Alþýðublaðið - 13.10.1964, Blaðsíða 3
v<r \
. ** .
ÞRIR RUSSAR
EINU
MOSKVU, 12. október (NTB-
Reuter). — Rússar náðu aftur tals
verðu forskoti fram yfir Banda
ríkjamenn í dagr, þegrar geimfari
méð þrem mönnum var skotið á
braut í mestu jarðfirð, sem mann
að greimfar hefur komizt í. í
kvöld hermdi fréttastofan Tass, að
öll áhöfnin og' tæki geimfarsins
störfuðu með eðlilegairo luetti.
Sagt var, að ferðin stæði senni-
lega í viku, en þetta er óstaðfest
af opinberri hálfu.
Geimfarinu „Voskhod“, sem þýð
Heybruni
fyrir norban
Reykjavík, 12. okt. ÓTJ.
UM 75 hestar af heyi voru rifnir
út ur brennandi hlöðu, að Lóma-
tjörn I Höfðahverfi, snemma í
morgrun. Árrisull nágrannabóndi
Sá reyk leggja úr hlöðunni, og
liraðaði sér á vettvang til þess að
feera aðvart.
• Skömmu seinna dreif að mann-
f jölda af næstu bæjum,og var unn-
ið af miklu kappi við að moka
brennandi heyinu út. Alþýðublað-
ið átti tal við Sverri Guðmunds-
son bónda að Lómatjörn, og sagð-
ist hann ekki vera alveg viss um
eldsupptökin. Sér þætti líklegast
að ofhitnað hefði í hlöðunni, en
það mælti þó á móti að hann hefði
ekki orðið var við neinn óeðlileg-
án hita í henni að undanfömu. —
Sverrir sagði, að tjónið væri ekki
mjög mikið. Þessir 75 hestar af
heyi sem fleygt hefði verið út,
yæri ekki svo illa farið, og vel
mætti nýta mikið af því, ef veður
liéldist gott. En ef rigndi, væri
það strax ónýtt. Alls voru um 300
liestar af heyi í hlöðunni.
Kona slasast
í árekstri
Reykjavík, 12. okt. - ÓTJ
KONA skarst á andliti og fæti í
hörkuárekstri milli jeppabifreið-
ar og Vauxhallbifreiðar. á vega-
mótum Keflavíkurvegar og Krýsu-
víkurvegar, um hálf sex í gær.
Jeppinn var að beygja inn á
Keflavíkurveginn, í áttina til Hafn
arfjarðar er Vauxhallbifreiðin,
sem var að fara framúr, skall á hlið
Jians af miklum krafti.
Báðir bílarnir voru óökufærir,
en enginn annar meiddist.
ir sólarupprás á rússnesku, var
skotið frá leynilegum skotstað kl.
07.30 að ísl. tíma í morgun. Þetta
er sjötta mannaða geimfar Rússa,
en hið fyrsta sem mannað er fleir
um en einum geimfara.
Opinber ti-lkynning, sem Tass
birti um kl. 17 að ísl. tíma, var
á þá leið, að áhöfnin hefði gert
lífeðlisfræðilegar rannsóknir í
þriðju og fjórðu hringílerðinni.
Þegar geimfarið fór umhverfis
jörðu í fjórða skipti snæddi áhöfn
in hádegisverð.
Öll tæki um boi’ð starfa eins
og ráðgert hafði verið, og stöð-
ugt er fylgzt með líðan áhafnar-
innar frá geimstöðinni á jörðu
niðri.
Sovézka sjónvarpið hefur sýnt
nokkrar myndir frá „Voskhod",
og þar mátti greinilega hjá einn
af áhöfninni, vísindamanninn
Konstantin Feoktistov, hrista höf
uðið. Hann gerði þetta sennilega
samkvæmt þjálfunaráætluninni.
Áhöfnin eru þessir menn: Vladi
mir Komarov ofursti, 37 ára, vís-
indamaðurinn Konstantin Feokti-
stov, 38 ára, og Boris Jegorov
læknir, 27 ára. Þetta er í fyrsta
skipti sem menn, sem ekki eru
geimfarar að atvinnu, stíga upp
í geimfar.
í hinni opinberu tilkynningu er
ekkert sagt um skotstaðinn, en tal
ið er að hann sé í Majkonur i
Kazakstan. Ekkert er sagt um
þunga geimfarsins eða eldflaug
ina nema hvað hún sé af nýrri
og öflugri gerð. Ekki er heldur
sagt hve lengi ferðin muni standa
— aðeins að hún verði löng.
Sennilegt er talið í Moskvu, að
ferðin standi í viku, sennilega
lengur en fimm sólarhringa ferð
Bykovskis fyrir 16 mánuðum, en
hún var met.
í Moskvu er bollalagt hvort ann
að geimfar verði sent út í geim
inn á morgun. Einnig er látið í
það skína, að reynt verði að þessu
sinni að láta einn þremeninganna
yfirgefa 'geimfarið og ganga á
því eða í lausu lofti.
Einnig er orðrómur á kreiki um,
að öðru geimfari verði skotið, að
geimförin tvö hafi stefnumót í
geimnum og að einhver þre-
menningana í „Voskhod" gangi
um borð í hitt geimfarið.
f kvöld birti Tass frétt frá sér
legum fréttaritara sínum í geim-
stöðinni þar sem geimskotið átti
sér stað. Hann segir, að þremenn
ingarnir séu ekki klæddir geim-
farabúningi eða geimhjálmi, að-
eins venjulegum flugmanns-
hjálmi.
„Voskhod“ fer umhverfis jörð-
FARI
ina á 90 mínútum og fer 16 hring
ferðir um jörðu á sólarhring.
Mesta fjarlægð hans frá jörðu eru
409 km. og jarðnánd er 178 km.
Sendir geimfarins notar bylgju-
lengdinar 17.365 og 10.035 meg-
arið.
í sjónvarpsendingu frá ,Vosk-
Framhald á 14. síðu
Leifur heppni
-sonur fslands
UTANRIKISRAÐHERRA
Guðmundur í. Guðmundsson
hefur beðið sendifulltrúa
Bandaríkjanna fyrir skilaboð
og kveðjur til utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna Dean
Rusk í tilefni af minningardegi
Leifsi heppna Eiríkssonar, 9.
október, sem nú og framvegis
hefur verið gerður að sérstök
um hátíðardegi í Bandaríkjun
um samkvæmt úrskurði Banda
ríkjaforseta.
í erindinu, sem utanríkisráð
herra afhenti sendifulltrúanum
í þessu tilefni segir meðal ann
ars, að þessi úrskurður forseta
Bandaríkjanna hafi vakið
mikla athygli hjá íslendingum,
sem telji sér það til gildis að
hafa varðveitt í fornbókmennt-
um sínum, frásagnirnar um
ferðir Leifs heppna og fand
Vínlands.
Ennfremur segir, að þess sé
líka minnst í sambandi við
þennan hátíðardag með þí ltk-
læti af hálfu íslenzku þjóðar-
'innar, að Bandaríkjaþing hafi
árið 1930, í tilefni af Alþingis
hátíðinni, sent íslendingum að
gjöf myndastyttu af Leifi
heppna með áletrun á fótstalli,
þar sem tekið hafi verið sér-
staklega fram, að það sé son-
ur íslands Leifur Eiríksson,
sem hafi fyrstur manna fund-
ið Vínland.
GRIMOND GETUR
RÁÐIÐ ÚRSLITUM
LONDON, 12. októmer (NTB-
Reuter). — Frjálslyndi flokkur-
inn .mun kannski ráða úrslitum um
það, hvort mynduð verði Verka
mannaflokks eða íhaldsstjórn í
Bretlandi. Tæpum 72 klukkustund
um fyrir brezku kosningarnar virð
ast stóru flókkarnir tveir standa
alljafnt að vígi.
Leiðtogar stjórnarflokksins
hafa varað við þeirri hættu, sem
stafi af Frjálslynda flokknum.
Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur
alls engar sigurlíkur, býður fram
í helmingi hinha 630 kjördæma.
Þingmenn fléstra þessara kjör-
dæma eru íhaldsmenn.
Sir Alec Douglas-Home forsæt-
isráðherra og formaður íhalds-
flokksins hafa lýst því yfir, að
öflug sókn í síðustu lotu kosninga
baráttunnar verði að tryggja
flokknum þá kjósendur, er íhuga
hvort þeir eiga að kjósa frjáls-
lynda. Forsætisráðherrann sagði,
að aðeins væri um tvær leiðir að
velja, íhaldsstjórn eða jafnaðar-
mannastjórn.
Douglas-Home sagði, að ekki
væri til nokkur þriðja leið. At-
kvæði sem ekki væru greidd í-
haldsmönnum kæmu jafnaðar-
mönnum að notum.
Jo Grimond, sem er leiðtogi
Frjálslynda flokksins, hefur var
að við baráttuaðferð íhaldsmanna,
sem miði að því, að hræða fólk
til að kjósa íhaldsmenn.
Frjálslyndir, sem hafa sjö full
trúa á þingi, bjóða fram í 40
þeirra kjördæma þar sem meiri-
Framhald á 4. síðu.
Perusala
Lionsfélaga
í Keflavík
HIN árlega perusala Lionsklúbbs
Keflavíkur verður í kvöld (þriðju
daginn 13. okt.) Þá miuiu Lions-
félagar ganga í hús í Keflavíh og
bjóða ljósaperur af ýmsum stærð
um á sanngjörnu verði. Er þetta
liður í tekjuöflun klúbbsins
vegna starfsemi hans, en liún bein-
ist einkum að þvi að létta þeim
stundir er dvelja á Elliheimilinu
Hlévangi og sjúkrahúsinu í Kefla-
vík.
Að sjálfsögðu þurfa margir að
kaupa Ijósaperur nú fyrir skamm
degið. Menn skyldu því hafa í
huga er þeir nú kaupa perur til að
lýsa skammdegið, að með því að
kaupa „Lionsperui’” geta þeir
stuðlað að því að enn fleirl njóti
þeirrar birtu, i
ALÞÝÐÚBLAÐIÐ - 13. október 1964 3