliðstaæða menntun. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Lækjar- götu, Reykjavík og hjá umhoðsmönnum félagsins úti á landi. Umsóknir ásamt afriti af prófskírteinum skulu liafa bor- Í7,t ráðningadeiid félagsins fyrir 1. nóvember n.k. £ 13. október 1964 - ALÞÝÐUBLA9IÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.