Alþýðublaðið - 22.10.1964, Qupperneq 8
VIÐ snerum heim aftur til Kali-
forníu og ég jafnaði mig til fulls
eftir ófarir Monsieur Verdoux; og
enn tók ég að velta fyrir mér kvik
myndaefnum. Ég var bjartsýnn og
trúði þvi enn ekki að ég hefði með
öllu glatað hylli almennings í Am-
eríku, að fólk væri svo pólitískt
sinnað eða svo gamanlaust að það
sneri baki við nokkrum manni sem
gæti skemmt því. Ég hafði fengið
hugmynd, og í krafti hennar lét
ég mér á sama standa hvernig
færi; ég varð að gera myndina.
Hvaða yfirskin sem heiminum
þóknast að taka sér, eru menn æv-
inlega sólgnir í ástarsögur. Haz-
litt segir réttilega að tilfinningar
séu áhrifameiri en vitsmunir og
mikilsverðari í listaverki. Og ég
hafði fengið hugmynd að ástar-
sögu; hún átti heldur ekkert skylt
við hina kaidlunduðu bölsýni í
Monsieur Verdoux (sem ég held
reyndar að sé snjallasta, sniðug-
asta mynd sem ég hef enn gert).
Og mestu skipti að hugmyndin
örvaði mig.
Undirbúningur að Limelight tók
18 mánuði. Það þurfti að semja
ballettmúsik, tólf mínútna langa,
sem næstum reyndist mér ofur-
efli af því að ég varð að hugsa mér
dansinn jafnharðan. Hingað til
hafði ég ekki samið músik við
myndir mínar fyrr en myndin sjálf
var fullgerð og ég gat haft hana
fyrir augunum. Engu að síður tókst
mér að semja músíkina. En eftir á
var mér ekki ljóst hvort hún hæfði
ballettnum, þar sem dansararnir
yrðu að semja dansinn að mestu
leyti sjálfir.
Mér kom í hug að leita til An-
dré Eglevskijs, sem ég dáði mjög.
Hann var í New York, og ég
hringdi til hans og spurði hvort
hann fengist til að dansa „Blá-
fuglsdansinn” við aðra músik og
hvort hann gæti stungið upp á
baUerínu að dansa móti sér. Hann
kvaðst fvrst verða að heyra mús-
íkina. Bláfuglsdansinn er við mús-
ík Tsjaikovskijs og stendur 45 sek-
Tindur; ég hafði því samið eitthvað
upp í þá tímalengd.
Við höfðum unnið mánuðum
saman að þessum tólf mínútum af
balletmúsik og tekið hana niður
með fimmtíu manna hljómsveit.
Mér var mikil forvitni á því hvern-
ig þau tækju henni; og loks kom
þar að Melissa Hayden, ballett-
mærin, og André Eglevskij flugu
til Kaliforníu að hlýða á hana.
Mér var ekki rótt meðan á því
stóð; en, Guði sé lof, þau féllust á
hana og sögðu hún færi vel við
ballett. Það var ein af stærstu
stundum mínurn að sjá þau dansa.
Túlkun þeirra var mjög vinsam-
leg og veitti músíkinni klassískan
blæ.
Til stúikuhlutverksins í mynd-
inni þurfti það sem virtist óhugs-
andi í senn: fegurð, gáfur og vítt
tilfinningasvið. Eftir margra mán-
aða langa misheppnaða leit var ég
loks svo lánsamur að ráða Claire
Bloom sem vinur minn Arthur
Laurens mælti með.
Eitthvað í fari okkar stuðlar að
því að hatur og ólán gleymist. Rétt
arhöldin og öll sú beiskja sem
þeim fylgdi hlánuðu úr huga mér.
Og meðan allt þetta stóð yfir hafði
Oona, kona mín, eignazt fjögur
börn, Geraldine, Michael, Jósie og
Vieky. Lífið í Beverly Hills var
okkur gott; við áttum þar ham-
ingjusamt heimili og margir vin-
ir sóttu okkur heim. —
Ég gerði mér færri grillur út af
Limelight, þegar myndinni var
lokið, en nokkurri annarri mynd
minni. Við höfðum einkasýningu
á henni fyrir vini okkar; allir voru
hrifnir. Síðan ráðgerðum við að
fara til Evrópu; Oonu langaði að
börnin gengju á skóla þar, laus
undan áhrifavaldi Hollywood.
★ YFIRHEYRSLAN
Ég hafði sótt um endurkomu-
leyfi til Bandarikjanna fyrir þrem-
ur mánuðum, en ekki fengið neitt
svar. Samt hélt ég áfram að ganga
frá viðskiptamálum mínum fyrir
brottförina. Skattamál mín áttu að
vera klöppuð og klár. En þegar
Gjaldheimtan frétti að ég væri á
förum til Evrópu kom upp úr kaf-
inu að ég skuldaði henni enn. Þeir
suðu saman kröfu upp á sex-stafa
upphæð og kröfðust þess að ég
setti tvær milljónir dollara til
tryggingar, tífalt hærri upphæð
en krafan nam. Hugboð mitt sagði
mér að setja enga tryggingu, en
krefjast réttargerðar í málinu.
Þetta leiddi til skjótra sátta; ég
þurfti ekki að greiða nema lítil-
fjörlega upphæð. Þegar engar
kröfur voru lengur á hendur mér
sótti ég enn um endurkomuleyfi
og beið svars vikum saman. Þá
skrifaði ég til Washington og gat
þess að ég færi hvort sem ég
fengi leyfið eða ekki.
Viku síðar var hringt til mín
frá Útlendingaeftirlitinu; þeir
vildu spyrja mig nokkurra spurn-
inga. Máttu þeir senda sína menn
til mín?
„Endilega”, svaraði ég.
Þrír menn og kona komu; konan
var með ritvél; hinir höfðu bersýni
lega segulbandstæki í litlum fer-
hyrndum skjalatöskum sinum. —
Fyrir þeim^var hávaxinn grann-
vaxinn maður um fertugt, myndar-
legur og orðfimur. Mér var ljóst
að þau voru fjögur á móti einum
og ég hefði átt að hafa lögfræðing
með mér; en ég þurfti engu að
Ieyna. Fyrirliðinn dró upp skjala-
möppu, heilt fet á þykkt, og lagði
á borðið. Ég sat gegnt honum. Síð-
an tók hann að fletta möppunni
blað fyrir blað.
„Er Charles Chaplin rétt nafn
yðar?”
nJá”.
„Sagt er að þér heitið raunveru-
lega — hér kom fullkomlega fram
andi nafn — og séuð fæddur í
Galizíu”.
„Nei. Ég heiti Charles Chaplin,
sama nafni og faðir minn, og er
fæddur í London”.
„Þér segizt aldrei hafa verið
kommúnisti?”
„Aldrei. Ég hef ekki gengið í
nein pólitísk samtök á ævinni”.
„Þér notuðuð eitt sinn í ræðu
ávarpið „félagar”. Hvað áttuð þér
við með því?”
„Það sem ég sagði. Þér getið
flett upp í orðabók. Kommúnistar
hafa engan einkarétt á þessu
orði”.
Hann hélt áfram í þessum dúr;
spurði síðan upp úr þurru: „Hafið
þér nokkurn tima drýgt hér?‘‘
„Heyrið mig nú”, sagði ég, „seg-
ið mér bara til ef þér eruð að leita
að átyllu til að losna við mig úr
landinu; þá skal ég haga mér sam-
kvæmt því. Ég kæri mig ekki um
að vera persona non grata neins
staðar”.
„Nei, alls ekki“ svaraði hann,
„það er ævinlega spurt að þessu“.
„Hvernig er ,hór‘ skilgreint?"
spurði ég.
Við gáðum báðir í orðabók.
„Segjum ,saurlífi með konu iann-
ars manns‘,“ sagði hann.
Ég hugsaði mig um 'andartak.
„Ekki svo ég viti til”, sagði ég.
„Munduð þér berjast fyrir
Bandaríkin, ef innrás væri gerð í
landið?"
„Auðvitað. Ég elska þetta land,
— hér á ég heima. Ég hef búið hér
í fjörutíu ár”.
„En þér hafið ekki orðið ríkis-
borgari".
„Það eru engin lög til sem
heimta það. En ég borga skatta og
skyldur hér“.
„En hvers vegna fylgið þér þá
Flokkslínunni?”
„Segið mér hver Flokkslínan sé;
þá skal ég svara hvort ég fylgi
henni”.
Það varð þögn, og ég greip fram
í yfirheyrsluna: „Vitíð þér hvern-
ig ég lenti í þessu klandri?"
Hann- hristi höfuðið.
„Fyrir það að hlýðnast ríkis-
stjórhihni".
Harin ieit undrandi á mig.
„Sendiherra ykkar í Rússlandi,
Mr. Joseph Davies, átti að tala á
fundi í San Francisco vegna stríðs
hjálparinnar við Rússa, en hann
veiktist á síðustu stundu. Háttsett-
ur embættismaður fékk mig til að
tala í hans stað; og síðan hef ég
verið lagður í einelti."
★ BROTTFÖR
Yfirheyrslan stóð þrjár stundir.
Viku síðar var enn hringt og spurt
hvort ég gæti komið til viðtals.
Lögfræðingur minn krafðist þess
að koma með mér, „ef þeir skyldu
vilja spyrja um fleira", sagði bahn.
En viðtökurnar voru einkar hjart-
anlegar. Forstöðumaður Útlend-
ingaeftirlitsins talaði næstum í
huggunartón: „Ég bið afsökunar á
þessari töf, Mr. Chaplin“, sagði
hann. „En nú hefur Útlendinga-
eftirlitið fengið aðsetur hér í Los-
Angeles, og nú gengur allt fljótar
Tyrir sig fyrst umsóknir þurfa ekki
lengur að ganga til Washington.
Aðeins ein spurning, Mr. Chap-
lin: hve lengi verðið þér í burtu?“
„Ekki lengur en sex mánuði“,
svaraði ég. „Við erum bara að
fara í leyfi”.
„Ef þér skylduð stanza lengur
þurfið þér að fá framlengingu".
Hann lagði skjal á borðið, fór síð-
án út. Lögfræðingur minn leit
snarlega á skjalið. „Þetta er það!“
sagði hann. „Þetta er leyfið”.
Þessi kafli, hinn síffasti
sem Alþýðublaffiff birtir úr
minningum Chaplins, segir
af brottför hans frá Banda-
ríkjunum sem á sínum tíma
vakti mikla athygli. Áður en
hér var komiff, hafði Chap-
lin sætt ákæru og langvinnri
málsókn fyrir meint kvenna-
mál sín og siffspillingu, en
var sýknaður aff lokum. —
Mynd hans, Monsieur Ver-
doux, hlaut hinar verstu
móttökur og var bannlýst af
ýmsum samtökum í Banda-
ríkjunum, enda mætti Chap-
lin nú vaxandi tortryggni
fyrir kommúnisma. — Síðan
Chaplin fluttist frá Banda-
rikjunum býr hann í Sviss
meff fjölskyldu sinni.
Maðurinn kom aftur með penna.
„Gerið svo vel að skrifa hér und-
ir Mr. Chaplin“. Þegar ég hafði
skrifað nafn mitt klappaði hann
mér hlýlega á bakið. „Hér er leyf-
ið. Góða og skemmtilega ferð,
Charlie, . komdu fljótt heim aft-
ur!“
Þetta var á laugardegi; morg-
uninn eftir áttum við >að fara til
New York. Ég vildi að Oona hefði
aðgang að bankahólfi mínu, ef
eitthvað skyldi koma fyrir mig;
mestallar eigur mínar voru þar.
En hún frestaði því sí og æ að
ganga frá þessu við bankann. Nú
var kominn síðasti dagur okkar L
Los Angeles; bankanum yrði lök-
að eftir tíu mínútur. „Má þetta
ekki bíða þangað til við komum
heim aftur?“ spurði Oona. En ég
lét ekki undan. Og þar var heppn-
in með okkur; ellegar hefðum við
kannski þurft að eyða afgangnum
af ævinni í málsóknir til að ná þess
um fjármunum úr landi.
Harry Crocker, sem nú var aug-
lýsingastjóri minn,; efndi til há-,
degisverðar með ritstjórn tímá-'
ritanna Time og Life áður en; ég
g 22. október 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ