Alþýðublaðið - 11.11.1964, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 11.11.1964, Qupperneq 13
Olympíuleikarnir Framhald af síðu 11. spurningunni áhugamaður—at- vinnumaður. — Nei, ég hætti áður, svaraði hann. ★ FARARSTJÓRI Svíi í Tokio Sven Láftman var viðstaddur og1 lýsti því yfir, sem skoðun sinni á liinni eilífu áhugamanns spurn- ingu: — „íþróttamaður skal ekki græða peninga á að iðka íþrótt sína, en hann á heldur ekki að tapa á því”. Þar var Brusveen sam mála honum, en Torsten Tegner var ekki á sama máli. — Við skulum segja að íþrótta- maður geri ekki annað í 3 mánuði en iðka og keppa í íþrótt sinni. Þá lifir hann jú á íþrótt sinni fjórða hluta ársins. Er hægt annað en að álíta hann þá atvinnumann? ★ SPURNINGIN um notkun eit- urlyfja var fljótlega tekin úr um- ræðunum, þar sem ennþá er ekki liægt að benda á nein bein tilfelli. Vissulega sagði ákærandinn Öst- Kaupi hreinar tuskur Bólsturiðjan Vélriíun — Fjölritun Prentun PRESTO Klapparstíg 16. —- Gunnars- braut 28. c/o Þorgrímsprent Freyjugötu 14. SNIUBSTÖBII Sætúni 4 * Sími 76-2-27 Billinn er smnrður fyótt ox nl 8eUnm allaur tesmidir if nsnllt Ég spara! > ég kaupi RUST-OLEUM' E. TH. MATHÍESEN h.f. LAUGAVEG 178 - SÍMI 36570 vedt að til væru mörg sönnunar- gögn, en honum tókst ekki þrátt fyrir mikið pappírsflóð að sann- færa verjendur og heldur ekki sjónvarpsáhorfendur. •A ÁKÆRANDINN vildi einnig halda því fram, að íþróttamenn lifðu sem þrælar og væru þving- aðir með ómannúðlegri þjálfun til að ná toppárangri. En hér mætti hann mótspyrnu allra, því allir voru sannfærðir um, að ekki væri hægt að þvinga menn fram til sigra. Sigurljómi yrði að finnast í þátttakendunum sjálfum, ásamt viljanum að yfirstíga erfiðleikana fyrir sigurinn. ★ Umræður um stærð leikanna fengu ekki þann tíma, sem þurft hefði. En þó kom fram, að innan IOK hefur það oft komið til um- ræðu að athuga möguleikana.á því að minnka leikana og reyna að sporna við því að þeir flæði út yfir öll mörk. EN minnkun leik- anna stríðir á.móti anda þeirra, sem er að Olympíuleikarnir skuli vera opnir öllum þjóðum. og öllum íþróttagreinum. ★ HINA PÓLITÍSKU hlið leik- anna voru menn smeykir við að ræða. Því verður ekki neitað, að Japan lagði fram sem svarar 150 milljörðum ísl. króna til leikanna í haust, en þessi upphæð nýtist áfram, þar sem unglingar landsins geta áfram notað öll mannvirkin til þjálfunar og ef til vill eiga þau eftir að fóstra olympíumeistara framtíðarinnar. G. Þ. ÍÞRÓTTIR Framh. af bls. 11. mörgum eru að ýmsu leyti tald- ir hafa staðið framar hirnun há- lærðu sérfræðingum nútímans, hikuðu ekki við að ráðleggja líkamsæfingar, sem þýðingar- -• mikið læknismeðal, EN þeir vöruðu einnig við of þjálfun íþróttanna. - REYNSLA GENGINNA Lítum við því sagnfræðilega á málið kemur í ljós, að mað- urinn hefur frá örófi alda talið líkamsæfingar nauðsynlegar fyrir lieilsuna. Hve margra ættliða reynsla liggur að baki þessa álits er ekki hægt að telja, en væri það hægt er víst að niðurstaðan yrði óhemju stór tala. Hefur þá vísindamaður nú- tímans rétt til þess að — án þess að hika — kasta frá sér liinni samansöfnuðu reynslu þessara ótalmörgu kynslóða? Nei, vissulega ekki. Það, að ekki hafi enn verið sannað töluiega gildi líkamsæf- inganna fyrir lieilsuna, þýðir ekki að svo verði ekki gert ein- hverntíma í framtiðinni. Það er svo ótalmargt, sem ekki er hægt að sanna vísinda- lega, en er óhrekjanlegt. Þeg- ar reynslan um nytsemi íþrótt- anna bendir svo eindregið í eina átt, þá ætti það að vera næg sönnun. ÍÞRÓTTIR ÞJÁLFA VILJANN Við höfum aðeins rætt um áhrif æfinganna á líkamann. Auðvitað hafa íþróttirnar einn- ig mjög mikil áhrif á andlega starfsemi einstaklingsins og þá fyrst og fremst á viljann. Þekktur heimspekingur kvað eitt sinn, að skólinn þjálfaði mest lieilann, heimilið tilfinn- ingalífið, en viljinn yrði útund- an. Hér koma íþróttirnar að góðu gagni. íþróttakeppni krefst fyrst og fremst þroskaðs hæfi- leika til einbeitni, hæfileika til þess að á réttu augnabliki að gera meira en áður, og feikna vilja til að sigra. •* Og, að lokum. íþróttirnar hafa mikla þýðingu fyrir þjóð- félagið og í þeim fá menn að láta koma fram hina rótgrónu þörf sína á að standa sig betur en umhverfið. Hundruð þúsund manna og kvenna fá í viku hverri í frið- samlegri keppni á íþróttaleik- vöngunum heilbrigða útrás fyrir hina innibirgðu keppnis- þörf sína. Og þessar íþróttir fara allar fram í bróðerni og eftir föstum reglum. íþróttirnar eru riddara- mennska nútímans. G. Þ. Síldarvertíb Frh. af 1. síðu. Óhætt mun að lýsa því yfir að Jón Kjartansson hafi orðið aflakóngur vertíðarinnar með 50.478 mál og tn. Snæfellið frá Akureyri er í öðru sæti með 44.430 mál ogtn., Bjarmi II. með 43.656, Þórður Jónasson 42.601 og í fimmta sæti er Hann es Hafstein með 42.022 mál og tn. Verið getur að röð lægri skipanna breytijst eitthvað við fullnaðar- uppgjör vertíðarinnar. Jón Kjartansson SU 111 er nýr stálbátur um 230 tonn að stærð. Hann var smíðaður í Nor- egi eftir sömu teikningu og Grótta frá Reykjavík, en nokkru seinna Skipstjóri til 1. október var Þor- steinn Gíslason, en en nafni hans Þórisson tók þá við. Hann hefur bætt um 10.000 málum við afla skipsins þennan rúma mánuð.. Skýrsla LÍÚ er birt í heild inni í blaðinu. • Happdrætti Framhald af 16. síðu. kom á heilmiða númer 37043. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboðinu á Akuréyri. 100.000 kr. komu á hálfmiða númer 43263. Þrír hlutar voru seldir í umboði Guðrúnar Ólafs dóttur, Bókaverzlun Sigfúsar Ey- munds-sonar, og einn hluti var seldur í umboði Helga Sivertsen í Vesturveri. 10.000 krónur. 2611 - 4646 - 8283 - 9284 10632 - 12635 - 14107 - 14278 15465 - 18211 - 18831 - 20495 22594 - 23473 - 23635 - 23675 25661 - 28884 - 30066 - 324)19 32684 - 34718 - 36005 - 37004 37042 - 37044 - 37389 - 39300 42155 - 42819 - 44848 - 45171 49216 - 53140 - 54147 - 54502 57571 - 58097. (Birt án ábyrgðar). Synti í Tjörninni Framhald af síðu 16. gripinn mikilli lífslöngun, og þar eð hann var sundmaður góður svam hann mikinn eftir Tjörninni. Þegar hann kom á móts við Glaum bæ var farinn að koma hrollur í hann, og þótti honum því tíma- bært að taka land. Hefur það vænt anlega ekki spillt ánægju hans að þar voru fyrir nokkrir vörpulegir dökkklæddir menn með hvítar húf ur, sem tóku hann í sína vörzlu. Jólakort Framh. af bls. 3. Ríkislistasafnið í Kaupmanna- höfn vinnur það með miklum ágæt um. Listaverkakortin eru aðeins til sölu í Ásgrímssafni, Bergstaða- stræti 74, og Baðstofunni í Hafn arstræti, þar sem safnið er ekki opið nema 3 daga í viku, sunnu daga, þriðju-og fimmtudaga frá kl. 1.30 - 4. Ekkert sam- komulag Frh. af 3. síðu. átti hann að hitta pólska kommún istaleiðtogann Gomultoa. Pólska sendinefndin fór frá Moskvu í dag. Vestrænir sérfræðingar telja, að undanfarna daga hafi Rússar tekið svo til sömu afstöðu og Krúst jov hafði. Engin breyting hafi orð ið vegna frávikningar hans, en dyrnum er lialdið opnum fyrir vinsamlegum viðræðum um á- greiningsmál. Talið er að Kínverj ar verði að hafa frumkvæðið, fall ast á alþjóðaráðstefnu eða bera fram gagntillögu. SMURT BRAUÐ Snlttur. Opið frá kl. 9—23,30. Bc'auðstofan Vesturgötu 25. Sím! 16012 Einangrunargler Framleitt elnungis Úr Arratt flerl. — 5 ára ábyrgð. Pantlð tímanlega. Korkiðjan h.T Skúlagötu 57 — Sími 23200. Vegna útfarar hjónanna Lovisu og Lárusar Fjeldsted, verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12 til 2% e. h. í dag. Hjartkæra frænka mín Stefanía E. Bjarnason hjúkrunarkona andaðist á heimili sínu Gimli, Manitoba, Kanada 29. október síð- astliðinn. Soffía G. Vagnsdóttir frá Hesteyri. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. nóv. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.