Alþýðublaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 6
í I5ANDARÍKJUNUM eru menn um það bil að leggja síðustu Ihönd á smíði „vélræns hunds“, sem koma á í veg fyrir, að glæpa- menn eða brjáíæðingar geti komið fyrir sprengjum í farþegaflug? vélum. Þetta er ekki neiít smávandamál, því að 191 maður hefur farizt síðan fyrstu sprengjunni var komið fyrir í flugvél fyrir 31 ári. I að eru vísindamenn við verkfræðiháskólann í Chicago, sem starf.i að smíði hundsins góða, og á hann að verka sem hér segir: Átur en vélin fer af stað á flugfreyja að láta hundinn anda að sér loí’ti í farþegarými vélarinnar — og þetta loft á svo að leika' um efui, sem er ákaflega næmt fyrir lofttegundum. Mólekúlin frá spren. ju eiga síðan að hafa svo sterk áhrif á tækið, að viðvöriyi- arbjaiia fari af stað, og þá eiga menn að vita, að nauðsynlegt sé að kanna farþegaklefann nákvæmlega. 0—0 Hinn snjalli og gáfaði Adlai Stevenson varð að láta í minni pokann um daginn, er hann kom í heimsókn í þingið í Washington og hitti þar gamlan kunningja sinn, stjórn- málamann. í samtalinu sagði Stevenson: „Gleymdu ekki, að Abraham Lincoln íiafði rétt fyrir sér, þegar hann sagði: „Það er ekki hægt að blekkja alla i það óendanlega“. „Nei‘, sagði vinurinn, „en Abe gleymdi að bæta við, að það er alltaf nóg að blekkja meirihlutann". 0—0 KENNARINN sagði við tregan nemanda: „Eftir það, sem ég er nú búinn að segja þér, geturðu vafalaust nefnt mér þrjá hluti, sem hafa í sér mjólk?“ Pétur byrjlaði rösklega: ^Já, það er smjör og ostur, og “ Lengra komst hann ekki. „Geturðu virkilega ekki munað eftir meíru?“ spurði kennarinn. „Pétur var allur af vilja gerður og braut heilann mikið. Svo kom það: „Jú, ein geit og tvær kýr.“ 0—0 TVEIR Frakkar voru að ræða um de Gaulle. „Gleymdu ekki, að það, sem Frökkum er kærast, er frelsið“, sagði annar. Gg hinn svaraði: „Þú gerir þér of mikla rellu, kæri vin- ur. Þri ættir heldur að segja, að frelsi skipti ekl i> r;vo ógurlega miklu máli fyrir Frakka, svo fiamarlega, sem þeir eru ekki beinlín- is iþra»lar.“ —0— ÞEGAR hin nýgifta frú Brechat kom heim til Parísar úr brúð- kaupsforð sinni til Ia bella ítalia, komst hún að raun um, að í hverf- inu voru á kreiki alls konar óhuggulegar sögur um aöstæðurnar í sambaitdi við giftingu hennar — og því lét hún setja upp svohljóð- andi anglýsingu í verzluninni hinum megin við götuna: ,,Ég, Claudine Brechat, fædd Ribaud, lýsi því hér með afdrátt- arlaust yfir, að ég er ckki ólétt, að ég hef aldrei veriij þ?.ð, og að ég hélt brúkaup mitt í september s.I. sem hrein mey. Ef kjafta- skjóður halda áfram að halda hinu gagnstæða fram, mun eiginmað- ur iriir.n leita til dómstólanna til að láta slaðurskjóðurnar standa fyr ir máli sínu.“ —0— Seadiherra Saudi-Arabíu í London, Sheik Hafiz Wahba, hefur sent frá sér bók með ritgerðum, er nefnist „Arabian Days“, og á hún ekki eftir að gera hann sérlega vinsælan meðal landa sinna. Hann skrifar þar nefnilega mjög háðslega um skoðanir hins venju- lega Araba á lækniskúnstinni og þær skrýtilegu lækningar, sem hann notar. Til dæmis segir hann: Mjög vinsælt ráð við taugaveiklun er þetta: Maður skrifar kafla úr Kóraninum á málmplötu, hellir yfir hana rósavatni, sem leysir upp það, sem skrifað var, Qg vökvi sá, sem þannig kemur fram, er gefinn sjúklingnum. Ennfremur upplýsir hann, að mislingar í börnum séu læknaðir með töstum, og gulusótt lækni menn með því að núna fingur óg tær sjúklingsins með vítissteini. 6 11. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÝMSAR merkilegar erfða- venjur eru í hávegum hafðar í brezka þinginu og eiga flestar eða allar rót sína að rekja til einhverra löngu liðinna at- burða. Því er þetta rifjað upp, að í sl. viku var brezka þingið sett við hátíðlega atliöfn í lá- varðadeildihni, þar sem drottn- ingin flutti hásætisræðu sína. Stóra myndin er frá þeirri at- höfn og sýnir troðfullan deild- arsalinn. Það er t. d. ein af erfðavenjunum, að drottningin eða konungurinn mega alls ekki koma í neðri málstofuna, þar sem öll veigamestu verk þings- ins eru þó unnin. Þegar drottn- ingin setur þingið, sendir hún þvi fulltrúa sinn yfir í neðri málstofuna, sem hefur verið rammlega læst, þegar fréttist, að þjóðhöfðinginn væri á leið- inni til þinghússins. Kveður fulltrúinn þar dyra, er að lokum hleypt inn og flytur þingmönn- um þann boðskap drottningar, að hún vilji gjarnan hafa tal j|ll!!i!!!í!;íll!!i!!!íii!lll!íl!ííii!l!!!!!!!!il!!ill!!ll!linii!l!!líl!i!ll[!!!!!l!il!lí;!Slilllll[lllli!llll!llll]lilIillli:lillilliil!lllllllliffll af sínum trúu þegnum í neðri málstofunni „á öðrum stað,” en sú venja er í neðri málstofu brezka þingsins að minnast al- drei á lávarðadeildina með nafni, a.m.k. í umræðum, held- ur segja aðeins „á öðruin stað.” Á minni myndinni sjást „Ye- omen of the Guard” -— eða Bee featers, eins og þeir eru venju- lega kallaðir —, menn úr hinu sérstaka varðliði, sem m. a. hafa það starf að gæta þing- hússins og Tower of London, vera að krönglast áfram í kjall ara þinghussins í leit að sprengj um. Þessi athöfn fer fram á hverju hausti fyrir þingsetn- ingu, og er siður þessi upprunn- Framliald á 2. sífiu. Orðtakið „að deyja af sorg” virðist frá læknisfræðilegu sjón- armiði ekki vera alveg út í bláinn. Hætta á dauða er á flestum aldri meiri meðal ekkna og ekkla en hjá giftu fólki og á fyrsta húlfa árinu eftir dauða maka eykst hættan á dauða hins eftirlifandi maka um 40%. Atriði í sambandi við lifnaðarhætti og líf — t. d. óregla á mataræði — eru ekki nægjanleg skýring á hinni auknu hættu á dauða, heldur þarf lika að taka sálræn atriði með í reikn-, inginn, segir dr. Bengt Ekblom frá Uppsölum, sem" í sænska læknablaðinu gerir grein fyrir rannsóknum sínum og tveggja enskra lækna. Sjálfur hefur Ek- blom gert. rannsóknir, sem ná til 634 nýoröinna ekkna og ekkju- manna um 75 ára aldur í sænsk- um bæju.m. Hugmyndina að rann- sóknum sínum fékk hann, er hann tók eftir því, að þegar annar að- ilinn í löngu hjónabandi dó, — i fylgdi hinn aðilinn fljótlega á I eftir. Niðurstaða rannsóknarinn- ar sýnir, að hættan á dauða er mest á næsta hálfa árinu — síðan verður hættan „eðlilegri” hjá ekkjumönnum, en hugsanlegt er, (að hættan aukist aftur hjá ekkjum á öðru og þriðja ári, þar sem þær eru orðnar einar. Af 283 körlum giftust þrír aft- ur innan þriggja ára frá því að lífsförunautur þeirra dó. Engin af ekkjunum 351, sem fylgzt var með, gifti sig aftur á þeim tíma. Framhald á 10. síðu ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.