Alþýðublaðið - 11.11.1964, Page 2

Alþýðublaðið - 11.11.1964, Page 2
Bitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: EiSur GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintaklð. — Útgefandi: Alþýðuflokkui-inn. Skattalækkun kommúnista KOMMÚNISTAR hafa lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis, að útsvör og skattar ársins 1964 verði endurreiknuð eftir nýju kerfi. Segja þeir, að þannig megi fá „gífurlegar lækkanir fyrir skattþegnana“ og búast að sjálfsögðu við vinsæld- um fyrir tillöguna. Þjóðviljinn birti í gær töflu, þar sem sýnt er nákvæmlega, hve miklar þær lækkanir eru, sem kommúnistar leggja til. Kemur í Ijós, að þeir vilja lækka skatta- og útsvör láglaunafólks um 1.500 til 3.000 ltrónur, en þeir vilja endurgreiða hátekju- mönnum miklu hærri upphæðir, allt að fimmföld- um sparnaði launþeganna. Sem dæmi má nefna, að kommúnistar vilja lækka skatta og útsvar fjölskyldu með þrjú börn um 1959 krónur, ef fjölskyldan hefur haft 90.000 krónur í tekjur. Ef fjölskyldan hefði hins vegar haft 220.000 krónu tekjur, vilja kommúnistar lækka skatta hennar um 16.380 krónur. Þannig ger ir frumvarp þeirra ráð fyrir, að hátekjumaðurinn fái meira en fimmfalda endurgreiðslu á við lág- tekjumanninn. °g spillt íhaldspólitík fyrir peningamenn, ef einhver annar flokkur hefði lagt þetta til. Gegnir það furðu, að þingmenn kommúnista skuli leggja slíkt frum varp fram á Alþingi, þegar þess er gætt, hvað þess ir sömu menn hafa sagt um skattamál á undanförn um árum. Það er sannarlega merkilegt, að kommúnistar skuli flytja á Alþingi frumvarp um stórfelldar skattalækkanir fyrir hátekjumenn. Hver hefði trú að, að það ætti eftir að koma fyrir? Lœgstu vetrarfargjöld milii íslands og meginlands Evrópu Skólasjónvarp SIGURÐUR JÓNASSON hefur í útvarpsþætti bent á, hve stórfelld not íslendingar geti haft af skólasjónvarpi. Telur hann, að stofnkostnaður dreifingarkerfis fyrir sjónvarp um land allt sé fyllilega réttlætanlegur frá þessu sjónarmiði einu. Sennilega geta Islendingar haft meiri not af sjónvarpi til fræðslu, bæði fyrir skólafólk og aðra, en nokkur önnur þjóð. Mun það koma á daginn, þegar byrjað verður að setja saman íslenzka dag- skrá, að margt má sýna í sjónvarpi sem er bæði fræðandi og skemmtilegt, annað en þá æsivið- burði, handalögmál og morð, sem alltof mikið er af í bandarísku skemmtisjónvarpi. Er raunar rétt að minnast þess, að í Bandaríkjunum er heilt kerfi fræðslusjónvarpsstöðva, en efni þeirra sést sjald- an í dagskrám hermannastöðva. Loftleiðir bjóða viðskipfavinum sínum þessi ótrúlega lágu fargjöld á tímabilinu frá 1. nóv. fil 31. marz. Gjöldin eru ekki háð 30 daga skilmálum. Farseðlar gilda í eitf ár. Frá Luxemborg og Amsterdam eru allar götur greiðar fil stórborga meginlands Evrópu. Hunið LÆGSTU VEIARFLUGGJÖLD LOFTLEI0A Þægilegar hraðferðir heiman og heim. Leffleiðis landa milli. Varðberg Framhald af 5. síðu vestræna samvinnu. Síðan hafa verið stofnuð Varðbergs-féiög á Akureyri, Vestmannaeyjum, Akra nesi, Siglufirði og Skagafirði, en fleiri félagsstofnanir ei'u í undir búningi. Starfsemi félaganna hefur farið ört vaxandi og náð tij lands ] ins alls. Erfðavenjur Frh. af 6. síðu. inn 1605, þegar upp komst um samsæri um að sprengja þing- húsið í loft upp á þeirri stundu, er konungurinn, sem þá var Ja,< kob I., setti þingið. Þá fannst þar sá frægi Guy Fawkes, sent síðan hefur verið brenndur 4 báli, sem tuskudúkka, fimmta dag hvers nóvembermánaðar af börnum um allar Bretlandseyjx ar. j áskrifíssíminn er 14900 2 11. nóv.1964 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.