Alþýðublaðið - 11.11.1964, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 11.11.1964, Qupperneq 15
Golders Green, þar skipti ég um vagn og hélt heim til vina minna Barfoot hjónanna. Bárfoot var ekki kominn heim, en maturinn .var kominn á borð ið og frú Barfoot heimtaði að ég settist strax niður og byrjaði að borða. Áffur en ég tók til viff matinn hringdi ég á spítalann og þar var mér sagt aff Pétur hefffi það gott. Þegar ég fór að borða fann ég, aff ég var alveg glorsolt in. Ég borðaði tvær kótelettur. mikla kartöflumús og heilmikið af grænmeti, og svo búffing og ostakex á eftir. Það var dálítill ánægjusvipur á andliti frúarinn- ar, er hún horfði á mig borða. Hún sagðist vitað aff mér kæmi betur að fá eitthvað gott í svang inn, jafnframt sagði hún, að Daníel mundi hafa betri lyst á gufusoðna fiskinum sínum, ef 'hann þyrfti ekki að horfa á mig borða kótelettur. Þegar Daníel kom inn sátum við inni í dagstofunni og vorum að drekka te. Frúin kvaðst skyldu koma með matinn hans inn ’á bakka, svo hann gæti setið þarna hjá okkur. Barfoot settist á stól og andvarp aði þreytulega. Hann lygndi aft ur augunum og nuddaði á sér magann og stundi. Svo opnaði hann augun aftur og þá lifnaði yfir öllu andliti hans og nýtt líf færðist á hann. Hann fór með aðra höndina 1 vasann og gróf þar upp skart- gripinn, sem hann hafði tekið með sér, þegar hann fór um morguninn. — Ég hélt að þú hefðir ætlað að fara með þetta til Scoland Yard, sagði ég hissa. — Já, rétt er það, sagði hann, en ég er búinn að skipta um skoð un. — Hvað kom til? spurði ég og velti því um leið fyrir mér, hvort hann hefði hreinlega ekki gleymt hvað hann hafði ætlað sér að gera við menið. — Mér datt dálítið mikilvægt í hug, sagði hann, en horfði stöð ugt hálf undrandi á skartgripinn eins og hann væri að reyna að muna, hvernig hann hefði kom- ið í hendur- sínar. Hann lagði han;n ‘ á stólarmtnn og sagði: Mér datt í hug hvort ekki væri einfaldast að grafa -bara smá- holu hér í garðinum og losna þannig við þetta dót. Þannig veldur þetta sennilega minnstum vandræðum.' Ég er viss um að -það grunar ekki nokkur maður hana Lucy mína um að fela ,stolna gimsteina í rófugarðinum sínum. — Hvers vegna finnst þér þetta svona mikilvægt? spurði ég. 1— Þetta e? nú raunar svolít ið flókið, sagði ’hann. Ég fékk allt í einu smáliugmynd. Mér fannst ég muna eftir einhverju .... einhverju um tvíbura einhverju, sem ég hafði lesið einhvers staðar. — Barfoot þó, sagði ég reiði lega, þú hefur þó ekki verið að lesa einhverja bannsetta hjátrú ardellu um hvítar perlur eða þessTiáttar Segðu mér ekki að þú hafir eytt öllum eftirmiðdeg inum í það! — Svona, svona, vertu ekki 43 æst, sagði hann. Ég sagði þér að þetta vært dálítið flókið. Nei, nei, ég hef ekki verið að lesa neitt, ég sagðist bara hafa mun að eftir svolitlu, sem ég las fyr ir löngu síðan. Ég var að hugsa um það meðan við vorum á leið inni niður í bæinn, en ég gat ómögulega munað, hvar ég hafði lesið það; hvenær, eða eftir hvern það var. Þetta er það versta við að vera að lesa um alla skapaða hluti eins og ég geri, — maður man aldrei neitt. En ég veit liver getur komið mér á sporið með þetta bara ef ég næ í þann ágæta mann. Þess vegna reyndi ég að hafa uppi á honum í stað þess að fara til Scotland Yard. Ég hefði hringt til manns- ins bara ef ég hefði munað hvað hann hét. Ég mundi það ekki af því ég var áhyggjufullur, og þeg ar ég er áhyggjufullur, þá er mér ekki nokkur leið að muna manna nöfn. Nú hefur nafnið rifjast upp fyrir mér. Maðurinn heitir Shur mer, dr. Walter Shurmer. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um leið og ég kom heim til hans. Ég var einu sinniá einhvers konar fundi -hjá honum. Hann á heima í Kensington, og til allrar hám- ingju var hann heima og allur af vilja gerður til að aðstoða mig. Hann taldi sig vita um hvað ég var að tala . . . — Skynsamur maður, varð mér að orði. — Já, það er hann vissulega, sagði Barfoot og ég dái hann mjög, svo getur þú sleppt allri kaldhæðni. Til allrar óhamingju þá átti hann þessa bók ekki sjálf ur og þar sem í dag er sunnudag ur, gat ég hvergi nálgast hana. En það er allt í lagi, ég næ í hana strax í fyrramálið. Hann skrifaði nafni-ð á bókinni á blað fyrir mig, og í fyrramálið rann- saka ég þetta allt niður í kjöl- inni. — Hér gerði hann hlé á frásögninni og geyspaði mjög og sagði síðan. Það er bezt að fara snemma í bólið og snemma á fætur í fyrramálið og athuga þetta allt gaumgæfilega, muldr aði hann og lyngdi aftur augun um. Ef kona hans hefði. ekki í sömu andránni komið inn með matinn er ég sannfærð um, að hann hefði steinsofnað þarna í stólnum. Allt hafði þetta valdið mér miklum vonbrigðum, og þess- vegna sagði ég ekki ýkja margt næstu tuttugu mínúturnar eða svo, meðan Barfoot nartaði lyst arleysislega í fiskflakið sitt. Ég ,veit ekki hvaða árangri ég hafði búizt við af ferð hans til Scot- land Yard, en ég hafði alls ekki búizt við að hann mundi alveg sleppa því að fara þangað, en fara í stað þess að eltast við eitt hvað sem að mínum dómi var bannsett vitleysa, og vera svo það þreyttur þegar hann kæmi heim, að hann gæti ekki einu sinni skýrt málið fyrir mér. Það var orðið nokkuð seint núna, að segja lögreglunni sann leikann um árásina á Pétur og skartgripina, sem ég hafði fund ið í skúfunni. Nú gat verið að búið væri að spyrja Pétur, og það var ómögulegt að láta sér detta í hug hvað hann hefði sagt. Ég vildi ekki eiga á hættu að okkur bæri ekki saman og þess vegna ákvað ég að bíða unz ég gæti rætt við hann. Þarna sat ég næstum miðúr mín af leiðindum þangað til Bar fott sagði: — Ég gæti auðvitað sagt þér að mestu leyti, en ég vil heldur bíða til morgun þangað til ég er búinn að fletta þessu upp og at huga þetta betur. Það kann vel að vera að ég hafi rangt fyrir mér, og þá mundi það aðeins gera illt verra að fara að segja þér frá þessu núna. Já, ég held að ég bíði með það. En segðu- SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængnrnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHKEINSUNIN Ilverflsgötu 57A. Siml 16738. mér nú hvað þú hefur verið að gera? Hvernig líður Pétri? i — Hann hefur það gott og • hvílist vel, sagði ég hvað svo, sem það annars þýðir. j i— Það þýðir að liann sé að . drepast úr höfuðvek, sé flökutf vilji helzt að hann sé dauður, og heldur jafnvel að að því sé að koma, — en hann er áreiðan lega ekki neinni hættu, þú getur ’, verið róleg þess vegna, sagði Bar foot. S • — Ég fór raunar ekki á spítal • ann, þegar ég skildi við þig,- i sagði ég. Ég fór og hitti Söndru. Mér datt í hug að reyna að koma með hana hingað, en það tóksí ekki. Hún sífiþykkti það samt bara til að losna við mig, og svo SÍakk hún mig af á leiðinni. Ég stakk upp á því, að hún segði . lögreglunni það sem hún vissi, en fyrst sagði hún mér svolítið. Hún sagði mér að móðir hennar hefði hringt í Pétur. Barfoot geispaði og sagðist ekki vita um hvaða símtal, ég væri að tala. Ég rifjaði það þess vegna upp fyrir honum og enn- fremur það, sem Sandra hafði sagt mér um frú Barry. Hann reyndi að hlusta á mig, en svo tók ég eftir því að höfuð hans fór að síga niður. Hann var far inn að dotta og kona hans fylgd ist'með sígarettunni,, sem 'hann hélt milli fingranna, ef hann •uoss[Bj srugi íNNiaaaiíHi aa hjah GRANNARNIR 0 . . TBIKNARI* # J£r9//5V« ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. nóv. 1964 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.